Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 3
aácsstmu^. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 3 Fjárhagsvandi Dvalarheimilisins Höfða Ekld sveitarfélagsins að greiða hallann segir Gísli Gíslason bæjarstjóri Dvalarbeimiliö Höfoi Á síðasta fandi bæjarráðs Akra- ness var fjárhagsvandi dvalarheim- ilisins Höfða til umfjöllunar. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra snýst vandinn nú sem fyrr um að daggjöld frá ríkinu séu allt of lág. „- Þetta vandamál hefur verið viðvar- andi í gegnum tíðina hjá velflestum dvalarheimilum landsins. Það hefur hinsvegar komið upp á síðustu misserum að sum dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu eru sett undir annað mæliker, þ.e. einkareknu heimili. Það náðist að rétta hag Höfða fyrir nokkrum árum þegar Ingibjörg Pálmadóttir var heil- brigðisráðherra. Á síðustu tveimur árum hefur hinsvegar verið nokkuð mikill halli og það er ljóst að sveit- arfélagið hefur ekki bolmagn til að standa undir því. Þetta vandamál er ekki bundið við Akranes og menn hafa verið að reyna að þrýsta á það í gegnum samband íslenskra sveit- arfélaga að fá þetta leiðrétt en ekki haft erindi sem erfíði. Málið er hinsvegar brýnt og þolir ekki bið,“ segir Gísli Gísli segir að ýtrasta aðhalds sé gætt á flestum sviðum í rekstri Höfða en að málið snúist um að peningarnir eigi að koma frá rétt- um aðilum en það hafi ekki verið raunin. „Daggjöldin frá ríkinu eru í fyrsta lagi of lág fyrir almennt vistrými og hinsvegar vantar dag- gjöld fyrir fleiri sjúkrarými. Það hefur ítrekað verið kallað eftir við- brögðum ráðuneytisins en þau eru engin enn sem komið er,“ segir Styrkvegir í Borgarbyggð lagfærðir I haust verður farið í nokkrar lag- færingar á svokölluðum styrkveg- um í Borgarbyggð. Styrkvegir kall- ast vegir þar sem ekki er byggð en þá falla þeir ekki undir svokallaða safnvegi. Styrkvegir eru á ábyrgð viðkomandi sveitarfélaga en hægt er að sækja um framlag úr svoköll- uðum styrkvegasjóði til að kosta lagfæringar á viðkomandi vegum. Oft er um að ræða vegi heim að eyðibýlum, leitarmannahúsum eða í sumarhúsabyggð. Að sögn Sigurjóns Jóhannssonar dreifbýlisfulltrúa Borgarbyggðar fékk sveitarfélagið í sumar þriggja milljóna króna styrk úr styrkvega- sjóði. Verða þeir fjármunir nýttir til vegabóta á veginum frá Hreðavatni að Jafnaskarði þar sem er vinsælt útivistarsvæði. Einnig verður veg- urinn frá Grímsstöðum að Hraun- dal lagfærður, afleggjarinn að Hey- holti, sömuleiðis Hraun-dalsvegur og Sauravegur. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.