Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.08.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001 aa£39Úljui2: J óhanna í Eflingu Vinmir að framförum í Stykkishólmsbæ Það hafa blásið hlýir sumarvindar í tónlistarlífinu í Stykkishólmi í sumar. Efling Sykkishólms er fé- lagsskapur sem hefur ekki átt lítinn þátt í því hversu oft Stykkishólms- búar og gestir þeirra hafa getað sótt góða og vandaða tónleika á síðustu mánuðum. En hver er þessi félags- skapur Efling og af hverju hefúr hann svona mikinn áhuga á að Stykkishólmbúar komist á tónleika, er þetta eitthvert sérstakt áhugafé- lag um menningu í Stykláshólmi? Jóhanna Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins og bakara- írú, situr íyrir svörum. Upphaf Eflingar „Mér skilst að Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Sykkis- hólmi, hafi lengi haft áhuga á þess- um málum en það var ekki fyrr en tun 1995 sem félagið var stofhað. Það má segja að þessi félagsskapur sé félag atvinnulífsins í Stykkis- hólmi, þar sem bærinn, fyrirtæki bæjarins og stofnanir, sem og ein- staklingarnir sjálfir koma að rekstr- inum á einn og annan hátt. Þetta er sem sagt félagsskapur þeirra sem hafa áhuga á framfaramálum í bæn- um. I lögum félagsins er til dæmis kveðið á um að markmið þess sé að vinna að framfaramálum á sviði at- vinnu- og menningarlífs." Jóhanna segir að fjármagn til félagsins sé fengið frá félagsmönnum, fyrir- tækjum og einstaklingum og séu fé- lagsgjöldin reiknuð hlutfallslega eftir stærð þeirra og umsvifum. Þar að auki hefúr Efling haft sértekjur af rekstri verkefúa. Sumartónleikar Stykkishólmskirkj u Jóhanna tekur undir það sjónar- mið að mest beri kannski á starfi Eflingar um þessar mundir með áð- urnefndum tónleikum sem félagið stendur fyrir í sumar ásamt kór kirkjunnar, svonefúdum Sumartón- leikum í Stykkishólmskirkju. „Eitt af verkefúunum sem við komum á fót á sínum tíma voru Sumartón- leikarnir en það var í framkvæmda- stjóratíð Ingibjargar Þorsteinsdótt- ur, píanóleikara og tónlistarkenn- ara. I hennar tíð er það sem sé á- kveðið að koma á fót þessari vönd- uðu tónleikaröð, bæði með það fyr- ir augum að efla menningarlífið meðal bæjarbúa en einnig til að auglýsa bæinn upp og það var eigin- lega kirkjan sem gaf tóninn því þetta er það frábært tónleikahús sem upplagt var að nota í þetta,“ segir Jóhanna. Efling ekki einungis menningarafl Jóhanna segir starfsemina vera mjög fjölbreytta þrátt fyrir að menningardagskrá sumarsins sé fyrirferðarmikil. „Það er mjög margt sem við erum að vinna með. Við erum t.a.m. nokkurs konar gagnabanki og höldum utan um á- kveðnar upplýsingar varðandi fyrir- tæki og stofúanir, þjónustu og starf- semi í bænum. Það er mikið leitað til Eflingar eftir upplýsingum og hafa t.d. bæði Háskóli Islands og Háskólinn á Akureyri leitað til okk- ar eftir upplýsingum. Eru erindi þá jafn fjölbreytt og þau eru mörg og fjallaði t.a.m. ein fyrirspurnin um það hvaða fyrirtæki hérna þyrftu á flutningi á landi að halda. Síðan berast margar fyrirspurnir til okkar um ferðaþjónustu.“ Hún segir að sérstaða Eflingar á landsvísu felist líklega í því hversu fjölbreytt starf- semin er innan félagsins þar sem sérstökum sviðum innan atvinnu- lífsins sé sinnt til jafns við menning- una. „Félagið hefur til að mynda umsjón með upplýsingaþjónustu ferðamanna í bænum og tjaldstæði bæjarins. Það er þó eitt af mark- miðum Eflingar að halda ekki úti rekstri, heldur frekar að efla starf- semi til þess að hún geti farið að ganga upp á eigin spýtur," segir Jó- hanna og nefnir Ferðaþjónustuna og tónleikaröðina sem dæmi um starfsemi sem geti farið fljótlega að reka sig sjálfa. Stórverkefiii árið 2003 „Atvinnuvegasýning Vesturlands í Stykkishólmi árið 1999 er langstærsti viðburðurinn sem ég hef komið nálægt með starfi Efling- ar,“ segir Jóhanna þegar hún er beðin að nefna eitthvað í starfsemi Eflingar sem hafi verið sérstaklega eftirminnilegt. „Hún tókst sérstak- lega vel. Upp undir hundrað fyrir- tæki sýndu þar, stór og smá, frá handverksfólki upp í álver og við fullyrðum að um 8-10 þúsund manns hafi séð sýninguna. Þegar fólk kvaddi okkur við sýningarlok vorum við spurð hvenær næsta sýn- ing yrði og getum við nú lýst því yfir að næsta sýning verði að öllum líkindum árið 2003. Að sögn Jó- hönnu eru hinir árlegu Dönsku dagar á næsta leyti og undirbúning- ur Eflingar á þeirri skemmtun á lokastigi. Stóra spurningin er nátt- úrulega sú hvort hinir eiturhressu Olsenbræður verði á hátíðinni. „Það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort að þeir mæta á svæðið því málin eru á mjög viðkvæmu stigi,“ segir Jóhanna. „Svo er önnur spurning hvort þeir taka lagið, en það fer kannski bara eftir stemmningunni,“ segir hún og brosir leyndardómsfull. snih Dalakonur með bryggj umarkað Framtakssamar konur í Dölun- um tóku sig til um verslunar- mannahelgiiia og settu upp bryggjumarkað í gamla kaupfélags- húsinu í Búðardal. Þar var finna ýmsa nytjahluti, bæði notað og nýtt. Þá sýndi listakonan Vilborg Eggertsdóttir málverk, útsaumaðar myndir og veggteppi. Jófríður Benediktsdóttir sýndi jurtalitað band og margt fleira var þarna til að gleðja augað. Að sögn Ingu Maríu Pálsdóttur sem var potturinn og pannan í skipulagningunni kom hugmyndin upp í tengslum við Daladagana í júlí. „Við vorum fyrst með húsið opið 28. og 29. júlí, það gekk mjög vel og fjöldi fólks kom við hjá okk- ur. Við vorum svo með markaðinn opinn aftur núna um verslunar- mannahelgina og settum auk þess upp sýningu á listmunum uppi á lofti,“ segir Inga María. Gamla kaupfélagshúsið í Búðar- dal var byggt upp úr aldamótunum 1900 og var notað sem verslunarhús fram á sjöunda ára- tuginn. Síðustu ár hefur kjötpokaffam- leiðslan Dalur hf. haft sína starfsemi í húsinu en nú hefur Eiríksstaðanefnd fest kaup á því og hyggst setja þar upp safú í minningu Leifs Ei- ríkssonar. MB/GE Altaristaflan áBorg Altaristaflan á Borg á Mýrum hef- ur verið tekin til geymslu og sýnis í Safnahúsinu í Borgarnesi á meðan kirkjan er í viðgerð. Altaristaflan er merkilegur gripur en hún er frá 1898 máluð af hinum þekkta listamanni William Gershom Collingwood (1854-1932) sem ferðaðist um ísland sumarið 1997. Sr. Einar Friðgeirsson prestur á Borg pantaði altaristöfluna þegar Collingwood dvaldi á Borg. Altar- istaflan er olíumálverk 1x1,25 m að stærð í breiðum ramma. Taflan sýnir ffásögn Nýja-testamentisins af því, er mæðurnar komu til Jesú með börn sín, til þess að hann legði hend- ur sínar yfir þau og blessaði þau. En lærisveinarnir vildu ekki leyfa þeim að koma og vísuðu þeim frá með hörðum orðum. Æskulínu- verðlaun Síðastliðinn fimmtudag var dregið í Æskulínuleik Búnað- arbankans í Borgarnesi. Siggi sæti í Latabæ mætti sjálfur á staðinn og veitti hin- um heppna vinningshafa verð- launin og skemmti gestum bankans í leiðinni. Verðlauna- hafinn heitir Kári Gíslason bú- settur í Borgarnesi og hlaut hann í verðlaun tíuþúsund króna innlegg á bankabók og risavaxið gjafabréf fyrir Latóseðlum. Kári Gíslason tekur við g/afabréf- inu úr bendi Sigga seeta sendifiill- trtía Latabdejar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.