Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 ðBÉSSSUnUa^ Stykkishólm- ur og Eyrar- sveit deila sóknarpresti Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur í Stykkishólmi mun þjóna Setbergsprestakalli frá 15. september síðastliðnum til 15. júní á næsta ári, en fráfarandi sóknarprestur, Karl V Matthías- son, fer í leyfi frá prestsstörfúm og sest á þing vegna brotthvarfs Sighvats Björgvinssonar þaðan. Að sögn Gunnars Kristjánsson- ar, formanns sóknarnefndar Set- bergsprestakalls, munu störf Gunnars verði á sömu nótum og hjá Karli. „Hann mun messa ann- an hvern sunnudag í Grundar- firði, eiga vikulega fasta viðtals- tíma á miðvikudögum og ferm- ingarundirbúningur verður eins og verið hefur,“ segir Gunnar. smb Eyrarsveit kaupir Grafarland Á 11. fúndi sveitarstjómar Eyr- arsveitar sem haldinn var fimmtu- daginn 13. september var kaup- samningur Eyrarsveitar á Grafar- landi staðfestur. Gmndarfjarðarkaupstaður er að hluta til byggður á Grafarland- inu og að sögn Sigríðar Finsen, oddvita Eyrarsveitar, er mjög á- nægjulegt að samningar hafa tek- ist því sveitarfélagið hefur sóst eftir þessu landi í nokkum tíma. Fráfarandi eigendur em núver- andi og fyrrverandi ábúendur Grafar og erfingjar þeirra. Kaup- verðið nemur rúmlega 30 millj- ónum króna. / Utnes- og Ólafsvíkur- vegur Lagningu bundins slitlags lokið Lokið hefur verið við lagningu bundins slitlags á vegarköflum Utnes- og Ólafsvíkurvega svo- kallaðra, á sunnan- og utanverðu Snæfellsnesi. Klæðning ehf. hefur unnið að framkvæmdunum, en eins og Skessuhom tíundaði í sumar þá hefur mikil seinkun orðið á þeim og upphaflega áæd- að að verkið væri tilbúið fyrir rúmu ári síðan. Um er að ræða nýja vegi með bundnu slitlagi á Snæfellsvegi frá Kálfá og upp í Fróðárheiði annars vegar og á Snæfellsvegi út í Breiðuvík hins vegar, alls 8,1 km. Að sögn Guð- mundar Inga Waage, eftirlits- manns verksins af hálfu Vega- gerðarinnar, er þar einungis eftir smávegis frágangsvinna. Guð- mundur Ingi segir að í framhald- inu muni verða lagt bundið slitlag á kaflann frá Amarstapa og út að Hellnum. Mun Stafnafell ehf. sjá um framkvæmd verksins og verður hafist handa við það fljót- lega í haust. smh Biður um flugbraut við Akranes Finnst bæjaryfirvöld draga lappirnar Bæjarstjórn Akraness hefur vísað ítrekaðri beiðni Guðmundar Sigur- björnssonar, flugvirkja, um flug- braut við Akranes til endurskoðun- ar á aðalskipulagi Akraneskaupstað- ar. Sú endurskoðun fer fram í upp- hafi nýs kjörtímabils samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Guðmundur hefur óskað eftir svari frá bæjarstjórn í fjögur ár og er ósáttur við hversu langan tíma hefur tekið að afgreiða málið. „Eg held að flugbraut við Akranes myndi skerpa á mannlífinu í bæn- um og vera honum til mikils sóma ef af gerð hennar verður. Það er búið að gera grunn að því að hún verði hér uppi í flóa fyrir ofan bæ- inn, það er að segja ef bæjaryfirvöld aulast til að gera eitthvað í þessu máli. Það er ekki óalgengt að flug- brautir séu við sveitarfélög af þess- ari stærð. Nærtækasta dæmið er Mosfellsbær en einnig er flugbraut í Borgarnesi. I Reykjavík er flug- völlur, sem er að vísu mjög um- deildur, en engu að síður flugvöllur sem ég sé ekki fram á að fari í kom- andi framtíð.“ Engin kostnaðaráætlun liggur fyrir en Guðmundur segir að ef fá- ist land undir brautina yrði stofnað áhugamannafélag sem myndi kosta gerð hennar. „Þegar um er að ræða minni brautir eru það yfirleitt á- hugamannasamtök sem standa að gerð þeirra. Ætlunin var að stofna slík samtök á Akranesi árið 1998 því hér eru margir áhugamenn um flug. Við ákváðum hins vegar að geyma það þar til við fengjum að minnsta kosti að sjá að gert væri ráð fyrir flugbraut í aðalskipulagi en það hefur orðið bið á því.“ SÓK skólastefiia í Brekkubæjarskóla kynnt Jón Baldvin Hannesson kynnti nýja stefim fyrir foreldrwn. Jón Baldvin Hannesson skóla- ráðgjafi hélt tvö námskeið fyrir foreldra nemenda Brekkubæjar- skóla dagana 6. og 13. september. Tilefni námskeiðanna var að kynna nýja skólastefnu sem kenn- arar skólans ákváðu að taka upp sl. vor. Þessa nýju skólastefnu kalla kennarar „Góður og fróður“ og er megininntak hennar það að upp- eldið eða lífsleiknin er sett í for- gang í þeirri fullvissu að það muni skila betri árangri í náminu. Ingv- ar Ingvason, aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla, sagði að mjög mikilvægt væri að foreldrar og for- ráðamenn væru vel upplýstir um inntak stefnunnar og að þeir vinni með skólanum að framkvæmd hennar. Þess vegna var Jón Baldvin fenginn til að halda áðurnefnd námskeið. Ingvar sagði einnig að „framundan væri mikið starf innan skólans við að útbúa verkefni og annað sem þroskar og þjálfar hina ýmsu lífsleikniþætti svo sem; já- kvæða og sterka sjálfsmynd og sjálfsaga, umburðarlyndi og sam- skiptafærni, frumkvæði og sjálf- stæði í vinnubrögðum, víðsýni og virðingu fyrir öðrum og umhverf- inu.“ HJH Háskólafjamám á Vesturlandi í byrjun september hófst í Safna- húsinu í Borgarnesi Ijarnám til B. A.-prófs við íslenskuskor Háskóla Islands. Að sögn Ingu Sigurðar- dóttur, framkvæmdastjóra Sí- menntunarmiðstöðvar Vesturlands sem er tengiliðurinn við Háskóla Islands, hófu fimm konur nú íjarn- nám í íslensku. Hún segir að auk þeirra séu tvær konur í íjarnámi í ferðamálafræðum, ein á Akranesi og önnur í Olafsvík, og ein í Búðar- dal sem er á öðru ári íslenskunáms síns. Inga segir að mikil áskókn sé í fjarnám og að hún sé alltaf að aukast. „Fjamám er auðvitað stórkostlegt fyrirbæri fyrir landsbyggðina og eykur möguleika fólks til menntunar gríðarlega en svo er líka alltaf að færast í vöxt að fólk vilji nýta sér fjar- námkostinn í Reykjavík,“ segir hún. I athugun fyrir næsta skólaár er að setja á fót fjarnám á Akranesi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Ak- ureyri. Segir Inga að til þess að svo geti orðið þurfi minnst sjö manna hóp og miðað við eftirspum eftir hjúkunarfræðingum á Islandi og á- skoranir um fjarnám í þessum fræð- um þá ætti það að geta orðið að veruleika næsta haust. smh Ovissaum atvinnu- garða Ovíst er um framhald undir- búnings atvinnugarða í Borgar- nesi samkvæmt upplýsingum Skessuhorns. Eins og komið hef- ur fram í blaðinu hefur verið unnið að þróun hugmynda um atvinnugarða í bænum þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki í þekkingariðnaði yrðu undir saina þaki og samnýttu ýmiskon- ar þjónustu og aðstöðu. I endur- skoðaðri fjárhagsáætlun Borgar- byggðar fyrir 2001 er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu í atvinnu- garðana en minnihlutafulltrúar bæjarstjórnar samþykktu endur- skoðaða áætlun með fyrirvara um að þótt fjárveitingin væri ekki inni litu þeir ekki svo á að hugmyndinni hafi verið hafnað. GE / IAívíking Knattspyrnuliði IA hefur verið boðið til Bandaríkjanna í lok október af þarlendu atvinnu- mannaliði. Forráðamenn New England Revolutions sendu stjórn IA fyrirspurn þar sem kannaður var áhugi Akurnesinga á þessu tilboði. Tilboðið felur í sér að IA spilar einn leik við New England og í staðinn borga Bandaríkjamennirnir allan ferða- kostnað og uppihald á meðan á dvölinni stendur. Ekki hefúr ver- ið rætt hversu lengi Skagamenn koma til með að dvelja í Banda- ríkjunum. Forráðamenn IA hyggjast þiggja þetta heimboð Banda- ríkjamannana enda ekki á hverj- um degi sem svona tækifæri gefst. Ekki er þó alveg ljóst hvort af ferðinni verður þar sem að hryðjuverkaárásirnar á Bandarík- in í síðustu viku breyttu leikja- dagskrá gestgjafanna eitthvað. Að sögn Gunnars Sigurðssonar formanns meistaraflokksráðs ÍA ætti málið að skýrast á allra næstu dögum. HH Borgfirsk nætur- drottning Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona frá Hvanneyri syngur hlutverk næturdrottning- arinnar í Töfraflautu Mozarts sem ffumsýnd verður í íslensku óperunni næstkomandi laugar- dag. Töfraflautan er með allra vinsælustu óperum tónlistarsög- unnar en Mozart samdi hana árið 1791, á sínu síðasta æviári. Verkið er sígilt ævintýri sem höfðar bæði til barna og fullorð- inna. Þetta er í þriðja sinn sem Töfraflautan er sett upp í ís- lensku óperunni en fyrri upp- færslurnar voru 1982 og 1991. Með önnur helstu hlutverk fara Guðjón Oskarsson, Finnur Bjarnason, Hanna Dóra Sturlu- dóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. GE i

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.