Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 Hverjir vildu ógilda kosningamar í Borgarbyggð ? Eftir að félagsmálaráðherra ógilti kosningarnar í Borgarbyggð og úrskurðaði að kjósa skildi aftur, hefur verið nokkuð sérstakt að fylgjast með viðbrögðum forystu- manna Framsóknarfélags Mýra- sýslu. Þeir hafa keppst við að segja að þeir hafi ekki óskað eftir þessari niðurstöðu, enda hafi ekki verið farið fram á ógildingu kosninganna í kæra þeirra til félagsmálaráðu- neytisins. Efsti maður á lista ffamsókn- arflokksins, Þorvaldur T. Jónsson sagði orðrétt í blaðaviðtali: „Síðan fáum við þennan úrskurð þar sem ráðuneytið gengur svo langt að krefjast nýrra kosninga, það taldi sig ekki geta komist að neinni annarri niðurstöðu. Það kom okk- ur vissulega á óvart vegna þess að það var ekki í samræmi við kæra okkar.“ Þórólfur Sveinson skrifar grein í Skessuhorn 7. ágúst s.l., þar sem hann tekur fram í tvígang að Framsóknarfélag Mýrasýslu hafi í kærum sínum ekki óskað eftir ógildingu kosninganna. Ekki er að furða þótt forystu- menn Framsóknarfélagsins sverji af sér úrskurð ráðuneytisins, svo íþyngjandi sem hann er, bæði fyrir bæjarsjóð sem og fyrir íbúana í Borgarbyggð. I bréfi sem ráðuneytið sendi Borgarbyggð dagsett 9. ágúst 2002 og undirritað er af félagsmálaráð- herra Páli Péturssyni og lögfræð- ingi ráðuneytisins Sesselju Arna- dóttir, kemur fram, svo ekki verður um villst, að kærandi þ.e. Fram- sóknarfélag Mýrasýslu hafi einmitt gert kröfu um ógildingu kosninganna í Borgarbyggð. Orðrétt segir í bréfi ráðherra:“Þar að auki telur ráðu- neytið að niðurstaðan (ógildingin innsk. á.s.) sé í fullu samræmi við þrautavarakröfu kæranda (Fram- sóknarf. Mýr. innsk. á.s.) og rök- stuðning fyrir henni. Má þar með- al annars benda á eftirfarandi í kæra til ráðuneytisins um þrauta- varakröfuna þar sem fjallað er um utankjörfundaratkvæði.“ Síðan kemur bein tilvitnun í kæra Framsóknarfélagsins: „Þegar fyrir lágu þessi óumdeildu mistök og í ljósi þeirrar jöfhu atkvæða- skiptingar sem hér um ræðir hefði yfirkjörstjórn átt að úrskurða kosn- inguna ógilda enda ekki unnt í ljósi þeirra mistaka sem gerð höfðu ver- ið að fá fram óumdeilda og rétta niðurstöðu. Þetta bar yfirkjör- stjórn að gera að eigin framkvæði „ex officio“. Það var hins vegar ekki gert.“ Svo mörg vora þau orð og ekki annað hægt að segja um málflutn- ing forystumanna Framsóknarfé- lags Mýrasýslu í þessu máli, en að „illt sé að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri." Asbjamarstöðum l. sept. 2002 Asbjöm Sigurgeirsson. Vika símenntunar 8. -14. september 2002 Vika símenntunar haldin í þriðja sinn Slmmentunarmiðstöðin stendur jýrir jjölda námskeiða allt árið um kring. Vika símenntunar verður haldin dagana 8.-14. september nk. Vikan sem er á vegum menntamálaráðu- neytisins, er nú haldin í þriðja sinn hér á landi og sér Mennt -sam- starfsvettvangur atvinnulífs og skóla um skipulagningu og fram- kvæmd hennar í samvinnu við sí- menntunar- miðstöðvar um land allt. Þema Viku símenntunar að þessu sinni er símenntun í atvinnulíf- inu og er því beint til allra þeirra sem taka þátt í at- vinnulífinu hvort sem um er að ræða stjórnendur eða almenna starfsmenn; alla þá sem vilja bæta við þekkingu sína og verða þannig hæfari starfskraftar sér og öðram til framdrátt- ar. Áhersla verður einnig á almenna hvamingu og kynningu á mikilvægi símenntunar fyrir al- menning. Að auki mun Island taka þátt í samnorrænu verkefhi í tengsl- um við Viku símenntunar, sem tengist lýðræði og hlut símenntun- ar í virkri þátttöku fólks í samfélag- inu. Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi Dagskrá Viku símenntunar verður fjölbreytt. Nefna má nám- skynningar, sérstakan símennmn- ardag í fyrirtækjum, málþing, fræðsluhátíð o.fl. Efnt verður til kynningarherferðar um mikilvægi símennmnar í fjölmiðlum, á sér- stakri vefsíðu Vikunnar, vegg- spjöldum o.fl. Fyrirtæki, stofnanir, stéttarfélög og félagasamtök verða hvött til að nýta sér slagkraft átaks- ins til að vekja athygli á símenntun innan sinna raða. Þannig gefst kjörið tækifæri til að kynna starf- semi þeirra sem bjóða upp á fræðslu og námskeið. Símenntunardagur fyrirtækja er 12. september Mikilvægur þátmr átaksins er Símennmnardagur í fyrirtækjum þar sem fyrirtæki og stofnanir era hvött til þess að tileinka 12. sept- ember fræðslumálum starfsmanna. Daginn geta fyrirtæki notað t.d. til að kynna starfsmönnum fræðslu- stefnu sína, haldið námskeið fyrir starfsmenn eða fengið fræðsluaðila til að kynna það nám sem í boði er. Þetta er einnig kjörið tækifæri fyr- ir fulltrúa stéttarfélaga til að heim- sækja fyrirtæki og kynna með hvaða hætti þau styðja við og stuðla að símenntun félagsmanna sinna. Vika símenntunar á Vesturlandi Símenntunarmiðstöðin mun standa fyrir dagskrá í Viku sí- menntunar á Vesturlandi, en hug- myndin er sú að fyrirtæki, stofn- anir, sveitarfélög, verkalýðsfélög og aðrir áhugasamir standi fyrir dagskrárliðum. Símennmnarmið- stöðin hjálpar til við að samhæfa hugmyndir og sjá um auglýsingar og kynningu á dagskrá. I Vikunni verða fundir í hádeg- inu á fimm stöðum á Vesturlandi þar sem kynnt verður Markviss - aðferð sem Símenntunarmiðstöð- in hefur til að skipuleggja fræðslu, þjálfun og annað sem snýr að uppbyggingu starfsmanna í fyrir- tækjum og stofnunum. Einnig verður námsframboð haustannar- innar kynnt og sérstaklega hugað að námskeiðum fyrir starfsmenn stofnana og fyrirtækja. Fundirnir hefjast kl. 12 og verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Einnig mun framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar vera í Vikunni með viðveru í bókasöfnum á Vesturlandi þar sem veittar verða upplýsingar um námsframboðið og tekið við skráningum á námskeið. Einnig á Hyrnutorgi í Borgarnesi og fleiri fjölförnum stöðum á Vesturlandi. Fimmtudaginn 12. september verður formlega tekin í notkun á Akranesi ný aðstaða til fjarnáms í Bókasafni Akraness. Þar hófst s.l. föstudag fjarnám í leikskólafræð- um frá Háskólanum á Akureyri og s.l. þriðjudag nám í íslensku frá Háskóla Islands. Frá og með hausti 2003 mun byrja nám í hjúkrunarfræðum frá Háskólan- um á Akureyri. Fjarkennslubún- aður Akraneskaupstaðar er stað- settur í Bókasafninu og er búið að koma upp námsaðstöðu fyrir 20 manns. Aðstaðan mun nýtast til námskeiðahalds og endurmennt- unar af ýmsu tagi og eru fyrirhug- uð þar á haustönninni símenntun- arnámskeið fyrir sjúkraliða auk háskólanámsins. Komið hefur verið upp þráðlausu sambandi við Netið þannig að nemendur geti notað þar eigin fartölvur. Lesað- staða er fyrir hendi á Bókasafninu og starfsfólks safnsins aðstoðar nemendur með millisafnalán og upplýsingaöflun. Þessi aðstaða mun einnig geta nýst fyrirtækjum og stofnunum til fundahalda með eða án fjarfundabúnaðar. Á Bókasafni Akraness er með þessari aðstöðu orðið til staðar það námsumhverfi sem þarf til að vel takist til um nám fullorðinna á ýmsum stigum. Vænst er góðrar þátttöku Vest- lendinga í dagskrá Vikunnar og eru fleiri hugmyndir að uppákom- um vel þegnar hjá Símenntunar- miðstöðinni. mm ÁKmss x soammM ‘ Orkuveita Reykjavíkur ÚTB0D Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur vegna Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis og stofnlagnar hitaveitu á Hvanneyri. Útboðið nær til jarðvinnu og frágangs á hitaveitupípu ásamt tilheyrandi búnaði og byggingu lokahúss. Lagningu dreifíkerfis skal vera lokið 1. nóvember 2002 og verkinu í heild skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 2003. Áætlaðar helstu magntölur eru: Gröftur/ dreifikerfi 600 m Gröftur/ aðveita 450 m Hitaveitulagnir 020-0100 600 m Hitaveitulagnir, aðveita 0150 450 m Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, frá og með 26. ágúst 2002, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 10. september 2002, kl. 11:00 á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3,101 Reykjavík. ^KfisaunuK.] Hvers vegna gat Súpermann stoppað byssukúlu með brjóst- kassanum á sér en þegar einhver kastaði í hann byssu þá beygði hann sig alltaf niður... Hvers vegna er Sítrónusafi gerður úr gerviefnum en uppvöskunarlögur inni heldur alvöra Sítrónur... Hvers vegna að kaupa vöra sem þú þarft að sturta 2000 sinnum niður til að losna við... Hver vegna þvoum við bað- handklæði, eram við ekki hrein þegar við notum þau... Hvers vegna festist lím ekki inní túpunni... Hvað sjá litlir fuglar þegar þeir rotast... Ef í staðinn fyrir að tala við blómin þá myndir þú öskra á þau, myndu þau samt vaxa eða verða þau hrædd og óöragg... Hvers vega er ekki til kattamatur með músa bragði... Hvað ætti maður að gera þegar maður sér dýr sem er í útrýmingar hættu að borða plöntu sem er í útrýmingar hætm... Er það hægt að vera algerlega hlutdrægur... Uppskriftin að hamingju- sömu hjónabandi frá sjónar- hóli karlmannsins: 1. Það er mikilvægt að finna sér konu sem eldar og þrífur. 2. Það er mikilvægt að finna sér konu sem skaffar vel. 3. Það er mikilvægt að finna sér konum sem er sólgin í hömlulaust kynlíf. 4. Það er mikilvægt að þessar þrjár konur hittist aldrei! Eigum við að fá okkur takkann? Kona á fimmmgsaldri fer til lýtalæknis til að fá sér andlitslyftingu. Læknirinn segir henni frá splunkunýrri aðgerð sem kallast „Takkinn“. Hún felist í því að litlum takka sé komið fyrir aftan á höfðinu og honum megi snúa hvenær sem er til að strekkja á húðinni í andlitinu. Þegar húðin fer að slakna aftur má svo bara snúa meira. Með þessu móti geti konur losnað við að koma aftur og aftur í andlitslyftingu. Konan vildi ólm fá „Takkann“. Fimmtán áram síðar kemur konan aftur til læknisins, með tvö vandamál. Takkinn hefur virkað vel í öll þessi ár. I hvert skipti sem mér finnst húðin vera að slakna, sný ég takkanum og húðin verður slétt og fín. Nýlega er ég samt komin með poka undir augun sem takkinn virðist ekki ráða við. „Þetta era ekki augnpokar, heldur brjóstin á þér“, segir læknirinn. „Núúú“, svarar konan, „ég býst við að það skýri hökutoppinn...“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.