Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 4

Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 L>a£3SUIlu>~ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: Fax: 431 5040 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingar: Prófarkalestur: Hjörtur J. Hjartarson Inga Dóra Halldórsdóttir 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Umbrot: Prentun: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út allo miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinpa er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Jólaskap Þótt ég geri, alla jafna, ekki upp á milli Gísli Einarsson, árstíða þá verð ég þó að viðurkenna að ritstjóri akkúrat þessi síðasti hluti ársins er sá sem fer hvað verst í mig. Ástæðan er einfaldlega sú að ég hef einsett mér að halda á lofti merki karlmennskunnar í hvívema og aldrei er erf- iðara að halda í þá íinynd en síðustu dagana fyrir jól. Jólin og ekki hissa síst aðventan með öllu sínu tilstandi er tími hinna veiklunduðu. Þá meyrnar allt og mýkist upp og allt samfélag- ið verður kvenlegt í eðli sínu og næsmm jafn væmið og Stefán Hilmarsson. Maður má því stórlega passa sig á því að hrífast ekki með og detta niður í einhverja fáránlega tilfmningasemi. Sönn karl- mennska er nefnilega eitthvað sem ekki er auðvelt að rísa undir og það þarf kannski ekki nema augnabliks aðgæsluleysi til að valda skaða, því öfundarmenn og hryðjuverkakonur úr röðum femínista eru fljót að finna snöggu blettina og ráðast til atlögu þar sem vörn- in er veikust. Eg legg mig því allan fram um að forðast hinn illræmda anda jól- anna eins og mér er unnt og ég er búinn að ná að herða mig það vel upp að ég myndi ekki sýna svipbrigði þótt ég mætti sjálfu Jesú- barninu á göm á aðvenmnni. Fólk má samt alls ekki líta svo á að mér sé sama um jólin enda er ég langt í ffá tilfinningalaus þó ég sé ekki grenjandi á götum úti bara af því það eru að koma jól. Þetta snýst um það eitt að halda andlitinu, því hvað er ámátlegra en fflefldir karlmenn sem bresta í sálmasöng í einhverri gleðivímu. Hvað er líka ókarlmannlegra en tveggja metra karlmaður að föndra úr kreppappír með sólskinsbros í hálfhring. Þetta árið hef ég samt sem áður ákveðið að leyfa mér að sýna ör- lítinn vott af tilhlökkun síðusm dagana fyrir jól. Það sem veldur því meðal annars er að synir mínir eru loksins komnir á þann aldur að það em þó nokkrar tölfræðilegar líkur að að þeir fá tölvuleiki, bílabrautir eða fjarstýrða bíla í jólagjöf. Nú má reyndar ekki misskilja mig á þann veg að ég ætli mér sjálfuin ein- hverja hlutdeild í þessum leikföngum. Mín tilhlökkun snýst ein- göngu um að þarna fæ ég tækifæri til að fá útrás fyrir föðurlega á- byrgð. Fjarstýrðir bílar em nefnilega afar varasöm tæki og notkun þeirra kallar á stöðugra vökmn af hálfu ábyrgs aðila og auðvitað þarf einhvern fullorðinn til að kenna drengjunum á þessi tæki og prófa þau almennilega til að tryggja að allt sé í lagi og öryggisstöðl- um sé fullnægt. Þegar mér verður hugsað til þess þá jaðrar við að ég missi mig í vott af jólagleði en ég er fljómr að hrista það af mér með því að hlusta á gamla upptökur með þingræðum Kolbrúnar Halldórsdóttur. Eg ætla hinsvegar að leyfa mér það að óska lesendum Skessu- homs nær og fjær gleðilegra jóla, enda ekkert ókarlmannlegt við það í sjálfu sér. Gísli Einarsson, skömmu fyrir jól Önnur stórgjöf frá Jóhannesi til Höfða felli í Lundar- reykjadal, og hefur hann lengst af verið kenndur við þann stað. Hann hefur átt heima á Akra- nesi ffá 1933, lengst á Laug- arbraut 14 (Kistufelli) og ffá 1949 á Dvalarheimilið Höfli Jóhannes Gunnarsson, bif- vélavirki, hefur lengi verið öfl- ugur stuðningsmaður Dvalar- heimilisins Höfða á Akranesi. M.a. færði hann heimilinu tvær milljónir króna á árinu 2000, til kaupa á nauðsynlegum búnaði, sem koma skyldi íbúum heimil- isins til góða. Nú í nóvember seldi hann hús sitt að Heiðargerði 15 fýrir kr. 6.800.000.-, ogþann 11. desem- ber undirritaði hann gjafabréf, þar sem hann færir Höfða allt söluandvirði fasteignarinnar. Peningarnir voru lagðir inn á Gjafasjóð Höfða, en þeir verða notaðir til kaupa á nauðsynleg- um búnaði fyrir hinar ýmsu deildir heimilisins. Jóhannes er fæddur á Kistu- Heiðargerði 15. Jóhannes starf- aði lengi hjá Sementsverksmiðj- unni en einnig var hann aðstoð- armaður í Bíóhöllinni. Hann var í stjórn Iðnaðarmannafélags Akraness, Bindindisfélags öku- manna og Leikfélags Akraness. Auk þess starfaði hann í Skátafé- lagi Akraness og Góðtemplara- reglunni um árabil. Dvalarheimilið Höfði, stjórn, starfsfólk og íbúar vilja senda Jóhannesi bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem kemur sér einkar vel á erfiðum tímum. Vilhiálmur Egilsson kærir Vilhjálmur Egilsson Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hefur kært til stjórnar kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fram- kvæmd prófkjörs flokksins í nóvember síðastliðnum. Vilhjálmur fór fram á þið við stjórn ráðsins síðastliðinn mánudaga að hún ógilti próf- kjörið vegna meintra ann- marka. Vilhjálmur hafði áður sent erindi til miðstjórnar flokksins en hún komst að þeirri niður- stöðu að hún gæti ekki fjallað um lögmæti prófkjörsins nema ágreiningur væri um það í stjórn kjördæmisráðs. Vilhjálmur hafnaði, sein kunnugt er, í fimmta sæti í um- ræddu prófkjöri og var rúmum fjörtíu atkvæðum ffá fyrsta sæt- inu. Hann hefur ítrekað líst því yfir að hann hafi verið rændur sigrinum þar sem óeðlilega hafi verið staðið að utankjörfundar- atkvæðagreiðslu á Akranesi. Sjálfstæðismenn á Akranesi hafa hinsvegar vísað þeim full- yrðingum á bug og segja að að þau mistök sem átt hafi sér stað hafi verið leiðrétt með fullu samþykki Vilhjálms. GE Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Skessuhorns var bæj- arstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi haldinn í síðustu viku. Þar fengu fulltrúar yngri kyn- slóðarinnar að ræða bæjarmálin út frá sínum sjónarhóli og á síð- asta bæjarráðsfundi fullorðna fólksins voru teknar til af- greiðslu tvær tillögur frá fyrr- nefndum bæjarstjórnarfundi. Eftirfarandi tillögur verða því teknar til afgreiðslu á næsta fundi „gömlu“ bæjarstjórnar- innar: „ a) Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að fela sviðsstjóra Tóm- stunda- og forvarnarsviðs og sviðsstjóra Menningar- og fræðslusviðs að leggja fyrir bæj- arráð tillögur um hvernig megi auka samráð við ungt fólk á Akranesi um málefni sem þau varðar. M.a. verði skoðað hvort áhugi sé á því að halda aftur fund með líku sniði og haldinn var þann 3. desember s.l. Kann- að verði hvernig auka megi sam- ráð varðandi innra starf skól- anna, félagslíf, tómstunda- og forvamamál o.fl. b) A grundvelli tillagna ung- linga í bæjarstjórn unga fólksins varðandi félagslíf á Akranesi um helgar, þá samþykkir bæjarstjórn Akraness að gerð verði tilraun með opnun Arnardals á föstu- dags og/eða laugardagskvöldum ffarn til vors 2003. Miðað verði við opnun tvisvar í mánuði. Að lokinni tilraun þessari er æsku- lýðsfulltrúa falið að leggja fram greinargerð til Tómstunda- og forvamanefndar um hverrng til hafi tekist.“ GE Leikskóla- gjöld hækka Leikskólagjöld á Akranesi hækka um 8% frá og með 1. janúar næstkomandi sam- kvæmt tillögu bæjarráðs. Tillagan verður tekin til af- greiðslu á næsta fundi bæjar- stjórnar. GE Heitur matur í skólana? Þessa dagana hefur bæjar- ráð Akraness til skoðunar tillögu þess effiis að boðið verði upp á heitar máltíðir í grunnskólum bæjarins. Tækni ffæðingur hefur lagt ffam kostnaðaráætlun vegna aðstöðusköpunar og hefur bæjarráð óskað effir afstöðu skólanefndar til málsins. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.