Skessuhorn - 18.12.2002, Qupperneq 2
2
MIÐVTKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
Þrek og tár
Leikdeild Ungmennafé-
lagsins Skallagríms mun
hefja æfmgar á leikritinu
Þrek og Tár eftir Olaf Hauk
Símonarson strax í byrjun
næsta árs. Leikstjóri verður
Skúli Gautason. GE
Bygginga-
eftirlit í Skil-
mannahreppi
Nýverið samþykkti Akra-
neskaupstaður að taka við
byggingaefdrliti í Skilmanna-
hreppi frá og með 1. janúar
2003 til 31. desember2003 en
samningurinn framlengist um
eitt ár í senn hafi honum ekki
verið sagt upp með þriggja
mánaða fyrirvara.
I því felst að byggingafull-
trúinn á Akranesi eða stað-
gengill hans skal í samræmi
við byggingalög fara með alla
þætti byggingaeftirlits í
sveitarfélaginu. Iðnaðarsvæði
Norðuráls hf. er þó þar und-
anskilið, en um það svæði
gilda sérstakar reglur.
Meðal verkefna bygginga-
fulltrúa á Akranesi er að ann-
ast móttöku umsókna um
byggingaleyfi, undirbúa fundi
bygginganefndar Skilmanna-
hrepps, annast nauðsynlegar
lögbundnar úttektir, afgreiða
og yfirfara teikningar í sam-
ræmi við lög, annast samskipti
við stofnanir sem að málum
koma og framfylgja ákvæðum
byggingalaga í hvívetna og
samþykktum bygginganefnd-
ar.
(Af vefnutn akranes.is)
Kona skipuð
í Slökkvilið
Akraness
Nýlega voru 5 nýir slökkvi-
liðsmenn skipaðir í Slökkvilið
Akraness. Þar á meðal er
Helga Jónsdóttir, en hún er
fyrsta konan sem skipuð er í
Slökkvilið Akraness. Um
tuttugu umsóknir bárust til
slökkviliðsstjórans Jóhannesar
Karls Engilbertssonar. Hinir
nýju liðsmenn slökkviliðsins
eru auk Helgu: Guðmundur
Rúnar Hjörleifsson, Berg-
steinn Óskar Egilsson, Arni
Ingólfsson og Sigurður Þór
Elísson. Bæjarstjórinn á Akra-
nesi, Gísli Gíslason, ásamt
slökkviliðsstjóra, afhentu
Helgu skipunarbréf, en Helga
er vélsmiður að mennt og
hefur unnið m.a. í Sements-
verksmiðjunni, Járnblendi-
verksmiðjunni, ÍSAL og
Skaganum.
(Af vefnum akranes.is)
Héraðsnefnd Mýrasýsju vinnur mál gegn Héraðnefhd Mýrasýslu fýrir Hæstarétti
Otrúleg niðurstaða
segir Davíð Pétursson um eignaskipti á Grundartangahöfn
Helga Halldórsdóttir
Davíö Pétursson
I síðustu viku var kveðinn
upp í Hæstarétti dómur í máli
Héraðsnefndar Borgarfjarðar
gegn Héraðsnefnd Mýrasýslu
vegna skiptingar á sameign
sem er 25% hlutur í Grundar-
tangahöfn. Deilt var um hvort
komist hefði á samningur um
skiptingu eignarhlutans eins og
haldið var fram af hinum
stefnda. Héraðsnefnd Mýra-
sýslu hélt því fram að gerður
hefði verið samningur um
eignaskiptin árið 1975 í sam-
ræmi við höfðatölu og ætti
Héraðsnefnd Mýrasýslu 18%
en Héraðsnefnd Borgarfjarðar
7%. Héraðsnefnd Borgarfjarð-
ar neitaði því að slíkur samn-
ingur hefði nokkru sinni verið
gerður og gerði kröfu um að
hlutnum yrði skipt jafnt á milli
eigendanna.
A meðan að þetta mál hefur
beðið dóms hefur ekki verið
hægt að fullmanna stjórn
Grundartangahafnar þar sem
héraðsnefndirnar hefur greint
á um hvor aðilinn ætti rétt á
stjórnarmanni. Héraðsnefnd
Borgarfjarðar skipaði stjórnar-
mann að afloknum kosningum
á grundvelli meints samkomu-
lags þess efnis að nefndirnar
skiptust á að eiga stjórnar-
manninn á meðan skiptin væru
ófrágengin en Héraðsnefnd
Mýrasýslu átti sinn fulltrúa í
stjórninni á síðasta kjörtíma-
bili. Héraðsnefnd Mýrasýslu
skipaði einnig stjórnarmann og
það á þeim forsendum meðal
annars að genginn var dómur í
Héraðsdómi Vesturlands
Mýramönnum í vil. Héraðs-
nefndirnar komu sér ekki sam-
an um hvor aðilinn ætti að til-
nefna stjórnarmann og var því
ákveðið að fresta því þar til
dómur væri upp kveðinn í
eignaskiptamálinu.
Fyrri dómur
staðfestur
I dómi Hæstaréttar kemur
fram að formlegur samningur
um skiptingu eignahlutans
liggi ekki fyrir en vísað er til
oddvitafundar frá 1975 þar sem
skiptingin 18% á móti 7% er
samþykkt. Þá kemur fram í
dómnum að engin athugasemd
hafi verið gerð við þessa skipt-
ingu á sínum tíma. Þá er einnig
tekið fram að hún sé í góðu
samræmi við núgildandi sveit-
arstjórnarlöggjöf sem geri ráð
fyrir að sveitarsjóðir beri ein-
falda ábyrgð á fjárhagslegum
skuldbindingum byggðasam-
lags sem þeir eigi aðild að en
að innbyrðis skiptist ábyrgðin í
hlutfalli við íbúatölu.
Hæstiréttur staðfesti því
dóm Héraðdóms og var Hér-
aðsnefnd Borgarfjarðar gert að
greiða allan málskostnað.
Eins og við
héldum fram
„Þetta er í samræmi við það
sem við höfum alla tíð haldið
fram varðandi skiptinguna og
eins og hún var ákveðin af odd-
vitunum á sínum tíma,“ segir
Helga Halldórsdóttir formað-
ur Héraðsnefndar Mýrasýslu.
„Við eigum eftir að fara yfir
málið í Héraðsnefndinni en
það liggur í hlutarins eðli að
við gerum kröfu um stjórnar-
manninn.“
Ótrúleg niðurstaða
„Við höfðum tvo dómara
með okkur en þrjá á móti
þannig að þetta var tvísýnt. Á
þeim forsenduin tel ég undar-
legt að dæma okkur til að
borga málskostnað,“ segir
Davíð Pétursson formaður
Héraðsnefndar Borgarfjarðar.
„Mér finnst það fráleitt að
dæma Mýramönnum í vil á
þeim forsendum að ekki hafi
verið gerð athugasemd við
meinta skiptingu. Það er ekki
til fundargerð frá umræddum
oddvitafundi en það hefur
komið fram að á þann fund hafi
aðeins mætt fjórir oddvitar, all-
ir úr Mýrasýslu. Þeir ættu nátt-
úrulega ekki að hafa verið í
vandræðum með að komast að
samkomulagi án Borgfirðing-
anna. Þá hefur hvergi fundist
stafur um að þessi gjörningur
hafi verið samþykktur í við-
komandi hreppsnefndum. Ef
enginn hefur vitað af þessu
nema kannski örfáir oddvitar
þá voru ekki margir sem höfðu
möguleika á að mótmæla. Það
þýðir svo sem ekki að deila við
dómarann en mér finnst þetta
ótrúleg niðurstaða að láta
samning gilda sem aldrei hefur
verið gerður, svo sannað sé,“
segir Davíð.
GE
Aðflutt
atvinnuleysi í
Borgarbyggð
Um síðustu mánaðarmót
voru um fimmtíu manns á at-
vinnuleysisskrá í Borgarbyggð
að sögn Sveins Hálfdánarson-
ar formanns Verkalýðsfélags
Borgarness en það er gífurleg
aukning á milli ára. I október
á síðasta ári voru sjö manns á
atvinnuleysisskrá. Það sem
vekur hinsvegar mesta athygli
er að 60% þeirra sem eru at-
vinnulausir eru nýfluttir í
sveitarfélagið. „Eitthvað af
fólkinu fylgir með nemendum
á Bifröst og er það hluti skýr-
ingarinnar. Síðan virðist vera
að þegar atvinnuleysið eykst í
Reykjavík þá eykst það einnig
hér með þessum hætti. Það
hefur verið tilhneyging í þá átt
að atvinnulausir flytji til
Reykjavíkur á þeim forsend-
um að þar sé helst vinnu að
hafa en nú virðist þessi þróun
vera að snúast við og nú eru
atvinnulausir í Reykjavík að
flytja . á staðina í kringum
borgina, Borgames, Akranes
og Suðurnesin. Hér er húsa-
leigan lægri og vöruverð sam-
bærilegt. Þá er ýmiss þjónusta
ódýrari og síst minni. Þá era
vegalengdirnar ekki eins
miklar. Atvinnuleysisbæmrnar
eru einnig þær sömu þannig
að það stendur meira eftir hér
en fyrir sunnan.“
Sveinn segir að fátt bendi til
þess í dag að atvinnuleysið sé
aftur á undanhaldi. Hvað
varðar „aðflutta atvinnuleys-
ið“ ef svo má kalla þá segir
hann að vissulega sé það nei-
kvætt að svo mikil Ijölgun sé á
atvinnuleysisskránni. „Það já-
kvæða er hinsvegar að hingað
er fólk að flytja vegna þess að
hér er gott að búa og hag-
kvæmt og þetta fólk hlýtur að
sjálfsögðu að vera jafh vel-
komið og aðrir. Eg vona hins-
vegar að atvinnuleysið hverfi,
jafht hjá aðfluttum sem inn-
fæddum,“ segir Sveinn.
GE