Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.09.2001, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 oniiaaunu.^ Rakarí, myndasmiður, kontrabassaleikari og stúdent Stúdent Haukur Gíslason hárskeri í Borg- arnesi, sem flestir þekkja undir nafn- inu Haukur rakari, minnist þeirra merku tímamóta á laugardaginn kemur að íjörutíu ár eru liðin síðan hann opnaði rakarastofu sína í Borg- amesi. Fyrstu þrjátíu og fimm árin var stofan við Egilsgötu 2 en síðan flutti hann sig um set í Vömhús Vesturlands þar sem hann var þar til Hyrnutorgið opnaði í nóvember síðastliðnum en þar er stofan nú. Haukur opnaði rakarastofuna fljótlega eftir að hann flutti í Borgar- nes frá Reykjavík en hann kom þó ekki þangað til að klippa hár heldur til að kenna söng. „Eg var búinn að vera í þessu fagi í sjö ár. Eg byrjaði að læra heima í Vestmannaeyjum og kláraði sveinsprófið í Reykjavík en síðan var ég eiginlega búinn að fá leið á þessu. Eg ætlaði því að söðla um og réði mig sem söngkennara í Borgarnesi. Eg tók náttúrulega skærin með og ætlaði að hafa það sem hobbí með. Það vatt síðan upp á sig og það voru dæmi um að það væri bankað upp á í skólanum til að athuga hvort ég gæti ekki komið og klippt. Þá voru það bændur í kaup- staðaferð sem vom náttúmlega ekki alveg tilbúnir til að koma sér ferð niður í Borgarnes í klippingu. Eg fann mig hins vegar ekki í kennsl- unni og því fór ég alfarið út í rekstur á rakarastofunni.“ Kontrabassinn Haukur hefur hinsvegar aldrei al- veg sagt skilið við tónlistina því hann lék lengi með hljómsveitum í hérað- inu og var reyndar byrjaður í þeim bransa áður en hann kom í Borgar- nes og kontrabassinn heíúr fylgt honum æ síðan. „Eg var að spila á sveitaböllunum til 1976 en hætti því þá alveg og síðan hef ég bara spilað með félögum mínum í Lions- klúbbnum í Lionsbandinu. Eg var hinsvegar eiginlega uppgötvaður upp á nýtt fyrir skömmu og fenginn til að leika undir hjá Freyjukómum á tónleikum. Eg hafði mjög gaman af því enda gaman að leika undir hjá heilum kvennakór. Mér finnst bass- inn líka hljóma það vel með kvenna- röddunum.“ Það er hinsvegar ekki bara tón- listin sem hefur verið aukabúgrein hjá Hauki því á rakarastofu sinni hefur hann alla tíð boðið upp á passamyndatökur. „Þetta hefur ver- ið svona annað áhugamál hjá mér og ég hef alltaf haft þetta með til gam- ans þótt ég hafi í raun aldrei lært þetta. Þetta er hinsvegar ekki orðið mikið í seinni tíð,“ segir Haukur. Fyrir fimmtán ámm eða svo tók Haukur sig síðan til og settist á skólabekk á ný. „Eg var ekki alveg búinn að glata draumnum urn að hætta í þessu og fór í kvöldskóla. Eg ætlaði upphaflega bara í ensku og eitt eða tvö fög í viðbót en það end- aði síðan með því að ég tók allt sem í boði var og þegar ég var búinn með það sem boðið var upp á hér þá hélt ég áfram út i á Akranesi. Eg gat hinsvegar ekki klárað stúdentsprófið í kvöldskóla og því fór ég í fjölbraut og lét þar eldgamlan draum rætast og útskrifaðist sem stúdent 1987.“ Haukur segir að ekki hafi mátt miklu muna að hann héldi áfram enn lengra og færi í háskólann. ,ýVfig langaði til þess og hefði þá kannski farið í viðskiptafræði eða lögfræði en á þessum tíma var atvinnuástandið slæmt og mér skildist að háskóla- menn væra að mæla göturnar í hundraðatali, atvinnulausir og því lét ég staðar numið í bili,“ segir Haukur en útilokar ekki að sá dagur komi að hann breyd til einu sinni enn. Þrjátíu ár enn Aðspurður um hvort hann ætli ekki að hafa hendur í hári Borgfirð- inga að minnsta kosti fjörtíu ár í við- bót segir Haukur eftir alllanga um- hugsun, „Ætli það verði nema þrjá- tíu.“ I tilefni dagsins ætlar Haulcur að bjóða upp á kaffiveitingar í rakara- stofunni sinni í Hyrnutorgi á laugar- daginn frá klukkan tt'u til tvö og yfir- gnæfandi líkur era á að þar fái kontrabassinn jafnvel að hljóma. GE ^Písnahornið_________________________________Yfrr fólva fold og höf .. _________________: i___i u ' i_ ' _ 2S __ 1 • ' . _ X_: ux Þar sem göngur og réttir hafa staðið sem manna við smalamennskur þó þar sé að vísu átt minnsta kosti eina vísu að morgni og er hér ein hæst nú að undanförnu er ekki úr vegi að helga við hrossasmölun: þeirra: þennan þátt umfjöllun um þann hluta tilver- unnar og byrja á að gægjast í gangnavísur O- Rofnar friður fjallanna, Hefi ég í Hlíðarrétt línu Jónasdóttur: færist lið t aukana. haft á fénu gætur Það er riðið rösklega og marga bögu saman sett Hlíðin mín er hljóð ogfdl, rétt á hlið við hópana sextán dimmar nætur. hættur fitglasöngur. Nóttin orðin næsta svöl, Orðum skýrum ausandi Stundum geta orðið deilur í réttum um það fé nú eru komnar göngur. og með dýra kveðandi, sem ekki gengur út eða er svo óglöggt markað rofamýri á rokspretti að vafi leikur á hver er réttur eigandi en út af Því er ráð að hyggja að hnakk, ríðafírar bölvandi. slíkri deilu kvað Jóhannes á Ytra Lóni: hófum, gjörð og reiða, leggja á minn brtína blakk, Hver sá sem staðið hefur á gilbarmi og öskr- Ei ég gimist þetta þing. beinaferð til heiða. að þaðan á kind í gilbotninum sem neitar alfar- Það er dauflegt andans strit ið að hreyfa sig fyrr en maðurinn hefur lagt líf að eiga tal við ómerking Hnjúkar falda hvítu um sinn, sitt og limi í hættu með því að klöngrast niður í sem ekki hefiir kindar vit. hélan tjaldar völlinn. gilið til hennar og horfir þá á sauðkindina rölta Vegi kalda vinur minn í rólegheitum upp úr gilinu vitlausu megin hef- Lengi hefur það þótt við hæfi að menn hafi við skulum halda á fjöllin. ur fúllan skilning á því af hverju lambakjötið með sér pela í réttir og það jafúvel menn sem þarf að vera svona dýrt. Þannig virðist oft sam- brögðuðu lítið vín í annan tíma. Það mun hafa Dalsins lokkar djúpa ró, starfsvilji sauðskepnunnar takmarkaður enda verið á bannáranum sem Dala Jóa áskotnaðist draumar okkar rætast. fer gjarnan svo að hestum er riðið ógætilegar í spíraflaska fyrir réttirnar og þakkaði gefandan- Hlymur brokk um hæð og mó, smalamennskum en í annan tt'rna ef á annað um á þennan hátt: hér skulu flokkar mætast. borð er hægt að koma hesti við. Eyjólfur í Sól- heimum sagði svo frá: Enn mun Bakkus auka dug. Frjálsri gleði fagnað skal, Yfir hlakka má því. jjölbreytt skeður gaman. Helvíti var holtið bratt, Eg bragðið þakka af heilum hug, Hlýnar geð í hamrasal, ég hélt hann myndi dala. ég held ég smakki á því. hlegið og kveðið saman. Blesa er stundum illa att ef égþatf að smala. Ekki veit ég hvort það var í sama skiptið sem Fell og hvilftir falda hrátt Jói fékk lánaða hnakktösku í réttirnar og varð fannadriftum löngum. Þurfi að beita hesti í smölun svo um muni er fyrir því að flaska brotnaði í töskunni en taskan Raninn lyfiir höfði hátt, það ómetanlegt að hesturinn sé fótviss og órag- var hinsvegar vönduð og nær vatnsheld svo hér á að skipta göngum. ur enda segir Jón Eyjólfsson í Molduvísum: þrautaráðið var að drekka beint úr henni en Ljóð í btmdin lífræn þrá Liprar voru lappimar, þegar töskunni var skilað fylgdi henni miði með þessari vísu: lengist stundum vaka. lá ei við húnfélli, Gangnafundum frjálsum á klungur um og klappimar Hún hefur verið holl og trú, fjöllin undir taka. komst sem slétta velli. hlýjan geymt mér sopa, Eins skal gætt inn auðnarsvið Ekki era öll vandamál leyst þó safnið sé kom- alveg eins og kostakú, kjörin til að dropa. efiir þætti skeða. ið til réttar því í mörgum tilfellum þarf eða Fjallavættir vilja frið, þurfti að vaka yfir safninu og gat það verið æði Að endingu kemur svo þessi haustlega vísa við skulum hætta að kveða. kaldsamt starf í votviðri við litla aðstöðu. Hall- Indriða á Fjalli: Eftir Svafar Jóhannsson frá Litladal er þessi ur Björnsson orti er hann og fleiri gættu safús- ins við Kaldárbakkarétt í vatnsveðri miklu: Yfir fölva fold og höf snjalla gangnavísa: feigðarbyljir hvína. Alrennandi inn í skinn, Haust og vetur, helja og gröf Glyrnur stál við grjót á fiöllum undir híma börðum. heimta inn skatta sína. grópa hófar jörðina. Teygir votan tittlinginn Með þ ókkfyrir lesturinn. Svellur móður sveitaköllmn Torfi í Ystu Görðum. er saman reka hjörðina. Daghjartur Dagbjartsson Baldvin Stefánsson hét maður sem vakti yfir Refsstóðum 320 Reykholt Og í rímum af Sigurði frá Brún segir Hösk- safninu við Hlíðarrétt í Mývatnssveit í fjölda ára S 435 1367 uldur Einarsson frá Vatnshorni svo frá reiðlagi og hafði þann sið að afhenda réttarstjóra að Reygarðshornið Þroska- saga karla Höf: Hákon Aðalsteinsson 1. Bamaskólaárin eni mörgum fersk í minni því miklar verða breytingamar á líkamsstarfseminni. Mörgum fer þá bráðlega að leiðast lestrarstritið þá Leðist gjaman inn í kroppinn fyrsta hvolpavitið. 2. Svo í kringum fermingu þá fá memi bassaróminn ogfinnast þeir vera tilbúnir til að kanna leyndardóminn. En þetta er oftast khíður og klaufalegir fundir því kynlífið á lika sínar raunalegu stundir. 3. Fram að tvítugsaldri er talsvert um að vera taumleysið er algert og mikið oft að gera. Því núna er það fjöldhm sem mestu máli skiptir og mörgu Grettistaki um nætumar þú lyftir. 4. Frá tvítugu tilþrítugs blómstrar lífsins leikur Imgunin er stóðiig og andi holdsins veikur. Þtí lætur eitis og knapi á Ijónfjörugum hesti þig langar til að gera það á khikkutíma fresti. 5. Frá þrítugu tilfertugs eru gjaman góðar stundir geysilegur vilji og margir ástarfundir. Af talsvert meiri nákvæmni þií tilfinningar metur þii treinir þetta lengttr, þii gerir þetta betur. 6. Síðan næsta tímabil fram að fimmtugsaldri finnst þér alveg jálfsagt að beita nýjum galdri kroppurinn erfidlur af fiðringi og vonum þiiferð að vilja sofa hjá mikhi yngri konum. 7. Þessi löngun fylgir þér fram á sextugsaldur þérfinnst þú vera töffari og svakalega kaldur. XJm sextugt fer að hrella þig víðsjáll vöðvaslaki þú verður oftar þreyttur og tollir illa á baki. 8. Um sjötugsaldur fimnst þér afturfjörið vera að lægja þúferð núyfirleitt að láta gömlu brýnin nægja . Það miðar hægt ef vindurinn stendur beint á stefnið þtí stundar þetta bara til að halda þér við efiiið. 9. Um áttrætt virðist sjálfsagt að hafa htig á konum í hjartanu erylur og löngunin að vonum þér finnst það skipta máli hjá meyjunum að vera en manstþó stundum ekki hvað þii ætlaðir að gera. 10. Eftir þennan tíma er löngun best að leyna og láta ekki glepjastþó konan vilji reyna. í átökunum getur sálin gengið öll úr lagi þú gætir orðið bráðkvaddur úr ellireiðarslagi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.