Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 16.08.2001, Side 5

Skessuhorn - 16.08.2001, Side 5
^ntsaunui.. FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 5 Mæling á útskolun á- burðardna í jarðvegi Guómimdur Hrafii Jóhamiesson tilraun- arstjóri Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er nú verið að hrinda af stað rannsóknarverkefni á útskolun næringarefna í jarðvegi. Þar verður í fyrsta sinn á Islandi mælt magn á- burðarefha sem verða eftir að lok- inni næringarupptöku plantna og geta þannig hugsanlega mengað ár og vötn nágrenni ræktaðs lands eða annarra svæða sem borið er á. Það er Guðmundur Hrafn Jó- hannesson, kennari við landbúnað- arháskólann, sem stýrir rannsókn- inni, en reiknað er með að fyrstu niðurstöður úr henni verði komnar um næstu áramót og verkefhinu ljúki í ágúst 2002. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem útskolun nær- ingarefna ffá ræktarlandi er mæld, en hingað til hafa aðeins verið leidd- ar líkur að tölum í þessu sambandi. Þessi rannsókn við landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri mun gefa tæki- færi til að kanna áhrif jarðræktar á gæði umhverfis. Reynt verður að varpa Ijósi á hvort áburðarnotkun sé með þeim hætti að ásættanlegt sé út frá umhverfissjónarmiðum, sem eru sífellt að verða meira áberandi í um- ræðunni um landbúnað. Tilbúinn á- burður hefur verið talinn tiltölulega óskaðlegur umhverfinu hér á landi án þess að til séu beinar rannsóknar- niðurstöður þar um. Það er mat manna nú að rannsókn sem þessi leiði til aukinnar þekkingar og skiln- ings á nýtingu áburðarefha, sem síð- an leiðir tdl spamaðar í áburðarnotk- un. smh Fjölmargir mótmæla breyt- ingu á skipulagi Skipulagsnefnd leggur til aö breytingamar verði samþykktar Skipulagsnefnd Akraness auglýstd nýverið eftir athugasemdum við þá áætlun að breyta skipulagi að Ak- ursbraut 9 en óskað hafði verið eft- ir að fá að breyta húsnæðinu í fjöl- býlishús með verslunarrými á jarð- hæð. Athugasemdir bámst frá eig- endum húseignanna að Akursbraut 1 la-1 ld og Heilbrigðisfulltrúa. Á síðasta fundi nefndarinnar voru svo tekin fyrir ítrelcuð mót- mæli húseigenda Akursbrautar 1 la- 1 ld auk mótmæla frá Norðuráli og Björgunarfélagi Akraness. Húseig- endur skrifuðu skipulagsnefnd bréf þar sem þeir gerðu ýmsar athuga- semdir t.d. hvað varðar slysahættu barna og umferð flutningabíla um Akursbraut. Auk þess ítrekuðu þeir að breytingin gæti skapað Akranes- kaupstað ábyrgð og kaupskyldu eigna þeirra. I bréfinu kom fram að eigendur húsanna við Suðurgötu 26, 28, 30 og 34 mótmæltu einnig fyrirhuguðum breytingum. Norðurál er eigandi Suðurgöm 32 og gerði fyrirtækið athugasemd við breytingarnar og mótmælti þeim þar sem þær kynnu að rýra verðgildi eignarinnar. Björgunarfé- lag Akraness hefur aðsemr sitt við Akursbraut og telur félagið að breytingin gæti haft áhrif á endur- söluverð auk þess sem félagsskap- urinn sé háður góðu aðgengi og nægum bílastæðum. Hugsanleg út- köll um miðjar næmr getd einnig valdið töluverðum óþægindum. Skipulagsnefnd svaraði öllum þeim athugasemdum sem bámst skriflega og taldi ekki ástæðu til að hætta við fyrirhugaðar breytingar. Lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu yrði samþykkt með þeim skilyrðum að íbúðirnar myndu uppfylla ströngustu kröfur um hljóðvist og að miðað skyldi við að starfsemi á nærliggjandi lóðum félli undir skilgreiningu um at- hafnasvæði. SÓK Ferðablaðið Vesturland 2001 \imiiiigshafar í happdrætti Tíðindamenn ehf. gáfu út upplýsingaritið Vesturland 2001 í byrjun sumars. Hvert blað hafði sérstakt númer og hafa nú fjórtán þeirra verið dregin út í happ- drætti. Vinningar voru ekki af lakara taginu en þeir tengjast allir ferðaþjónustu á Vesturlandi. Vmningshafar geta nálgast vinningana hjá Upplýsinga- og kynningar- miðstöð Vesturlands, sími 437-2214. Eftirtalin númer voru dregin út. 1. 1471 - Gisting fyrir tvo með morgunverði í Gistihúsinu Móum við Akrafjall. 2. 192 - Frír aðgangur að safnahúsunum Görðum fyrir fjölskylduna. 3. 1760 - Gisting fyrir tvo á Hótel Barbró ásamt morgunverði. 4. 901 - Golf, kaffihlaðborð og sund í Húsafelli. 5. 3458 - Gisting í sumarbústað í tvær nætur auk leyfis til að veiða í Hvítá eða fara á rjúpna- eða gæsaveiði. 6. 11967 - Gisting fyrir tvo á Hótel Reykholti fyrir tvo ásamt morgunverði. 7. 12237 - Veisluferð fyrir tvo frá Stykkishólmi með Sæferðum. 8. 15715 - Ferð með Baldri út í Flatey fyrir tvo með Sæferðum. 9. 23344 - Hefðbundin Suðureyjasigling fyrir tvo með Sæferðunr. 10. 17866 - Gisting fyrir tvo á Hótel Framnesi í Grundarfirði ásamt morgunverði. 11. 8663 - Kvöldverður fyrir tvo að verðmæti allt að 8.000 krónur í Arnarbæ á Arnarstapa. 12. 606 - Frír aðgangur að safninu að Eiríksstöðum í Haukadal fyrir fjölskylduna. 13. 2901 - Gisting fyrir tvo ásarnt morgunverði á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal. 14. 14354 - Sumarhús til afnota í eina nótt í boði Stóra Vatnshorns í Haukadal. ‘átWTrasrtrofa Jyrirfestrar t íjíxaS á t>e<jum ©norrastofu Axel Kristinsson, sagnfrœðingur, mun flytja fyrirlesturinn Auður og ættleysi um Borgfirðinginn Þorbjöm Bjamason og aðra nýríka bændur á 18. öld miðvikudaginn 22. ágúst kl. 21.00 í Snorrastofu. Allir hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir er 400 kr. Kaffiveitingar. AUGNABLIK Þarft þú húsnæði fyrir þig og þína? Þá er hér ef til vill ágætis tækifæri Stór, björt og falleg 4-5 herb. íbúð á þriðju hæð, vesturenda, með gott útsýni, í fjölbýli við Hraunbæinn í Reykjavik er til sölu. I Hríngdu, það kostar lítið. | Get sent þér lýsingu á íbúðinni ef þarf. § Starf gjaldkera hjá embœtti sýslumannsins í Borgarnesi er laust til umsóknar. Laun fara eftir kjarasamningi opinberra starfsmanna og aðlögunarsamningi gerðum á grundvelli hans. Umsóknum ber að skila til sýslumannsins í Borgarnesi, Bjarnarbraut 2 í Borgarnesi, fyrir 30. dgúst nk. Sýslumaður veitir nánari upplýsingar um starfið. Borgarnesi, 13. ágúst 2001. Sýslumaðurinn í Borgarnesi. r FJÖLBRAUTASKÓL! VESTURLANDS Á AKRANESI UPPHAF HAUSTANNAR 2001 A Skólinn á Akranesi verður settur fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10 og kennsla hefst kl. 13.10. Nýnemar á Akranesi (þeir sem ekki hafa verið í skólanum á Akranesi áður) eiga að koma á skólasetninauna. Foreldrar oa forráðamenn nýnema eru einnig velkomnir. Að setningunni lokinni munu nýnemar hitta umsjónarkennara sína og fá stundatöflu annarinnar. Eldri nemendur (allir sem hafa verið í . skólanum á Akranesi áður) geta sótt stundatöflur sínar miðvikudaginn | 22. ágúst kl. 13 -17 og fimmtudaginn 23. ágúst kl. 9 - 11. x 5 » I Snæfellsbæ verða stundatöflur nemenda afhentar | . fimmtudaginn 23. áaúst kl. 15. í Stykkishólmi verða stundatöfíur nemenda afhentar föstudaginn 24. ágúst kl. 11. Skólabíll fer frá Boraarnesi fimmtudaginn 23. ágúst kl. 9 og 12 og til baka kl. 15.30. Reqíulequr skólaakstur frá Borgarnesi hefst föstudaqinn 24. ágústkl. 7.15. Bóksala BókabúS Andrésar-Penninn, Kirkjubraut 54, Akranesi, verður meS þær bækur til sölu sem notaSar eru í kennslu í FVA. Bókalista og fleiri gagnlegar upplýsingar má finna á heimasíSu skólans V. http://www.fva.is J

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.