Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 25.05.2001, Síða 7

Skessuhorn - 25.05.2001, Síða 7
»n£S9Umr»Jj FIMMTUDAGUR 25. MAI 2001 7 Nú er sumarið allt framundan. Við stelpurnar í frúarleikfiminni erum að leggja síðustu hönd á maga, rass og læri svo allt sé nú tilbúið fyrir bikiníið í sumar. Vxð höfum allar jafnað okkur á „júróvisíon“ klúðrinu og teljum xetta einungis á misskilningi jyggt þar sem við tefldum fram þessu líka fjölþjóðlega liði. En sem sagt við höfum sagt skilið við þetta hneyksli og bíðum í ofvæni eftir sumrinu sem virðist ætla að láta á sér standa. En það er nú lítið áhyggjuefni fyrir þær stöllur mínar. Þær eru sko tilbúnar í að borga meira fyrir það eitt að láta árangur vetrarlangrar vinnu sjást og það er ekki hægt í sundlaugum Iandsins. Nei, út í heim skal haldið til að bera sig á sólar- ströndum. Eg reyni að dreifa athygli þeirra frá því að ég muni nú bara ferðast um ástkæra ylhýra föður- landið, sem mér finnst ekkert til að skammast mín fyrir. Já, mér finnst þær nú heldur kærulausar margar hverjar og ég furða mig oft á því hvort ég sé ein þarna mitt á meðal þeirra, sem hafi á- hyggjur af þjóðarskútunni, við- skiptahallanum, gengi krónunn- ar, æsku landsins og svo mætti lengi telja. Eg reyni alltaf af mínum pólitíska mætti að koma á málefnalegum umræðum í sturtunum, sem bara skolast niður um svelginn og þær virð- ast engan áhuga hafa. Þær segja mig stundum vera með einum of mikla kvenrembu og skoðanir mínar jaðri við skoð- anir „rauðsokku“. Hvort ég geti bara ekki verið svolítið „lekker“ og hætt að hafa þessar eilífu áhyggjur sem virðast svo ástæðulausar að þeirra mati. En mitt á meðal þeirra stend ég og leiði hugann að sumrinu. Sem þriggja barna móðir fer maður strax að vori að hafa á- hyggjur af börnunum, þá á ég við bvað börnin mín eigi að hafa fyrir stafni í sumar. Nóg er í boði og erfitt að velja og ekkert er ókeypis. Það var í fjölskylduboði um daginn að afinn leit á 12 ára son minn og spurði: Hvað ætlar þú að vinna í sumar nafni? Dreng- urinn leit upp og svaraði sposk- Eg ætla að vinna hjá Já já, tók ég undir stolt, hann ætlar að passa systur sína. Afinn glotti og spurði til á- réttingar hvort hann ætlaði eHd að hafa eitthvað fyrir stafni. Eg kreppti tærnar í skónum og bölvaði í hljóði. Spurði síðan ofur rólega hvort honum fyndist þetta ekki vera eitthvað til að hafa fyrir stafni, að gæta yngri systur sinnar, meðan við for- eldrarnir stunduðum okkar vinnu. Eg hefði nú hugsað mér að borga honum laun fyrir þetta. ur: mommu. Drengurinn var nú staðinn upp og tók þá skynsamlegu ákvörð- un að láta móður sína um þenn- an þátt og þar með var hann horfinn af vettvangi. Afinn var nú kominn í gírinn og benti mér á, að á drengsins aldri hefðu bæði hann og faðir drengsins gert út trillur með feðrum sínum og það sumar eft- ir sumar. Eg sagði honum að það væri nú bara svo að við ætt- um ekki trillu og mér þætti þetta ógurlegt vesen í kringum þessa smábátaútgerð í landinu. Auk þess væri það sjálfsagt ekkert fyrir mig að standa í útgerð. Eg hélt síðan ræðu um æsku mína úti á landi sem kemur oft- ar við sögu í streði mínu þessa dagana. I endurminningunni er alltaf sól, ég áhyggjulaus í stuttu pilsi með tíkarspena í hári að sippa og það alveg upp undir fermingu. Vinnan sem ég stundaði á þessum árum var að gæta barna eldri systra minna og ég hlaut sko ekki neitt slæmt af því. Því ætti sonur minn ekki feta í fótspor móður sinnar og velja barnfóstrustarfið í stað grásleppuveiða föðursins. Ennfremur var mamma mín alltaf til staðar á þessum árum heima í „hagkaupsslopp" ang- andi af hreinlæti og nýbökuðum kleinum. Það var nú ekki á- hyggjunum fyrir að fara hjá mér þá. í dag er þetta ekki hægt, ef ég tek þá ákvörðun að vera heima og hætta útivinnu til að geta verið til staðar fyrir börnin, þá er ég talin skrítin af öðrum gild- um þjóðfélagsþegnum, veik, duglaus, áhugalaus, skoðanalaus o.s.frv.. Já, það er bara ekki í tísku að vera heimavinnandi og ég hef nú prófað þetta en vegna áreitis frá útivinnandi fólki lét ég undan þrýstingi. Svo að nú er ég komin í hóp öskuvondra foreldra, sem finnst brotið á sér fyrir að þurfa að hugsa um börn- in sín yfir sumarið. Þegar hér var komið sögu, í þessu fjölskylduboði, var ég orð- in heit í umræðunni og leit í kringum mig eftir stuðningi og mætti augnaráði eiginmannsins sem gaf skýr skilaboð: Þú ert að rífast við manninn sem veitti mér fyrstu vinnuna. En viti menn afinn leit á mig og var farinn að mýkjast. Já já, ég veit að það er vandrataður meðalvegurinn í uppeldismálum í dag. En ég var nú bara að tala um dugandi vinnu fyrir dreng- inn. Svona gaurar eins og hann verða að hafa eitthvað fyrir stafni annað en að passa börn. Þeir verða að fá að sýna getu sína til að verða ekki að ein- hverjum aumingjum. En segðu mér Rannveig ætlarðu nokkuð að gera hann að kerlingu? Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Réttarholt 3, Borgarnesi. Einbýlishús 140 ferm. og bílskúr 48 ferm. Forstofa flísalögð. Eldhús dúklagt, viðarinnrétting. Borðstofa, stofa og gangur parketlagt. Baðherb. dúklagt, ljós innr., kerlaug. Fjögur svefnherb., 3 dúklögð, korkflísar á einu, skápar í hjónaherb. Gestasnyrting flísalögð, sturta. Þvottahús. Stór afgirtur garður. Verð: kr. 14.800.000 MJÓLKURKV ÓTI Óskað er eftir tilboðum í 150.000 lítra greiðslumark (kvóta) í mjólk. Tilboð sendist undirrituðum í síðasta lagi 14. júní 2001. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HéraSssýnina kynbótahrossa á Vesturlandi verður í Borgarnesi dagana 11.-16. júní. Tekið verður við skráningum til 6. iúní á skrifstofu BúnaSarsamtaka Vesturlands í síma 437 1215 eSa meS tölvupósti sem er buvest@vesturland.is. Sýningargjaldiö er 5.000 kr. á hross og skal það greiSast fyrir lok dags 8. iúní. Endurgreiðsla á sýningarajöldum kemur aðeins til greina ef látið er vita um forföfí áöur en dómar hefjast. Ekki verður endurgreiddur nema helmingur sýningargjalds þ.e. 2.500 kr. Oll hross sem koma til dóms þurfa að vera einstaklingsmerkt (örmerkt eða frostmerkt) og stóðhestar skulu blóðprófaðir með tilliti til ætternis. Búnaðarsamtök Vesturlands BÖRGARBYGGÐ Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs frd 1. september 2001. Starfssvið: Forstöðumaður hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á fræðslumálum, æskulýðs- og íþróttamálum og menningarmálum hjá Borgarbyggð. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstrarlegum markmiðum og forsendum þeirra stoftiana sem undir hann heyra og leitar leiða í samráði við einstaka yfirmenn þeirra um að ná fram hagkvæmni og veita um leið góða þjónustu. Forstöðumaður fer með verkefni sveitarfélagsins í menningarmálum í samræmi við ákvörðun yfirstjórnar. Hann er tengiliður við menningarstofnanir og hefur umsjón með framkvæmd samstarfssamninga. Menntun og hœfniskröfur: Óskað er eftir starfsmanni með háskólamenntun eða sambærilega menntun. Reynsla og þekking af stjórnun og rekstri er nauðsynleg, auk þess sem reynsla af fræðslu-, menningar- og íþróttamálum er æskileg. Starfsmaðurinn þarf að viðhafa sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 6. júní 2001 og skulu skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendar skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Nánari upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 437-1224 (stefan@borgarbyggd.is). Bœjarstjóri Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.