Skessuhorn - 18.09.2002, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002
SIfiÉSS*ili©BS3
Hitaveitu-
framkvaemd-
ir í Flókadal
Á næstu dögum er fyrirhugað
að hefja framkvæmdir við hita-
veitu í Flókadal í Borgarfirði. Það
eru ábúendur á fimm bæjum í
dalnum, Geirshlíð, Giljahlíð,
Hæl, Hrísum og Brennistöðum
sem standa að framkvæmdunum
með styrk frá Borgarfjarðarsveit.
Að sögn Huldu Sigurðardóttur
í Geirshlíð er allt til reiðu að heíja
framkvæmdir og núna er beðið
eftir bomum til að bora vinnslu-
holu en borinn hefúr tafist í öðr-
um verkefnum. Borað verður á
mörkum Geirshlíðar og Gilja-
hlíðar en rannsóknir benda til að
þar sé nægt heitt vam að finna.
„Við vonumst til að finna nóg
vam fyrir þessa fimm bæi í það
minnsta. Sérfræðingar frá Orku-
stofnun hafá rannsakað svæðið ffá
því 1997 og búið er að bora
nokkrar tilraunaholur. Það bendir
allt til að þetta sé nokkuð gott
svæði og þvf erum við bjartsýn á
að þessi draumur verði að veru-
leika.“
Hulda segir að ef nægt vam
finnist í haust verði þá þegar hafist
handa við lagningu hitaveitunnar
ef tíðarfarið verði hagstætt. GE
Vilja atvinnu-
ráðgjafa
Á síðasta fundi bæjarráðs Akra-
ness var samþykkt að beina því er-
indi til stjómar Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi að hluti af at-
vinnuráðgjöf SSV verði á Akra-
nesi. í ályktuninni segir m.a. „Er
óskað eftir því að hálft til heilt
stöðugildi verði hluti af mála-
flokki atvinnumála bæjarins, en að
unnið verði þar að verkefhum á
Akranesi og sveitarfélögunum
sunnan Skarðsheiðar í samvinnu
við starfsemína í Borgamesi eins
og t.d. verkefhi vegna úttektar á
áhrifum Hvalfjarðarganga o.fl.
Erindi þetta er sett fram m.a. til
þess að tengja betur starfsemi at-
vinnuráðgjafarinnar við Akranes
og til þess að auka hlutdeild Akra-
ness og svæðisins sunnan Skarðs-
heiðar í verkefnum atvinntiráð-
gjafarinnar. I Ijósi framlaga sveit-
arfélaganna og þeirra verkefha
sem unnin hafa verið á liðnum
árum er eðlilegt að leitast við með
þessum hætti að tryggja öfluga
starfsemi í þessu efni á Akranesi
og í nágrenni." GE
Skúr við gæsluvöll á Akranesi
brann tál kaldra kola
-grunur leikur á um íkveikju
Rétt fyrir hálfimm í nótt barst
slökkviliðinu á Akranesi tilkynning
um eld í skúr við gæsluvöllin sem
stendur við Háholt. Skúrinn sem
var mannlaus stóð í björtu báli þeg-
ar að var komið en vel gekk að ráða
niðurlögum eldsins og var slökkvi-
starfi lokið um klukkustund síðar.
Skúrinn hýsti leiktæki fyrir gæslu-
völlinn og brannu þau öll til kaldra
kola með skúmum. Suðurhlið húss-
ins á gæsluvellinum skemmdist
einnig töluvert.
Nágranni í nærliggjandi húsi
fann reykjarlykt um kvöldmatar-
leytið í gær en gat hinsvegar ekki
greint hvaðan lyktin kom og gerði
því lögreglu ekki viðvart. Að öllum
líkindum hafa glæður leynst í
skúrnum frá þeim tíma þar til að
eldurinn blossaði upp nokkrum að ræða þar sem að ekkert rafmagn
klukkutímum síðar. Að sögn lög- var í skúrnum. Lögreglan óskar eft-
reglunnar á Akranesi era eldsupp- ir upplýsingum frá öllum þeim sem
tök ókunn en engu að síður þykir hugsanlega hafa einhverja vitneskju
liggja ljóst fyrir að um íkveikju sé um málið. HH
Skiílslæti og skemmdarverk
í miðbæ Akraness
Aðfaranótt þriðjudagsins 10. sept-
ember sl. var töluvert um ólæti og
skemmdarverk unnin á eignum í
miðbæ Akraness og í næsta nágrenni
við skemmtistaðinn Cafe Mörk.
Töluverður fjöldi fólks var að gera
sér glaðan dag á Cafe Mörk af tilefhi
Islandsmeistaratitils 2.flokks IA sem
þeir tryggðu sér fyrr um kvöldið.
Eftir að staðnum lokaði kl.l safhað-
ist hópurinn saman fyrir utan stað-
irm og fór mikinn. Umferðarskilti
sem sett höfðu verið á götuna vegna
ffamkvæmda vora notuð til að vinna
skemmdir á handriði við kirkjtma
sem sér töluvert á. Nálægur íbúi
hringdi á lögregluna þegar hér var
komið vegna ólátanna og kom hún á
staðinn skömmu síðar. Lögreglan
stillti til friðar um tíma en fljótlega
effir að hún fór mögnuðust ólætin
upp á nýjan leik.
Áðurnefnd umferðarskilti vora
numin á brott auk þess sem lítil
grafa sem staðsett var á Akratorgi
vegna framkvæmda þar svalaði
skemmdarfýsn óprúttinna aðila en
tvær rúður vora brotnar í gröfunni.
Indriði Valdimarsson, skrifstofu-
stjóri hjá Akraneskirkju, sagði í sam-
tali við Skessuhom að skemmdar-
verkin hafi ekki verið kærð til lög-
reglunnar heldur yrði reynt að leita
til þeirra ábyrgu varðandi greiðslu á
lagfæringunum. Indriði sagði einnig
að aðkoman daginn eftir hafi verið
skelfileg. „I garðinum í kringum
kirkjuna og safnaðarheimilið lágu
bjór og vínflöskur á víð og dreif sem
við þurftum að hreinsa upp í snatri
því jarðarför var áætluð seinna um
daginn. Síðan höfðu götumerkin
greinilega verið notuð til að berja á
kirkjutröppunum og handriðinu þar
við.“ Indriði sagði, effir að hafa rætt
við nokkra sjónarvotta að hann vissi
til þess nokkrir leikmenn 2.flokks IA
séu ábyrgir fyrir skemmdunum. „-
Þetta mál er allt hið leiðinlegasta
ekki síst í ljósi þess að þessir knatt-
spyrnudrengir eiga að vera fyrir-
mynd annara unglinga hér í bæ.“
Við fleiri að sakast
Helgi Þorsteinsson er eigandi
vélaleigunnar Þróttar og er rúðu-
brotna grafan í hans eigu. Helgi
sagði að atvikið hafi strax verið kært
til lögreglu og liggur nú nokkuð
ljóst fyrir hver hinn seki er. Helgi
vildi ekki segja hver væri valdur að
skemmdunum en staðfesti hinsvegar
að hann tengdist knattspymufélagi
ÍA ekki.
Á spallsvæði vefe Akraneskaup-
staðar kvartar einn íbúi í miðbæ
Akraness undan hávaða leikmanna
2.flokks og „að hlutum [skuli] hent
utan í íbúðarhús, engin virðing bor-
in fyrir því að héma býr fólk.“
í kjölfarið kom skeyti frá „stjórn
2.flokks“ sem líkast til era leikmenn
flokksins, á síðuna og segir þar að
leikmenn í öðram flokki karla vilji
koma á ffamfæri afsökunarbeiðni til
allra þeirra er urðu fyrir ónæði af
þeirra hálfú umrædda nótt. Enn-
fremur segir í skeytinu að þar sem
að þeir hafi ekki verið einir um að
vera að skemmta sér þessa nótt þá sé
við fleiri að sakast í þessu máli.
Gunnar Sigurðsson, formaður
rekstrarfélags mfl. og 2.flokks karla,
sagði að stjóm KIA hyggðist ekki
beita sér í þessu máli þar sem að
drengirnir hafi ekki verið á vegum
klúbbsins og þar með snerti það
knattspymufélagið ekki beint.
HJH
^eilt um launahækkun bæjarstjóra
Odrengileg umræða
segir formaður bæjarráðs
Kóngasvarmi í Borgamesi
Snorri Már Lárusson með Kóngasvarmann sem sést betur á innfelldu myndinni.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
greiddu atkvæði gegn nýjum ráðn-
ingarsamningi við Gísla Gíslason
bæjarstjóra þegar hann var tekinn til
afgreiðslu á fundi bæjarstjómar fyrir
skömmu. I bókun Sjálfstæðismanna
segir m.a. „I honum (þ.e. samningn-
um) kemur ffarn m.a. að kosmaðar-
auki Akraneskaupstaðar vegna hans
verður um 40 - 50% ffá byrjun síð-
asta kjörtímabils. Við bæjarfulltrúar
Sjálfetæðisflokksins gemm ekki sam-
þykkt þessar hækkanir þar sem við
teljum að um óeðlilega miklar hækk-
anir sé að ræða og greiðum því at-
kvæði á móti samningi þessum."
„Það er ódrengilegt að setja þetta
ffam með þessum hætti,“ segir Guð-
mundur Páll Jónsson formaður bæj-
arráðs. „Þeir era sjálfeagt að miða við
samninginn eins og hann var í upp-
hafi síðasta kjörtímabils. Síðan er
búið að gera leiðréttingar á aksturs-
þáttum og taka inn ýmsan endur-
greiddan kosmað sem bæjarstjóri
leggur út fyrir sjálfur. Hækkun á
launum bæjarstjóra er ekki nema 6 -
8% ogþví er bókun sjálfetæðismanna
mjög villandi. Eg tel að þessi samn-
ingur sé hagstæður fyrir bæjarsjóð
miðað við það sem gengur og gerist
hjá öðrum sveitarfélögum. Það getur
ekki gengið þannig gagnvart bæjar-
stjóra sem hefur starfað hér lengi og
staðið sig vel að hann sé út úr korti
miðað við laun bæjarstjóra í sam-
bærilegum bæjarfélögum. Nýr
samningur er meira í takt við það
sem gengur og gerist og því tel ég
þessa umræðu sjálfetæðismanna
ómaklega,“ segir Guðmundur Páll.
GE
Þetta myndarlega fiðrildi fannst í
garði í Borgamesi um síðustu helgi.
Það var Snorri Már Lárasson, 8 ára,
sem fann fiðrildið og fangaði það en
hann er upprennandi náttúraffæð-
ingur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Náttúruffæðistofrmn er fiðrildið af
tegundinni Kóngasvarmi sem er út-
breidd um sunnanverða Evrópu,
Asíu og Ástralíu en lifir ekki í norð-
anverðri Evrópu. Fiðrildin berast
annað slagið hingað til lands á eigin
vængjum með suðlægum vindum en
þó er það ekki mjög algengt.
GE
Smáhýsa-
byggð í
Garðalundi?
Trésmíðjan Akur ehf. hefúr
með bréfi til bæjarráðs Akra-
ness, dagsettu 2. september sl.,
sett fram hugmyndir um smá-
hýsasvæði í Garðalundi við
skógræktina á Akranesi. Að sögn
Halldórs Stefánssonar, fram-
kvæmdastjóra Akurs, felur hug-
myndin í sér að athugaðir verði
möguleikar á því að koma upp
einskonar sumarhúsabyggð á
þessu svæði, sem samanstæði af
útleigðum smáhýsum og tjald-
stæði. „Við teljum að þetta sé
ákjósanlegt svæði til að laða að
ferðafólk, enda er þar mjög fal-
legt um að litast og stutt í afþr-
eyingu eins og á golfvöllinn, á
íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum
og á safnasvæðið að Görðum."
Halldór segir að þetta muni
fara sinn farveg innan stjórn-
sýslu bæjarins en þetta séu ein-
ungis framhugmyndir. „Á þessu
svæði í Garðalundi er ákveðin
skipulagsvinna í gangi á vegum
bæjarins og því fannst okkur til-
valið að viðra þessar hugmyndir
okkar við bæjaryfirvöld nú þó
þær séu á algjöra ffumstigi.“
Á fundi bæjarráðs Akraness
þann 5. september var málið
tekið fyrir og samþykkt að beina
því tií atvinnumálanefndar að
hún boði fúlltrúa Akurs á fund
sinn til ffekari viðræðna.
smh
Ein ttf sprengjunum semfannst und-
ir Melabökkum.
Djúp-
sprengjur
við göngu-
leið
Laugardaginn 7. september
sl. fór hópur á vegum tóm-
stunda- og forvarnarnefndar
Akraneskaupstaðar í gönguferð
undir As- og Melabökkum.
Þátttakendur voru á fjórða tug
og á nær öllum aldri; þeir yngstu
þrír 7 ára .
Fljótlega þegar komið var
niður á sandinn urðu tveir
göngumanna varir við það sem
tilsýndar virtist vera lítið ohufat.
Annar göngumanna gekk nær
fatinu og þar sem það í leik-
mannsaugum líktist djúp-
sprengju kom hann þar ekki of
nálægt en tók ljósmynd af gripn-
um og hélt hljóður á braut.
Ljósmyndinni var síðan kom-
ið til sprengjudeildar Landhelg-
isgasslunnar sem lét ganga svæð-
ið nokkra síðar og fúndust þá á
svæðinu fjórar óvirkar djúp-
sprengjur úr sfðari heimsstyrj-
öld. (af vefAkraneskaupstaðar)