Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2002, Side 1

Skessuhorn - 17.04.2002, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDi -16. tbl. 5. árg. 17. apríl 2002 Kr. 250 í lausasölu Elís og Anna sigruðu í Fegurðarsamkeppni Vesturlands Anna María Sigurðardóttir, 18 ára Skagamær var valin Ungfrú Vesturland 2002 á Fegurðarsamkeppninni í Klifi í Olafivík um st'ðustu belgi. Elts Bergmann Blœngsson 21 árs Borgnesingur var valinn herra Vesturland. Sjá keppnina í máli og myndum á bls. 8-9. Mynd: SOK Jákvæð ímynd Akraness I marsmánuði voru unnar tvær kannanir um viðhorf al- mennings gagnvart búsetu og þjónustu á Akranesi. Annars vegar vann Gallup á Islandi könnun meðal almennings í landinu um almennt viðhorf gagnvart Akranesi; búsetu þar og hver væri ímynd bæjarfélags- ins í huga fólks. Hinsvegar unnu nemendur Viðskiptaháskólans á Bifröst könnun meðal bæjarbúa þar sem þeir voru spurðir um viðhorf gagnvart búsetu, at- vinnu, helstu kostum og göllum, viðhorf gagnvart opinberri þjónustu og hvaða þjónustu- þætti vanti e.t.v. í bæjarfélagið. „Almennt má túlka niðvu-stöð- ur beggja þessara kannana þannig að þær séu bæjarfélaginu á Akranesi mjög jákvæðar," seg- ir Magnús Magnússon markaðs- fulltrúi Akraneskaupstaðar. „Svo virðist sem ímynd Akra- ness sé jákvæð bæði meðal bæj- arbúa sjálfra sem og hjá öðrum landsmönnum. Til marks um það má geta þess að 42% lands- manna geta hugsað sér að búa á Akranesi, þar af segja 11% að það komi mjög sterklega til greina að flytjast þangað.“ Sjá ítarlega umjjöllun á bls 5 Tuttugu umfram brottflutta Samkvæmt nýútgefnum töl- um frá Hagstofu Islands um bú- ferlaflutninga eftir sveitarfélög- um á tímabilinu janúar - mars 2002 þá fjölgaði aðfluttum um- fram brottflutta á Akranesi um 20 manns. I heild eru aðfluttir umfram brottflutta á Vestur- landi 17 manns sem er það mesta á landsbyggðinni, en ein- ungis á Suðurnesjum eru að- fluttir einnig fleiri en brottflutt- ir - eða 6 talsins. A höfuðborgar- svæðinu eru aðfluttir 399 um- fram brottflutta. smh Jaðarsmálið í Ólafsvík Hj úkrunarfræðingar kæra Snæfellsbæ Félag íslenskra hjúkrunarffæðinga hefur kært Snæfellsbæ vegna máls sem varðar ráðningu manneskju í af- leysingar fyrir hjúkrunarforstjóra Dvalarheimilisins Jaðars í Olafsvík, Valdísi Brynjólfsdóttur, sem er á leið í bameignarfrí. Forsaga málsins er sú að fyrir þremur árum fór Valdís einmg í barn- eignarfrí og var þá ráðinn sjúkraliði til að leysa hana af. Mótmælti Félag íslenskra hjúkrunar- ffæðinga því við heilbrigðis- ráðuneytið að gengið hefði verið ffam hjá hjúkrunarffæð- ingi við ráðninguna og kærði að lokum til umboðsmanns Alþingis. Hann vísaði félag- inu á að kæra til félagsmála- ráðuneytisins en málið hafði þá dagað uppi og Valdís aftur tekin til starfa. Félagið ákvað því að sinni að fella niður kæm en taka málið af fullum krafti upp aftur ef slíkt kæmi fyrir aftur. Þann 10. apríl sl. kærði svo Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Snæfells- bæ til félagsmálaráðuneytisins. I kærunni kemur ffam að kæran sé til- komin vegna „Ákvörðunar sveitar- stjómar Snæfellsbæjar vegna Dvalar- heimilisins Jaðars og effir atvikum á- kvörðun stjómar Dvalarheimilisins Jaðars um að auglýsa eftir starfsmanni til þess að veita forstöðu dvalar- og hjúkrunarheimili, sem Jaðar er, til af- leysinga hjúkrunarforstjóra á leið í fæðingarorlof a) án þess að gerð sé krafa um að umsækjendur hafi lokið prófi í hjúkrunarffæði b) án þess að hjúkrunarffæðingur starfi við stofh- unina ef talið verður að um sé að ræða starf forstöðumanns/framkvæmda- stjóra, sbr. auglýsingu í bæjarblaðinu Jökli 27. mars sl.“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að það sé skýrt að ekki þurfi að ráða hjúkrunarffæðing í starf forstöðumanns eða fram- kvæmdastjóra dvalarheimila og vísar í bréfi ffá heilbrigðisráðuneytinu til Dvalarheimilisins Jaðars ffá 22. júní 1999. Skessuhom hefur téð bréf und- ir höndum og þar kemur einnig ffam að ef um er að ræða afleysingastöðu fyrir hjúkrunarforstjóra þarf hjúkrun- arfræðingur að gegna henni. Aukin- heldur kemur ffam í bréfinu að þar sem ljóst sé að hjúkrun sé veitt á dval- arheimilinu í fjórum hjúkrunarrým- um, þá þurfi að vera starfandi þar hjúkrunarfræðingur. Herdís Sveins- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarffæðinga, segir það alveg ljóst að það verði að auglýsa effir hjúkrunarffæðimenntuðu starfsfólki tdl að leysa Valdísi af vegna þess að á Jaðri sé enginn starfsmaður fyrir með slíka menntun. Hún bætir því við að hún skilji ekki hvað liggi á bak við þessa aðferð Snæfellsbæjar við að auglýsa stöðuna, en ef bæði hjúkrun- arffæðingur og sjúkraliði sæld um hana sé ekki hægt að ganga ffam hjá hjúkrunarffæðingnum. smh Ef keyptir eru 3 pakkar af Kelloggs morgunkorni (samahvaða tegund) þá fylgir Kelloggs útvorp eöa klukka (að e/g/n vaii) frítt meö!

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.