Skessuhorn


Skessuhorn - 25.09.2002, Síða 6

Skessuhorn - 25.09.2002, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 gíÖíSSIHiöEEi Reynir Leósson Reynir Leósson var um síðustu helgi kjörinn leikmaður ársins hjá mfl. IA á uppskeruhátíð félagsins. Reynir er vel að titlinum kominn enda sýndi hann einn fárra leikmanna liðsins sitt rétta andlit í sumar. Reynir leyfir lesendum Skessuhorns að kíkja inn um skráargatið hjá sér þessa vikuna. Nafii: Reynir Leósson Fæðingadagur og ár: 20. ágúst 1979. Starf: Nemi. Fjölskylduhagir: I sambúð, á einn son. Hvemig bíl áttu: Toyota Camry árg. 1988. Uppáhalds matur: Hamborgarahryggurinn hennar m'ómmu. Uppáhalds drykkur: Vatn. Uppáhalds sjónvarpsefni: Allt á MUTV. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Egill Helgason. Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar E. Sigurðsson. Uppáhalds leikari erlendur: Kevin Spacy. Besta bíómyndin: Lord ofthe Rings. Uppáhalds íþróttamaður: Eiður Smári Guðjohnsen. Uppáhalds íþróttafélag: ÍA. Uppáhalds stjómmálamaður: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Bob Dylan. Uppáhalds rithöfundur: Amaldur Indriðason. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni: Andvígur. Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Oheiðarleiki. Hver er þinn helsti kostur: Hreinskilini. Hver erþinn helsti ókostur: Kæruleysi. Kom útnefningin þín sem leikmaður ársins þér á óvart: Já. Hver var munurinn á IA liðinu í sumar og ífýrra: Minni reynsla og lykilmenn í meiðslum á slæmum tímum. Hvað stendur upp úr á nýliðnu keppnistímabili: Fátt markvert nema kannski lokaleikurinn gegn Fylki. Fimmtudaginn 12. september voru 25 ár liðin ffá stofhrm fjöl- brautaskóla á Akranesi. I tilefni af- mælisins komu nemendur og kenn- arar saman á sal skólans í þriðju kennslustund, klukkan 10:20. Sam- koman hófst á ávarpi Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra. Því næst lék Rut Berg Guðmundsdóttir tvö lög á harmónikku og Hrefha Gunnarsdóttir og Elsa Jóhannsdótt- ir Kiesel sungu við undirleik Leifs Jónssonar. Rut, Hrefha, Elsa og Leifur eru öll nemendur við skól- ann. Að síðustu sté Helga Braga Jónsdóttir, leikkona og fyrrum nem- andi við skólann, á svið og skemmti viðstöddum með glensi og gríni eins og henni einni er lagið. Að lokinni vel heppnaðri sam- komu á sal skoðaði menntamálaráð- herra skólann og snæddi hádegis- verð ásamt Herði Helgasyni skóla- meistara, Atla Harðarsyni aðstoðar- skólameistara, Gísla Gísasyni bæjarstjóra, Þorgeiri Jósefssyni formanni skóla- nefndar, Guðjóni Guðmundssyni al- þingismanni og Karli Kristjánssyni deildar- stjóra í Framhalds- skóla- og fullorðins- fræðsludeild mennta- málaráðuneytisins. Undir borðum gerðu skólameistari og for- maður skólanefndar grein fyrir stöðu skólans og hvað helst þarf að gera til að starf hans eflist á næstu árum. Þríréttaðjrá ferðamálafulltrúanum Ásthildur Sturludóttir er ferða- málafulltrúi Vesturlands og ann- álaður matgæðingur í Stykkis- hólmi. Hún er að hefja sitt annað starfsár sem ferðamálafulltrúi og segir að sl. ferðasumar hafi geng- ið mjögvel. Hún segist vilja bjóða lesendum Skessuhorns upp á hörpuskel af því að hún er úr Stykkishólmi, en í Breiðafirðin- um eru fengsælustu skelfiskmið landsins. Hún segir að einnig sé hægt að nota uppskriftina fyrir saltfisk eða annan fisk en þá sé engiferi sleppt. Asthildi þykir til- hlýðilegt að nefna réttinn Ultima Thule hörpudisk til heiðurs kayak-vinum hennar frá Ultima Thule, en þeim bauð hún fyrst upp á réttinn. Ultima Thule hörpudiskur 1 kg hörpudiskur. 5 tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir smátt. 4-6 hvítlauksrif marin. 2 cm af engiferrót, rifin. 1 græn paprika, smátt söxuð. 1 búnt af steinselju, saxaðfmt. 2 dl. (og eftil vill meirá) ólívuolía. 1 dl. (og ef til vill meira) sítrónu- safi, nýkreistur. Salt og pipar eftir smekk hvers og eins. Ollu blandað saman í stóra gler- skál og kælt í a.m.k. 3 tíma. Hrær- ið í annað slagið. Þegar á svo að bera skelina ffam er safinn sigtaður frá og smá stein- selja klippt yfir til að gera réttinn lekkerari! Gott er að borða brauð með. „Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Sérstaklega þó hjá henni ömmu minni og nöfnu og pabba. Karlmönnum Kst yfirleitt ekkert ofsalega vel á þegar þeir sjá mig búa réttinn til enda þola þeir oftast ekki ólívur! Haldið þeim því víðsfjarri meðan þið búið þetta til og vitið til að kjúllinn og ólívumar munu renna ljúflega niður!“ Madeira kjúklingur 11/2 kjúklingur (eða 6 bringur). 1 hvítlaukur, saxaður. 1/2 msk. oregano. Gróft salt og pipar. 1 dl. rauðvínsedik. 11/4 dl. ólívuolía. 11/4 dl. grænar ólívur. 1 dl kapers með smá af leginum. 21/2 dl. sveskjur. 6 lárviðarlauf. 21/2 dl. púðursykur. 2 1/2 hvítvín (eða sítrónusafi). Öllu blandað saman nema kjúklingnum í góða skál. Honum blandað saman við og látið bíða í kæli í a.m.k. 4 tíma. Réttinn má líka útbúa daginn áður og verður þá enn betri. Þetta er svo bakað í ofni í u.þ.b. 1 klst. við 180°C. Borið fram með góðu salati og brauði til að dýfa í sósuna sem er mjög ljúffeng! Að lokum gefur Asthildur okkur uppskrift að því sem hún kallar „ffanska súkkudruslu“ sem er bök- uð við öll tækifæri í hennar fjöl- skyldu. Frönsk súkkulaðikaka 200 g suðusúkkulaði. 200 g smjör (verður að vera smjör). áegg. 4 dl. sykur. 1 dl. hveiti. 100 g möndlur eða heslihnetur, hakkaðar. Smjör og súkkulaði er brætt saman í potti við vægan hita. A meðan eru egg og sykur þeytt í rot. Þegar súkkulaðiblandan er tilbúin er mesti hitinn látinn rjúka úr og blöndunni bætt við eggin og sykur- inn. Þá er hveiti og möndlum bætt varlega við og blandað saman með sleikju. Þetta er svo bakað í u.þ.b. 50 mínútur við 180 gráður. Kakan á að vera dálítið blaut. Henni er svo hvolft á disk og flórsykur sigtaður yfir og kakan svo skreytt með jarðaberjum og e.t.v. bláberj- um ef einhver á þau enn. Verðiykkur að góðu! Það stóð í stórræðum starfifólkið á Dvalarheimilinu í Borgamesi í morgun. Þau Mar- grét Sigurþórsdóttir (f.v), Vignir Sigurþórsson og lnga Guðjónsdóttir voru í sláturgerð og ætluðu sér ásamt samstarfsfólki sínu að afkasta 200 „slátrumu aðþessu sinni. Til að flýta vinnunni hafði Vignir hannað trekt til að koma slátrinu hratt og örugglega ofan í „gamimar“ og eins ogsjá má á myndinni sveif góður andiyfir þessum haustverkum. Mynd: smh Nýr sveitarstjóri í Reykhólahreppi Ráðinn hefur verið nýr sveitar- stjóri í Reykhólahreppi, Einar Örn Thorlacius, f. 18. júní 1958, og mun hann taka til starfa þann l.október n.k. Alls bárust 13 um- sóknir um starfið. Einar er lög- ffæðingur að mennt, lauk prófi frá lagadeild H.í. 1983 og hefiir starf- að sem forstjóri hjá Fossberg ehf í Reykjavík síðan 1989. Hann er giftur Sophie Schoonjans hörpu- leikara og tónmenntakennara og eiga þau 2 syni, 4ra og 6 ára. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fráfar- andi sveitarstjóri mun láta af störf- um að eigin ósk l.okt.'02. Harður árekstur Harður árekstur varð á Laugar- brautinni á Akranesi um níuleytið á fimmtudágsmorgun í síðustu viku. Bílamir skemmdust mikið. Annar ökumannanna fór í skoðun á Sjúkrahúsi Akraness eftir árekstur- inn en meiðsl hans reyndust minni- háttar. HH

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.