Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2002, Side 7

Skessuhorn - 04.12.2002, Side 7
 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 7 Fjölbrautaskóli Vesturlands 25 ára Afmæliskveðja Fyrir nokkru fékk ég í hendur mjmdarlegt affnælisrit Fjölbrauta- skóla Vesturlands, en nú í haust voru liðin 25 ár síðan skólinn var settur í fyrsta sinn. Eg settist nið- ur og las þetta ágæta rit og lét hug- ann reika aftur í tímann eða til árs- ins 1977. Eg var þá bæjarstjóri á Akranesi og hafði unnið að stofn- un Fjölbrautaskólans um all langt skeið og reynt að semja um málið við fulltrúa Menntamálaráðuneyt- isins. Ég minntist þess þegar ég gekk léttstígur um borð í Akraborgina, kom mér fyrir úti í horni þar sem ég hafði gott næði og velti fyrir mér viðtali sem ég hafði átt við ráðuneytisstjóra Menntamála- ráðuneytisins. Viðtalið hafði verið í allt öðrum anda en þeir fundir, sem ég hafði átt með fulltrúum ráðuneytisins fram að þessu. Mér var ljóst að Akurnesingum gæfist nú tækifæri, sem áríðandi væri að nýta. Undanfarna mánuði hafði ég átt marga fundi með fulltrúum ráðu- neytisins um fjölbrautaskóla á Akranesi. Þessar viðræður höfðu til þessa ekki gengið að óskum. Embættismenn ráðuneytisins höfðu verið áhugalitlir og gefið í skyn að ekki væri nein sérstök á- stæða til að flýta sér með stofnun fjölbrautaskóla á Akranesi, þótt búið væri að stofna einn slíkan í Reykjavík og annan á Suðurnesj- um, enda mun fleiri íbúar á þeim svæðum. Mér fannst afstaða þeirra mótast um of af því að um væri að ræða mál, sem hefði í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkis- sjóð. Samviskusamir embættis- menn ríkisins gæta þess jafnan að ekki sé verið að velta auknum gjöldum á þann ágæta sjóð. Tals- vert hafði borið á milli, bæði að því er laut að námsframboði í fyr- irhuguðum skóla og eins ágrein- ingur um skiptingu kostnaðar. Eg var því farinn að sjá ffam á einn vetur enn, þar sem góði gamli gagnfræðaskólinn byði upp á framhaldsnám í framhaldsdeild- um, sem því miður voru utanveltu í íslenska menntakerfinu og nánast blindgötur. Mitt úrslitaráð hafði verið að óska effir viðtali við ráðu- neytisstjórann Birgi Thorlacius. Vika var liðin frá því viðtali. Ég hafði lagt spilin á borðið að mér fannst. Ráðuneytisstjórinn hafði hlustað - ég hafði talað. Eg hafði talað um framhaldsdeildir gagn- fræðaskólans, sem oft nýttust nemendum illa í áframhaldandi námi og eins rætt um blindgötur í framhaldsskólakerfinu. Ég hafði verið nokkuð hvass í gagnrýni á framhaldsskólakerfið og m.a. sagt ráðuneytisstjóranum frá eigin reynslu í framhaldsskólakerfinu, þar sem ég hafði á þremur árum í þremur framhaldsskólum farið í gegnum sama námsefnið í ákveðn- um greinum. Að lokum sagði hann: „Ég heyri hvað þú segir Magnús. Komdu til mín aftur hingað effir viku og ég skal athuga hvað hægt er að gera“. Eg var einmitt að koma úr þessu síðara viðtali við ráðuneytisstjór- ann, þegar ég kom mér fyrir í Akraborginni og hugleiddi fram- tíðarhorfur í framhaldsskólamál- um á Akranesi. í þessu viðtali hafði ráðuneytisstjórinn talað og ég hafði hlustað. Ráðuneytisstjór- inn hafði haldið yfir mér ræðu, þar sem hann lýsti fyrir mér á op- inskáan hátt sinni framtíðarsýn á íslenska framhaldsskólakerfinu. Nánast hugsjónaræðu, sem var afar fátítt hjá embættismanni. Hann lýsti fyrir mér hvernig nám mundi verða samræmt um land allt. Hvernig nemendur gætu far- ið á milli ffamhaldsskóla í framtíð- inni í samræmdu áfangakerfi og fengið allt nám sem þeir hefðu lokið viðurkennt. Blindgötur mundu hverfa. Allt nám að baki yrði metið í samræmdu kerfi. Og það sem snéri að okkur á Akranesi. Ef við værum tilbúnir eitt sveitar- félaga til að stofna fjölbrautaskóla, þá kæmu fleiri sveitarfélög að honum síðar. Það væri hann alveg sannfærður um. A efrir mundu fylgja fleiri fjölbrautaskólar bæði á Norðurlandi, Austurlandi og Suð- urlandi. Þarna hafði ráðuneytisstjórinn sett fram gjörbreytt viðhorf af hálfu ráðuneytisins. Það var engu líkara en að við hefðum haft hlut- verkaskipti og að hann væri að sækjast eftir því að skólinn yrði stofhaður. Ráðuneytisstjórinn hét því að fallast á þær óskir, sem ég hafði sett fram um námsffamboð og fallast á flestar óskir okkar um kostnaðarskiptingu. Eg leiddi hugann að því hvernig stofnun þessi skóli mundi verða? Samein- aður iðnskóli og gagnfræðaskóli á- samt námsbrautum til stúdents- prófs. Ég hafði ákveðnar hug- myndir og væntingar. Eg sá fyrir mér breytingar á mannlífi á Akra- nesi. I starfi mínu á Akranesi hafði ég kynnst því, þegar gamalgrónir Akurnesingar fluttu úr bænum, þegar börn þeirra náðu framhalds- skólaaldri. Já, ég var býsna léttur á brún þarna í Akraborginni. Eg sá í hendi mér að hér byðist tæki- færi, sem yrði að nota. Ég gerði mér þó ljóst að málið gæti verið brothætt. Best væri að ekkert spyrðist út um það fyrr en það væri frágengið. Þess vegna gerði ég bæjarstjórn grein fyrir því á lokuðum fundi nokkrum dögum síðar, enda hafði ég á þessu stigi málsins ekkert skriflegt í höndun- um. Ég var eindregið hvattur bæði af meirihluta og minnihluta til að koina málinu í höfn. A bæj- arstjórnarfundi skömmu síðar var svo undirritaður samningur lagður fram og samþykktur. Það eru liðin 2 5 ár. Ég hef með mikilli ánægju fylgst með fram- gangi og þróun Ejölbrautaskólans. Flest af því sem sá framsýni maður Birgir Thorlacius sagði við mig hefur gengið efrir. Við Akurnes- ingar höfum einnig verið heppnir. Það var happafengur að fá í upp- hafi Olaf Asgeirsson sem skóla- meistara. Hann var gjörkunnugur áfangakerfinu úr Menntaskólan- um í Hamrahlíð og helstu straum- um í menntamálum á þeim tíma. Það var afrek að koma þessu kerfi á strax á fyrstu önn skólans. Við vorum einnig heppnir að fá sem skólameistara, Þóri Ólafsson, sem tók við af Olafi Asgeirssyni. Þórir var ötull, nákvæmur og framsýnn. Við starfi hans tók síð- an Hörður O. Helgason, reyndur og dugmikill skólamaður, sem einnig hefur unnið mikið starf á vegum íþróttahreyfingarinnar. Kennarar og starfslið skólans unnu þrekvirki, þegar skólinn tók til starfa nánast fyrirvaralaust. Þeir hafa áframhaldandi sýnt á- huga og dugnað í verki og gert skólann að einum besta fram- haldsskóla landsins. Ég sem þessar línur rita, einn þeirra sem lagði hönd á plóginn, þegar skólinn var stofnaður, vil með þeirn koma á ffamfæri sér- stakri ánægju minni með starf og eflingu Fjölbrautaskóla Vestur- lands, sem fyllilega hefur staðið undir þeirn væntingum sem gerð- ar voru til hans í upphafi. Skólameistari, starfsmenn og nemendur Fjölbrautaskóla Vesmr- lands. Innilegar hamingjuóskir með 25 ára afmælið. Starfið áfram af sama dugnaði og krafti og með sömu framtíðarsýn. Akranesi í nóvember 2002 Magnús Oddsson Ilmur afjólum Jólahlaðborð laugardagskvöldin 7. desember og 14. desember Verð aðeins 3.900,- Upplýsingar og pantanir í símum 894 5400 og 437 0083 www.grimsa.is • grimsa@grimsa.is Grímsá SVEITASETUR - COUNTRY L0DGE Búseti auglýsir: Búseturéttur til sölu Lerkigrund 7, Akranesi 94m2 íbúð, 301, á almennu láni. Réttur á vaxtabótum. Búseturéttur frá kr. 1.338.467 til 3.878.478 Búsetugjald frá kr. 62.061 til 77.085. Laus skv. samkomul. í des. AUar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00. Umsóknarfrestur til 10. desember. Uthlutun fer fram miðvikudaginn 11. desember kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 520-5788 www.buseti.is SVEITARSTJORNAR- KOSNINGAR í BORGARBYGGÐ laugardaginn 7. desember 2002 Sveitarstjómarkosningar fara fram í Borgarbyggð laugardaginn 7. desember n.k. Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggbar skiptist sveitarfélagið í eftirtaldar þrjár kjördeildir: Lyngbrekkukjördeild, fyrir svæðið vestan Langár Borgarneskjördeild, fyrir svæbið milli Langár og Gljúfurár. Þinghamarskjördeild, fyrir svæbið ofan Gljúfurár. Kjörfundir verba sem hér segir: Fyrir Lyngbrekkukjördeild í Lyngbrekku frá kí. 11:00 - 20:00. Fyrir Borgarneskjördeild í Grunnskólanum í Borgarnesi frá kl. 9:00 - 22;00. Fyrir Þinghamarskjördeild í Þinghamri frá kí. 11:00 - 20:00. Kjósendur eru hvattir til ab athuga vel í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa. Á kjördag hefuryfirkiörstjórn absetur í Grunnskólanum í Borgarnesi og jpar fer fram talning atkvæða. Sími yfirkjörstjornar á kjördag er 898 9277. Yfirkjörstjórn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.