Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 08.11.2001, Blaðsíða 9
gfiSSSUHOBKI FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 9 Umferð truflar viðkvæmar athafiiir Sóknarnefnd Akraneskirkju hef- ur farið þess á leit við bæjaryfirvöld að þau leysi þann vanda sem skap- ast heíur vegna ónæðis af umferð- inni um Skólabraut á meðan at- halhir fara ffam í kirkjunni. Sókn- arnefhd sendi bæjarráði bréf vegna þessa og benti meðal annars á þá lausn að loka fyrir alla umferð um Skólabraut, frá Landsbanka að Vesturgötu á meðan viðkvæmusm athafninar færu ffam, eða í um 50 mínútur. Þarna er að sjálfsögðu verið að tala um jarðarfarir. Indriði Valdimarsson, formaður sóknar- nefndar, segir þetta ástand algjör- lega óviðunandi. „All oft kemur fyrir að á viðkvæmustu augnablik- um athafharinnar glymur í eyrum fólks tónlist frá hljómflutnings- tækjum bifreiða sem aka ffamhjá kirkjunni og það er ekki verið að spara hávaðann í þeim tilfellum. Sömuleiðis berst mikill gnýr ffá biffeiðunum sjálfum. Fólk sem er í svona athöfn að kveðja náinn ætt- ingja eða vin á auðvitað að geta fengið að njóta stundarinnar, en ekki að vera truflað af utanað kom- andi hávaða". Indriði sagði einnig að vel mætti vera að einhver önnur lausn væri á málinu en fyrst og fremst vildi hann koma af stað um- ræðu á réttum stöðum. Jón Pálmi Pálsson sagði að þrátt fyrir að bæj- arráð hefði fullan skilning á vanda- málin þá væri ekki hægt að verða við þeim óskum sóknamefhdar að loka fyrir umferð á Skólabrautinni. Málinu hefur verið vísað til skipu- lagsnefhdar sem mun fjalla um málið við endurskoðun deiliskipu- lags Akratorgsreits. HJH Frá vinstri Höskuldur Jónsson, forstjóri ATVR, María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri útibúsins og Ami Halldórsson eiginmaður hennar. Afengissala í Grundarfirði Vígsla nýrrar vínbúðar ÁTVR í Gmndarfirði fór ffam á þriðjudag. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, afhenti þar Maríu Gtmn- arsdótmr, verslunarstjóra, form- lega lyklavöldin að versltminni og síðan var gestum boðið upp á veit- ingar. I gær var síðan verslunin opnuð fyrir almenningi og þurfa Grandfirðingar þar með ekki leng- ur að leita út fyrir sitt sveitarfélag til að sækja sér brjóstbirtu. smh Akstursþjónusta fyrir fatlaða á Akranesi Akraneskaupstaður og Dvalar- heimilið Höfði hófu í sameiningu að reka ferðaþjónustu fyrir fatlaða og aldraða á Akranesi þann 1. nóv. s.l., en áður hafði Höfði rekið akst- ursþjónustu vegna þeirra öldraðu sem sótt hafa dagvistun á heimilinu um árabil. Bifreið hefur verið keypt - Mercedes Benz Sprinter - af nýj- ustu og fullkomnustu gerð. Hún er útbúin fyrir tvo hjólastóla auk 7 sæta. Á gólfi er sérútbúinn dúkur og getur þjónustubílstjóri staðið uppréttur við aðstoð inni í bílnum, en innihæð er 1.85 m. Bifreiðin er klædd að innan, er með mörg handföng, festingar og öryggis- beltd. Rennihurðir eru á báðum hliðum og við afturhurð eru fellibrautir (rampar). Ymiss annar öryggisbún- aður fylgir bílnum, slökkvitæki o.fl. Akstursþjónustan annast akstur sbr. reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlaða og reglur Höfða um ferða- þjónustu, alla virka daga vikunnar frá kl. 07:30 - 17.30. Ráðinn hefur verið til starfa þjónustubílstjóri, Maggi Guðjón Ingólfsson. r \ Norræni skjaladagurinn Pakkamyndir og Pokémon í tilefni af Norræna skjaladeginum laugardaginn 10. nóvember verður opnuð í anddyri Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi sýning á gömlum og nýjum pakkamyndum og myndaseríum úr Héraðsskjalasafni Akraness. Krakkarnir í 3. GÁ úr Brekkubæjarskóla sýna Pokémonmyndir. Opið verður milli 13 - 16. Heitt verður á könnunni og gefst sýningargestum kostur á að kynna sér starfsemi skjalasafnsins. Sýningin stendur til 14. desember og verður opin á virkum dögum á opnunartíma Bókasafnsins frákl. 13-20. % * J Fll M Wr Skúlagötu 59 - Sími 540 5400 ílaverkstæði Hjalta ehf. Dalbraut 2, Akranesi - Sími 4311376 Umboðs- og þjónustuaðili á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.