Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.03.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 HAGYRÐINGAKVÖLD A BUÐARKLETTI Eins og foli, átta vetra, grabur Bjarki Már Karlsson Síðastliðið föstudagskvöld kváð- ust á hagyrðingarnir Dagbjartur Dagbjartsson frá Refsstöðum, Þór- dís Sigurbjörnsdóttir frá Hrísum, Helgi Björnsson frá Snartarstöðum og Kristján Hreinsson frá Reykja- víkurhreppi fyrir fullu húsi í veit- ingastaðnum Búðarkletti í Borgar- nesi. Stjórnandi var Bjarki tölvu- karl ffá Hvanneyri. Hagyrðingarnir og stjórnandinn hófu leikinn með því að kynna hver annan til leiks: Bjarki kynnti Dagbjart svo: Eins ogfoli, átta vetra, graður ágætlega tenntur, lœrin stinn. Dagbjartur er dásamlegur maður dæmalaus er kveðskapurinn minn. Dagbjartur tók við keflinu: Þórdísi með pomp og pragt menn pukrast við að lýsa. Alltþað Ijóta er áður sagt en sú rosa skvísa. Þá kynnti Þórdís Helga til leiks: Þama liti á endanum með yftrlitið bjarta drýgir hór t huganum Helgi frændi á Snarta Helgi kynnir Kristján Hreinsson: Kristján Hreinsson kunnur er af kveðskap sínum það er orðið að hans vana að yrkja mest í fjölmiðlana. Loks kynnir Kristján stjómand- ann: A Hvanneyri hann Bjarki býr bjástrar margt og stundar á meðan aðrir kyssa kýr hann ketfisfi'æði stundar Upphaflega hafði Kristján Snorrason Búnaðarbankajarl lofað að stjórna dagskránni en gengið úr skaftinu á elleftu stundu. I staðinn sendi hann Bjarka sem komið hafði í bankann að slá lán og gat því ekki vikist undan. Þórdís lýsti atburða- rásinni svo: Margur þarf í lífsins leik löku tré að veifa Bankastjórabjálfinn sveik Bjarki er varaskeifa A golfvellinum að Hamri, rétt utan Borgarness, hefur forljótum tanki verið breytt í fagurmálaða risavaxna kókdós, vegfarendum til yndisauka. Nýverið var þess getið í fréttum að eitthvert náttúruvernd- arapparatið finni þessu allt til for- áttu og vilji láta rífa dósina góðu. Helgi lýsir þessu svo: Náttuvei~nd kvataði yfir kókdósinni úiTæði það eitt ég kenni í endurvinnslu að koma henni Dagbjartur hafði þetta að segja: Umhverfið bannað er alveg að skreyta annar í hemlana tók, en auðvitað má þessu alls ekki neita allt gengur betur með kók. Þórdís tók við: Ei má girða grettið hraun né grafafyrir kamri Rexinefndar kom við kaun kókdollan á Hamri. En þetta yrkisefni kallaði fram oddhendu hjá Kristjáni: Dós af kóki kreddwr jók og kvönun tók að fieðast er ríkisblók um bæinn ók nú bændur klókir hæðast. Fréttir af því hvort Goði flytji höfuðstöðvar sínar í Borgarnes em misvísandi. Þess em dæmi að einn fjölmiðill upplýsi að Goði komi en samdægurs segir næsti fjölmiðill frá því að það sé með öllu borin von. Næsta dag hafa svo báðir skipt um skoðun. Um þetta segir Þórdís: Uiræði nú eiga þrenn um hvar setja höfuðvígið. Gufuvilltir Goðamenn geta í engan fótinn stigið. Goðafræðin vefst lítt fyrir Helga: Goði mórgum gáta er hvort Goði kemiír enginn sér Goði kemur, Goðifer Goði verður kannski hér. Dagbjartur kveður við svipaðan tón: Það er best að betja sér þá batnar lífsins kraftur. Goði kemur, Goðifer, Goði kemur aftur. Dagbjartur Dagbjansson Og Kristján kemur með enn eitt tilbrigði við sama stefið: A ferðum Goði alltaf er aldrei staðar nemur Goði kemur Goðifer Goðifer og kemur. Úr því farið er að ræða ketfram- leiðslu hvarflar hugurinn óneitan- lega að gin- og klaufaveikinni sem nú herjar á bændur handan hafsins. Helgi hefúr áhyggjur af framgöngu landbúnaðarráðherra í þeim mál- um: Svo að ekki sýkist dýr sérstaklega varast ber Guðna, því hann kyssir kýr og kynni að bera smit í sér. Kristján tekur undir þetta með Helga og segir: Bejur eru bestu dýr afbændtim landsins studdar en þeir sem vilja kyssa kýr kallast jafnan tuddar Helgi Bjömsson Dagbjartur sér þó ljós í myrkrinu fyrir það að nú er engum hleypt til landsins nema sá hinn sami hafi áður dýft sínum sullskóm í sótt- hreinsipoll: I flugstóðinni er komið ker keytuborinn vegut; nú getur enginn gengið hér gin- og klaufalegur. Umræðan um heimkomu ferða- manna minnti Kristján á vísu sem stökk alsköpuð úr höfði hans um leið og honuin bárust fréttir af því að sprenglærður dósent væri snúinn heim úr lagri reisu: Herrum sínum hælandi Hannes kom í bæinn teymdur heimjrá Tælandi á typpinu um daginn. Nú þótti sumum sem umræðan væri hætt að snúast um skepnusjúk- dóma og því tilvalið að ræða heilsu- far mannskepnunnar í staðinn. Einkum hafa hagyrðingarnir á- hyggjur af því hve illa læknar tolla í Borgarnesi. Þórdís sá fulla ástæðu til að tengja umræðuefnin tvö sam- an: Þó læknum fækki logar týra leggjum fráleitt ár í skut fórum bara beint til dýra það býttar ekki nokkrum hlut. Þótt Kristján búi f Skerjafirði og hafi haft sama heimilislækninn frá rennblautu barnsbeini þá skilur hann vanda Borgfirðinga vel: Slæmt erþetta læknalið og lélegt þeirra gengi þeir hérna stundum staldra við en stoppa aldrei lengi. Dagbjarti þótti hér nóg komið af volæði og sá ástæðu til að benda á jákvæðan punkt: Borgnesinga brestur vöm basla í mörgu sporti fyrst það getafæðst hér bórn fyrir læknaskorti. En þótt læknarnir endist illa stendur apótekið alltaf fyrir sínu og er nú komið í nýtt og rúmgott hús- næði á besta stað. Dagbjartur ber lof á það: Apótekið heillar hal hér er margt sem lokkar geysimikið vöruval viagra og smokkar. Helgi vildi einnig benda á góða þjónustu apóteksins: Hér í bænum vandi var vegna lima síslakra Apótekið átti svar og ódýrt seldi Viagra Þetta kallaði þegar á nánari skýr- ingu hjá Þórdísi: Lyfsalinn með bros á brá birgðir sínar flutti um daginn síðan Helgi aldrei á erindi í neðri bæinn Ekki veitir af því að eiga nóg af viagra nú þegar súludans tröllríður skemmtanalífinu. Hagyrðingun- um þykir einsýnt að miðstöð þeirr- ar listgreinar færi vel í Búðarkletti enda er þar stöpull mikill á miðju gólfi, kantaður reyndar og úr grófu timbri, en súla samt sem áður eins og Dagbjartur bendir á: Þeir sem byggðu Búðarklett bjuggust við því arna að yrðifljóð á súlu sett og súlan stendur þarna. Þórdís sér þó vissa annmarka á notkun súlunnar: Efvið staurinn iðar sér utan hlífðmfata listdansarinn eflaust er eins og gaddaskata. Hér þótti Helga nóg komið af blautlegum kveðskap í bili og mælti: Við Buðarkett er stór og mikill staður standajói og Pálmi í dyrum þar ogfylgjast nwð hvort álpist einhva~ maðw~ í athugunarleysi á Dússabar. Hér verða ekki tekin fleiri dæmi af kveðskap hagyrðinganna, og er þó að nógu að taka. Við látum Kristján eiga síðasta orðið. Eitt- hvert olíufélagið er nú með ein- hverskonar átak þar sem málvillur eru áberandi. Kristján er ekki viss um það hvort Bubbi Morthens sé þar að auglýsa dóp eða vara við því og þykir við hæfi að koma sléttu- böndum á kappan. Skáldið texta semur sátt sjaldan Ijóðum stelur dáldið hefuryndi átt aldrei fljóðin kvelttr BMK jfieYgqrðshornið Ný kærasta Kalli litli kolkrabbi er kom- inn með nýja kærustu. Þau eru ósköp ung og saklaus og ekki farin að gera neitt dóna- legt. Haldast bara hönd í hönd í hönd í hönd í hönd í hönd í hönd í hönd. Gamlir tuddar Björn bóndi kemur dag nokkurn með líflegan ungan tarf heim í fjós. Gömlu tudd- arnir hans tveir eru löngu hættir að sýna kúnum minnsta áhuga. Þeir hafa þó gert það gott um dagana og Björn bóndi kann ekki við að fella þá. Þegar nýi bolinn mætir vindur hann sér beint í að sinna kúnum. Þegar hann er kominn upp á þá fjórðu byrjar annar gam- altarfurinn að krafsa í gólfið og haga sér ffiðilslega. “Eg hélt við værum löngu hættir að nenna þessu,” segir hinn gamli tarfurinn. “Vfst er það,” svarar sá fyrri, “ég vil bara ekki að þessi nýi haldi að ég sé líka belja”. Heyrt í miðj- um klíðum: Hún: Ertu nokkuð með Alnæmi? Hann: Nei, það er sko alveg á hreinu Hún: Eins gott, þann ófögn- uð vil ég sko ekki fá aftur! Þegar stórt er spurt Strákurinn: Af hverju eru stelpur svona sætar? Guð: Svo þú getir elskað þær! Strákurinn: Af hverju eru stelpur svona hlýjar og mjúk- ar? Guð: Svo þú getir elskað þær! Strákurinn: Af hverju eru stelpur svona vitlausar? Guð: Svo þær geti elskað þig! Sjúkur Skagamaður Skagamaður kemur heim úr vinnunni og sér þá hundinn sinn með dauða kanínu, gæludýr nágrannans, í kjaftin- um. Maðurinn fyllist ör- væntingu og óttast að nú muni nágranninn aldrei yrða á sig aftur. Hann tekur illa út- leikna kanínuna af hundinum, þvær hana, greiðir henni og setur hana aftur í búrið sitt í von um að nágranninn haldi að hún hafi dáið eðlilegum dauðdaga. Nokkrum dögum síðar taka þeir grannar tal saman og kanínueigandinn segir: „Viss- irðu að Snúlli dó um dag- inn?“. Hinum bregður við en nær að halda andlitinu og spyrja hvað hafi komið fyrir. „Við fundum hann dauðan í búrinu sínu og grófum hann. Og haltu þér nú: Ðaginn eftir að við grófum hann ætluðum við að taka búrið inn, en þá hafði einhver grafið hann upp, baðað hann og sett hann aftur í búrið. Það eru greini- lega þokkalega sjúkir einstak- lingar sem ganga lausir hérna á Skaganum!“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.