Skessuhorn - 31.01.2002, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2002
SHÉSSiíigQEKl
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Úlgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098
Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310
Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228
Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
sigrun@skessuhorn.is
smh@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
augl@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum.
Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplúss tímanfega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausosölu.
Askriftarverð er 850 krúnur með vsk. ó múnuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð
í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Affráfarandi
frambjóðendum
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Hér fyrr á öldum þótti það mönnum ekki til framdráttar að hopa
af hólmi en nú er sumsé öldin allt önnur og kjarkleysi talin til
dyggða. Að minnsta kosti hefur þeim að tmdanfömu verið mest
hampað í fjölmiðlum sem brostdð hefur kjark tdl að bjóða sig fram
sem leiðtogaefhi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hver kandidatdnn af
öðrum hefur þar lúffað fyrir meintum andstæðingi í raun og vem.
Heilu umræðufundimir hafa því minnt á AA fundi þar sem
menn stíga á stokk hver á fætur öðmm og viðurkenna brestd sína,
með fullri virðingu fyrir fyrrgreindum samtökum að sjálfsögðu.
Það sem menn þar á bæ hafa hinsvegar ffarn yfir fráfarandi firam-
bjóðendur er að þeir era fullir baráttuvilja og horfast óhræddir í
augu við sína erfiðleika.
Mig furðar svo ekki sé meira sagt þessi skyndilegi áhugi á kjark-
leysi sem hefur blossað upp að undanfömu í tengslum við áður-
nefnt leiðtogakjör.
Það þýðir hinsvegar ekki að velta sér upp úr því ef að landsíður
hefur almennt frekar áhuga á þeim sem ætla ekki að gera hlutina
heldur en hinum þá er ekki annað að gera en að sætta sig við þá
staðreynd. Samt held ég að áhugamönnum vun ffamboðsleysi þyki
varla nóg að vita hverjir em hættir við að bjóða sig ffam í hrepps-
nefnd Reykjavíkurhrepps eða hafa kannski aldrei haft nokkum á-
huga á því. Hvað með þá sem hyggjast ekki taka sætd í hreppsnefhd
innri Akraneshrepps, Helgafellssveitar, Hvítársíðu eða Kolbeins-
staðahrepps. Eg er viss um að að sjónvarpsáhorfendur og útvarps-
hlustendur era gffurlega spenntir að hlusta á þá útlista það í hálf-
tíma spjalli hvað þeim gengur til með að gefa ekki kost á sér sem
leiðtogaefni eða hreppsnefndarmenn.
Hvað sjálfum mér viðvíkur þykir mér gróflega ffam hjá mér
gengið. Eg hef fyrir löngu ákveðið að gefa ekki kost á mér sem
leiðtogaefhi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Samt hefur enginn fjöl-
miðill, ekki einu sinni minn eigin, séð nokkra ástæðu tdl að ræða
við mig um hvað þar býr að baki. Þá furða ég mig einnig á því að
fá enga athygli út á það að ég ætli ekki að gefa kost á mér á lista
neinna hinna flokkanna á sama stað. Ekki eins og það sé það eina
sem ég hef ffam að færa. Eg æda hvorki að gefa kost á mér á lista
sjálfstæðismanna, ffamsóknarmanna, samfylkingarmanna og
kvenna né vinstri grænna og það hvergi nokkurs staðar á landinu.
Eg ætla heldur ekki f ffamboð fyrir sérútbúna lista hvort sem það
era ffjálslyndir, mislyndir, léttlyndir, fúllyndir, lauslátdr eða hvað
annað sem í boði kann að vera. Eg gef ekki einu sinni kost á mér á
lista sköllóttra blaðamanna með hryggskekkju og ffekjuskarð.
Samt virðir mig enginn viðlits.
Hugsanlega kann þetta að tengjast sparnaði og niðurskurði Rík-
isfjölmiðlanna að einhverju leyti og þá eiga ffambjóðendur enga
von um athygli fjölmiðla nema þeir búi í Efstaleití eða á næsta
leyti. Það verður þá svo að vera. A hinn bóginn er allt í lagi að rifja
það upp að í Reykjavíkurhreppi era íbúar eitthundraðogtólfþúsund
tvöhundraðsjötíuogsex samkvæmt nýjustu upplýsingum. Sam-
kvæmt mínum útreikningum búa þá hundraðsjötíuogþrjúþús-
undníuhundraðníutíuogníu hræður annars staðar á landinu. Reyk-
víkingar era því þrátt fyrir allt minnihlutahópur þótt ætla mætti
annað. Minnihlutahópar eiga hinsvegar fullan rétt á umfjöllun og
athygli til jafins við hina.
Gísli Einarsson, ekki íframboði
Þverun Kolgrafaíjj arðar
Oþolandi að hrófla frekar við
Mjósundum
-segir Gunnar Njálsson í Grundarfirði sem villl einnig
kanna möguleika á sjávarfallavirkjun
Eins og fram kom í síðasta tölu-
blaði Skessuhorns hefur skipulags-
stjóri fallist á alla kosti sem til
greina koma varðandi vegagerð í
Kolgrafafirði á Snæfellsnesi að því
tdlskildu að vamsskipti verði því
sem næst óbreytt í firðinum að
loknum framkvæmdum. Vegagerð-
in mælir með leið 1 sem er þverun
Kolgrafafjarðar milli Kolgrafaodda
og Hjarðarbólsodda. Aðrar leiðir
sem til greina komu vora endur-
gerð núverandi vegar og þveran
fjarðarins í bomi hans.
Kærufrestur á úrskurði skipu-
lagsstjóra er til 20. febrúar n.k. og
nú þegar er ljóst að einhverjar
amgasemdir verða gerðar við þann
kost sem Vegagerðin leggur tdl. Sú
gagnrýni sem komið hefur ffam
snýst þó ekki um vegstæðið sem
slíkt eða brúargerðina heldur fyrir-
hugaða efnistekju við Mjósund í
Hraunsfirði. Þar er fyrirhugað að
verði teknir um 100.000 rúmmetr-
ar af efhi í vegfyllingu í Kolgrafa-
fjörðinn. Vegagerðin metur það
sem besta og hagkvæmasta kostinn
tdl efnistöku þar sem þangað mun
vera styst að sækja nothæft efni í
vegagerðina. Þá era fordæmi fyrir
efhistöku á þessum stað og hefur
landinu þegar verið raskað af þeim
sökum.
Óásættanlegt
Gunnar Njálsson í Grundarfirði
segir það ekki vera ásættanlegt út
frá náttúruverndarsjónarmiðum að
hrófla við hrauninu við Mjóstmd
frekar en orðið er. „Þetta svæði er á
náttúruminjaskrá og ekki að á-
stæðulausu þar sem þetta er einstök
náttúruperla. Hér hefur hraun
runnið fram í fjörð en það hefur
hvergi annars staðar gerst á land-
inu. Það er vissulega búið að raska
landinu nú þegar en það gefur að
Sigþór ÞH-100 kom til heima-
hafhar í Grundarfirði sl. þriðjudag.
Sigþór er 170 tonna stálbátur í eigu
útgerðarfélagsins Sæbóls ehf. sem
keypti bátinn af Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar sem hafði áður keypt
hann af útgerðarfélaginu Vísi hf. í
Sandgerði og hirt kvótann af hon-
um. Fyrir á Sæból ehf. Valdimar
SH -106 sem stendur til að selja en
mínu mati ekki veiðileyfi á ffekari
eyðileggingu enda er verið að tala
um mun stærra svæði en núverandi
malarnámu.“
Gunnar segist gera sér grein fyr-
ir því að aðrir kostir til efnistöku
séu dýrari vegna vegalengda en seg-
ir að það sé ekki hans höfuðverkur.
„Við höfum skyldum að gegna
gagnvart landinu og það kemur
ekki til greina að náttúran þurfi
alltaf að taka fórnarkostnaðinn á
sig. Það er óþolandi ef það á að níð-
ast frekar á þessu svæði í stað þess
að hlúa að því. Hér er þörf á brag-
arbrót en ekki frekari umhverfis-
spjöllum,“ segir Gunnar og vísar
þar til mannvirkja og búnaðar
vegna fiskeldis við Mjósund.
Þá gagnrýnir Gunnar það að
vegagerðin hyggist flytja allt efhið
yfir Mjósundsbrúna en hún er
fyrsta brúin sem byggð er yfir fjörð
á íslandi, tekin í notkun 1963.
Gunnar dregur í efa að brúin þoli
álagið og telur hana hafa verndar-
gildi-
hann verður gerður út á rækju í vor
verði hann ekki seldur fyrir þann
tíma. Að auki er Sæból með Ingi-
mund SH-335 á leigu frá Guð-
mundi Runólfssyni hf. sem gerður
er út á rækju fyrir norðan. Til að
byrja með verður Sigþór ÞH-100
gerður út á net en fer að svo búnu
á rækju í vor.
Raforkuframleiðsla í
Kolgrafafriði
Hvað varðar fyrirhugaða brú yfir
Kolgrafafjörðinn þá er Gunnar
hlynntur þeim kosti en er þeirrar
skoðunar að mannvirkið geti ekki
aðeins orðið samgöngubót heldur
megi einnig nýta það til raforku-
framleiðslu. „Ég vil kanna til hlýtar
möguleika á að nýta þá miklu og ó-
beisluðu orku sem býr í sjávarföll-
unum og hef þegar skrifað sveitar-
stjómum á Snæfellsnesi og Rarik
bréf þar sem ég hvet til að þeir
kostir verði skoðaðir. „Ég er þeirr-
ar skoðunar að á nýrri öld þar sem
flest virðist vera hægt eigi alls ekki
að brúa firði án þess að sjávarfalla-
virkjun sé með í myndinni.“
GE
Leiðrétting
í umfjöllun um nöfn og
„kennitölur" vega í síðasta blaði
var ranglega hermt að Borgar-
fjarðarbraut hefði legið yfir
Dragháls. Hið rétta er að sam-
kvæmt gamla fyrirkomulaginu lá
hún yfir Geldingadraga.
Framsóknarmenn í
, Borgarbyggð
Ovíst með
prófkjör
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um það innan raða Fram-
sóknarmanna í Borgarbyggð
hvort efht verður til prófkjörs
vegna komandi sveitarstjórnar-
kosninga eða handraðað á lista.
Uppstillingarnefnd hefur verið
skipuð og fram hefur farið nokk-
urskonar forval meðal fulltrúa-
ráðsins. Að sögn Þóris Páls Guð-
jónssonar formanns fulltrúaráðs-
ins fólst forvalið í því að menn
settu fram nokkurskonar óska-
lista þar sem þeir tilgreindu
nokkur nöfn sem þeir vildu sjá á
lista flokksins. Hann segir að
hinsvegar sé ekki búið að ræða
við þá sem þar vora nefiidir og
því sé undirbúningsvinna fremur
skammt á veg komin.
GE
Sigþór ÞH-100 kemur til heimahafnar í Grundarfirði á þriðjudaginn.
Sigþór ÞH-100 til
Grundarfjarðar