Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2002, Page 3

Skessuhorn - 16.10.2002, Page 3
»s£>3um/>.: MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 2002 3 Tímamótayfirlýsing undirrituð á Akranesi á mánudag Sveitarfélög á Vesturlandi slá skjaldborg um Norðurál Frá undirritun yfirlýsingarinnar í Maríukajfi: Frá vinstrí: Davíð Péturssm oddviti Skorradalshrepps, Linda Pálsdóttir skrifstofustjóri Borgarfjarðarsveitar, Marteinn Njálsson oddviti Leirár og Melahrepps, Helgi Þorsteinsson oddviti Skilmannahrepps, Páll Brynjarsson bœjarstjóri Borgarbyggðar, Gísli Gíslason bœjarstjóri Akraness, Hallfreður Vilhjálmssm oddviti Hvaljjarðarstrandarhrepps og Asa Helgadóttir oddviti Innrí Akraneshrepps. Undanfarin misseri hefur farið fram mikil opinber umræða um umhverfisáhrif vegna stóriðjuupp- byggingar, fyrst og fremst á Austur- landi og Vesturlandi, og virkjunar- firamkvæmda sem fylgja orkufrek- um iðnaði. Þær raddir hafa verið háværari sem vilja vernda umhverf- ið gegn hverskonar mengunarvöld- um og þar eru álver og sambærileg stóriðjufyrirtæki á bannlista. Ymis náttúruverndarsamtök hafa barist harðri baráttu gegn stóriðjuáform- um en minna hefur farið fyrir sam- tökum sem berjast fyrir áðumefnd- um fyrirtækjum. Segja má þó að til hafi orðið ígildi slíkra samtaka síðastliðinn mánudag og það býsna stór því að þeim standa átta sveitarfélög á sunnanverðu Vesturlandi. Þess ber að vísu að geta að ekki er um eigin- leg samtök að ræða en hinsvegar má segja að sveitarfélögin, Akranes, Borgarbyggð, Innri Akraneshrepp- ur, Skilmannahreppur, Leirár og Melahreppur, Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Skorradalshreppur og Borgarfjarðarsveit hafi þó bundist samtökum um að styðja með ráðum og dáð áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á Grundartanga. Fulltrúar þessara sveitarfélaga komu saman í Maríukaffi í safnasvæðinu á Görð- um á mánudag og undirrituðu vilja- yfirlýsingu þar sem segir: „Sveitar- stjómir ofangreindra sveitarfélaga fagna þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá Norðuráli á Grandartanga undanfarin ár um leið og þær vekja athygli á mikil- vægi fyrirtæksins á svæðinu með til- litri til atvinnuuppbyggingar og já- kvæðrar þróunar mannlífs í víðasta skilningi. Um leið eru þeir aðilar, sem fjalla um málefni stóriðju og virkjana á opinberam vettvangi hvattir til að fjalla á hlutlausan og uppbyggilegan hátt um þá kosti sem íslensk stóriðja felur í sér fyrir byggðir landsins. Varðandi fyrir- hugaða stækkun Norðuráls á Grundartanga lýsa stjórnir þessara sveitarfélaga sig reiðubúnar til að uppfylla af fremsta mætti þær skyldur sem að sveitarfélögum snúa og af þeim er krafist vegna fyrirsjá- anlegrar fjölgunar íbúa og atvinnu- tækifæra í landshlutanum. Sveitar- stjórnir á sunnanverðu Vesturlandi era meðvitaðar um þýðingu upp- byggingar atvinnulífsins við Grandartanga og mikilvægi þess fyrir byggðirnar á Vesturlandi og leggja því ríka áherslu á að greitt verði fyrir því að Norðurál á Grundartanga fái alla þá fyrir- greiðslu sem nauðsynleg er af hálfu hins opinbera í tengslum við fyrir- hugaðar stækkanir, enda þjóðhags- leg áhrif fyrirtækisins mjög mikil og jákvæð.“ Áttatíu milljarðar I greinargerð með yfirlýsingunni segir meðal annars að starfsemi Norðuráls hafi ffá stofnun fyrirtæk- isins átt ríkan þátt í að treysta at- vinnu og búsetu á svæðinu í ná- grannabyggðum verksmiðjunnar og að óhætt sé að segja að fyrirtækið sé nú þegar einn stærsti atvinnurek- andinn á svæðinu þrátt fyrir að upp- byggingu þess sé hvergi nærri lokið. Þar segir einnig: „Færa má fyrir því rök að staðsetning verksmiðjunnar á randartanga hafi leitt af sér fjölg- un íbúa, dregið veralega úr at- vinnuleysi og leitt til þess að ýmis þjónustutengd starfsemi hafi dafh- að og laun hafa strigið. Þetta hefur m.a. leitt af sér aukna eftirspurn eft- ir vöra og þjónustu. I greinargerð- inni segir ennffemur að ef áædanir um stækkun gangi effir megi gera ráð fyrir að árið 2008 hafi fyrirtæk- ið fjárfest fyrir um 80 milljarða króna á Grandartanga. Einsdæmi Samkvæmt heimildum Skessu- horns munu ekki vera önnur dæmi um það hér á landi að svo mörg sveitarfélög hafi tekið höndum saman og slegið skjaldborg utan um eitt fyrirtæki. Gísli Gíslason bæjar- stjóri Akraness segir það ánægjulegt að sveitarfélögin skuli standa saman í þessu máli sem sé þeim öllum mikið hagsmtmamál og sé það til marks um að menn geri sér grein fyrir að sunnavert Vesturland sé orðið eitt atvinnusvæði. Aðspurður um hvort sveitarfélögin átta kunni ekki að vera að bregðast sínu hlut- verki gagnvert vernd umhverfisins segir hann það ekki vera. „I þessu tilfelli er verið að leggja áherslu á hið mannlega umhverfi með því að tryggja áframhaldandi bætta af- komu og betri lífsskilyrði fyrir það fólk sem býr hér á svæðinu. Okkur ber að hlúa að okkar fólki og nátt- úrunni að sjálfsögðu einnig og við viljum hvoragum aðilanum bregð- ast,“ segir Gísli. Ragnar Guðmundsson fjármála- stjóri Norðuráls sagði í samtali við Skessuhorn, að lokinni undirritun yfirlýsingarinnar, að stjórnendur Norðuráls mætu mikils þann stuðn- ing sem sveitarfélögin sýndu þarna í verki og sagði hann það endur- spegla það góða samstarf sem fyrir- tækið hefði átt við heimamenn allt frá stofnun þess. GE Vib fögnum vetri laugardaginn 26. október 2002 meb hljómsveit Ceirmundar á Hótel Borgarnesi frá kl 23.00 - 03.00 Matur og ball kr. 4.400,- Mibaverb kr. 2.000,- Snyrtilegur klæbnabur Aldurstakmark 18 ár ðitt- ■ Dustum rykib af dansskónum og styrkjum gott málefni Allur ágóbi rennur til líknarmála Borbapantanir á Hótel Borgarnesi í síma: 437-1119 fyrir fimmtudaginn 24. október 2002 fylatse Laxatve0 RtTTUR efI' S.*-""16" _______ Lionsklúbburinn ^ Agla _________________

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.