Skessuhorn - 31.01.2002, Síða 5
siaessiúitto2Ki
FIMMTUDAGUR 31 JANUAR 2002
5
Gangandi þríhöfði
„Eg ætla
að hreyfa
mig meira á
nýja árinu,“
sagði ég við
mömmu á
gamlárs-
dag, renndi
graflaxin-
um niður
með væn-
um slurki af
jólaöli, ropaði lágt og bætti við:
„Nú verður sko tekið á því.“
Nýtt ár gekk í garð og ég velti
íýrir mér hvernig ég ætti að
standa við orð mín. Liðnir voru
sex dagar af árinu og ég hafði
ýmist verið límd við sófann eða
setið á kaffihúsum. Við svo búið
mátti ekki lengur standa.
Alvörugefin náði ég í blað og
penna, hnyklaði brýrnar og hófst
handa við að skoða valmöguleika
mína. Vissulega gekk ég í og úr
háskólanum, enda bíllaus, en sá
fyrir mér „alvöru hreyfingu“
með „markvissri brennslu“. Svo
ætlaði ég líka að „byggja upp
massa“. Þetta heyrði ég einhvers
staðar og fannst hljóma vel.
Bamingur á hlaupabretti
Efst á listann skrifaði ég: Fara
í ræktina. Eg horfði dreymin á
blaðið og sá mig kattliðuga í
eróbikktímum í glæsilegum í-
þróttafötum. Eftir á hlypi ég
léttfætt á hlaupabrettinu í tæpan
klukkutíma. „Bara til að fá
blóðið aðeins á hreyfingu,“
segði ég brosandi og fengi mér
vatn úr sportlegum vatnsbrúsa.
Eg hrökk upp úr
dagdraumunum og sá sjálfa mig
verða eldrauða í ffaman af barn-
ingnum við að halda mér á
brettinu. Hlaupastingurinn var
nístandi og svitinn bogaði.
Loftið í salnum var fúlt og svita-
stækjan megn. Með skjanna-
hvíta leggi, klædd í víðar stutt-
buxur, teygðan bol og snjáða í-
þróttaskó stakk ég áberandi í
stúf við aðra. Hugmyndin var
ekki eins góð og hún virkaði í
fyrstu.
Auk þess áttaði ég mig á því að
ég fæ ég innilokunarkennd inn-
an um sveitta einstaklinga í hóp-
tímum og finnst tónlistin alltof
hátt stillt. Kennarinn þarf að
öskra til að yfirgnæfa hávaðann
og ég skil ekki af hverju tónlist-
in er ekki bara lækkuð. Eg held
að ég viti ekki nógu mikið um
orkudrykki og brennslu til að
skilja það.
Eitt andartak hugsaði ég með
mér að ég gæti kannski einbeitt
mér að massanum og lyft lóð-
um. Það væri meiri friður í því.
Augnabliki síðar mundi ég að ég
stend ráðþrota frammi fyrir fyr-
irbærum á borð við mjólkursýru
og vöðvum með furðuleg nöfh
eins og tvíhöfði og þríhöfði. Eg
hef ekki hundsvit á lóðalyfting-
um. Einkaþjálfun er ekki inni í
myndinni, námslánin eru ekki
enn komin.
Suðvestan rok
Hvað skyldi til bragðs taka?
Ræktin gekk augljóslega ekki
upp og þótt ég væri af Akranesi
kunni ég ekki enn þá reglurnar í
fótbolta, fékk körfubolta og
handbolta iðulega í höfuðið,
fannst sund of einhæft og var lít-
ið fyrir bardagaíþróttir.
Andartaki síðar brosti ég
breitt og skrifaði stórum stöfum
á blaðið fyrir framan mig:
Skokka úti. Auðvitað! Það er
svo heilnæmt. Svo fékk ég líka
ekki bronspening í hlaupi, tólf
ára gömul, fyrir ekki neitt.
Glöð í bragði dró ég fram
rykuga hlaupaskóna og hljóp
léttfætt út úr dyrunum. Þegar
ég kom út á horn var ég orðin
lafmóð en sá bronspeninginn
fyrir mér og hélt áfram. Smám
saman gerði ég mér grein fyrir
því að það var snarvitlaust veður
og skömmu efrir að ég beygði út
á Ægissíðuna hálftókst ég á loft.
Eg rann til á hálkubletti og
styrktist í þeirri skoðun minni
að íþróttir séu í raun stórvara-
samar. Þar sem ég hneig niður á
bekk með hættulega hraðan
hjartslátt mundi ég skyndilega
ástæðu þess að ég fékk bron-
speninginn: Við vorum ekki
nema sex keppendur. Þetta var á
árdögum Akraneshlaupsins og
fámennt í stúlknaflokki, tólf ára
og yngri.
Uppgötvunin varð til þess að
ég tók strætó heim. Enda var
farið að blása að suðvestan og
annar íþróttaskórinn lak. Ég á-
kvað að heitið um hreyfingu
skyldi uppfyllt með því að halda
áfram að ganga í og úr skóla, út
í búð og á kaffihús. Það er í
raun ágætis hreyfing og auk þess
ókeypis. Svo getur líka tekið
mikið á að brjótast gegn veðri
og vindum, jafhvel þótt maður
sé gangandi en ekki hlaupandi,
og tvíhöfðinn minn og þríhöfð-
inn fá örugglega fína þjálfun í
stormi og stórhríð.
Sigríður Víðis Jónsdóttir,
háskólanemi
URVALSDEILDIN
í KÖRFUBOLTA
SKotto9‘ír('0
vs.
pöt
Föstudagskvöldið 1. febrúar kl. 20
í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi
AMr á' Ýáfðntr
Athuyfc áreifttur feftfagur
Taktuforskot áfríið
og gistu á Flughótelinu íKeflavík
kvöldiðfyrir brottför
Þai er engin spurning um kostina:
Líkamsrækt, gufa ogafslöppun um kvöldið • Sofið lengur um morguninn
Aksturá Leifsstöð (350 kr.pr.mann) • Morgunmaturaf girnilegu hlaðborði
Bíliinn f öruggri bílageymslu á meðan þú ert í útlöndum
Tilboð: ?.000 kr.fyrirtveggja manna herbergi.
lnnifalið:Gisting eina nótt ásamt morgunverði og geymslu fyrir bílinn.
Tilboðið gildir frá 01.10.2001 til 30.04.2002
SUlill
FLUGHOTEL
ICELANDAIR HOTELS
Pöntunarsími: 421 5222
www.icehotel.is • flughotel@icehoteI.is
fff/ar /augarcta0?/tv&/ctw
2. Mrúar frá'fc/ 22-. 00
/Vtfóaverð 1000, -
Cáf fnntfa/fð)
matarcf&stf
eem tojno'
ftfrfr 20:70
ía Qtoðrganies:
ISi*ii;irtoi
orunnu ^i • ttími l.*57