Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. JULI 2001 3 úmtssunui.. Sorplosun á víðavani • / í þjóðgarðin- um á Snæ- fellsnesi Brot á náttúruverndarrögum segir heilbrigöisfulltrúi Skessuhomi var á dögunum bent á meinlegan sóðaskap í nýja þjóðgarðinum á Snæfells- nesi, rétt við afleggjarann út á Ondverðames. I gamlan og aflagðan öskuhaug, í fjöm- borðið, hefur verið sturtað slori í talsverðu magni og vek- ur sóðaskapurinn óhug fólks sem á leið um svæðið. Helgi Helgason, heilbrigðis- fulltúi á Vesmrlandi, var sleginn vegna tíðindanna þegar blaða- maður talaði við hann um málið. Sagðist hann ekki vera kunnugur málinu en lét þess þó getið að fisk- vinnslufyrirtæki í grenndinni hafi orðið uppvís að slíkum hlutum í gegnum árin og bætir við að hinn gamli ruslahaugur hafi íyrrum þjónað Hellisandi og Rifi. Helgi segir að hans næsta skref verði að láta málið í hendur lögreglunnar, en þar sem þetta sé innan þjóð- garðs komi einnig til greina að Náttúruvernd ríkisins komi að málinu þar sem þetta sé án vafa brot á náttúruverndarlögum. „Sumir hafa ennþá úrsérgengnar hugmyndir um að sjórinn taki lengi við og vilja spara sér ein- hvem pening við losun úrgangs með þessum hætti,“ segir Helgi. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagðist í stutm sam- tali við Skessuhorn vita af vanda- málinu og verið væri að vinna í því að finna lausn í málinu. Ekki náðist í forstjóra Náttúruverndar ríkisins, Árna Bragason, vegna málsins en hann var í fríi. smh ^ Tónlistarhátíb í Reykholtskirkju 27. - 29. júlí 2001 Opnunartónleikar föstudaginn 27. júlí kl. 21:00 Flutt verbur tónlist eftir Beethoven, þ.á.m. gleraugnadúettinn og píanótríó í c-moll op. 1 nr. 3 Miödegistónleikar laugardaginn 28. júlí kl. 15:00 Lisa Graf sópran og Peter Bortfeldt píanóleikari flytja verk eftir Schumann, Brahms, Liszt, Duparc og Strauss Kvöldtónleikar laugardaginn 28. júlí kl. 21:00 Flutt verða verk eftir Liszt, Chopin, Schumann og tríó í a-moll op. 114 eftir Brahms Lokatónleikar sunnudaginn 29. júlí kl. 16:00 Flutt verður m.a. La Folia eftir Corelli, Petite Suite eftir Debussy og píanókvartett nr. 1 op. 15 í c-moll eftir Fauré Hátíöarmessa sunnudaginn 29. júlí kl. 14:00 Á hátíöinni koma fram: Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Lisa Graf, Michael Stirling, Peter Bortfeldt, Richard Simm, Sif Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir Miöapantanir og nánari upplýsingar hjá Heimskringlu s. 435 1490 Sjá einnig www.vortex.is/festival og www.reykholt.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.