Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 5 ^ttCasunu.. Deilt um smalaskyldu á jörðum í Borgarbyggð Osanngjarnt að greiða fyrir að hafa fé í hagagöngu frá öðrum segir Vilhjálmur Diðriksson Svo gæti farið að látið verði reyna á smalaskyldu jarðeigenda íyrir dómi innan tíðar en upp er komið deilumál innan Borgar- byggðar um hvort landeigendum, sem telja sig hafa orðið fyrir á- gangi búfjár frá afrétti, beri að smala sín lönd sjálfir. Forsaga málsins er sú að síðastliðið haust réði sveit- arfélagið menn til að smala jarðirnar Elermundarstaði og Lund í Þverárhlíð þar sem smalaskyldu var ekki sinnt af hálfu eigenda jarð- anna og var landeigendum síðan sendur reikningur fyrir smöluninni að upp- hæð tuttugu og sjö þúsund krónur. Landeigendur höfðu ítrekað kvartað yfir ágangi á jörðum sínum af völdum sauðfjár af afrétti Þverhlíðinga sem liggur að jörðunum. Þeir ákváðu að greiða ekki reikninginn fyrir smöluninni en sendu þess í stað reikning til sveitarfélagsins. fyrir haga- göngu fyrir 400 fjár fyrir sumarið 2001 að upphæð 162 þúsund krónur. Reikn- ingurinn var ekki greiddur heldur endursendur jarðeigendun- um. I ágúst síðastliðnum sendu jarðeigendurnir síðan reikninginn aftur til sveitarfélagsins en í þetta sinn til upprekstrarnefndar Þver- árhlíðarafréttar. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. ágúst síðastliðinn og var því beint til bæjarráðs-og eða bæjarstjórnar að sátt næðist og að lausn um smölun á umræddum jörðum næð- ist fyrir göngur í haust. Bæjarráð vísaði málinu hinsvegar til land- búnaðarnefndar á fundi sínum í síðustu viku. „Prinsippmál“ Hermundarstaðir eru í eigu Diðriks Vilhjálmssonar á Helga- vatni en Lundur er í eigu Einars Sigurðssonar. Vilhjálmur Diðriks- son á Helgavatni sagði í samtali við Skessuhorn í gær að landeig- endur væru staðráðnir í að láta á málið reyna fyrir dómi ef þess þyrfti með. „Afréttargirðingin hefur verið í ólagi og gífurlegur ágangur vegna þessa. Við gerðum bæjaryfirvöld- um grein fyrir því með bréfi í fyrrasumar og lögðum til að girð- ingin yrði löguð eða að bærinn léti smala landið. A þeim forsendum neituðum við að smala síðasta haust. Það var hinsvegar frekar lít- ið gert úr þessum ágangi en þegar sveitarfélagið lét smala í október þá voru á þessum jörðum á fimmta hundrað kindur og það hlýtur að teljast verulegur ágangur. I fram- haldi af því var okkur sendur reikningur og það finnst okkur mjög ósanngjarnt. Þetta mál snýst ekki um peninga heldur er þetta „prinsippmál" að við séum ekki sjálfir að greiða fyrir að hafa fé í hagagöngu fyrir aðra. Sú krafa stenst ekki og við erum tilbúnir í málaferli ef á þarf að halda.Við hefðum látið kjurt liggja þrátt fyr- ir áganginn ef menn hefðu bara smalað þessu fé og látið þar við sitja en okkur finnst það ófor- skammað að senda okkur síðan reikninginn.“ Vilhjálmur segir að reikingurinn fyrir hagagönguna sé byggður á mjög sanngjörnum forsendum. „Við fórum einfaldlega í handbók bænda og fundum út hvað meðal ær þarf margar fóðureiningar og verðlögðum þær miðað við mark- aðsverð á heyi. Þess má geta að við tókum mið af viðhaldsfóðri og því er þetta mjög í lægri kantinum. Það má eiginlega segja að þetta sé kynningarverð," segir Vilhjálmur. Fordæmisgildi Sigurjón Jóhannsson dreifbýlis- fulltrúi Borgarbyggðar segir nauð- synlegt að fá bom í málið vegna fordæmisgildis. „Ef sveitarfélagið kostar smalamennsku á þessum jörðum koma aðrir á eftir. Lögin eru hinsvegar skýr varðandi það að sveitarfélaginu beri að smala á kostnað landeigenda ef smalaskyldu er ekki sinnt. Einnig varðandi þá kvöð á jörðum að landeiganda beri að smala landið svo oft sem sveitar- stjórn ákveður. Sveitarfélaginu ber hinsvegar ekki að greiða kosmað fyrir beit þar sem hinir og þessir eiga féð,“ segir Sigurjón. GE Tillaga aö breytingu á deiliskipulagi hafnarsvœöisins á Crundartanga, Borgarfiröi. Hreppsnefnd Skilmannahrepps auglýsir hér meb tillögu ab breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæöisins á Grundartanga samkvæmt 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr 73/1997. Breytingin felst í því ab lóbamörk og lóbastærbir lóba 2,4 og 6 á hafnarsvæbinu breytast. Breytingartillagan verbur til sýnis á Hreppsskrifstofunni ab Hagamel 16, Skilmannahreppi á skrifstofutímum og hins vegar á Teiknistofu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Merkigerbi 18, Akranesi alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00 frá 6. september 2002 til og meb 4. október 2002. Þeim sem telja sig eiga hagsmuni ab gæta er hér meb gefinn kostur á ab gera athugasemdir vib breytingartillöguna. Frestur til ab skila inn skriflegum athugasemdum er til kl 16:00 föstudaginn 18. október 2002 og skal skila þeim til Hreppsskrifstofu Hvalfjarbarstrandarhrepps, Hlöbum, Hvalfjarbarstrandarhreppi, 301 Akranes. Hver sá sem eigi gerir athugasemd vib breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Oddviti Skilmannahrepps. ágúst - september Þú kemur með jjórar sœngur í hreinsun og | borgar jyrir þrjár I Ný teppahreinsivél til útleigu jyrir heimili, fráhœr hreinsiejhi afýmsum gerðum Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Þakkir Sendi öllum þeim sem glöddu mig á afmælisdegi mínum 24. ágúst s.l. innilegar þakkir fyrir hlýhug og rausnarskap í minn garð og fjölskyldu minnar. Magnús B. Jónsson Hvanneyri 70 áiHi Sjöfn tekur á móti gestum í Félagsbæ laugardaginn 7. sept. kl. 1 9-24 Barnaveisla verður sunnudaginn 8. sept. kl 14-17 á sama stað t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og velvilja vegna andláts „ •» ''&K og útfarar ástkærrar dóttur okkar, systur og barnabarns. 2 i Unnar Helgu Bjarnadóttur Borgarvík 12, Borgarnesi Guðrún Kristjánsdóttir Bjarni Kristinn Þorsteinsson Þorgerður Erla Bjarnadóttir Sigríður Aðalsteinsdóttir Þorsteinn Bjarnason María Lovísa Eðvarðsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.