Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 26. JULI 2001 ontddiitiuiv. Hálf öld frá fyrsta tidi Skagamanna Tímamótaviðburður í íþróttasögunni rifjaður upp Islandsmeistarar Akraness 1951. Aftari röðfi'á vinstri: Jón S. Jónsson, Pétur Georgsson, Þórður Þórðarson, Dagbjartur Hannesson, Rtkharður Jónssm, Guðmundur Jónsson og Halldór Sigurbjömsson. Krjúpandi fird vinstri: Sveinn Teitsson, Sveinn Benediktsson, Jakob Sigurðsson, Magmís Kristjánsson, Olafiur Vilhjálmsson og Guðjón Finnbogason (Kristján Pálsson sem ekki er á. myndinn lék ennfiremur með liðinu þetta ár). Nú eru rétt 50 ár liðin frá því Ak- urnesingar urðu fyrst Islandsmeist- arar í knattspyrnu. Lítið byggðarlag með 2500 íbúa, sjávarþorp sem lét lítið yfir sér varð skyndilega vett- vangur stórliðs í knattspyrnu, liðs sem skilið hefur eftir sig glæsilega sögu metnaðar og atorku, ásamt trú á samstöðu og samtakamátt. Þessi viðburður hafði mikil áhrif á litla sjávarþorpið sem átti eftir að vaxa og dafna, ekki bara sem knatt- spyrnubær, heldur og einnig sem stór og myndarlegur kaupstaður þar sem fjölbreytt atvinnulíf og gott mannlíf dafnar. Þeir frábæru knattspyrnumenn sem brutu ísinn fyrir landsbyggðina og sýndu að hægt var að sigra Reykjavíkurstórveldin gáfu öðrum von og tiltrú á það sama. Þetta lið sem gekk undir nafninu „Gullaldar- lið Skagamanna" er goðsögn á Is- landi. Allt frá þessum tíma hefur frægðarljómi liðsins skinið skært og þeir leikmenn sem komu við sögu urðu nánast þjóðhetjur með árangri sínum. Vinsældir þessara leikmanna meðal landsmanna voru og eru jafnvel enn í dag ótrúlegar. Lengi vel var allt sem gert var í knatt- spyrnumálum á Akranesi sótt til þessa liðs og leikmanna þess og á- hrif þeirra hafa skilað mjög miklu í íslenskri knattspyrnu, enda hafa sumir þeirra eftir að keppnisferli þeirra lauk skilað miklu starfi fyrir knattspyrnuna. Guilöldin Allir eru sammála um að gullöld knattspyrnunnar á Akranesi hefjist árið 1951. Akurnesingar höfðu tek- ið þátt í íslandsmóti 1. flokks 1943, 1944 og 1945 með litlum árangri. Það var síðan á árinu 1946 að mikil umræða átti sér stað um að sækja fram og taka þátt í Islandsmóti meistaraflokks. Sumir töldu það fásinnu, nær væri að vinna fyrst 1. flokkinn áður en lagt væri til atlögu við meistaraflokkinn. Svo fór þó að ákveðið var að senda lið til keppni í meistara- flokknum sumarið 1946. Sama sumar tefldi Akranes fram liði í 2. flokki sem kom sá og sigraði. Þarna vöru nöfn margra þeirra sem síðar áttu eftir að verða eins og rauður þráður í gegnum gullaldartímabil- ið: Ríkharður, Þórður Þ., Guðjón, Sveinn Teits. og Pétur Georgsson svo nokkrir séu nefndir. Þarna vannst fyrsti meistaratitillinn og ekki var sumarið síður eftirminni- legt fyrir Ríkharð Jónsson sem þá var 16 ára gamall því hann var val- inn í landsliðshóp Islands sem skyldi mæta Dönum í fyrsta lands- leik Islands. Þó Ríkharður hafi ekki leikið þennan landsleik þá má segja að hann hafi minnt rækilega á að til væru leikmenn í fremstu röð utan Reykjavíkur. Ljóst er að þarna eru Akurnes- ingar búnir að stimpla sig rækilega inn í íslenska knattspyrnu og þó næstu árin séu erfið í meistara- flokknum má segja að oftast hafi aðeins vantað herslumuninn. Það er síðan að koma í ljós á árunum 1949- 50 að liðið er á réttri leið. Þarna má segja að lokaþátturinn í að koma Akránesliðinu í fremstu röð hefjist. A engan er hallað þó sagt sé að sá maður sem mest og best vann að uppgangi knattspyrnuíþróttarinn- ar á Akranesi sé Guðmundur Sveinbjörnsson sem var alla tíð dugmikill og fórnfús leiðtogi. I hans huga var ekkert ómögulegt, hann íhugaði hlutina vel og fann alltaf einhverja góða lausn. Ríkharður heim Ríkharður Jónsson kemur heim eftir námsdvöl í Reykjavík á árun- um 1947-50 og tekur við þjálfun í upphafi ársins 1951. Ríkharði hafði verið boðið í þriggja mánaða kynn- isferð til Þýskalands sem hann þáði. Þar kynntist hann töfrum þýskrar knattspyrnu. Með þetta innlegg kom Ríkharður heim og endur- koma hans á Skagann setti punkt- inn yfir i-ið. Það hafði til þessa vantað herslumuninn eða kannski ofurlitla tiltrú. Hún kom svo sann- arlega með Ríkharði. Menn æfðu stíft allt frá áramótum og fram til fyrsta leiksins en Islandsmótið var leikið á tíu dögum í júnímánuði. Tónninn var gefmn strax í fyrsta leiknum gegn meisturum fyrra árs, KR. Það þurfti ekki nema nokkrar mínútur í leiknum til að sjá hvert stefndi og að eitthvað nýtt var kom- ið í íslenska knattspyrnu. Stuttar sendingar og geysilegur hraði settu meistarana gersamlega út af laginu og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 5-0 fyrir Akranes. KR tókst síðan að svara tvívegis í síðari hálf- leiknum. Ekki aðeins var þetta stór- brotinn sigur í upphafi móts heldur var þetta jafnframt fyrsti sigur Akraness í Islandsmóti meistara- flokks í knattspyrnu. Síðasti leikur liðsins á þessu Islandsmóti var gegn Víkingi. Fyrir þann leik var ljóst að Akurnesingar höfðu þegar unnið Islandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með jafntefli 2-2 og Akurnes- ingar luku því Islandsmótinu án þess að tapa leik. Það var stór stund þegar Jón Sig- urðsson formaður KSI afhenti Rík- harði Jónssyni Islandsbikarinn við hátíðlega athöfn á Melavellinum. Mikill fjöldi Akurnesinga hafði komið að heiman til að fylgjast með leiknum og varð síðan samferða sigurvegurunum til Akraness um kvöldið með flóabátnum Laxfossi. Þegar Laxfoss lagðist að bryggju á Akranesi um miðnætti blasti við ís- landsmeisturunum ógleymanleg sjón. Um 700 manns voru saman komnir á bryggjunni og fór þar fram mikil móttökuathöfn og voru hetjurnar boðnar velkomnar og þær hylltar. Leikmenn liðsins Þeir leikmenn sem urðu Islands- meistarar 1951 vorujakob Sigurðs- son sem lék fyrsta leikinn í markinu en Magnús Kristjánsson lék hina þrjá. Aðrir voru Olafur Vilhjálms- son, Sveinn Benediktsson, Sveinn Teitsson, Dagbjartur Hannesson, Guðjón Finnbogason, Halldór Sig- urbjörnsson, Pétur Georgsson, Ríkharður Jónsson, Þórður Þórðar- son, Guðmundur Jónsson, Jón S. Jónsson og Kristján Pálsson. Með leikskipulagi liðsins lagði Ríkharður áherslu á sóknarleik, enda voru afburða sóknarmenn til staðar. Segja rná að þetta hafi síðan verið leikstíll liðsins í mörg ár. Miðjuleikmennirnir studdu vel sóknarleikmenn þess. Liðið skoraði mikið en fékk líka oft á sig mikið af mörkum. Markvarsla liðsins var yf- irleitt góð og varnarmennirnir sterkir. Athyglisvert er að bakverð- irnir Sveinn Benediktsson og Olaf- ur Vlhjálmsson voru aldrei valdir í landsliðið þó enginn efaðist um getu þeirra, en miðverðir liðsins léku oft í landsliðinu bæði í sinni stöðu og ekki síður sem bakverðir. Boltameðferð leikmanna var nokk- uð misjöfn. Donni var snillingurinn með boltann, miðjumennirnir Guðjón, Sveinn og Dagbjartur höfðu ágæta tækni og sumir vildu meina að lykillinn að góðum leik liðsins hafi komið frá þeim og þeir hafi átt mestan þátt í sigurgöng- unni. Þeir höfðu næmt auga fyrir samleik og þeir áttu oft upptökin að sóknarlotum sem gáfu rnörk. Stjörnurnar Ríkharður og Þórður Þ. voru í fremstu víglínu og skor- uðu flest mörkin. Þeir eru enn þann dag í dag taldir af mörgum vera besta sóknarpar í íslenskri knatt- spyrnu frá upphafi. Þeir skoruðu að meðaltali tvö mörk í leik svo árum skipti en það þætti góður ár- angur hjá sóknarmönnum nú- tímaknattspyrnu. Gæfumunurinn að fá Ríkharð heim. Það sem gerði gæfumuninn fyrir Akranes á þessum árum var að fá Ríkharð Jónsson heim á ný. Hann var ekki bara afburðaleikmaður heldur var hann einnig mjög góður þjálfari með nýjar og ferskar hug- myndir. Þá skipti það ekki síður máli að mannskapurinn sem hann hafði var einkar samhentur og sam- vinnuþýður. Síðan vill það oft gleymast þegar verið er að rifja upp liðna tíð að það voru ekki bara góð- ir knattspyrnumenn sem stóðu í þessu. Þeir sem önnuðust félags- legu hliðina eiga ekki síður stóran þátt í velgengninni. Formaður I- þróttabandalagsins árið 1951 var Guðmundur Sveinbjörnsson og með honum í stjórn voru Oli Orn Olason, Lárus Arnason, Egill Sig- urðsson og Helgi Júlíusson. Knatt- spyrnuráðið var skipað 5 leikmönn- um úr liðinu og Leifi Asgrímssyni. Einn viðburður frá sumrinu 1951 sem ekki snertir síður Akurnesinga en aðra knattpyrnuáhugamenn er landsleikurinn við Svíþjóð á Mela- vellinum þegar litla Island vann 4-3 sigur. Akranes eignaðist sína fyrstu landsliðsmenn í þessum leik. Rík- harður hafði reyndar leikið áður með landsliðinu sem leikmaður Fram, en þarna voru bæði hann og Þórður Þ. í byrjunarliðinu og Guðjón Finnbogason var á bekkn- um. Þetta var svo sannarlega leikur Ríkharðs sem skoraði öll fjögur mörkin. Afrek hans var glæsilegt og sérstakur frægðarljómi er enn í dag yfir því. Hvað var sagt um liðið Þegar skoðað er hvað sagt var í gömlum blöðum og bókum um þessi ár og Gullaldarliðið, kemur margt markvert í ljós. Einn af mótherjum þeirra sagði að margt hefði hjápast að til að gera Akranes að knattspyrnustórveldi á Islandi. Mjög snjallir knattspyrnumenn, ötulir forystumenn og gífurlegur stuðningur bæjarbúa og fólks víðs- vegar um land. Það var eftirtektar- vert að þegar Akranes spilaði fyllt- ist Melavöllurinn af stuðnings- mönnum liðsins. Þeir komu á bát- um eða bílum frá Akranesi og víð- ar að, því vinsældir liðsins náðu langt út fyrir Akranes. Það var ekk- ert efamál að liðið var það langvin- sælasta á Islandi. Sá kunni útvarpsmaður Sigurður Sigurðsson sagði eitt sinn í viðtali að það hefði verið löngu viðurkennt að Akumesingar hafi valdið þátta- skilum í íslenskri knattspymu. A- gæti þeirra hafði mikil áhrif á aðra knattspyrnuflokka, menn fóru að æfa betur og meira og árangur lét ekki á sér standa, og áhorfendur á þessum ámm nutu góðs af því. Aratugur Gullaldarliðsins Sjötti áratugurinn var áratugur Gullaldarliðsins og í lok hans hafði liðið sex sinnum orðið íslands- meistari, árin 1951, 1953, 1954, 1957, 1958 og 1960. Liðið var í öðru sæti flest hin árin. Leikmenn- irnir frá 1951 týndu smám saman tölunni þó segja megi að nokkrir þeirra hafi haldið vel út og verið í fremstu röð fram á miðjan sjöunda áratuginn. Smám saman komu yngri leikmenn inn og dæmi voru um að þeir kæmust strax í landslið- ið þegar þeir voru búnir að vinna sér stöðu í Akranesliðinu. A tveim- ur til þremur næsm árum eru Jón S. Jónsson, Jakob Sigurðsson og Kristján Pálsson hættir og fljótt þar á eftir þeir Olafur Vilhjálmsson, Dagbjartur, Guðjón og Pétur Ge- orgsson. Ný nöfn koma inn, fyrstur Þórður Jónsson og síðan Kristinn Gunnlaugsson, Jón Leósson, Helgi Björgvinsson og Helgi Daníelsson. Þessir leikinenn halda merkinu á lofti næstu árin ásamt Ríkharði, Þórði Þ., Donna og Sveini Teits.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.