Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2002, Page 5

Skessuhorn - 18.09.2002, Page 5
SiiisSaiuiioaíS MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 5 Þokkalegu laxveiðisumri að ljúka Þrátt fyrir að byrjunin í vor hafi ekki lofað sérstaklega góðu þá lítur út fyrir að laxveiðimenn og veiði- réttareigendur á Vesturlandi geti þokkalega við unað nú í lok sum- ars. Laxveiðitímabilinu er víðast hvar að ljúka eða lokið nú þegar og þær tölur sem liggja fyrir sýna að veiðin er víðast hvar betri en í fyrra og sumastaðar betri en í lang- an tíma á undan. I Norðurá voru lokatölur 2310 laxar sem er hvorki meira né minna en um þúsund löxum meira en í fyrra en þá endaði veiðin í 1337 löxum. Veiði er einnig lokið í Þverá og hún bætir sig einnig á milli ára og endar í 1453 löxum á móti 1210 í fyrra. Langá var kom- in í 1517 laxa síðastliðinn fimmtu- dag en hún endaði í 1407 löxum á síðasta ári. Laxá í Leirarsveit er komin yfir þúsund laxa markið, stendur í 1030 löxum sem er hundrað löxum meira en í fyrra. Laxá í Dölum er komin í 835 laxa en endaði í 900 í fyrra. Veiðin þar hefur verið góð að undanförnu og Þúsund löxum fleira úr Norðurá en í fyrrasumar ekki ólíklegt að hún endi á svipuðu róli og síðast. Grímsá var komin í 979 laxa síðastliðinn miðvikudag en þar veiddust 1005 laxar á síðasta ári.Straumfjarðaráin endaði í 340 fiskum. Heildarveiði í Flekkudalsá var 230 laxar og í Krossá um 130. Bætt við búsvæðum „Norðuráin kemur sérlega vel út þrátt fyrir að hafa ekki byrjað sér- staklega vel, segir Sigurður Már Einarsson, hjá Veiðimálastofnun í Borgarnesi. „Am hefur ekki verið jafn góð í mjög langan tíma en það byggist meðal annars á að það hafa verið að bætast við búsvæði inn á heiðum sem eru farin að skila sér. Flóka verður einnig mjög góð í sumar en þar er einnig landnám í gangi sem ég held að sé að skila sér. Þá held ég að menn séu mjög sáttir í Þverá en hún byrjaði mjög illa en var góð á lokasprettinum. Þess má geta í sambandi við hana að í sumar var eingöngu leyfð fluguveiði í Kjarrá og það hefur áhrif á veiðitölurnar. Þá hefur Norðuráin skilaði fleiri löxum á land í sumar en mörg undanfarin ár. Langáin verið mjög góð og einnig Dalaárnar flestar. Krossáin er t.d. vel yfir meðalveiði. Einnig má geta þess að Straumfjarðaráin kemur betur út en mörg undanfarin ár.“ Sigurður segir það ekki liggja fyrir hvort veiði í vestlenskum ám nær langtímameðaltali í heildina enda liggja endanlegar tölur ekki fyrir. Hann segir þó ljóst að stærstu árnar séu að bæta sig held- ur á milli ára. GE Ný aðstaða fyrir fjamámsnemendur á Akranesi Svöfusalur tekinn í notkun Síðastliðinn fimmtudag var formlega tekin í notkun ný aðstaða fyrir nemendur í fjarnámi á Akra- nesi að viðstöddum menntamála- ráðherra. I haust byrjuðu 13 nem- endur í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri og 2 nem- endur í íslensku við Háskóla Islands og hafa þessir nemendur ásamt öðrum fjamámsnemum nú aðgang að góðri aðstöðu í Svöfustofu til að stunda sitt nám. Kostir þess að hafa slíka aðstöðu á safninu era meðal annars þeir að þar hafa nemend- urnir einnig aðgang að öðrum gögnum og þar er fagfólk í upplýs- ingaleit. Akveðið var að nefna kennslu- stofuna Svöfusal til heiðurs Svöfu Þórleifsdóttur sem var skólastjóri við Barnaskólann frá 1919 til 1944 og sömuleiðis skólastjóri Iðnskól- ans frá upphafi 1937 til 1943. Svafa var virk í félagsmálum bæði á vettvangi Kvenfélags Akraness, Sambands borgfirskra kvenna og Kvenfélagasambands Islands. Væntingar standa til að Svöfusal- ur verði enn til að bæta aðstöðu þeirra sem vilja búa á Akranesi og bæta menntun sína. Einnig getur þessi aðstaða nýst félögum, fyrir- tækjum og stofhunum til funda- og námskeiðahalds. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness, Lands- bankinn og Landmælingar hafa sýnt þessu verkefni mikilvægan stuðning. GE/Akranes.is Samkeppni um framtíðarslápulag í gamla bænum? Bæjarráð Borgarbyggðar fjallaði fyrir skemmstu um framtíðar- skipulag í Englendingavík og að Brákarsundsbrú. Ljóst er að gömlu kaupfélagshúsin í Englendingavík eru komin að fótum fram og þarfnast umfangsmikilla endur- bóta ef þau eiga að standa um ein- hverja framtíð. Þá liggur fyrir að Kaupfélag Borgfirðinga hyggst byggja nýtt húsnæði fyrir bygg- ingavöraverslun sína í nágrenni við Olafsvíkurvegamót. Komið hafa upp hugmyndir um bryggju- hverfi þar sem timburplan kaupfé- lagsins er í dag. Bæjarráð hefur í framhaldi af þeirri umræðu ákveð- ið að kanna möguleika á að láta fara fram samkeppni um framtíð- arskipulag svæðisins. GE Sláturhús uiö Laxá Slátursala hefst þriðjudaginn 24. september Vinsamlegast pantið með dags fyrirvara ísíma 433 8893 Snœfellsbær -þar sem Jökulinn ber við loft ÚTBOÐ Leikskólinn Krílakot í Ólafsvík Snæfellsbær óskar eftir tilboðum í stækkun leikskólans Krílakots í Ólafsvík. Viöbyggingin verður steinsteypt. Stærð 148,5 m2 Verkið felst í að reisa viðbyggingu við núverandi leikskóla og skila húsinu fullfrágengnu ásamt lögnum og innréttingum. í eldra húsnæði skal saga ofan af steyptum göflum, skipta út þakklæðningu og ýmsar breytingar innanhúss. Helstu magntölur eru: Gröftur Fylling Steypumót Bendistál Steinsteypa 500 m3 385 m3 374 m2 4.100 kg 55 m3 | Útboðsgögn verða til afhendingar frá fimmtudeginum 19. september 2002 á skrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, 360 Hellissandi. Opnun tilboða verður fimmtudaginn 3.október 2002 kl. 11:00 á sama stað.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.