Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.09.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2002 j^Munú^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akronesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir 862 1310 Sigurður Mór Harðorson 865 9589 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Anna S. Einarsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuborn.is sigrun@skessuhorn.is smh@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út allo fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímanlego. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til óskrifendo oa í lausosölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ú mónuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lousasölu er 250 kr. 431 5040 Langt nef frá Noregi Gísli Einarsson, ritstjóri. Það má teljast merkilegt að þrátt fyrir að Islenska þjóðin sé ekki þekkt fyrir langlundargeð að aldrei skuli hana skorta umburðarlyndi í garð Norðmanna sem eiga svosem ekkert gott af okkur skilið. Fyrst skal þar telja að upphaflega hröktumst við hingað út á skerið frá Nor- egi vegna ofríkis og yfirgangs Norðmanna. (Við vorum reyndar Norðmenn í þá daga en það bætir þeirra málstað ekki neitt). Það var þó ekki svo að þeir gætu látið þar við sitja því alla tíð síðan hafa þeir skipulega reitt af okkur fjaðrimar þrátt fyrir að þeir eigi okkur með- al annars að þakka að þeir eiga einhverja fortíð. Norðmenn voru nefnilega ólæsir og óskrifandi þar til fyrir stuttu og því tóku Islensk- ir blaðamenn að sér að rita skjall og skrum um þeirra helstu kappa og konunga. I þakklætisskyni hafa Norðmenn viljað eigna sér Snorra Sturluson og ýmsa aðra hafa þeir ásælst í gegnum tíðina með frekju og óbilgirni. Þar með talinn er þorskurinn og flesta fótboltadrengi sem eitthvað hafa kunnað fyrir sér í spyrnum og spörkum hafa Norð- menn hirt af okkur og gert að sínum eigin. Enn og aftur hafa Norðmenn okkur að fíflum og öðm illgresi . Undanfarin misseri hefur íslenska þjóðin haft með höndum það vandasama en verðuga verkefni að fóstra þekkta kvikmyndastjörnu sem hér hefur dvalið í endurhæfingu og útvömun. Þetta er að sjálf- sögðu rengisbáknið Keikó sem lifað hefur í velllystingum praktug- lega í í Vestmannaeyjum. Tilgangur Keikós með dvöl sinni í Vestmannaeyjum var fyrst og fremst sá að draga sig í hlé frá skarkala heimsins og gerast villtur á nýjan leik. Hans markmið var með öðmm orðum að villast með því að ganga í gegnum flókið aftamningarferli sem kostað hefur þó nokkurn slatta af peningum. Okkar umbun átti að vera hlutdeild í frægð kappans en búist var við að aðdáendur hans myndu flykkjast til Vestmannaeyja í milljóna- tali til að berja ferlíkið augum. Ur hæfilegri fjarlægð að sjálfsögðu því ekki mátti raska ró Keikós þar sem hann stundaði innhverfa íhugun og undirbjó sig þannig andlega undir framtíðina úti í ballarhafi. Eitthvað reyndist frægðarsól stjörnunnar hinsvegar hafa hnigið og ferðaþjónustuaðilar í Vestmannaeyjum sem ætluðu að gera sér mat úr Keikó. (I óeiginlegri merkingu) bíða enn efdr gróðanum. Margir töldu sig því hafa keypt hvalinn í sekknum. Nú hefur frægðarsól Keikós hinsvegar risið á ný en þá bregður svo við að hann er ekki lengur í Vestmannaeyjum. Eftir að búið var að flytja hann með flugi hingað til lands og fóstra hér í nokkur misseri með ærnum tilkostnaði þá gerir hann sér lítið fyrir og syndir sjálfur til Noregs eins og ekkert sé sjálfsagðara. Norðmenn fengu Keikó semsagt gratís og nota hann nú sem leiktæki fyrir börn á baðströnd- um. Ekki nóg með að þeir fái frítt það sem við höfum borgað fyrir dýrum dómum heldur gera þeir lítið úr aftamningarkunnáttu okkar með því að leika sér að skepnunni sem fyrir vikið virðist meira tam- in en nokkru sinni fyrr. Að gefiiu tilefni vil ég skjóta því hér inn, til að taka af öll tvímæli, að mér er alls ekki illa við hvali þrátt fyrir að einhverjir kunni að hafa túlkað fyrri skrif mín um hvalræði á þann veg. Hvalir eru að mínu áliti ágætir inn við beinið. Sérstaklega þó inn við beinið því þar er ketið best. Hvað sem því líður er það allavega ljóst að aftamingar hvala verða seint arðbær atvinnugrein hér á landi. Það er því sptu-ning hvort við ættum ekki að halda okkur við það sem við gerum best, að úrbeina hvalina í stað þess að aftemja þá. Gísli Einarsson, hvalavinur. Viðskiptaháskólinn settur í nýju skólahúsi Frá kennslu í hinum nýja sal í morgun. Viðskiptaháskólinn á Bifröst var í hluta hins nýja skólahúsnæðis en settur síðastliðinn sunnudag í sal gert er ráð fyrir að framkvæmdum nýs skólahúss. Kennsla er nú hafin ljúki í næsta mánuði. Sögukort Vesturlands gefið út I tilefni tuttugu ára afmcelis ferðamálasamtaka Vesturlands sem minnst var síðastliðið vor var ráðist í að gefa út veglegt sögukort, Sögakort Vesturlands sem sett var í dreyf- ingu jýrir skömmu. A kortinu eru teikningar af sögufrægum köppum sem tengjast Vest- urlandi og völdum sögustöðum innan kj'ördcemisins. 1 tilefni af útgáfunni var Sturla Böðvarssyni, samgönguráðherra afhent eintak afkortinu þegar hann heimsótti Upplýs- inga og kynningamiðstöð Vesturlands í morgun. Mynd: HJH Frá opnun Opins skógar í Daníelsltmdi. Opinn skógur í Daníelslimdi Þann 17. ágúst síðasdiðinn var hleypt af stokkunum stóru verkefni á vegum Skógræktarfélags íslands undir nafhinu „Opinn skógur“. Verkefnið er fólgið í því að gera nýskóga sem gróðursettir hafa verið undanfarna tvo áratugi víðs- vegar um landið, aðgengileg útí- vistarsvæði fyrir almenning með bættu aðgengi, grisjun, stígagerð og merkingum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Skógaræktarfélagi Is- lands er á ferðinni eitt stærsta verkefni sem félagið hefur ráðist í og mun átak þetta standa í fimm ár að þessu sinni. Fyrsta svæðið sem opnað var al- menningi í þessari mynd er Daní- elslundur, skammt frá Svigna- skarði, í Borgarfirði og í kjölfarið fylgja síðan fleiri svæði víðsvegar um landið. Fréttatilkynning frá Gísla í kjölfar ákvörðunar Alþingis um breytingu á kjördæmamörkum, blasir við sú staðreynd að Vest- fjarðakjördæmi, Norðurlandskjör- dæmi- vestra og Vesturlandskjör- dæmi verði sameinuð í eitt kjör- dæmi; Norðvesturkjördæmi. Samfara þessari breytingu fækkar þingmönnum á svæðinu um 5 tíl að jafna vægi atkvæða , þetta þýðir í raun fjölgun þingmanna á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hvað sem segja má um þessa breytingu þá er hún staðreynd. Norðvesturkjördæmi er mjög víð- feðmt (liðlega 2000 km), sumsstað- ar ógreitt yfirferðar og dreifbýlt. Eftír að hafa ferðast um og rætt við fjölda einstaklinga um allt hið nýja Norðvesturkjördæmi hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast eftir að verða í framboði fyrir Samfylk- inguna í hinu nýja kjördæmi. Þessi fréttatilkynning er send út til staðfestingar, og í samræmi við samtöl sem ég hef átt við íbúa, vini, kunningja og tengslafólk á svæðinu sem verður Norðvesturkjördæmi. Gísli S. Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar Baldur leysir Herjólf af Þann 9. september mun Breiðafjarðarferjan Baldur, sem siglir reglulega milli Stykkis- hólms, Brjánslæks og Flateyjar, fara í slipp í Njarðvík. Að sögn Péturs Agústssonar, útgerðar- stjóra Sæferða ehf. sem er rekstr- araðili Baldurs, þá verður skipið í vikutíma í slipp en mun að svo búnu leysa Herjólf af í siglingum milli lands og Vestmannaeyja um tveggja vikna skeið. á siglingar- leið hans. „Þetta er nú engin ós- kastaða fyrir okkur en þar sem við erum undirverktakar hjá Vegagerðinni, sem á Baldur, þá er það innifalið í samningi okkar að þeir geti mælst til þess að við förum í svona verkefni. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir fastakúnna okkar í Flatey og starfsmenn Baldurs sem flestir eru búsettir í Stykkishólmi," seg- ir Pétur. Hann bætir því við að til standi að Eyjaferðir muni samt sem áður halda úti ferðum þrisvar í viku á öðrum bátum fyr- irtækisins en ekki verður hægt að ferja bifreíðar með þeim. A þess- um árstíma siglir Baldur alla jafha daglega milli áfangastað- anna. Pétur segir að umskiptin ættu ekki að hafa nein sérstök fjár- hagsleg áhrif fyrir Sæferðir. Á fundi hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps á dögunum var hvatt til þess að Vegagerðin sæi til þess að þjóðvegur 61, milli Brjánslækjar og Norðurárdals, verði í sem bestu ásigkomulagi meðan ferjan Baldur er fjarver- andi vegna viðhalds og afleys- ingaverkefina. smh Kvöld- ganga Ungmennasamband Borgar- fjarðar hvetur til næst síðustu kvöldgöngunnar í sumar, fimmtudagskvöldið 5. septem- ber klukkan 19:30. Markmiðið er að fara í góðan göngutúr fyr- ir svefninn og fræðast í leiðinni um skógræktarsvæði Jámblend- isins á Grandartanga. Umsjón- armaður göngunnar er Sigrún Pálsdóttir. Gert er ráð fyrir að hittast við Mörk, sem er uppi í hlíðinni til móts við afleggjar- ann að Grandartanga. Mætum öll og kynnum okkur skógrækt- ina, en munið að fara varlega á þjóðvegi nr. 1 og notið steftiu- Ijósin í tæka tíð! Fréttatilkynning) S. Einarssyni Gísli S. Einarsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.