Skessuhorn - 18.09.2002, Síða 7
áiiisaiaiuMC»i2Kí
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002
7
Höfðingleg gjöf frá
Lionskonum
Krakkamir í Grunnskólanum í Olafsvík voru ánægð meS gjöf Lionskvenna í Olaftvík.
Fyrir skemmstu færðu konur í
Lionsklúbbnum Rán í Olafsvík
Grunnskólanum í Olafsvík að gjöf
vönduð leiktæki fyrir á aðra millj-
ón króna. Um er að ræða þrjú stór
leiktæki sem hefur verið komið fyr-
ir á skólalóðinni og bekk sem vænt-
anlegur er síðar.
Umtalsverðar framkvæmdir hafa
staðið yfir á skólalóðinni í sumar og
hefur meðal annars verið skipt um
jarðveg og lagnir á skólalóðinni.
Eftir er að helluleggja leiksvæðið
næst skólanum og einnig er ædun-
in að byggja nýtt anddyri sem snýr
að íþróttahúsinu og verður það í
framtíðinni aðalinngangurinn í
skólann. Leiktækin frá Lionskon-
um eru síðan kórónan á verkið.
Fram kom við afhendingu leik-
tækjanna að fjáröflun vegna verk-
efnisins hefur staðið í fimm ár og
sagði Sigrún Ólafsdóttir formaður
klúbbsins að viðtökur bæjarbúa
hefur verið mjög góðar.
GE
Sigrún Ólafidóttir formaður Lionsklúbbsins Ránfierði Sveini Þór Elinbergssyni gjafabréf
við hafhendingu leiktækjanna við hátíðlega athöfn. Myndir: PSJ
Norðurál
Góð afkoma Norðuráls á fyrstu
sex mánuðunum
Fjögur hundruð
milljóna hagnaður
Reksmr Norðuráls skilaði 404
milljóna króna hagnaði fyrstu sex
mánuði ársins," samkvæmt ffétta-
tilkynningu frá félaginu. Nettó-
velta fyrirtæksins var 4,2 milljarðar
króna eða 48 milljónir dollara
fyrstu sex mánuðina. A sama tíma-
bili árið 2001 var velta fyrirtækisins
3,8 milljarðar króna eða 36 millj-
ónir dollara. Framleiðsla á áli var
45 þúsund tonn á tímabilinu en
árið áður höfðu verið framleidd 30
þúsund tonn. A miðju ári 2002 var
eitt ár síðan stækkun úr 60 þúsund
tonna ársframleiðslu í 90 þúsund
tonn var tekin í notkun.
Álverð var 1367 dollarar á tonn
fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs
en var 1550 dollarar á sama tímabili
í fyrra. Áætlun gerði ráð fyrir 1500
dollurum á tonnið. I fféttatilkynn-
ingunni segir að útlit sé fyrir ffem-
ur lágt álverð það sem eftir er árs-
ins en verðið er liðlega 1300 dollar-
ar á tonn um þessar mundir. Þá
segir í tilkynningunni: „Utiit er
fyrir áframhaldandi hagnað af
rekstri Norðuráls út árið 2002 þrátt
fyrir lækkun álverðs. Norðurál
áætlar að ffamleiða rúmlega 90.000
tonn á árinu.“
Enn tekist á um Bjarg á Amarstapa
Deilur vegna sölu á ríkisjörðinni
Bjargi á Amarstapa hafa ekki enn
verið útkljáðar. Eins og ffam hefur
komið í Skessuhomi gerðu Snæ-
fellsbær og Umhverfisráðuneytið
með sér samning í tengslum við
stofhun Þjóðgarðsins Snæfellsjök-
uls um skipti á jörðinni Saxhóli sem
er innan þjóðgarðsins og smærri
jarða á Arnarstapatorfunni. Var
Bjarg þar á meðal. Þau skipti hafa
enn ekki verið formlega ffágengin
og strandar málið á því að ábúend-
ur Bjargs hafa óskað eftir að fá jörð-
ina keypta af ríkinu. Hafa ábúend-
umir óskað effir meðmælum ffá
Snæfellsbæ til að fá forkaupsrétt
sinn staðfestan. Meirihluti Snæ-
fellsbæjar hefur hinsvegar hafnað
því á þeim forsendum að bærinn
hafi þegar keypt jörðina.
Á síðast fundi bæjarstjómar Snæ-
fellsbæjar krafðist minnihlutinn í
bæjarstjórn þess að ábúendur
Bjargs fengju meðmæli bæjarins til
að geta nýtt forkaupsrétt sinn. I
bókun minnihlutans segir meðal
annars: „ Fyrrverandi og núverandi
meirihluti virðist hafa misskilið eða
ofmetið sinn rétt varðandi for-
kaupsrétt á þessari jörð og einnig
staðið í þeirri meiningu að nauð-
synlegt væri að allar jarðir innan
þjóðgarðs væra ríkiseign og þ.v.
ædað að skipta á Saxhóli og m.a.
Bjargi. Síðan hefur komið í ljós
samkvæmt áliti Jóns Höskuldssonar
lögmanns að ábúendur eiga for-
kaupsrétt að því gefnu að þeir fái
meðmæli ffá bæjarstjóm og einnig
hefúr það komið fram að jarðir inn-
an þjóðgarðs þurfi ekki endilega að
vera í eigu ríkisins."
Ásbjörn Óttarsson forseti bæjar-
stjómar lét þá bóka að það væri
rangt að ágreiningur hefði verið
um það í bæjarstjóm á síðasta kjör-
tímabili hvort bærinn afsalaði sér
jörðinni
Sagði hann einnig að engar deil-
ur hafi staðið um það innan síðusm
bæjarstjómar að allar jarðir innan
Þjóðgarðs ætm að vera í eigu ríkis-
ins. Það hafi alla tíð staðið til að
skipt yrði á jörðinni Saxhól og torf-
unni á Amarstapa. „Ferillinn í
þessu máli á sér mikið lengri að-
draganda en ffá síðustu bæjarstjóm
og stofhun Þjóðgarðsins, m.a.
vegna þess að ríkið hefur alla tíð
fengið inn allar leigutekjur af jörð-
unum á Arnarstapa en Snæfellsbær
hefur borið allan kostnaðinn,“
sagði Ásbjörn.
Fyrir liggur að á næsta fundi bæj-
arráðs verði gengið frá formlegu
svari til ábúenda Bjargs um það
hvort umbeðin meðmæli verða
veitt eður ei. GE
Vel heppnuð körfuboltaferð
í Hvalfjörðinn
Körfuboltamenn á Akranesi
lögðu land undir fót (og bolta) síð-
astliðinn laugardag þegar þeir
rökm knöttinn fyrir Hvalfjörðinn
úr Reykjavík og upp á Skaga. Til-
gangurinn var að safha áheitum til
að fjármagna félagsstarfið. Að sögn
forráðamanna Körfuknattleiksfé-
lags IA gekk allt að óskum og hinir
fílhrausm og feiknalipru körfu-
boltakappar af Skaganum blésu vart
úr nös þegar þeir skokkuðu létt í
hlað á Jaðarsbökkum. Þar lögðust
þeir í bleyti í heita pottinn um
stund ■ og söddu síðan hungur sitt
með pizzum frá Barbró.
Stjórn körfuknattleiksfélagsins
vildi koma á framfæri þökkum til
fyrirtækja, stofnana og allra bæja-
búa fyrir stuðninginn við þetta
uppátæki. GE
Komnir heim með boltann.
I— -i-----j——-— ----------——n----------
ft
Dægurlagakeppni UMFR
Dreymir þig um frægð og frama?
Langar þig að baða þig í sviðsliósinu?
Nú er tækifærið
Dægurlagakeppni UMFR verður
haldin í Logalandi 16. nóvember
næstkomandi. Lög þurfa að
berast á geisladiski eða
hljóðsnældum fyrir 1.
nóvember til Sigríðar
Jónsdóttur, Ásbrún 8,
Bæjarsveit, 311
Borgarnes. Lögum
þarf að skila inn
undir dulnefni en rétt
nafn höfundar dsamt
símanúmeri þarf að fylgja með í lokuðu umslagi. Skilyrði
fyrir þdtttöku eru að lögin séu frumsamin, með íslenskum í
texta og mega ekki hafa verið flutt opinberlega óður.
Gríptu nú tækifærið og komdu laginu þínu d framfæri.
Ungmennafélag Reykdœla
GE