Skessuhorn - 04.12.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI - 48. tbl. 5. árg. 4. desember 2002
Kr. 250 í lausasölu
Svæðisskrifstofa
Vesturlands fékk
Múrbrjótinn
Verðlaunastarfsemin fær ekki náð
fyrir augum fjárveitingavaldsins
Magnús Þorgrímsson
í gær afhentu Samtökin
Þroskahjálp sínar árlegu viður-
kenningar fyrir gott starf í þágu
málefna fatlaðra. Verðlaunin
nefnast Múrbrjóturinn og að
þessu sinni fengu fjórir aðilar
viðurkenningu. Einn þeirra var
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
á Vesturlandi sem hlýtur verð-
launin fyrir brautryðjendastarf á
sviði ráðgjafa- og fjölskyldu-
þjónustu.
„Við höfum verið að byggja
upp ráðgjafaþjónustu við fjöl-
skyldur á Vesturlandi með því að
bjóða upp á þverfaglega og sam-
ræmda aðstoð," segir Magnús
Þorgrímsson forstöðumaður
Svæðisskrifstofunnar. Þetta
kerfi byggir meðal annars á
mánaðarlegum samráðsfundum
þar sem aðstandendur fatlaðs
barns og viðkomandi sérfræð-
ingar koma saman og
skipuleggja hvernig unnið skuli
fyrir einstaklinginn. Það er víða
boðið upp á góða þjónustu við
fatlaða en þetta er ekki í boði
annars staðar. „Það má segja að
það sem við gerum sé að byggja
upp net utan um fatlaða einstak-
linga sem haldið er utan uin af
þroskaþjálfum og þarna koma að
málum allir sem sinna viðkom-
andi barni, fjöl- skyldur, kenn-
arar og leikskólastarfsmenn svo
dæmi sé tekið. Arangurinn hefur
ekki látið á sér standa og við vilj-
um meina að þetta styrki fjöl-
skyldurnar og bæti lífsskilyrði
viðkomandi einstaklinga,“ segir
Magnús.
Skilningsleysi
Þrátt fyrir góðan árangur hef-
ur brautryðjendastarf svæðis-
skrifstofunnar ekki hlotið náð
fyrir augum íjárveitingavaldsins
að sögn Magnúsar. „Þegar til
lengri tíma er litið leiðir þetta
skipulag til sparnaðar fyrir ríkið
en samt höfum við ekki fengið
náð fyrir augum íjárlaganefndar.
Við höfum byggt þetta upp með
því að skera niður annarsstaðar
en það gengur ekki til lengdar.
Við höfum fengið mikið hól ekki
aðeins fyrir þetta starf heldur
einnig fyrir góða fjármálastjórn
og aðra vinnu og það er kald-
hæðni í því að á sama tíma og
verið er að verðlauna okkur fyrir
gott starf er verið að gera okkur
nær ókleift að sinna því sem
skildi,“ segir Magnús.
GE
I tilefni af 60 ára afmæli Akraneskaupstaðar var efnt til óvenjulegs bæjarstjómarfundar þar sem átta fulltrúar nemenda
grunnskólanna ásamt formanni nemendafélags NFFA mættu tilfimdar t bajarþingsal.
Nemendur gerðai grein jyrir skoöunum sínum á þeim málum sem standa þeim næst og byggðu þeir á umræSum sem fram
fóru í skólunum dagana á undan. Fjöldifólks mœtti í þingsalinn og hlýddu á skilmerktar ræður nemendanna og þær um-
ræður sem í kjölfarið sköpuðust. HJFI
Kosninga-
jólasveinar
Eins og vafalaust einhverjir
vita eru sveitarstjórnarkosning-
ar í Borgarbyggð næstkomandi
laugardag. Nú er aðventan
gengin í garð og því má segja að
hér séu á ferðinni nokkurskonar
jólakosningar. Jólasveinarnir
hyggjast blanda sér í kosninga-
baráttuna og því æda jólasvein-
ar allra flokka að sameinast á
kjördag og verða samferða á
kjörstað. Jólasveinarnir At-
kvæðasníkir og félagar verða í
Hyrnutorgi klukkan hálftólf á
laugardag og þar munu þeir
gefa börnum á öllum aldri eitt-
hvert góðgæti. GE
Vinstrlhreyfingin
grænt framboð
Listinn
ákveðinn
um helgina
Vinstrihreyfingin grænt
framboð í Norðvesturkjör-
dæmi heldur kjördæmisþing
sitt í Munaðamesi næstkom-
andi laugardag en þar verður
meðal annars ákveðin niður-
röðun á framboðslista flokks-
ins fyrir komandi alþingiskosn-
ingar. Fasdega er gert ráð fyrir
að Jón Bjarnason alþingismað-
ur skipi efsta sætí listans. GE
Bræður til
Skallagríms
Tveir júgóslavneskir bræð-
ur eru á leið tíl úrvalsdeildar-
liðs Skallagríms í körfuknatt-
leik, þeir Darko Ristic, 27 ára
og Milos Ristic 20 ára. Þeir
eru báðir um tveir metrar á
hæð og taldir nokkuð sterkir
leikmenn. Risticbræður verða
löglegir með Skallagrími fyrir
heimaleikinn gegn Val þann
20. des. n.k.
GE
Bækur
allar nýjustu
bækurnar
með
Geisladiskar
- allir nýjustu
diskarnir
með
Fatnaður
(ekki nærfót, sokkar
og sokkabuxur)
með
afslætti
afslætti
afslætti