Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.12.2002, Blaðsíða 11
^&iissunu^ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 11 íslandsmót í fimleikum á Akranesi Fyrsta (slandsmótið í almenn- um fimleikum var haldið á Akra- nesi um síðustu helgi. Fimleika- félag Akraness, FIMA, hafði um- sjón með mótinu, því fyrsta í 10 ára sögu félagsins. Alls mættu tæplega 200 kepp- endur til leiks, allt stúlkur á aldr- inum 10-14 ára, frá 15 félögum um land allt. Keppt var í fjórum greinum, gólfæfingum, dýnu, trampólíni og stökki. Fjórtán stúlkur frá Akranesi kepptu fyrir hönd FIMA á mótinu og stóðu sig vel. Keppendurnir fráAkranesi unnu samtals til átta verðlauna á mótinu, fjögur gull, tvö silfur og tvö brons. Tíu ára Lóa Geirsdóttir varð í 2.sæti í gólfæfingum með ein- kunnina 9,30 og í stökki fékk hún 9,15 sem tryggði henni bronsið í þeirri grein. í samanlögðum ár- angri greinanna varð Lóa í 5. sæti. Díana Bergsdóttir, 11 ára, vann tvenn gullverðlaun á mót- inu. Díana sigraði í gólfæfingum með einkunnina 9,20 að auki sigraði hún í samanlögðum ár- angri í æfingunum fjórum. Aníta Sif Elídóttir, 12 ára, fékk brons í trampólíni með 9,4 í ein- kunn. Lena Gunnlaugsdóttir, 13 ára, fékk 8,85 fyrir æfíngar sínar á gólfi sem dugði henni til sigurs í greininni. Þá varð Lena í 2.sæti í stökki með 8,70 og rétt eins og Díana sigraði Lena i samanlögðu í sínum flokki. Frumraun Skagamanna í mótahaldi sem þessu tókst afar vel og var vel mætt á keppnina. HJH tCæru lWcwrhe$ih^r, %of£vse$\v\é,4f oé, hær^Veif^mehh Höfum ákveðið að lengja umsóknarfrest um aðstoð til 12. des. Þeir sem hafa þörf fyrir aðstoð vinsamlegast hafið samband í síma Mæðrastyrksnefndarinnar 431 5066 frá kl. 13:00 -17:00 alla virka daga og kl. 11:00 - 13:00 laugardag og sunnudag. Að öðrum kosti er hægt að hafa samband í síma 868 2323, 847 0892, 868 3547 og 846 0151. Stefnt er á að úthlutun fari fram 13. og 14. desember. | JfóUkveðj^, 1 iMæctasfyrkshe-fhclih i ATH: Akumesingar, boðið verður upp á heimkeyrslu fyrir þá sem “ ekki treysta sér til að koma. Fyllsta trúnaði heitið. fhmntmícigjkvDídíí) 5. kl 20.m í kiTocirkhiií Gestir fundarins verða þingmennirnir Steingrímur Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Snæfellingar í 16 liða úrslit Snæfellingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum í bikarkeppninni með öruggum sigri á Breiðabliki í Kópavogi. Snæfellingar fóru sér heldur hægt í fyrsta leikhluta og voru níu stigum undir að hon- um loknum. Strax í öðrum leik- hluta sýndu gestirnir í hvað stefndi og skoruðu 25 stig gegn 11 stigum heimamanna og stað- an því í hálfleik 45-40, Snæfell- ingum í vil. í þriðja leikhluta héldu Snæfellingum engin bönd sem skoruðu 37 stig gegn 12 stigum Breiðabliks og lögðu þar með grunninn að 25 stiga sigri 94-69. í liði Snæfellinga var Clifton Bush bestur með 39 stig. í gær var síðan dregið í 16 liða úrslitin og má með sanni segja að heppnin hafi verið með Snæ- fellingum í drættinum því þeir fengu heimaleik gegn l.deildar- lið Þórs frá Þorlákshöfn. Sæti í átta liða úrslitum keppninnar ætti því að vera innan seilingar. Stig Snæfellinga Clifton Bush 39 Georgi Bujukliev 15 Jón Jónsson 11 Lýður Vignisson 11 Helgi Guðmundsson 8 Hlynur Bæringsson 8 Daði Sigurþórsson 2 Tap í Hveragerði Snæfellingar léku gegn Hamri í Hveragerði síðastliðinn föstu- dag og töpuðu naumlega, 74- 77. Stig Snæfells skoruðu: Clifton Bush 36, Hlynur E Bæringsson 24, Georgi Bujukli- ev 5, Jón Ó Jónsson 4, Lýður Vignisson 3, Helgi R Guð- mundsson 2. INTERSPORTDEILDIN Sunnudaginn 8. des. kl. 19.15 Skallagrímiir & HAUKAR Stórleikur sem enginn má missa af Það var frábæit á síðasta leik gegn Kejlavík ! Viniiunt Hauka á sunnudaginn ! Ekki missa afþví ! IfPT/ITf"ífPUf f\ ifvyií/ & Kvenfélag Sauðárkróks efnir til dægurlagakeppi sem lýkur með úrslitakvöldi í Sæluviku 2. maí 2003. Ollum er heimil þátttaka. Verk mega ekki hafa birst eða verið flutt opinberlega áður. Þátttakendur skili verkum sínum undir dulnefni og láti rétt nafn og heimilisfang fylgja með í vel merktu lokuðu umslagi. Þátttökugjald fyrir hvert lag er kr. 1500. Síðasti skilafrestur er til og með 20. janúar 2003. Innsendar tillögur skulu merktar: "Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks" Pósfnólf 93 - 550 Sauðárkrókur. Hver höfundur getur aðeins átt eitt lag í úrslitakeppni. Kvenfélagið áskilur sér allan rélt til hvers kyns útgáfu a þeim tíu lögum sem komast í úrslit. I Efstu menn listans flytja stutt ávörp. 5 f Við hvetjum fólk til að mœta og segja skoðun sína á bœjarmálefnum. Borgarbyqgóar LISTINN Sýnd í Borgarnesbíó fimmtudaginn 5. desember kl. 17 og 20 sunnudaginn 8. desember kl. 15 Miðaverð: 600 kr. fyrir fullorðna 500 kr. fyrir börn yngri en 6 ára BORGARBYGGÐ Deiliskipulagstillaga fyrir verslunarhúsnœbi vib Egilsholt 2, Borgarnesi Samkvæmt ákvæöum 18. og 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér meb lýst eftir athugasemdum viö ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu Borgarbyggbar frá 6. desember 2002 til 3. janúar 2003. Athugasemdum skal skila inn fyrir 1 7. janúar 2003 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi 29. nóvember 2002 Sigurður Páll Haröarson bœjarverkfrceöingur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.