Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 jntJSUIK/i.. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9- ■16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesí 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Már, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkolestur: Sigrún Kristjánsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftan/erð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Hatur Gísli Einarsson, ritstjóri. Ohætt er að fullyrða að um engan viðburð hafi verið jafn mikið íjallað á jafn stuttum tíma og hryðjuverkin í Bandaríkj- unum í síðustu viku, hvort sem er í ræðu eða riti eða máli og myndum. Það er enda ekki undarlegt því atburðirnir voru þess eðlis og þótt sjálfsagt hafi flest verið sagt nú þegar sem hægt er að segja um þessi voðaverk þá virðist samt einhvernveginn eins og ekki sé annað við hæfi en að halda umræðunni áfram. Sjálfur missti ég af fyrstu fréttum af árásinni á World Trade Center þar sem ég var staddur á fjöllum í fjárleit fjarri öllum fjarskiptum og því náðu ekki einu sinni þessir hroðalegu at- burðir að spilla friði óbyggðanna. Síðan ég kom til byggða er ég að sjálfsögðu búinn að sjá fjölda ljósmynda og sjónvarps- mynda og lesa um þessa atburði í smáatriðum. Líkt og aðrir fylltist ég að sjálfsögðu óhug yfir umræddum voðaverkum. Líkt og aðrir hef ég fylgst grannt með fréttum af hugsanleguin hefndaraðgerðum því líkt með aðra kraumar í mér réttlát reiði og krafan um að hinir seku hljóti makleg mála- gjöld. Eg ætla hinsvegar ekki að hætta mér út í rökræður um rétt- mæti hefndarinnar en ég leyfi mér þó að fullyrða að hefndin á í mesta lagi rétt á sér ef hún hittir þann sem ábyrgur er fyrir viðkomandi verknaði. Eins og staðan er í dag gæti allt eins far- ið að hún hitti flesta aðra og þá er víst að skamma stund verði hönd höggi fegin. Ef farin verður sú leið að skjóta þá sem næst- ir standa eða brvtja þá niður sem liggja vel við högginu undir yfirskyni hefndarinnar er enginn orðinn öðrum betri í þessum ljóta leik. Lýðurinn hrópar á hefhd og rætt er um að gera árásir á heilu þjóðríkinFólk af arabískum uppruna í Bandaríkjunum þarf að vera í felum af ótta við hefndaraðgerðir óbreyttra borgara og samkvæmt fréttum er líka farið að örla á slíku einelti hér á landi. Að sjálfsögðu harma ég fordæmi ég voðaverkin í New York á þriðjudaginn í síðustu viku og þá óhugnanlegu grimmd sem býr þar að baki og að sjálfsögðu hryðjuverk hverskonar, hvar sem er í heimnum. Það er heldur ekki verið að gera lítið úr þessum atburðum né sorg og sársauka þeirra sem eiga um sárt að binda þótt fullyrt sé að þeir réttlæta ekki frekari blóðsúthell- ingar. Sjálfur efast ég að minnsta kosti urn að það minnki sorg þeirra sem eiga um sárt að binda eða fegri minningu þeirra sem létust ef bætt er við nokkrum þúsundu saklausra fórnarlamba í öðrum heimshluta. Vöruskiptajöfhuður mannslífa er dæmi sem á ekki að reikna út. Núna skilur að stórmenni og smámenni. Smámenni hafa víða mikið vald og hika síst við að beita því. Stórmenni eru þeir sem hafa valdið en geta setið á sér að nota það. Gísli Einarsson Bundið slitlag Lagning bundins slitlags á Vatnaheiðarveg er hafm en ekki náðist að klára verkið fyrir 15. sept- ember eins og síðustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Að sögn Guð- mundar Péturssonar, eftirlitsmanns á Vatnaheiðina Vegagerðarinnar með verkinu, ætti lagningunni að verða lokið innan skamms en veður muni þó ráða miklu um hversu fljótt það verður, en ekki er hægt að leggja í rign- ingu. smb Olíuleki í Hakki SH-510 Olíuleka varð vart undir lestar- gólfi togarans Klakks SH-510 frá Grundarfirði fyrir skemmstu er verið var að undirbúa skipið fyrir slipp. Unnið er að viðgerðum á Sauðárkróki og að sögn Gísla Svan Einarssonar, útgerðarstjóra Fisk- iðjunnar sem gerir Klakk út, þá gætu viðgerðir tekið einn til tvo mánuði því mikil vinna fer í að fjar- lægja allt stálið úr lestargólfinu. Gísli segir að verið sé að skoða möguleika á að lengja Klakk og jafnvel að breyta honum í frystitog- ara en ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum ennþá. smh Saksóknari áfrýjar Saksóknari hefur áfrýjað í máli Steingríms Guðjónssonar hóp- ferðabílstjóra á Akranesi vegna rútuslyssins við Hólsselskíl á Hóls- fjöllum í júlí á síðasta ári. Stein- grímur var sakaður um að hafa ekið hópferðabifreið með 30 farþega innanborðs of hratt miðað við að- stæður og án nægjanlegrar aðgæslu inn á einbreiða brú yfir ána Hólsselskíl með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af brúnni og valt ofan í ána. Einn farþegi lést af völd- um áverka sein hann hlaut í slysinu og tíu aðrir urðu fyrir líkamstjóni. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Steingrím af öllum ákæruatriðum um miðjan júlí s.l. en nú hefur sak- sóknari áfrýjað til hæstaréttar sem fyrr segir. Steingrímur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Skessuhorn hafði samband við hann s.l. þriðjudag. GE Nýr ferða- málafulltúi Vesturlands Ásthildur Sturludóttir er nýr ferðamálafulltrúi Vesturlands. Hún leysir Ingu Huld Sigurðar- dóttur af hólmi sem fer í fram- hlalsdnám í markaðsfræðum hl Skotlands, en hún hefur gegnt starfinu í rúmt ár. Ásthildur er stjórnmálafræð- ingur að mennt og er ráðin til eins árs en hún hefur stýrt Heilsueflingu Stykkishólms frá áramótum en starfaði þar á und- an hjá Atvinnuráðgjöf Vestur- lands. Að sögn Ásthildar verður hún áfram búsett í Stykkishólmi en mun verða mikið á ferðinni um Vesturland ekki síst Borgar- nes, en Inga Huld hefur haft sitt aðsetur þar. „Eg tek við góðu búi og hlakka til að fylgja eftir því góða starfi sem Inga Huld hefur byggt upp og mun reyna að sinna því eins vel og ég get,“ seg- ir Ásthildur. Samiðvið B.J. Verktaka hf. í Stykkishólmi Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við B. J. Verktaka hf. vegna hellulagna við Skólastíg í Stykkishólmi. Skessuhorn greindi frá því fyrir stuttu að Hellur og lagnir sf. hafi átt lægsta tilboðið í þessa framkvæmd en gengið er til samninga við B. J. Verktaka hf. samkvæmt endurreiknuðum til- boðum. smh Ofgnótt af tómstundaefrii fyrir nemendur? Foreldrar og forráðamenn barna sem voru í áttunda bekk á síðasta skóla ári rituðu bæjarráði bréf á dögunum þar sem gerðar voru at- hugasemdir við opnunartíma í Arn- ardal og framboð á tómstundaefni fyrir nemendur 8. bekkjar grunn- skólanna. Sólveig Reynisdóttir, félagsmála- stjóri bæjarins, segir foreldrana hafa spurst fyrir um hvort ráðlegt gæti verið að minnka framboð á tómstundaefni fyrir áttundu bekk- inga. „Það er mjög stórt stökk að koma úr 7. bekk þar sem framboð- ið er nánast ekkert og í 8. bekk þar sem krökkunum stendur til boða að vera í Arnardal. Það hefur verið umræða um hvort þetta sé einfald- lega of mikið fyrir þennan árgang.“ I bréfinu var beðið um að skoðað yrði hvort hægt væri að loka Arnar- dal fyrr svo unglingarnir gætu verið komnir heim klukkan tíu, en í Arn- ardal er lokað klukkan tíu þau kvöld sem opið er. Einnig mæla foreldrar með því að vilji foreldra núverandi áttundu bekkinga verði kannaður varðandi þetta. Málið var tekið fyrir í æskulýðs- og félagsmálaráði í vikunni sem leið og á fundinn komu starfsmenn Arnardals. Niðurstaðan var sú að leggja ekki til breytingar á opnun- artíma félagsmiðstöðvarinnar en jafnframt samþykkt að starfsmenn Arnardals færu inn á námskynning- ar 8. bekkjar til að kynna starfsem- ina í vetur. „Þar geta þeir kynnt starfið og átt viðræður við foreldra. Reynsla okkar hefur verið sú að mjög margir af þessum krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fé- lagslífinu byrja af krafti á haustin og vilja helst alltaf vera í Arnardal. Eft- ir því sem líður á skólaárið grisjast hins vegar úr hópnum og krakkarn- ir velja sér kvöld og eítirmiðdaga til að koma. Fæst koma alla daga. Þeir krakkar sem iðka íþróttir taka þær fram yfir og hinir önnur skyldu- störf, enda er Arnardalur fyrst og fremst hugsaður sem viðbót þegar skyldustörfum sleppir.“ SÓK Þessir imgu en efni- legu Formúlu aku- menn voru á akstri eftir Borgarbraut- inni í Borgamesi í vikunni á þessum glæsilega kappakst- ursbíl. Þeir voru að vomtm stoltir yfir ökutækinu sem er með bremsum og allt en sögðu „no comfnent “ þegar blaðamaður innti þá eftirþví hvort stelp- urnar væru ekki á- fiáðar í að komast með þeim á rímtinn. Til vintri: Elvar Már Olason, Til hægri: Óli Valur Pétlirsson. Sitjandi: Bjarki Þór Gmm- arsson. Mynd. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.