Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.07.2001, Blaðsíða 7
jnlasunu... 7 FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001 * Affláru Jslands ogfæreyskmn dögum Það er laugardagsmorgunn og við hjónakornin ásamt dótt- ur okkar erum að tygja okkur til ferðar á færeyska daga í Olafs- vík. Eg stóð alltaf í þeirri mein- ingu að þetta ætti bara að vera svona skotferð þar sem maður tæki ekkert með sér nema vesk- ið og gleraugun en það reyndist hinn mesti misskilningur. Tán- ingurinn dóttir vor ætlar nefni- lega að keppa í jurtagreiningu á landsmóti UMFI sem verður haldið austanlands nú á næstu dögum, og var nú heimasætan búin að kjaftfylla aftursæti og farangursrými bílsins af fræði- ritum hverskonar viðvíkjandi íslenskum jurtum, ásamt þrem- ur höldupokum fullum af blómum og grösum sem hún hafði slitið upp víðs vegar um landareignina undanfarna daga. Hugðist hún nota ferðina vest- ur og ferðina heim til að greina jurtirnar í pokunum. Nú gerði undirritaður árangurslausar til- raunir til þess að fá heimasæt- una ofan af því að taka allan þennan jarðargróður með í ferðina. Ekki vegna þess að ég hefði neitt á móti því að heima- sætan glöggvaði sig á jurtunum, heldur var ég mótfallinn því að taka pokana með vegna þess að ég er með frjóofnæmi og þrír pokar af arfa og súru eru ein- faldlega tú möts svona í návígi. Heimasætan harðneitaði að skilja pokana eftir heima. Eg spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir því hvernig ég yrði af ofnæminu efdr svona korters ferðalag. „Þá skaltu bara snýta þér“ svaraði hún. Eg fékk mér tvær ofhæmistöflur áður en lagt var af stað og gerði eina tilraun enn til að agnúast út í pokana. „Æ, góði skokkaðu á vegg“ sagði heimasætan, hún segir mér nefnilega alltaf að skokka á vegg þegar henni mislíkar við mig. Segir nú ekki af ferðalagi okkar fyrr en komið er vestur undir Vegamót. Var ég nú orð- inn svangur og spurði þær mæðgur hvort ekki væri ráð að stoppa á Vegamótum og fá sér eitthvað í svanginn. Konan sagði að það færi að styttast til Olafsvíkur, og þar svignuðu borð undan færeyskum krásum. Heimasætan bauð föður sínum að éta uppúr pokanum sem hún var búin að greina, ef það yrði til að bjarga karli ffá því að verða hungurmorða. Henni var sagt að skokka á vegg. Undirritaður hætti í bili að hugsa um mat en fór að horfa á landslagið í staðinn, enda fátt fallegra en Snæfellsnesið í björtu veðri. Og fyrr en varði vorum við komin á færeyska daga í Olafsvík. Olsarar eiga medalíu skilið fyrir tiltækið. Stemningin var frábær markað- ur, leiktæki, íslensk og færeysk skemmtiatriði á palli og fleira og fleira. En nú var komið að því að bragða á þjóðarréttum frænda vorra Færeyinga. Knett- ir og frikadellur þóttu eins og heimasætan sagði, ókey, aftur lék skerpiketið bragðlauka fjöl- skyldunnar hræðilega. Og ofaní kaupið sjóða þeir súpu af skerpiketinu, nei svona gerir maður ekki. Svo allt í einu er SS pylsa með öllu nema hráum orðin lífgjafi þriggja Borgfirð- inga vestur við Breiðafjörð. En það er ástæða til að taka ofan fyrir Snæfellingum, færeyskir dagar í Olafsvík, danskir dagar í Stykkishólmi og kannski verða grænlenskir dagar í Grundar- firði, Rauðskinnadagar á Rifi og norsk- sænsk- finnskir á Hellisandi í framtíðinni, ég ætla að mæta á þetta allt saman. Bjartmar Hannesson Húsnœdi óskast íBorgarnesi Húsnæði, helst 4ra herb. eða stærra, óskast til leigu í Borgarnesi. Vinsamlegast hafið samband við Heilsugæslustöðina, Guðrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra í síma 437 1400 og 892 4900 Bókavörður FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir starf bókavarðar við bókasafn skólans laust til umsóknar. Bókavörður annast m.a. útlán og afgreiðslu, heimilda- og upplýsingaleit, frágang aðfanga o.fl. Um er að ræða 100% starf frá 20. ágúst n.k. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Starfmannafélags ríkisstofnana (SFR). Hcefniskröfnr: Góð þjónustulund og hcefni til mannlegra samskipta. Góð almenn menntun og tölvukunnátta. Starfsreynsla á bóka- eða skjalasöfnum er œskileg en ekki áskilin. Nánari upplysingar um starfiö veitir skólameistari, netfang: hhelga@ismennt.is Umsóknarfrestur er til 18. júlí n.k. Umsóknir skulu berast Herði Ó. Helgasyni skólameistara, | Leynisbraut 26,300 Akranes. Ekki þarfað nota sérstök umsóknareyðublöð. Öllum umsóknum verður svarað. Skólameistari Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans www.fva.is -fáttu' vftO' affér Tökum að okkur útgáfu hvers konar kynningarefnis Bæklingar Fréttabréf Arsskýrslur Bækur iöld Auglýsingagerð Mynabandsupptökur og margt margt fleira Tíðiiulamenn: II1111 ii O oj H lr 11 ö | 1111 jönusto

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.