Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.12.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 jtttðautiui- Tillaga um tuttugu yfirvinnutíma felld Á síðasta fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar lögðu bæjarfulltrú- ar J listans, sem eru í minnihluta í bæjarstjórn, fram tillögu þess efn- is að öllum starfsmönnum Snæ- fellsbæjar sem búa í eigin húsnæði verði greiddir tuttugu tímar í ó- unna yfirvinnu ofan á mánaðar- kaup sitt. Flutningsmaður tillög- unnar var Gunnar Orn Gunnars- son. I greinargerð með tillögunni segir m.a.“ Við J listafólk erum fólk réttlætis, sanngirni og jöfhuð- ar og leggjum því fram þessa til- lögu. Það hefur komið í ljós að tveir af níu skólastjórum Snæfells- bæjar njóta áður nefndra kjara, þrátt fyrir að stjórnendur bæjarins hafi skrifað undir svohljóðandi samþykkt: „Sveitarfélagið skuldbindur sig til að hlíta samþykktum Launa- nefndar sveitarfélaga og þeim kjarasamningum sem nefridin ger- ir fyrir hönd þess í öllum atriðum og eru breytingar, viðbætur og frávik, s.s. kerfisbundnar yfirborg- anir sem byggja á launategundum kjarasamnings á gildistíma hans, óheimilar án samþykkis launa- nefndar.“ Síðar í greinargerðinni segir: „Við teljum að ef menn ætli ekki á annað borð að fara eftir sam- þykkt Launanefndar í einu og öllu þá sé það auðvitað sanngirniskrafa að allir starfsmenn bæjarins njóti þessara órökstuddu yfirborgana." Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur atkvæð- um minnihlutans. I bókun frá full- trúm D - listans kemur fram að umrædd breyting myndi kosta Snæfellsbæ 57 milljónir á ári sem kæmi í veg fyrir allar framkvæmd- ir á vegum sveitarfélagsins. I bók- uninni segir einnig: „Fulltrúar D- listans telja þessa tillögu óábyrga frá fólki sem er kjörið til að gæta hagsmuna bæjarfélagsins þar sem fyrirsjáanlegt er að kostnaðurinn við framkvæmd tillögu J-listans myndi keyra rekstur sveitarfélags- ins í þrot.“ GE Oveður Mikið hvassviðri geysaði á Vesturlandi aðfaranótt þriðju- dags. Undir Hafnarfjalli fór vind- hraðinn mest í 55 metra á sek- úndu og segja má að ófært hafi verið á þeim slóðum fram eftir morgni. Ekki er þó vitað um neinar skemmdir af völdum veð- urs. GE Eltingaleikur á Mýrum Maður slasaðist alvarlega eftír að hafa stokkið út úr bíl á flótta undan lögreglu skammt frá Hítará á sunnudag. Þrír menn sem voru með honum í för voru handtekn- ir á sama stað grunaðir um inn- brot í verslunina Vegamót. Eigandi verslunarinnar kom að mönnunum í versluninni um átta- leytið á sunnudag en þá var versl- unin lokuð og átti að öllu eðlilegu að vera mannlaus. Mennirnir flúðu af hólmi og óku í suðurátt. Lögreglunni í Stykkishólmi var strax gert aðvart og óskaði hún eftir aðstoð frá Borgarneslög- reglu. Þegar lögreglan stöðvaði bílinn var ekki nema einn maður í honum en tveir menn voru í skurði þar nálægt og sá fjórði í öðrum skurði skamint ffá. Fjórði maðurinn var illa slasaður, hrygg- brotinn og fingurbrotinn. Oskað hefur verið gæsluvarðhalds yfir mönnunum þremur sem sluppu óslasaðir á meðan rannsókn máls- ins stendur yfir. Umtalsvert þýfi fannst í bifreið mannanna en ekki er vitað hvaðan það kemur. GE Sements- verksmiðjan til sölu Fjárlaganefhd hefur lagt til að heiinild fyrir sölu ríkisins á hlut hennar í Sements- verksmiðjunni verði lögð fram fyrir fjárlagafrumvarp næsta árs. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur nú þegar einn aðili sýnt verksmiðjunni áhuga með kaup í huga. HJH Vel heppnað Dalaþing Dalaþing hið fyrra var haldið á Laugum í Sælingsdal, laugardag- inn 30. nóvember. Þórður Þórðarson latinn Þórður Þórðarson, bifreiða- stjóri og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri ÞÞÞ á Akranesi lést síðastliðið föstudagskvöld. Skessuhorn fékk Gísla Gísla- son bæjarstjóra á Akranesi til að minnast í fáum orðum þessa merka Skagamanns. Þórður Þórðarson 26.11.1930- 2. 12. 2002 Svo haga örlögin því að fyrir- varalaust er burt kallaður úr sam- félagi okkar góður drengur og einn af þekktustu sonum Akra- ness. Bráðkvaddur, langt um ald- ur fram, er Þórður Þórðarson, bifreiðastjóri og einn af gullaldar- drengjum knattspyrnunnar á Akranesi. Sjónarsviptir er af þeim merkilega manni, sem af dugnaði og elju vann hvert það verk sem hann tók sér fyrir hend- ur. Þórði verður ekki í fáum orð- um lýst, en verðugt viðfangsefni hefði hann orðið söguriturum ís- lendingasagna hefðu þeir átt þess kost að lýsa persónu Þórðar og atgervi. Eflaust hefðu þeir notað orð eins og myndarlegur maður, heljarmenni, ósérhlífinn, dökkur á hrún og brá, fylginn sér og beinskeyttur. Er þá ótalið margt sem einkenndi þennan góða dreng. Þórður flíkaði ekki til- finningum sínum og fannst ef til vill einhverjum að hann væri hrjúfur viðkynningar. Vissulega var það svo að löngum tíma eyddi hann ekki í óþarfa orð heldur kom iðulega beint að efninu og lá ekki á skoðunum sínum. Annarri hlið fékk ég þó einnig að kynnast á Þórði, sem sýndi svo ekki varð um villst, að undir hvatlegu fasi var mildur maður, góðhjartaður og einstaklega hjálpfús þeim sem til hans leituðu. Mörg erindi mín leysti hann án málalenginga og á- vallt var hann fús til verka ef ein- hverjum þurftí að liðsinna. Ef málefhið var honum ekki að skapi þá var svarið skýrt og ekki þurftí að ræða það frekar. Eitt atvik stendur alltaf ljóslifandi í minni mínu varðandi Þórð. Eg sat fyrir aftan hann þegar ÍA lék við Feyenoord á Laugardalsvellinum. Okkar mönnum gekk vel, en eins og venjulega þá sýndi Þórður lítil svipbrigði á meðan aðrir létu í sér heyra. Loks gerðist það að Olaf- ur sonur Þórðar skoraði eftir- minnilegt mark, sem reyndist sig- urmark leiksins. Þá sleppti Þórð- ur fram af sér beislinu augnarblik og fagnaði ógurlega, en settist niður jafn snögglega og hann hafði sprottið á fætur, leit í kring- um sig og vonaði eflaust að eng- inn hefði séð til hans. Jafn minn- isstætt og mark Olafs er þá mun þessi mynd fylgja með í huga mínum til sanninda um það að hið ytra fas sagði lítdð tíl um hvað bærðist innra með Þórði Þórðar- syni. Þórður var einn af mestu í- þróttamönnum Akraness. Hann og félagar hans í gullaldarliði Akraness, sem urðu fyrst íslands- meistarar árið 1951, gerðu garð- inn frægan og lögðu grunninn að þeirri knattspyrnuvelgengni sem við erum þekkt fyrir. Með Skaga- mönnum varð Þórður 6 sinnum íslandsmeistari og fimm sinnum markakóngur Islandsmótsins og hefur aðeins Ríkharður Jónsson gert betur, en hann varð marka- kóngur 7 sinnum. Voru þeir báð- ir gerðir að heiðursfélögum Emattspyrnufélags IA fyrir fram- lag sitt til knattspyrnunnar á Akranesi. í 18 landsleikjum skor- aði Þórður 9 mörk og þætti það dálaglegt afrek í dag. Það er með söknuði og djúpri virðingu sem Þórður Þórðarson er kvaddur hinstu kveðju. Bless- un fylgi minningu hans og sam- úðarkveðjur sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans, Ester Teitsdótt- ur, börnum þeirra og fjölskyldu. Gísli Gíslason, bœjarstjóri á Akranesi. Það var íbúaþing sem stýrihóp- ur urn stefnumótunn fyrir Dala- byggð, hélt til að heyra hljóðið í í- búunuin, um hina ýmsu mála- flokka. Þingið hófst með setningará- varpi oddvita Dalabyggðar, Guð- rúnar Jónu Gunnarsdóttur. Þá tók til máls Sigurður Þorsteinsson, en hann er verkefnisstjóri yfir stefhu- mótunarvinnunni og fór hann í stuttu máli yfir fyrirkomulag þingsins. Til að auðvelda barna- fólki þátttöku í þinginu, sáu nem- endur úr tíunda bekk Grunnskóla Búðardals, um barnagæslu í í- þróttahúsinu, ásamt starfsmönn- um frá Leikskólanum Vinabæ Allmiklar umræður urðu um fjarskiptamál og útsendingar sjón- varps og útvarps og var eftirfar- andi ályktun samþykkt samhljóða: „Dalaþing, ibúðaþing Dala- byggðar hvetur samgönguráðherra Sturlu Böðvarsson til að beita sérjyr- ir því að jjarskiptasamband í Dala- byggð verði stórbætt. Til að mynda er ekkert GSM samband jrá Dalsminni í Norðurárdal, yjir Bróttubrekku og langleiðina til Búðardals, sama má segja um NMT sendingar, en þeitn er allvíða ábótavant og brýnt að bætt verði úr hið snarasta. Þá er sítenging (ADSL) ekki til staðar í Dalabyggð. Utsendingar útvarps og sjónvarps nást misvel í byggðarlaginu og víða mjög illa. Þá er einnig átt við út- varpsútsendingar sem bílútvörp eiga að ná, en all mikill skortur er á að það ástand sé þolanlegt. Viljum við tbúar í Dalabyggð hvetja ráðherra til að beita sér í því að þetta ástand verði kannað og bætt úr hið snarasta. Urbætur á þessu sviði falli undir altækar aðgerðir í byggðarmálum. “ Verður þessi ályktun send sam- gönguráðherra nú þegar. Alls mættu tæplega 80 manns á þingið, eða ríflega 10 % íbúa Dalabyggðar. Eru þingboðendur mjög ánægðir með hvernig til tókst bæði hvað varðar mætíngu og skemmtilegar tillögur, hug- myndir og umræður. Dalaþing er eitt af fyrstu íbúaþingum sem haldið er í sveitarfélagi utan höf- uðborgarsvæðisins. GE/ÞE Stórmeistarafj öldi í Ólafsvík Taflfélag Snæfellsbæjar efnir til skákhátíðar í Olafsvík laugardag- inn 7. desember. Tilefni hátíðar- innar er 100 ára affnæli félags- heimilis Ólafsvíkur og 40 ára af- mæli skákfélagsins. Jafnframt verður minning Ottós Arnasonar heiðruð, en hann var stofnandi fé- lagsins. Mótið er öllum opið en meðal þátttakenda verða stór- meistararnir Friðrik Ólafsson, Jó- hann Hjartarson og Hannes Hlíf- ar Stefánsson. Teflt verður í félagsheimilinu Klifi og eru mjög vegleg verðlaun í boði. Fyrstu verðlaun eru 100 þúsund krónur, önnur verðlaun 40 þús. og þriðju verðlaun 10 þús. Taflfélag Ólafsvíkur, sem nú heitir Taflfélag Snæfellsbæjar, var stofnað árið 1962 af Ottó Ama- syni, sem var mikill skákáhuga- maður og eldhugi á mörgum svið- um. Hann var formaður verka- lýðsfélagsins á staðnum og hús- vörður í félagsheimilinu í áramgi. Skáklífið var mjög blómlegt en úr starfseminni dró eftir fráfall Ottós árið 1979. Nýju lífi var blásið í skákfélagið fyrir fimm árum og hefur síðan verið teflt á hverju sunnudags- kvöldi, og hefur virkum félags- mönnum fjölgað jafnt og þétt. Skákáhugamenn eru beðnir að skrá sig til leiks, í síðasta lagi fimmmdaginn 5.12, hjá Tryggva Óttarssyni í síma 436 1646, 893 4746 eða með því að senda net- póst í tryggvi@fmis.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.