Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 25.05.2001, Page 1

Skessuhorn - 25.05.2001, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 21. tbl. 4. árg. 25. maí 2001 Kr. 250 í lausasölu Símtæki Hyrnutorgi ■ 430 2200 - verslun@islensk.is Styrkur til minka- rannsókna Á morgun, laugardag, verður umhverfisstyrkur Islenska álfé- lagsins afhentur við opinbera at- höfn í álverinu við Straumsvík. Styrkurinn sem er tólfhundruð þúsund krónur rennur að þessu sinni til Náttúrustofu Vestur- lands. Stofan hlýtur styrkinn til rannsókna á stofnstærð, van- höldum og ferðum villts minks á Snæfellsnesi. Ráðgert er að verkefnið heþist síðla sumars. Verkefnið verður unnið í sam- vinnu við Líffræðistofnun Há- skólans en það er kostað af Is- lenska álfélaginu, Frainleiðni- sjóði landbúnaðarins og embætti veiðistjóra. Róbert Arnar Stefánsson for- stöðumaður Náttúrustofu Vest- urlands segir styrkinn frá Is- lenska Álfélaginu vera geysilega mikilvægan fyrir stofnunina. Hann segir ennfremur að rann- sóknin á villtum minkum verði sú stærsta sem stofninin hefúr lagt í til þessa. GE Síðastliðinn mnnudag var afhjiipað söguskilti við Sönghelli við Snœfellsjökul, fyi-nim híbýli Bdrðar Smefellsáss. Eftir athöfiiina voni haldnir tóvleikar í í hellinum ýálfitm. þar sem Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngoari söng nokkur lög við undirleik Grettis Bjömssonar harmonikkuleikara og síðan léku alþingismennimir Ami Johnsen og Sturla Böðvarsson undir fjöldasöng. Mynd: GE Bíl hent í ána Lögreglunni í Borgarnesi barst á mánudag tilkynning um bifreið sem hafði að öllum líkindum verið ýtt fram af vegarbrún í Svignaskarði og lá þar til hálfs ofan í Gljúfurá. Á þriðjudag hélt Guðmundur Finns- son úr Björgunarsveitinni Heiðari á staðinn ásamt Sigurjóni Jóhanns- syni, fulltrúa dreifbýlis Borgar- byggðar, og aðstoðarmönnum til þess að ná bifreiðinni aftur upp á veginn. Það var hægara sagt en gert en verkið gekk þó vel og örugglega fyrir sig. Bifreiðin, sem er af gerðinni Toyota Corolla, hefur líklega verið dregin á staðinn og henni hent ffam af brúninni. Eigandi hennar hefur einhverra hluta vegna ákveðið að fara þessa leið í stað þess að borga þann kostnað sem fylgir því að láta farga biffeið, en það verður að telj- ast undarlegt sparnaðarráð. Sérstak- lega í ljósi þess að nú þegar lögregl- an hefúr fengið bifreiðina til skoð- unar verður hægur leikur að grafa eigandann upp. Hann fær því að borga þann kostnað sem björgunar- sveitin hlaut af uppátæki hans auk þess sem hann þarf að koma bifreið- inni aftur til byggða og láta farga henni á eðlilegan hátt. Þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um ferðir bifreiðar- innar, sem er ljósgrá, gömul og ryðguð, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu en talið er að henni hafi verið búin þessi vota gröf um helgina. SOK Nýr fram- kvæmdastjóri Guðmundur Sigurðsson sem hefur undanfarin ár verið fram- kvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands hefur fengið launa- laust leyfi í ár og fer í starf hjá Vesturlandsskógum um miðjan júlí. Eiríkur Blöndal, Jaðri í Börgarfirði sem hefur að undan- förnu verið starfsmaður Bú- tæknideildar Rala hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í stað Guðmundar ffá 1. ágúst n.k. í eitt ár. GE Breyttur opnurtarfirní MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA FÖSTUDAGA^1—^ || LAUGARDAGA 10-19 SUNNUDAGA 12-19 9-19 Hyrnutorgl

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.