Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2002, Page 2

Skessuhorn - 16.10.2002, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2002 ssgssuisesM Tíu framboð i proíkjon Sjálfstæðis- manna Tíu einstaklingar hafa til- kynnt um ffamboð í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæmi sem fram fer þann 9. nóvember n.k. Þeir sem gefa kost á sér eru: Bima Lárusdótt- ir, forseti bæjarstjómar, Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingis- maður, Einar Oddur Kristjáns- son, alþingismaður, Guðjón Guðmundsson, alþingismaður, Jóhanna Pálmadóttir bóndi, Jón Magnússon, verkfræðingur, Ragnheiður Hákonardóttir bæj- arftilltrúi og varaþingmaður, Skjöldur Orri Skjaldarsson, bóndi, Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra og Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður. Atkvæði í prófkjörinu geta greitt flokksbundnir Sjálfstæðis- menn og þeir sem skrifá undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Formaður kjömefiidar NV-kjördæmis er Jóhann Kjart- ansson í Borgamesi og starfs- maður við undirbúning próf- kjörsins er Valgarð S. Halldórs- son. GE SafiiLeife heppna Viðbyggingin við gamla Kaupfélagshúsið í Búðardal er vel á veg komin og er reiknað með að þeim hluta ffamkvæmd- anna ljúki um mánaðamótin. Aædað er að setja upp sögusýn- ingu í húsinu sem að mestu leyti verður helguð ferð Leifs heppna til Vesturheims. Að sögn Har- aldar L. Haraldssonar, sveitar- stjóra Dalabyggðar, vonast menn til að safhið verði tilbúið strax á næsta ári en líklega verð- ur það ekki fyrr en 2004. HJH Ferðamála- ráðstefiia í Hólminum Hin árlega Ferðamálaráð- stefna Ferðamálaráðs Islands verður haldin í Hótel Stykkis- hólmi á morgun og föstudag. Samhliða ráðstefnunni stendur Ferðamálaráð fyrir málþingi um umhverfismál á Hótel Stykkis- hólmi á föstudag frá kl. 10.00 - 12:00. Megi nviðfangsefni mál- þingsins er sjálfbær þróun í ferðaþjónustu og mikilvægi vottunar á þessu sviði. GE Akur fær út- hlutað lóðum Trésmiðjan Akur hefur fengið úthlutað þremur parhúsafóðum við Höfðargrund af bæjarráði Akraness. Akur hyggst byggja samskonar hús og fyrir standa við Höfðagrund. Ekki liggur fyrir hvenær ffamkvæmdir hefj- ast en vonast er til að þær hefjist sem fyrst. HJH Hart barist um efstu sætin á lista Framsóknarmanna Þorvaldur sækist eftir efsta sætinu Þorvaldur T. Jónsson bóndi í Hjarðarholti, rekstrarffæðingur og bæjarfulltrúi í Borgarbyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 3. sæti framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Þorvaldur hefur verið vara- þingmaður Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi frá árinu 1995. Þorvaldur er þar með fimmti kandidatinn í efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi en áður hafa Páll Péturs- son félagsmálaráðherra, alþingis- mennimir Magnús Stefánsson og Kristinn H Gunnarsson og Arni Gunnarsson á Sauðárkróki lýst yfir áhuga á að leiða listann. Þorvaldur segir ný kjördæmi kalla á nýja forystu og það sé meðal annars ástæða þess að hann gefi kost á sér til að leiða listann fyrir komandi kosningar. „Samrani kjördæmanna þriggja, Vesturlands, Vest- fjarða- og Norðurlands vestra í eitt stórt kjör- dæmi kallar á ný vinnu- brögð flokka og stjóm- málamanna við að sinna ólíkum hags- munum og þörfum íbúanna. Þá er í þeirri baráttu sem framundan er bæði fyrir og efdr alþingiskosningar afar mikilvægt að Fram- sóknarflokkurinn í þessu stóra kjör- dæmi hafi á að skipa öflugri og sannfærandi forystusveit. Við þessu verður ekki síst brugðist með því að tefla fram nýju fólki sem þó hefur mikla reynslu af þátttöku í stjóm- málum og atvinnu- lífi og endurspeglar hin ýmsu sjónarmið innan kjördæmis- ins, ekki síst með tilliti til búsetu og atvinnuhátta,“ segir Þorvaldur. Raðað verður í efstu sæti listans á tvöföldu kjördæm- isþingi Framsókn- arflokksins í Norð- vesturkjördæmi þann 16. nóvember næstkomandi. Auk þeirra sem stefna á efsta sætið hefur Herdís Sæmunds- dóttir á Sauðárkróki lýst yfir að hún sækist eftir 2. sætinu og Elín R Lín- dal á Lækjarmóti í V-Hún gefur kost á sér í 3. sætið. GE Þorvaldur Tómas Jánsson Þjónustuíbúðir rísa í Búðardal Einar K Guðfmnsson alþingismaður tekurfyrstu skóflastimguna að þjónustuíbúðum í Dölunum. Fyrsta skóflustunga að nýju húsi við dvalarheimilið í Búðardal var tekin í síðusm viku. Ibúðimar era svokallaðar þjónusmíbúðir ædaðar öldraðum. Það er trésmiðjan Megin í Búðardal sem sér um framkvæmd- ir á verkinu. Aæduð verklok era 1. júní á næsta ári og mun kostnaður- Mynd: Gunnólfur inn vera um 20 milljónir með full- ffágenginni lóð. Það er dvalarheim- ilið, Saurbæjarhreppur og Dala- byggð sem kosta verkið. HJH Aðalfundur Hafnarsambands íslands var baldinn á Akranesi áfimmtudag og föstudag í síðustu viku. Fundurinn fór fram t sal verka lýðsfélaganna að Kirkjubraut en á fóstudagskvóld var baldið mikið lokahóf t salarkynnum Haraldar Böðvarsstmar hf. Myral: HJH Sameigin- legur fundur bæjarstjóma Næstkomandi fösmdag verð- ur sameiginlegur firndur bæjar- stjórna Akraness og Borgar- byggðar og verður hann hald- inn í Borgarnesi. „Við erum að endurgjalda heimboð sem bæj- arfulltrúar héðan þáðu af Skagamönnum síðasta vor,“ segir Páll S Brynjarsson bæjar- stjóri Borgarbyggðar. Að hans sögn mun m.a. vera ædunin að sýna Skagamönnunum Grunn- skólann og uppbygginguna sem átt hefur sér stað á Bifröst og síðan er ædunin að halda sam- eiginlegan fund þar sem endur- skoðað verður samkomulag um samstarf milli sveitarfélaganna sem gert var árið 2000. „Það er verið að tala um að auka enn frekar samstarfið enda skilst mér að það hafi gengið vel og skilað báðum aðilum árangri," segir Páll. GE Páll S. Brynjarsson bœjarstjóri Borg- arbyggðar. Rammagerð Borgar- byggðar Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagasáætlunar hjá flestum sveitarfélögum lands- ins. í Borgarbyggð er sú vinna nokkuð frábragðin því sem ver- ið hefur því nú verður í fyrsta sinn stillt upp svokallaðri rammaáædun. „Þetta snýst um að búnir era til ákveðnir ramm- ar fyrir hvem málaflokk en í stað þess að bæjarráð ljúki áæd- uninni í smáatriðum koma fagnefndir og sviðsstjórar ein- stakra málaflokka til með að ráðstafa fjárveitingunni innan rammans. Þessir aðilar bera því meiri ábyrgð á áæduninni og hafa um leið meiri áhrif á hana en verið hefur,“ segir Páll S Brynjarsson bæjarstjóri. Páll segir þetta kerfi hafa reynst vel í þeim sveitarfélög- um þar sem það hefur verið tekið upp en Reykjavíkurborg reið á vaðið með gerð ramma- áætlunar fyrir fimm árum. Borgarbyggð hefur hinsvegar leitað í smiðju Sandgerðisbæjar þar sem unnið hefur verið eftir þessu kerfi í tvö ár og reynst vel. „Meðal kostanna við að gera þetta svona er að ákvarð- anatakan færist nær neytendum því þeir sem starfa við viðkom- andi málaflokka þekkja best þarfir neytendanna,“ segir Páll. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.