Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVTKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 a&tssunu^.. 2. flokkur í góðum málum 2. flokkur karla hjá IA er á góðri leið með að tryggja sér Is- landsmeistaratitilinn annað árið í röð. Eftir stórsigur á Keflavík í gærkvöld, 10-2, þar sem Hilmir Hjaltason fór á kostum og skor- aði fimm mörk. Nægir strákun- um jafiitefli í síðasta leiknum á mánudaginn gegn Breiðablik. Reyndar gætu þeir orðið Is- landsmeistarar í kvöld ef liðið í öðru sæti, FH, tapar stigum í leik sínum í kvöld Framtíð Baldurs til skoðunar Samgönguráðherra hefur skip- að nefnd um framtíð Breiðafjarð- arferjunnar Baldurs. Árið 1989 var Breiðafjarðar- ferjan Baldur tekin í notkun og hóf siglingar milli Brjánslækjar og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Rekstur ferjunnar var boðinn út árið 2000 og gildir sá samningur til ársloka 2003 með heimild til ffamiengingar til árs- ins 2005. I fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu segir ma.: ,AIeð hliðsjón af núverandi vegáætlun og skv. upplýsingum Vegagerðarinnar er líklegt að vegurinn austur Barðaströnd verði að jaínaði vetrarfær árið 2004 og síðar. Hlutverk ferjrmnar er og hefur verið að þjóna byggðinni á sunn- anverðum Vestfjörðum og í Breiðafjarðareyjum. Vaxandi þáttur í rekstri ferjunnar hefur verið að sigla með ferðamenn, sem ferðast að sumarlagi um Snæfellsnes og Vestfirði. Hafa þeir í auknum mæli sótt í að sigla og njóta ferðar um Breiðafjörð með viðkomu í Flatey, sem er að verða umtalsverð sumarhúsa- byggð. Augljóst er sbr. framangreindu að nú er rétti tíminn til þess að fjalla um sighngar Baldurs og leggja ffam tillögur um skipan mála til nokkurrar framtíðar." Nefhdina skipa Kristján Vig- fússon, Siglingamálastofnun, for- maður, Pétur Agústsson skip- stjóri, Stykkishólmi, Sigfús Jónsson ffamkvæmdastjóri Nýsi, Reykjavík, Magnús Valur Jó- hannsson umdæmisstjóri Vega- gerðinni, Borgarnesi, og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir við- skiptaffæðingur, Tálknafirði. GE Aldarfjórð- ungsafinæli Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi fagnar 25 ára afmæli nú í haust. Opinber afmælisdag- ur skólans er 12. september og þann dag er fyrirhugað að halda samkomu á sal skólans. Meðal annars mun menntamálaráð- herra heimsækja skólann að því tilefhi. Að sögn Harðar Helga- sonar skólastjóra er fýrirhugað að minnast þessara tímamóta enn ffekar í haust, meðal annars með veglegu afmælisriti sem kemur út á næstunni. GE Krafa lyn aukna tollgæslu á Grundartangahöfti Oviðunandi ástand segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahaftiar Á aðalfundi Samtaka Sveitarfé- laga á Vesturlandi nú á dögunum var samþykkt ályktun þess efnis að skora á Dómsmálaráðherra að finna leið til að auka löggæslu og toll- gæslu á Grundartanga vegna auk- innar skipaumferðar um höfnina. Áður höfðu sveitarstjórnir Akraness og Borgarbyggðar sent frá sér sam- hljóðandi ályktun. „Menn hafa verið að djöflast í Dómsmálaráðuneytinu til að fá tollgæsluna á Grundartangahöfn eflda. Núverandi staða er óviðun- andi með öllu en það hafa ekki komið nein viðbrögð frá ráðuneyt- inu,“ segir Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi og hafharstjóri Grundartangahafnar. Það er ótækt að ekki skuli vera til staðar sú gæsla sem nauðsynleg er miðað við um- svif. Á Grundartanga koma flutn- ingaskip að meðaltali annanhvem dag, allt árið um kring. Þetta em gríðarlega stór skip og það er ljóst að einum manni er fullkomlega úti- lokað að tryggja að ekkert fari um höfnina sem ekki á að fara. Þannig er staðan hinsvegar í dag að einn maður á að sinna þessu öllu og það er alls ekki verið að lasta hans störf, þetta er einfaldlega orðið of um- svifamikið starf fýrir einn mann, sama hversu öflugur hann er,“ segir Gísli. Gísli telur að lítið sem ekkert þurfi að auka kostnað til að koma málunum í viðunandi horf. „Ef við lítum á svæðið hér í heild þá eigum við kröfu á að hér sé samfelld þjón- usta en ekki svæðaskipt. Þjónustan á að taka mið af þörfum íbúa og vegfarenda en ekki vera bundin af einhverjum úrelmm landamæram. Það er ljóst að í Borgarnesi er fá- mennt lögreglulið sem þarf að sinna stóra svæði. Hjá lögreglunni á Akranesi er hinsvegar svigrúm til að sinna fleiri verkefnum. Við erum því að tala um að hægt sé að nýta miklu bemr þann mannafla sem til er, bæði hvða varðar tollgæslu og almenna löggæslu. Þetta á að vera tiltölulega auðvelt ef menn era til- búnir til að afhema þessa svæða- skiptingu,“ segir Gísli. Samvinna en ekki sameining Stefán Eiríksson skrifstofustjóri Dómsmálaráðuneytisins sagði í samtali við Skessuhorn að ekki væri á döfinni að afnema svæðaskiptingu milli lögreglunnar á Akranesi og í Borgarnesi. „Þessi mál hafa verið í skoðun um nokkurt skeið og við eram mjög meðvituð um áhyggjur löggæsluyfirvalda í Borgarnesi sem telja sig þurfa á auknum mannafla að halda og einnig um áhyggjur þeirra sem hafa með Grundar- tangahöfn að gera vegna tollgæsl- unnar þar. Við eram hinsvegar ekki að skoða beinlínis afnám umdæma- marka. Umdæmin era afmörkuð í lögum. Það er hinsvegar ekkert því til fýrirstöðu að lögregluliðin vinni mjög náið saman og sinni verkefh- um í sameiningu. Við þekkjum slíkt samstarf af góðu, meðal annars milli lögregluembættanna í Kefla- vík og á Keflavíkurflugvelli. Lög- regluliðin á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig mjög góða samvinnu en þar gerir Tetra fjarskiptakerfið alla samvinnu mun virkari. Við bindum því vonir við að þegar það kerfi er komið á svæði Akraness og Borgar- neslögreglu muni samvinna emb- ættanna eflast og styrkjast. Fjölgun í einstökum lögregluliðum er aftur á móti háð ákvörðun Alþingis," segir Stefán. GE Deilum innan verkalýðsfélags Akraness ekki lokið VLFA áfrýjar úrskurði héraðsdóms Ekkert að fela, segir formaðurinn Hervar Gunnarsson Vilhjálmur Birgisson Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur áffýjað úrskurði Héraðsdóms Vesturlands sem dæmdi VLFA til að heimila Vilhjálmi Birgissyni, meðstjórnanda í aðalstjórn VLFA, aðgang að öllum bókhaldsgögnum félagsins frá 1997-1999. Vilhjálmur fór fram á það seint á síðasta ári að fá aðgang að áður- nefndum bókhaldsgögnum en bæði formaður og félagsstjórn höfnuðu því. Vilhjálmur ákvað því að stefna VLFA og kvað Héraðs- dómur Vesturlands upp fýrr- greindan úrskurð 1 l.júní sl.. Hervar Gunnarsson, formaður VLFA, segir ástæðuna fýrir áfrýj- unni ekki vera þá að stjórnin hafi eitthvað að fela. „Við teljum hins- vegar að Héraðsdómur Vestur- lands hafi hvorki tekið tillit til né fjallað um meginvarnarkröfu okkar um að félagið sé frjálst og geti tek- ið sjálfstæðar ákvarðanir um gögn félagsins. Málið snýst um hvernig aðgangi að bókhaldsgögnum fé- lagsins verði háttað í framtíðinni og fýrst málið er komið fýrir dóm- stóla teljum við réttast að fá end- anlega niðurstöðu í málið.“ Eftir að stjórnin hafði tekið ákvörðun um að áfrýja málinu kom stjórnar- og trúnaðarráð Verka- lýðsfélagsins saman til að fjalla um dómsmálið. Á fundinum var borin upp sú tillaga að áfrýja málinu ekki „þar sem að dómurinn er skýr og ótvíræður". Tillagan var samþykkt með 16 atkvæðum gegn 13. I mörgum félögum fer trúnaðar- ráð með meira vald en stjórnin en Hervar telur að það eigi ekki við í þessu tilviki. „ Þetta er misjafnt eftir félögum en ég tel það alveg skýrt í lögum Verkalýðsfélags Akraness að þar ber stjórn félags- ins ábyrgð á fjármunum og eignum þess og því heyri málið undir stjórnina en ekki trúnaðarráðið.“ Aðspurður um hvort réttlætan- legt væri að hætta jafnmiklu af fjár- munum félagsins í svona mála- rekstur vildi Hervar lítið um það segja. „Samkvæmt mínum tölum er kostnaðurinn kominn í um 800 þúsund krónur en þegar að úr- skurður Hæstaréttar liggur fýrir kemur í ljós hver endanlegur kostnaður verður og einnig hver mun þurfa að greiða hann. Þangað til vil ég sem minnst tjá mig um kostnaðarhliðina." í trássi við vilja meirihlutans Vilhjálmur Birgisson er mjög ósáttur við að svona skuli farið með peninga félagsins og að eini til- gangur áfrýjunarinnar skuli vera sá að hann fái ekki aðgang að gögnum félagsins.Vilhjálmur segir að nú þegar sé kostnaðurinn orðinn um 900 þúsund og ef fram heldur sem horfir þá verði hann vel á aðra milljón þegar upp verður staðið. „Trúnaðarráðið hefur samþykkt á fundi sínum að það vilji að stjórn- armenn hafi aðgang að bókhalds- gögnum félagsins og sinni þar með lögbundinni eftirlitskyldu sinni. Eg tel mig einungis hafa verið að reyna að sinna þeim skyldum sem stjórnarmanni þegar að ég fór ffam á að sjá umrædd gögn. Eg hef lagt fram og sannað að félagið hefur Kosið2. nóvember Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að boða til sveit- arstjórnarkosninga þann 2. nóv- ember n.k. en sem kunnugt er úrskurðaði félagsmálaráðuneyt- ið kosningamar þann 25. maí s.l. ógildar. Ekki er Ijóst hvort mála- ferlum vegna ógildingar kosn- inganna verður lokið fýrir kjör- dag. GE Runólfur áfram Runólfiir Agústsson Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst til- kynnti við setningu háskólans síðastliðinn sunnudag að hann hyggðist gefa kost á sér annað ráðningartímabil rektors við skólann en embættið verður á næstu dögum auglýst laust til umsóknar. Rektor Viðskiptaháskólans er ráðinn til 4 ára í senn og er Há- skólastjóm heimilt að endurráða í stöðuna einu sinni þannig að sami maður getur mest setið í embætti í 8 ár. Ráðningarferlið felur í sér hæfnismat og skoð- anakannanir meðal nemenda, starfsfólks og útskrifaðra Biffestinga. GE orðið af vel á annan tug milljóna og því tel ég fulla ástæðu til að skoða umrædd gögn nánar. I dómsorði Héraðsdóms Vesturlands segir að ég vilji kanna hvort um viðlíka van- rækslu sé í bókhaldi fýrri ára eins og hafi verið í ávöxtunarmálum fé- lagsins. Af þeim orðum má sjá að Héraðsdómur Vesturlands er sam- mála mér í því að um vanrækslu hafi verið að ræða.“ Vdhjálmur er fullviss um að fé- lagsmenn VLFA hefðu ekki kosið að áfrýja málinu. „Eg tel að hinn almenni félags- maður sé ekki hlynntur því að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Á bakvið þessa áfrýjun standa 8 stjórnarmenn sem ég tel að endur- spegli ekki vilja hins almenna fé- lagsmanns. Við fóram fram á fé- lagsfund þar sem að þessi mál á- samt öðram yrðu rædd en formað- ur félagsins hafnaði því. Eg vil meina að það hefði verið hið eina rétta, þ.e. að láta hinn almenna fé- lagsmann taka ákvörðun í svona veigamiklu máli. Eg vil ítreka það að í dómi héraðsdóms kemur ffam að dómara sýnist að störf mín fýrir félagið hafi orðið því til góðs, t.d. sé ávöxtun á sjóðum þess mun betri en áður.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fýrir hjá Hæsta- rétti en það ætti að skýrast á næstu vikum. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.