Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 11
FLmMTUDÁGUR 20. SEPTÉMÉ'ER 2001 11 Það er spuming??? Hver er uppdhalds- maturinn þinn? (spurt í Borgarnesi) Jón Páll Sigurðsson: - Hangik/öt og tilheyrandi sem e'g horSa stundum. Hallbjörg Erla Fjeldsted: - Pizza með nautahakki og skmku. Margrét Pétursdóttir: - Pizza með pepperove og skinkn. Sigurjón Sindri Skjaldarson: - Hamborgari. Amar Amfinnsson: - Pizza með pepperone. Kristinn Már Waage: - Kjúklingaborgari. Róbert Crosby: - Saltað hrossakjöt er mitt uppáhald. Maður borðar ekkivini sína þannig að ég borða bara annarra manna hross. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR w Skagamenn í essinu sínu Arbæjarpiltarnir yfirspilaðir ÍA - Fylkir 3-0 Það var sannkallaður meistara- bragur á leik Skagamanna þegar þeir tóku á móti Fylki, í annarri til- raun, síðastliðinn mánudag. Sem kunnugt er var leikur liðanna flaut- aður af síðastliðinn sunnudag eftir aðeins tuttugu mínútna leik vegna veðurs. Þá voru Skagamenn komnir marki yfir en það var ekki látið gilda og liðin byrjuðu aftur á núlli á mánudag. Skagamenn héldu hinsvegar áfram þaðan sem frá var horfið og sóttu allan leikinn. Það eina sem Fylkismenn gátu gert var að reyna að verjast með mismiklum árangri. Lokatölur leiks- ins urðu 3 mörk Skagamanna gegn engu en miðað við gang leiksins og misnotuð færi hefðu Skagamörkin hæglega getað orðið fjögur eða fimm til viðbótar. Getu- leysi Árbæjarpiltanna var algjört á meðan Skagamenn léku einn sinn besta leik í sumar. Sjálfstraustið og baráttuviljinn geislaði af Skaga- mönnum og þeir sýndu á köflum snilldartilþrif. Með þessum sigri eru þeir þegar búnir að tryggja sér Evr- ópusæti á næsta ári og þurfa að- eins eitt stig í Eyjum á sunnudag til að hampa íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í sex ár. Það stig verð- ur hinsvegar ekki auðsótt en ef ÍA nær sömu stemmningu og sama kraftinum og í leiknum á mánudag þá er Ijóst að íslandsmeistarabik- arinn endar á Skaganum í ár. Kári endurtók leikinn Það var vel við hæfi að Kári Steinn Reynisson skoraði fyrsta mark leiksins en hann skoraði einmitt eina markið í leiknum á sunnudag skömmu áður en hann var flautað- ur af. Það var markahrókurinn Hjörtur Hjartarson sem átti veg og vanda af undirbúningnum þegar hann stakk sér inn fyrir vörn Fylkis og lék landsliðsmanninn Sverri Sverrisson grátt. Hann renndi síð- an boltanum fyrir markið þar sem Kári Steinn kom aðvífandi og af- greiddi hann af öryggi. Þetta var á 32. mínútu en þá höfðu Skaga- menn átt fjölmargar sóknarlotur. Meðal annars átti Kári þrumuskot að marki snemma í leiknum sem Kjartan Sturluson í marki Fylkis náði að verja og skömmu síðar átti Hjörtur skot í þverslá. Varla er hægt að segja að Fylkismenn hafi komist í sókn í fyrri hálfleik og átti Ólafur Þór markvörður ÍA venju fremur náðuga daga. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleikn- um sem var þinglýst eign Skaga- manna. Á 54. mínútu skoraði Hjört- ur annað mark leiksins þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir mark- manninn eftir sendingu frá Kára Steini. Síðasta markið kom síðan þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Baldur Aðalsteinsson og Unnar Valgeirsson reyndu báð- ir skot á markið en Hjörtur kom síð- an og kláraði dæmið með sínu fimmtánda marki í sumar. Hjörtur hefur því sex marka forskot á nnæsta mann í baráttunni um markakóngstitilinn þegar aðeins ein umferð er eftir. Það var fyrst og fremst liðsheildin sem skóp sigurinn á mánudag en það er einmitt sá andi sem býr í lið- inu, fremur en stakar stjörnur, sem fleytt hefur því á topp deildarinnar. Hjörtur var þó að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins í gær. Allir aðrir komust þó vel frá sínu og skulu þeir Pálmi Haraldsson, Kári Steinn og Ellert Björnsson nefndir sérstaklega. Þá kom Sigurður Sig- ursteinsson sterkur inn þegar hann þurfti að leysaAndra Karvelsson af hólmi í stöðu hægri bakvarðar en Andri fór meiddur útaf eftir aðeins fimm mínútna leik. Vissulega von- brigði fyrir Andra sem hefur komið sterkur inn í seinni hluta mótsins eftir langvarandi meiðsli. Ætlum ekki að hanga á jafntefli Ég tel okkur vera betra lið en Vest- mannaeyinga og við skulum bara treysta því að betra liðið vinni í þetta sinn,“ segir markahrókurinn knái Hjörtur Hjartarson aðspurður um hvort ekki eigi eftir að verða erfitt að sækja þetta eina stig sem upp á vantar til Eyja. „Þó þetta sé sérstakur leikur að því leyti að hann er hreinn úrslitaleikur þá för- um við í hann eins og hvern annan í þeim tilgangi einum að sigra. Það á ekki að slaka neitt á kröfunum þótt okkur vanti bara eitt stig en við ætlum alls ekki að hanga á jafntefli þótt við eigum það svona til vara.“ í vor bjuggust vafalaust ekki marg- ir við því að þessi tvö lið, ÍA og ÍBV ættu eftir að standa uppi tvö ein í baráttunni um íslandsmeistaratitil- inn. Hjörtur telur skýringuna fyrst og fremst liggja í því að þessi lið hafa ekki verið að treysta á ein- hverjar stórstjörnur. „Það er vinnu- semi þessara liða sem hefur skilað þeim þangað sem þau eru. Síðan má spyrja að því hvort það sé tilvilj- un að meginþorrinn í þeim báðum er heimamenn sem margir eru að stíga sín fyrstu skref í meistara- flokki." Hjörtur segir að árangur Skagaliðsins í sumar megi líka að miklu leyti þakka því að í sumar fengu margir ungir strákar að spreyta sig og hafi þeir skilað miklu meiru en nokkurntímann var búist við. „Þá hjálpaði okkur það líka mikið framan af móti að við vorum vanmetnir," segir hann. Hjörtur þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður um hvernig leikurinn á sunnudag- inn fari.“Tvö núll fyrir okkur, það er öruggt.“Aðspurður um hver eða hverjir komi til með að skora þessi mörk segir Hjörtur af sinni alkunnu hógværð: „Það skiptir ekki máli. Það sem máli skiptir er að við för- um frá Eyjum með bikarinn með okkur. Annað kemur ekki til greina.“ GE Staðan í Sfmadeildinni Félag LU J T Mörk Stig 1 ÍA 17 11 2 4 27:14 35 2 ÍBV 17 11 2 4 21:13 35 3FH 17 8 5 4 21:16 29 4 Grindav. 17 9 0 8 27:27 27 5 Fylkir 17 7 4 6 26:21 25 6 Keflavík 17 6 5 6 24:25 23 7 Valur 17 5 4 8 18:24 19 8KR 17 5 4 8 14:20 19 9 Fram 17 5 2 10 23:25 17 10 Breiðab. 17 3 2 12 15:31 11 Molar - Molar Skagamenrt unnu sinn fyrsta sigur á Fylki í deildarleik síðan 1996. Síðan þá höfðu liðin mæst þrisvar sinnum og Fylkir sigrað í öll skiptin. Sama ár, 1996, mættust liðin í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Leik- ið var á Akranesi og höfðu Skaga- menn mikla yfirburði og sigruðu 9-2. Skagamenn mæta ÍBV í hreinum úrslitaleik um sigur í Símadeildinni. Skagamönnum nægir jafntefli þar sem að markatala þeirra er mun hagstæðari. 1996 endaði mótið á hreinum úrslitaleik þá gegn KR. Skagamenn eru núna í sömu stöðu og KR var þá en KR-ingar komu uppá Skaga vitandi það að jafntefii eða sigur tryggði þeim fyrsta sætið. Nú er bara að vona að Skagamenn nái hagstæðari úrslitum en KR-ing- ar náðu ‘96, en eins og flestum er kunnugt sigruðu Skagamenn leik- inn örugglega 4-1. Það er óhætt að segja að leikmenn ÍA skipti ekki mörkunum á útivelli bróðuriega á milli sín. Frá því að Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark ÍA á útivelli á tímabilinu gegn KR í annarri umferðinni 21. maí, hafa Skagamenn skorað átta mörk á útivelli og hefur Hjörtur Hjartarson skorað þau öll. Þegar Skagamenn mæta ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn verða þvi liðnir rétt rúmir þrír mánuðir síðan annar en Hjörtur skoraði fyrir ÍA á útivelli. Kári Steinn Reynisson fékk sitt þriðja gula spjald í leiknum gegn Fylki á mánudaginn. Kári bætist því í hóp þeirra Gunnlaugs, Grétars, Hjartar og Baldurs sem allir eru einu gulu spjaldi frá leikbanni. Ef einhver þessara leikmanna fékk gult spjald í leiknum í gær mun sá hinn sami koma til með að missa af bikarúr- slitaleiknum eða fyrsta leiknum á næsta tímabili eftir því hvort Skaga- menn hafi sigrað þikarleikinn í gær. Kolbrún Ýr á heimslista Á mánudaginn í síðustu viku var birtur nýr heimslisti á hinni virtu heimasíðu swimnews.com og er Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sund- konan knáa úr ÍA, með tvö sund á þeim lista í 25 metra laug. Að því er fram kemur á ÍA vefnum eru reglulega uppfærð öll heims- og Ólympíumet og svokallaðir heims- listar á síðunni. Einnig er þar að finna úrslit af öllum stórmótum sem haldin eru í heiminum. Listarnir hafa að geyma bestu tíma ársins í öllum greinum, 100 bestu tímana í 25 m laug og 150 bestu tímana í 50 m laug. Kolbrún Ýr er í 74. sæti f 50 m baksundi með tímann 29,45 en það sund synti hún á Innanhússmeistara- móti íslands í Vestmannaeyjum í mars á þess ári. Hún er einnig í 92. sæti í 50 m flugsundi með tím- ann 28,35 frá sama móti. SÓK Birgir Leifur úr leik Birgir Leifur Hafþórsson úr Golf- klúbbnum Leyni er úr leik á Telía mótinu sem fram fer í Svíþjóð að því er kemurfram á mbl.is. Á laug- ardag lék Birgir annan hringinn á tveimur höggum yfir pari vallarins og var því samanlagt á einu höggi yfir pari eftir 36 holur. Til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu hefði hann þurft að vera fjórum höggum undir pari. Veður hefur verið slæmt í Svíþjóð undanfarið og hefur dagskrá Telía mótsins riðlast mikið vegna þess. Meðal annars þurfti að hætta leik á fimmtudag og föstudag. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.