Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2000, Page 26

Skessuhorn - 14.12.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 L>s£S3ljnu.^ 'Penninn Til árs og jriðar Frá örófi alda hefur verið haldið hátíðlega uppá endurkomu sólar um vetrarsólstöður með veislum, gjöfum, gleði og ljósi. Jól er nafn fórnarhátíðar í heiðnum sið sem germanar héldu um miðjan vetur eða um sólstöður. Enn í dag er orðið jól notað á nor- rænum tungumálum um þá kristnu hátíð sem haldin er til að fagna fæðingu Jesú. Uppruni há- tíðarheitisins jól er óviss en orðsifjalega tengist það germanska mánaðarnafninu ffuma-jiuleis (á undan jólum), heimild frá 4. öld, fornenska heitinu frá 8. öld geola (jólamánuður) og forn- íslenska mánaðarnafninu ýlir. Hugsanlegt er að upphafleg merking sé bæna- og töfrahátíð. Eitt auknefna Oðins er Jólnir og vísar það til tengsla jólanna við hann og líklegt að Oðinn hafi verið blótaður við miðsvetrarblótin. Jólablótið var og er eitt af hinum árlegu höfuðblótum og var þá blótað til árgæsku og gott þótti og þykir enn að blóta Frey til árs og friðar. Mikið er til af gömlum norrænum jóla- siðum sem sýnir hvað jólahátíðin hefur gegnt stóru hlutverki í heiðni. Til forna var jólaölið mikilvægt ekki síður en nú og var skylda að brugga öl til jóla og var það ekki bundið við heiðinn sið því Gulaþingslög kváðu svo á að ef ekki var bruggað öl í þrjá vetur lá við sekt sú að helmingur fjár hins seka skyldi renna til kon- ungs og helmingur til biskups, viðkomandi skyldi skrifta og fengi þá að vera áffam í Noregi en ef hann ekki skriftaði var hann gerður útlæg- ur. Frá upphafi akuryrkju eða frá því fyrir uþb. 6000 árum hefur ölgerð þekkst á norðurlönd- um og í Danmörku hafa fundist 3-4000 ára gamlar leifar af öli sem bragðbætt hafði verið með mjaðjurt og berjasaft, þannig að það er ekki nýr siður að bragðbæta jólaölið (appelsín). Orðasambandið “að drekka jól” bendir til að drykkja hafi verið þáttur í hátíðahöldunum eða þá að hátíðinni hafi tengst drykkjarfóm eða dreypifórn. Veislur og gleðskapur hafa lyff andan- um hjá mannskapnum í gegnum aldirnar þegar mest er þörf; í svartasta skammdeginu. I hinum Sænsku jólaveislum er skreyttur svínshaus með epli í kjaftinum eitt af táknum jólanna og gæti það vísað til Gullinbursta, galtar Freys (per- sónugerfings sólarinnar) eða þá til Sæhrímnis sem daglega er soðinn og etinn í Valhöll en rís upp heill næsta dag. Sá siður að skreyta hýbýli með sígræn- um greinum, laufi eða trjám um jól er ekki nýr. Sígrænar jurtir tákna hina eilífu hringrás. Þeg- ar kristni var boðuð í Englandi sögðu trúboðar það heiðinn sið að tendra kerti og skreyta dyra- stafi með grænum greinum. A Norðurlöndum reistu bændur þrjár stangir upp við bæi sína þannig að þær mynduðu píramída og á jólum voru festar grænar greinar á toppinn. Þegar nú- tíma jólatrjáasiður barst til Islands var einivið- urinn notaður til að útbúa tréð, en fram á þessa öld var einir brenndur í húsum til varnar sjúk- dómum. Kona frá Bæjaralandi hefur sagt mér frá þeirri hefð að fjölskylda hennar safni jurta- tegundum og þar á meðal einivið um miðjan á- gúst ár hvert og sérstakt kvöld í desember er húsið síðan hreinsað með reyk og ilmi jurtanna og kallast það mæðrakvöld. A hinum Norðurlöndunum finnast jólasveinar en þeir eru smávaxnir og í ætt við búálfa en búálfar þekktust lengi vel ekki á ís- landi en jólasveinarnir eru og voru því fyrir- ferðarmeiri. A Hjaltlandi koma grámenn úr fylgsnum sínum í svartasta skammdeginu og æra skepnur og hnupla mat. I heiðnum sið bæði hér á landi og á hin- um Norðurlöndunum til forna tíðkuðust gjafir á jólum. Þessar gjafir voru af sama tagi og nýársgjafir Rómverja. Konungurinn, jarlinn, goðinn eða stórbóndinn gaf fólki sínu gjafir á jólum sem þakkir fýrir trúmennsku og vel unn- in störf á árinu. Stundum er spurt hvort eða hvernig haldið sé uppá jólin í heiðnum sið í dag, en þvf er fljótsvarað að flestir af okkar íslensku jólasið- um eiga heiðnar rætur og við höldum jólin eins og flestir aðrir að frátöldum sálmasöng og kirkjuferðum. Hátíðin gengur fyrr í garð hjá okkur með árlegu jólablótá um vetrarsólstöður þar sem við fögnum hækkandi sól og blótum til árs og friðar, allir eru velkomnir. Skírnismál eru þá yfirleitt færð í leikbúning og lýsir kvæðið því er Freyr (tákn sólar) fellir svo mikinn hug til jötnameyjarinnar Gerðar (tákn jarðar) að hann unir sér hvorki svefns né matar og verður nið- ur dreginn (vetrarsól), afsalar sér hesti, sverði og öðrurn veldistáknum til Skírnis sendiboða síns sem fer og biður Gerðar og eftir langar for- tölur fæst hún til að gefast Frey (sólhvörf). En það birtir alltaf aftur á ný og því fögnum við hækkandi sól. Jónína K. Berg Vestlendingagoði ^yPísnahornið________________OfboMem er nú skítt Ei skal strmgi æðru slá eða lengja spjalliS, nú er enga náS aSfá nú er gengiS falliS. Eða svo segja okkur landsfeður vor- ir og fjármálaspekingar að gengi krónunnar hafi sigið að undanfömu og er það kannske skárri kostur en tilfærslur og pennastrik sem tíðkuð vora af ríkisstjómum fýrr á tíð. I forsætisráðherra tíð Olafs heitins Thors orti Guðlaugur Sigurðsson póstur á Siglufirði: Þó aSýmsum um sinn hag uggvænt nokkuS þyki, hann Olafiirfærir allt í lag með einu pennastriki. Verkfall kennara virðist enn vera í ó- leysanlegum hnút og þar sem nem- endur þurfa að treysta á sjálfsnám í flestum greinum er kannske ekki úr vegi að leggja þeim Hð í málfræði- kunnáttunni með þessum vísum Ragnars Inga Aðalsteinssonar: Hátt nú ber mitt hugarker „ Himeskt er að lifa “. Lít ég hér í IjóSakver,- þá langar mér að skrifa. Ekki virðist það nú alltaf létta mönnum lífsgönguna að neinu marki að setja saman \usur enda hef- ur margur steytt á skeri: Upp á skerin oft mig her óljóst hver mun valda, lífs umfrerann leið mín er, - það langar mér að halda. Jólaglöggssamkundur og önnur öl- drykkjuteiti era oft ósparlega stund- uð á aðventunni en jafnvel slíkar veislur hafa sinn endapunkt: Tæmast kerþá kneifum vér, kætinfer að dofna. Leiður gerist lýður hér nú langar mér að sofna. Ekki veit ég hvort nokkursstaðar er lengur tíðkaður sá siður sem við- gekkst á mínum skólaáram að láta nemendur skila einni rétt kveðinni vísu eftir veturinn en til að sýna framá hvað auðveldlega má sleppa ffá seinnipartinum þegar sá fýrri er kominn má nefna eftirfarandi er- indi: Sigldi hallt mitt sálarfley svo að hélt við grandi. - Þarna rímar held ég hey og höfum það í bandi. Þessi aðferð er raunar ekki algild og til nokkurs mótvægis mætti hafa vísu Sveins ffá Elivogum um mann sem ekki fór varhluta af erfiðleikum lífs- ins. Hlaut ífangið hríð ogfrost hreppti stranga villu. Þreytti gang við knappan kost komst á ranga hillu. Eða þá þessa frómu ósk eftir sama höfund: Hjartað yngi ylurfrá óðshendingum mínum, töfrafingrum taki á tilfinningum þínum. Jólaæðið er nú sem óðast að grípa um sig og gengur það eins og vana- lega útá að fá fólk til að eyða strax peningum sem það á ekki, í hluti sem það vantar ekki, í stað þess að bíða fram yfir áramót og eyða þá peningum sem það á ennþá minna af, í hluti sem það vantar ennþá síð- ur, vegna þess að þeir era fáeinum krónum ódýrari. Einhver áhyggju- fullur heimilisfaðir orti einhvem- tíma þegar honum þótti kaupgleði betri helmingsins farin að aukast: Ófógnuð það eykur mér hve allir snuðafrúna. Það veitguð að ekki er ég í stuði núna. Annar ágætdsmaður eða kannske sá sami orti þegar stórstraumsfjara var í seðlaveskinu: Alltaf verður eitthvað nýtt uppi á lífsins tening. Ofboðslega er nú skítt að eiga ei nokkum pening Margir biðja til guðs í vandræðum sínum fyrir jólin þó einhvem veginn hafi það held ég ekki komist í tísku hérlendis að orða bæn sína á líkan hátt og mig minnir að standi í negrasálmi sem ég heyrði einhvem- tíma og vona ég að allir fyrirgefi mér ef ég fer vitlaust með textann „ Oh, Lord oh give me a color T V ”. Hinsvegar hefur skaparinn í mörgu að snúast og varla von að hann megi vera að smásnatti enda kvað Jó- hanna Friðriksdóttir ljósmóðir: Þegar ég drottinn bænar bað í bamatrausti mínu, gat hann ekkert átt við það í almættinu sínu Svo skemmtilega vildi til efdr síð- asta þátt að ég fékk töluverð við- brögð við spurningu minni um vís- una um Briem og eftir því sem ég kemst næst mun hún vera eftir Þor- stein Erlingsson, líklega um Eggert Briem í Viðey og upphaflega á þessa leið: Hefurþá ekkert ættarslím á Eggert þennan runnið. Helvíti er að heita Briem og hafa ei tilþess unnið Af fýrripartinum fékk ég hinsvegar tvær útgáfur til viðbótar og vora þær á þessa leið: Hefiir ekkert ættarslím í æðarþínar runnið. °g- Skildi ekkeit ættarslím á mig hafa runnið. Flest finnst mér þó benda til að þær séu seinnitíma snúningur en sú fýrsta sé upphaflega útgáfan en vísan verður allavega góð hver útgáfan sem notuð er. Að lokum er hér smá gáta handa les- endum mínum: Hvað er líkt með hnít ogpresti heims á mörgu bólunum - ? Og svarið er að sjálfsögðu: Annatíminn allra mesti er hjá þeim á jólunum -! Með Þökk fýrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 leyaarðshornið Fararskjótar í himnaríki Þrír menn sem höfðu nýlega yf- irgefið sitt jarðneska líf stóðu við gulhta hliðið og biðu þess að vera hleypt inn í himnaríki. Þar beið Lykla Pétur þeirra. Hann sagði: “Eg veit að ykkur hafa verið íyrir- gefhar allar ykkar syndir því annars væruð þið ekki hér. En áður en ég hieypi ykkur inn verð ég að spyrja ykkur eirrnar spumingar. Himna- ríki er mjög stórt svo þið verðið að hafa einhvers konar fararskjóta tíl að komast leiðar ykkar. Svar ykkar ræður því hins vegar hvernig hann verður.” JVtennimir sáu sér ekki annað fært en að samþykkja þessa skilmála og Lykla Pétur spyr þann fyrsta: “Hversu lengi varstu giftur?” Og maðurinn svarar að bragði: “I 24 ár.” “Héktu einhvern umann framhjá konunni þinni?” spyr Lykla Pétur. “Já, einum sjö sinnum...en þú sagðir að mér væri fyrirgefið!” “Já,” sagði Pétur, “en það er samt sem ekki nógu gott. Þú færð Skoda.” Maðurinn sem var næstur í röðinni hafði verið giftur í 41 ár og játaði að hafa einu sinni tekið hhð- arspor í þann tíma. Hann tók hins vegar fram að það hefði verið á fýrstu árum hjónabandsins og að þau hjónin hefðu leyst málið sín á millL “Það gieður mig að heyra" sagði Lykla Pétur. “Þú færð Volvo tíl umráða.” Sá þriðji gekk upp að Lykla Pétri og sagði: “Egveit hvers þú ætlar að spyrja en ég get sagt þér það að ég var giftur í 63 ár og ég leit ekki svo mikið sem á annan kven- mann.” “Þetta líkar mér að heyra” sagði Lykla Pétur. “Þu færð hér gljáfægðanjagúar.” Nokkrum dög- um síðar sáu mennirnir tveir sem fengu Skoda og Volvo hvar Jaguar- maðurinn sat og grét á gullnu gangstéttinni. Þegar þeir spurðu hann hvað amaði að var svarið: “Eg hitti konuna mína. Hún var á hjóla- bretti!” Of gott til að vera satt Eg kihirvar á konunni og lamaður á sál, er leið égfann til buggunar,; í ddlk um einkamál. Þar kana var að óska ejtir karuleysis stund, með kartmmni ogfljótt hún vildi bafa þennanfund. Nú auðvitað ég svaraði og síminn hringdi skjótt, ísímamim var riidd sem mœlti „Hittu mig í nótt". 0 - röddin var svo loðin - svo liggileg ogmjúk, hiín lét mig ahegfinna að hún vœri í mig sjúk. Ég skal gjarnan leiða þig um lífiins paradís, og ieyfa þérað njóta þess að ég er vanadís. Egferðast um á svakaflottnm sendiferðabú, sérstaklega hentugum t ástarleikjapríl. Svo nefiidi bún mér stund og stað og spenningurinn jókst, að standast kvoldsins löngu bið, naumkga mér tókst. Er eigiukonan yfirgaf mig drawmaheiminn í, ég orkuhlaðinn hélt á vit, œvintýra á ný. Inni ibihumi béið hún mín, við brugðum strax á leik, i banastuðifljóSið var sem lyfti mér á kreik. A efrir er hiín kveikti Ijós, mér ceðislega brá, og endastakk ménit úr bíhmm - tengdamómmu frá.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.