Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 16.08.2001, Page 7

Skessuhorn - 16.08.2001, Page 7
uHt33Utlu.._ V • ’T rr ■ t/TI FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 Nú er að renna upp það tímabil ársins hjá mér sem allir í fjölskyld- unni kvíða mikið fyrir. Sumarið er næstum búið, daginn styttir, skól- inn er framundan og skólatösku- lyktin verður allsráðandi á heimil- inu. Börnin eru óróleg bæði af ótta og spenningi að byrja á ný í skólanum. Nú tekur skólinn aftur við börnunum og fyrrar mig þess- ari íþyngjandi ábyrgð sem hefur verið lögð á mig í allt sumar, þar sem ég hef algjörlega þurft að sjá um uppeldið á þeim sjálf. En þar sem skólarnir byrja núna fyrr en ella þá kemur haustið fyrr hjá mér og hjá „húsmóður“ eins og mér er uppskeruhátið ffamundan með sultu, sláturgerð og öllu því til- heyrandi. Heimilisfólkið læðist með veggj- um. Eiginmaðurinn hefur það í flimtingum að það komi svo und- arlegur glampi í augun á mér þeg- ar hausta tekur. Mér þótti þetta í fyrstu það rómantískasta sem hann hefúr sagt um mig þar til ég áttaði mig á því hvað hann meinti. Hann segir að ég setji upp undarlegan svip og hamist við að draga björg í bú eins og sjálf móðuharðindin væru rétt handan við hornið. Ekki bæti úr skák allt þetta krepputal í þjóðfélaginu sem sé gjörsamlega að fara með taugarnar á mér. Það er um miðjan ágústmánuð hvers árs sem ég gerist afskaplega spennt fyrir bíltúrum í helstu móa í nágrenninu. I þessa bíltúra býð ég heimilisfólkinu sem í fyrstu tóku þessum boðum mínum feg- inshendi en hefur nú með árunum snúist upp í martröð þegar ég neyði þau satt að segja með mér. Mér finnst þeim auðvitað ekki vor- kunn að koma með mér til að kanna væntanlega berjasprettu, en ég get ekki sagt að áhuginn sé að drepa þau. Svo er það undir mán- aðarlok sem leikurinn hefst fyrir alvöru. Þá dríf ég alla fjöl- skyldumeðlimi út í bíl snemma morguns nauðuga viljuga, fylli skottið af allskyns dollum og föt- um og held til berja. Tólf ára sonurinn og eiginmaðurinn stynja og það meira og meira með hverju árinu. Spurningar brenna á vörum eig- inmannsins hvort ég þurfi öll þessi ber og hvað ég ætli að gera við þau? Eg held ró minni og spyr hvort hann langi ekki í bláber með rjóma? Eg fæ vatn í munninn við tilhugsunina og hann örugglega líka. Eg bendi honum á að það sé líka svo ægilega gott að eiga bláberjahlaup og sultur í geymsl- unni þetta sé hrein og klár búbót. Hann spyr hvort ekki séu nokkrar krukkur til ennþá af löguninni frá í fyrra. Hann segir mér að hann bara skilji einfaldlega ekki tilhvers ég þurfi alla þessa sultu, sem ég neiti svo sjálfri mér og honum um að borða þar sem þetta sé ein- göngu sykur og svo ógurlega fit- andi. Hann skilur bara ekki í því að ég tuði um megranir og hollt mataræði meginhluta ársins, en svo fyllist ég eldmóði og kappi við að fylla hillurnar í geymslunni með sulm og frystikistuna með slátri. Svo fái heimilisfólkið ekki að snerta við þessari búbót minni þar sem ég segi að þetta sé hræðilega óhollur matur og við drepumst bara ef við étum þetta. Það mætti ætla að þetta væri einhver keppni hjá mér að safna árgöngum af merktum sultukrukkum. Svo er spurning hvort ég fái eitthvað út úr því ár eftir ár að hafa börnin og hann með mér í berjamó fúl og á- hugalaus. Hann sjálfur myndi sko aldrei taka mig og börnin með í veiði nema við værum ákafinn og ánægjan uppmáluð. Hann stynur áffam og tuldrar um hvort ég drepi ekki niður tæki- færi íslensks iðnaðar með þessu heimavafstri mínu, sem virðist á hans mælikvarða vera að nálgast fyrirtækjaframleiðslu og hvað sé Starfbókara hjá embœtti sýslumannsins í Borgarnesi er laust til umsóknar. Laun fara eftir kjarasamningi opinberra starfsmanna og aðlögunarsamningi gerðum d grundvelli hans. Umsóknum ber að skila til sýslumannsins í Borgarnesi, Bjarnarbraut 2 í Borgarnesi, fyrir 30. dgúst nk. Sýslumaður veitir ndnari upplýsingar um starfið. Borgarnesi, 13. ágúst 2001. Sýslumaðurinn í Borgarnesi. ;;>! |f| 11 Varmalandsskóli Borgarfírðí S. 430 1500 Okkur vantar starfsfólk fyrir næsta vetur: • Blönduð störf, þ.e. umsjón og eftirlit með nemendum úti og inni og ræsting á húsnæði skólans. Störf hefjast 20. ágúst 2001. • Kennara til almennrar kennslu. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í símum 430 1511 og 430 1527 eða við rekstrarskrifstofu skólans í síma 430 1541. Nefang: varmal@ismennt.is eiginlega að þessari sultu sem hægt er að fá í öllum helstu stór- mörkuðum. Ohh hvað hann getur verið full. Jæja en ég læt nú ekki á mig fá þreytu þeirra feðga á berjamó og segi eiginmanninum að svo lengi sem ég muni eftir mér hafi ég alltaf farið í berjamó. A hverju hausti hafi móðir mín, þessi ynd- islegasta mannvera lífs míns, sett skuplu á höfuðið og breyst í harð- stjóra. Hún hafi dregið okkur nauðug, viljug í berjamó, þar setti hún okkur systkinin niður á sín- hverja þúfuna og þaðan þorðum við ekki að standa upp fyrr en þúf- an var berjalaus eða myrkrið var skollið á og mamma sest undir stýri blikkandi ljósum og þeytandi bílflautuna, þá var okkur óhætt. Ekki skemmdumst við systkinin á þessari meðferð að mínu mati og því er ég staðráðin í að fjölskyldan skal með mér til berja. En ég hef gefið börnunum það loforð að koma heim fyrir myrkur og gera ekki eins og mamma að setja skuplu á höfuðið, þeyta flautu og blikka ljósum. Hvort sem eigin- manninum líkar betur eða verr er ég staðráðin í að halda áfram þessu brjálæðislega berjaæði. Akraneskaupstaður Auglýsing frá Brekkubæjar- og Grundaskóla Nemendur komi í skólana mánudaginn 27. ágúst sem hér segir: Grundaskóli Nemendur fœddir 1986 (lO.bekkur) kl. 9:00 Nemendur fœddir 1987 (9.bekkur) kl. 10:00 Nemendur fæddir 7 988 (8.bekkur) kl. 10:00 Nemendur fœddir 7 989 (7.bekkur) kl. 10:30 Nemendur fœddir 1990 (ó.bekkur) kl. 10:30 Nemendur fæddir 7 99 7 (5.bekkur) kl. 11:00 Nemendur fæddir 7 992 (4.bekkur) kl. 11:00 Nemendur fæddir 7 993 (3.bekkur) kl. 13:00 Nemendur fæddir 1994 (2.bekkur) kl. 13:00 Nemendur fœddir 7 995 (l.bekkur) verba boðaðir sérstaklega Brekkubæjarskóli Nemendur fæddir 7 986 (lO.bekkur) kl. 9:00 Nemendur fæadir 7 987 (9.bekkur) kl. 10:00 Nemendur fæddir 7 988 (8.bekkur) kl. 10:30 Nemendur fæddir 7 989 (7.bekkur) kl. 11:00 Nemendur fæddir 7 990 (ó.bekkur) kl. 11:30 Nemendur fæddir 1991 (5.bekkur) kl. 11:30 Nemendur fæddir 1992 (4.bekkur) kl. 13:00 Nemendur fœddir 1993 (3.bekkur) kl. 13:30 Nemendur fæddir 1994 (2.bekkur) kl. 14:00 Nemendur fæddir 1995 (l.bekkur) veröa boðaöir sérstaklega Foreldrar/forráðamenn grunnskólabarna athugið að tilkynna þarfstrax um nemendur sem flytjast á milli skólahverfa og cetla að skipta um skóla. Skóladagvist Deildarstjorar skóladagvistar verba meb símatíma föstudaginn 24. ágúst frá kl. 10-12 sími 431 -1843 í Brekkuseli (Anna Lóa) og 431 -2793 í Grundaseli (Brynja). Börn sem verba í skóladagvist eru velkomin í heimsókn 27. áqúst, þá verbur opib hús hjá okkur frá kl. 11 - 16. Foreldrar eru veíkomnir meb börnum sínum. Skóladagvist hefst 28. ágúst um leib og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Skólastjórar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.