Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 26.07.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. JULI 2001 5 jntssunu.. / / Olafsvíkurvegur og Utnesvegur við Fróðárheiði Gengur illa að fylgja áætlunum Illa hefur gengið að halda áætl- unum með lagningu vega á sunn- an- og utanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða nýbyggingar; Snæ- fellsnesveg, sem nær frá slit- lagsenda við Kálfá og upp í Fróð- árheiði, og Utnesveg sem einnig er endurbyggður frá nýjum Snæfells- nesvegi út í Breiðuvík - alls 8,1 km. Byrjað var um áramót í hitteð- fyrra á allri framkvæmdinni og átti fyrsta verkhluta, fjórum kílómetr- um með bundnu slitlagi á Ut- neskaflanum, að ljúka í september á síðasta ári. Gekk verk illa og var kaflinn nánast ófær um tíma í fyrra haust. Sat landbúnaðarnefnd AI- þingis t.a.m. föst í drullueðjunni á ferð sinni þar. Þessum áfanga var síðan frestað til 20. júní í ár en þrátt fyrir það náðist ekki að ljúka honum á tilsettum tíma en lauk loks nú 15. júlí. Bundið slitlag á að vera komið á allan kaflann 1. ágúst n.k. og að sögn Guðmundar I. Waage, eftir- litsmanns Vegagerðarinnar með verkinu, eru engar líkur á að það takist. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, hefur gert munnlegar athugasemdir við seinaganginn á framkvæmdunum, en að öðru leyti ekki skipt sér af málinu. Verktaki framkvæmdanna er Klæðning ehf. smh Þýska skemmtiferðaskipið Hanseatic kom sl. mánudag til Grundarjjarðar. SkipiS er 2500 tonn og tekur 130 farþega og 180 manna áhöfn. Hluti farþega fór ínítuferð mn Snæfellsnesið en aðrir létu sér nægja aðfara í gönguferðir og skoða bæinn. Skipið hafði viðdvöl í 12 tíma í Grundarftrði á hringferð sinni um heiminn. Mynd: Guðlaugur Björg Agústsdóttir sveitarstjóri í Grundarfirði við útsýnisskífii. Mynd: Guðlaugur Utsýnisskífa í Grundarfirði Starfsmenn Eyrarsveitar voru að setja upp útsýnisskífú í hjarta bæjarins síðasliðinn mánudag en á henni er að finna fjallahringinn allan, helstu ömefiii og hæðir fjallstinda. Það er sveitarfélagið sem stendur að uppsetningu sjónskífúnnar, en Félag atvinnulífsins í Grundarfirði kom að undirbúningi og gerð hennar og einnig Styrktarsjóður Sparisjóðs Eyrarsveitar sem veitti mvndarlegan fjárstyrk til verksins. Grundarfi örður Um þrjátíu umsóknir Fvrir skemmtu auglýsti sveitar- stjórn Eyrarsveitar eftir þátttöku íbúa í tilraunaverkefni í heima- jarðgerð. Umsóknarfrestur rann út sl. mánudag og sóttu tæplega 30 fjölskyldur um að fá að taka þátt í verkefninu. Að sögn Bjargar Ágústsdóttur, sveitarstjóra, er þessa dagana verið að keyra út jarðgerðartunnur til umsækjenda og síðan er fyrirhugað námskeið á vegum Vistmanna ehf., innflutn- ingsaðila tunnanna. Felst verkefnið í að flokka líf- rænt sorp sem fellur til á heimil- um og jarðgera það í tönkum í stað þess að fleygja því með öðru rusli. smh Neyta forkaups- réttar Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að nýta forkaups- rétt sinn að þriðjungi jarðar- innar Kvía í Þverárhlíð í sam- ræmi við kauptilboð sem borist hefur í jarðarpartinn. Bæjar- stjórn hyggst nýta sér heimild í jarðalögum nr 65 frá 1976 sem heimilar sveitarfélögum að neyta forkaupsréttar í því skyni að halda bújörðum í byggð. Lítið hefur verið um það síðustu ár að sveitarfélög hafi nýtt sér þetta á- kvæði og síðast þegar Borgar- byggð lét á það reyna var því hnekkt með dómi. GE Borgcirbraut 55 Borganu'si s. 4371930 Efnalaug tNtoUahús tíOotim og hreinsum: Scengur - kodda - sOefnpoka - mottur - gardinur - dúka - heimilisþ\)ottinn og sparifölin Fljót oggóö þjónusta Brum með tvœr tveúfjja herbergja íbúhrfem við leigjum út í einn fólarhrint) eða lenfjur. Pœr eru fullbúnar húftjögnum oQ búnaU. Önnur er í miðborg Keykjavíkur en hin í fuðurhlíðum ICópavogf. Ndnari upplýfingargefaAnna op Björn ífímum 5543013,898 0319 og 894 3016. Akraneskaupstaður Bygginga- og skipulagsdeild Lausar lóöir á Akranesi Bygginga- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi auglýsir her með lausar byggingalóðir til umsóknar í Flatahverfi við Steinsstaðaflöt nr. 10 einbýlis-/ parhús, nr. 23 einbýlishús, og Tindaflöt nr. 1-5 fjölbýli, nr. 2-10 fjölbýli, nr. 7-11 raðhús, nr. 13- 1 7 raðhús.Þeir sem eiga eldri umsóknir þurfa að endurnýja umsóknirsínarfyrir þessa lóðaúthlutun. Einnig eru auglýstar iausar byggingalóöir á eftirtöldum svœöum: • Við Þjóðbraut - athafna- og iðnaðarhúsalóðir. • Við Smiðjuvelli og Kalmansvelli - fðnaðarhúsalóðir. • í,Höfðaseli - iðnaðarhúsalóðir. • Á Breið - iðnaðarhúsalóðir. Umsóknir berist á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæö, til og með 3. ágúst nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá bygginga- og skipulagsfulltrúa alla virka daga frá kl. 11-12 eöa í síma 433 1051 og 896-9941. Akranesi, 24. júlí 2001. Bygginga- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi. í\

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.