Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 16.08.2001, Page 14

Skessuhorn - 16.08.2001, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 16. AGUST 2001 ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Sundfélag Akraness Vel heppnað Faxaflóasund Sundkappar úr Sundfélagi Akra- ness syntu yfir Faxaflóann fyrir skemmstu til þess aö afla fjár, en þetta er í áttunda skiptið sem þaö er gert. Lagt var af stað úr Fteykja- víkurhöfn klukkan þrjú aö degi til í sól og blankalogni og tók sundið fimm klukkustundir og fjörutíu mín- útur aö þessu sinni. Átta krakkar frá fjórtán ára aldri skiptust á aö synda. Sá sem synti lengst var sundgarpurinn mikli, Guðgeir Guö- mundsson, en hann synti í 65 mín- útur. Eyleifur Jóhannesson, þjálfari krakkanna, var mjög ánægöur aö sundinu loknu og sagöi þaö hafa gengið mjög vel. „Viö viljum fyrst og fremst þakka bæjarbúum og fyrirtækjum á Akranesi fyrir stuön- inginn en í ár söfnuöust nærri 800 þúsund krónur sem er meö því besta frá upphafi og t.d. mun meira en á síðasta ári. Peningarn- ir fara inn á ferðareikning sund- manna og veröa notaðir til þess aö greiða niður kostnað viö aö fara t æfingabúðir erlendis. Elstu krakk- arnir, um tuttugu manna hópur, fara í æfingaferð í kringum pásk- ana á næsta ári en ekki er enn á- kveðiö hvert verðurfarið.“ SÓK Dagana 10. - 12. ágúst dvaldi vaskur hópur 3. flokks kvenna á Siglufirði á hinu árlega Pæjumóti Þormóös Ramma-Sæbergs. Mótiö var ákaflega vel skipulagt og aðbúnaður allur hinn besti og heimamönnum til mikils sóma. Veðrið var frábært á föstudegi en um helgina rigndi dálítiö í annars mildu veöri og logni. Fararstjóri var Jófríöur Sigfúsdóttir og ekill „Sæmundarrútu" Steinar Ragn- arsson. Þjálfari liösins er Sverrir Heiðar. Eftirtaldar kepptu f.h. Skalla- gríms. Anna María Torfadóttir Guðrún Ósk Ámundadóttir Guðrún Selma Steinarsdóttir Gunnfríður Ólafsdóttir Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir Karítas H. Lárusdóttir Margrét Brynjarsdóttir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Þórdís Steinarsdóttir Léku stúlkurnar sex leiki, unnu fjóra þeirra en töpuöu tveimur og endaði liðið í fjóröa sæti af 10 lið- um. Var hópurinn félaginu til mikils sóma jafnt utan vallar sem innan. Úrslitin voru eftirfarandi Riðlakeppni Skallagrímur - ÞórAk. 0-2 Skallagrímur - BÍ 0-2 Skallagrímur - Dalvík 1-0 (Sigga Dóra) Skallagrímur - FH 1-0 (Sigga Dóra) Úrslitakeppni Skallagrímur - HKA/íkingur 2-1 (Guðrún Selma 2) Skallagrímur - FH 1-0 (Guðrún Selma) Seinasti leikur íslandsmótsins hjá stúlkunum er gegn UMF. Bessa- staðahrepps, á Skallagrímsvelli mánudaginn 20. ágúst n.k. kl. 18:00 og væri gaman aö fá stuön- ing frá knattspyrnuunnendum hér- aðsins úr stúkunni, þær eiga þaö svo sannarlega skilið. (SHe) Leikmenn ÍA í fimmta flokki karia í knattspyrnu Strákarnir komnir í úrslit Strákarnir í fimmta flokki IA hafa svo sannarlega staöiö sig vel í bolt- anum í sumar og nú er svo komið að þeir eru komnir í úrslit. Það veröur að teljast mjög góöur árang- ur þar sem meirihluti leikmanna í fimmta flokki er 11 ára en þeir mega vera á bilinu 11-12 ára. Um helgina halda þeir til Egilsstaöa þar sem þeir mæta Þór, Akureyri og Sindra. Ef báöir leikirnir vinnast munu þeir svo leika til úrslita í Reykjavík síöar í mánuðinum. Hugi Haröarson er þjálfari strák- anna. Hann lét þau orö falla fyrr í sumar aö ef lærisveinar hans kæmust í úrslit myndi hann láta háriö fjúka og skarta klippingu þeirri sem David Beckham varö hvaö frægastur fyrir á árinu. Strák- arnir tóku hann á orðinu á dögun- um, héldu honum niöri og gerðu sér lítið fyrir og klipptu hann sjálfir. Hugi skartar því glæsilegum hana- kambi þessa dagana, en í samtali við Skessuhorn sagöist hann hafa vonast til þess aö strákarnir hefðu gleymt þessari yfirlýsingu hans. ísleifur Örn Guömundsson er einn af þeim ungu og efnilegu leik- mönnum sem skipa fimmta flokk ÍA. Hann segir engan vafa á því aö þeir nái aö sigra í leikjum sínum á Egilsstööum um helgina. „Auövit- aö vinnum viö. Viö þurfum helst aö vinna báöa leikina. Þá þurfum viö aö spila úrslitaleik í riðlinum til aö komast í sjálfan úrslitaleikinn í Reykjavík.'1 ísleifur segir aö þeim félögum hafi gengið vel í sumar og þótt hann hafi sjálfur ekki náö aö skora í sumar er hann bjartsýnn á framhaldið. „Ég er ekki búinn aö skora neitt ennþá, en ég skora svona fimm mörk í úrslitakeppn- inni.“ SÓK Frábær árangur frjálsíþróttafólks Um 30 keppendur fóru frá Ung- mennasambandi Borgarfjaröar á meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, 12 - 14 ára sem haldið var á Laugardalsvelli og 15-22 ára sem haldið var á Kópavogs- velli síðastliðna helgi. Aö sögn írisar Grönfeldt, héraösþjálfara UMSB var árangurinn góöur og sagði hún að óvenju mörg gull- verölaun hafi skilað sér í Borgar- fjörðinn aö þessu sinni. Bestum árangri t flokki 15-22 ára náöu frjálsíþróttagarpar af Akranesi, þeir Sigurkarl Gústavs- son og Gauti Jóhannesson. Þeir hafa bætt sig mjög í sumar og er Gauti orðinn einn efnilegasti langhlaupri landsins og Sigurkarl er á góðu skriöi í styttri vega- lengdunum. Hér fer á eftir besti árangur keppenda UMSB á mót- inu. Gauti Jóhannesson 3000 m hlaup 1. sæti 9:00.39 1500mhlaup l.sæti 4:12.67 Sigurkarl Gústavsson 400 m hlaup t.sæti 52,09 200 m hlaup 1. sæti 23.27 WOmhlaup 1. sæti 11,34 Kristín Þórhallsdóttir 100 m hlaup 1. sæti 13,01 langstökk 2. sæti 5,00 Hallbera Eiríksdóttir kringlukast 1. sæti 35.36 spjótkast 3. sæti 30,45 Snorri Þ. Davíðsson 800 m hlaup 3. sæti 2:25.41 Besti árangur í flokki 12 -14 ára varö eftirfarandi. Jónas Guðmundsson, 13 ára spjótkast 1. sæti 32.60 Kristján Guðmundsson, 14 ára spjótkast 2. sæti 38.60 Sigríður Hrefna Jónsdóttir, 12 ára kúluvarp 2. sæti 9.50 Halifaxar byrja vel í langneðstu deild Linkollar lagðir að velli á drengilegan hátt Vörpulegir og vaskir sveinar Halifaxhrepps hófu Englands- mótiö í sparkvifimi meö lúðra- blæstri og söng þegar þeir lögöu lítilmagnana frá Linkolla borg (Lincoln City) á afar drengilegan hátt í fyrstu umferðinni í langneðstu deild á laugardaginn var. Ungsveinarnir tveir sem Páll Brisveili knattspyrnuforstjóri nældi sér í á flóamarkaði í sum- ar, Þeir Krákur frá Miðfelli (Craig Midgley) og Páll Hersveinsson (Paul Harsley) skoruðu tvö afar drengileg mörk sem dugðu Haliföxum til sigurs. Linkollar byrjuöu með bægsla- gangi og látum og létu dólgslega. Allt leit út fyrir að þeir myndu valta yfir hetjur Halifaxhrepþs meö andlegu ofbeldi og yfir- gangi. Halifaxar létu hinsvegar ekki buga sig enda dvaldi liðið drjúgan hluta sumarsins á Helln- um á Snæfellsnesi í innhverfri í- hugun og úthverfri athugun á- samt því aö sækja á annan tug sjálfstyrkingarnámskeiöa. Frygð og fögnuður Á þrítugustu og sjöundu mín- útu fyrri leikhluta dró til tíöinda. Höföu þá Linkollar sótt ógurlega að marki Halifax. Barst þá boltinn eitt sinn á vallarhelming Linkolla þar sem markvörður þeirra, Aöal- steinn Maríuson (Allan Marriott) tók viö honum og hugöist spyrna honum til baka. Ætlaöi hann sér of langan tíma í verkið því nýliö- Páll var kátur sem slátur inn knái Krákur frá Miðfellli kom aðvífandi og tók boltann af tá Aö- alsteins og spyrnti honum á afar ósérhlífinn hátt í mark Linkolla. Tárin voru ekki þornuð á hvörmum heimamanna þegar Halifaxar skoruðu sitt annað mark. Tók þá Stefán Svöluson (- Steven Swales) afar drengilega aukaspyrnu og sendi knöttinn hárnákvæmt á Pál Hersveinsson nýliðann frá Grímsstööum (Grímsby). Átti Páll ekki í miklum vandkvæöum meö aö afgreiöa knöttinn með yndislegu afturfótar- skoti í hægra markhornið vinstra megin nær. Ætluðu þá allar ung- meyjar Kaldadals (Chalderdale) af göflum aö ganga af frygö og fögnuði. Örskömmu síðar náöu Linkollar aö klóra í bakkafullann lækinn meö afar lítilmótlegu marki Leós Þorbjörnssonar (Lee Thorp) sem laumaði boltanum ósmekklega fram hjá hinum grandvara og geð- prúöa markveröi Halifaxa, Lárusi Bryta (Lee Butler). Ekki dró frekar til tíöinda í þess- um leik. Frækilegur sigur kappa vorra í fyrsta leik og má mikiö vera ef þeir fara aðeins upp um eina deild aö leiktíö liðinni. Páll kátur Liö Halifaxa var þannig skipaö. Town: Lárus Bryti (Lee Butler), Páll Hersveinsson (Paul Harsley), Andri Skógarvöröur (Andy Woodward) Grámann Mikjálsson (Gray Mitchell), Krist- ján Klöruson (Cris Clarke), Mark- ús Júlíusson (Mark Jules), Njáll frá Rauðsmýri (Neil Redfearn), Páll Berg (Paul Stoneman), Stefán Svöluson (Steve Swales), Krákur frá Miðfelli (Craig Midgley) Stefán Vagnsson (Steve Kerrigan) og Jón Viöar (Jamie Wood). Hinn þungbrýndi þjálfari Hali- faxa, Páll Brisveill var kátur aö leik loknum en það gerðist síöast fyrir átta árum. Lék hann viö hvurn sinn fingur og kvaö af munni fram hringhendar drápur. Brá hann einnig fyrir sig óhefö- bundnum bragarhætti sem kenndur er viö hann sjálfan, Pálsháttur hinn meiri.: Nú hlæja skal dátt Við lékum þá grátt Aftan og framan og allt um kring Eins og gamlan KR-ing GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.