Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 5
MIÐVTKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
5
Aldraður Skagamaður í
gangahlaupi í Færeyjum
Þorsteinn Þorvaldsson hljóp með færeyingum í gegn um „Vágagöng“
Þorsteinn í miðju gangahlaupinu.
Þorsteinn Þorvaldsson 78 ára
gamall Skagamaður fór til Fær-
eyja í byrjun desember í
óvenjulegum tilgangi, nefnilega
til að hlaupa í gegnum ný göng
milli Vogeyjar og Strauineyjar
en það eru íyrstu göngin undir
sjó í Færeyjum þrátt íyrir
frændur okkar Færeyjar hafi
sprengt sig í gegnum annan
hvorn klett á eyjunum.
I tilefni af vígslu ganganna
var efnt til gangahlaups að ak-
urneskri fyrimiynd en slíkt
hlaup fór frarn daginn sem
Hvalfjarðargöngin voru vígð á
sínum tíma. Þorsteinn tók
einnig þátt í því og ekki laust
við að hann fengi fiðring í fæt-
urnar þegar hann frétti af Fær-
eyjahlaupinu. „Eg var einhvern
tímann búinn að segja að mað-
ur hlypi víst ekki þar þegar ég
I viðtali við færeyska sjdnvarpið
frétti af þessu hlaupi. Eg átti
heldur alls ekki von á því að það
yrði, en síðan koma Hannes
sonur minn og Þórdís tengda-
dóttir mín með jólagjöf til mín
löngu fyrir jól og það var far-
seðill til Færeyja sem gilti helg-
ina sem hlaupið átti að vera.
Þetta var því sannarlega óvissu-
ferð og frábær upplifun enda
hafði ég ekki komið til Færeyja
fyrr. Þegar ég kom til Færeyja
tók á móti mér maður úr ferða-
málabransanum sem Þórdís
þekkir og hann tók mig að sér á
meðan ég stoppaði. Hann fór
meðal annars nteð mig að skoða
golfvöllinn sem Hannes hefur
hannað fyrir Færeyinga og
sýndi mér Eyjarnar,“ segir Þor-
steinn.
Skokkaði létt
Um 2500 manns tóku þátt í
gangahlaupinu og var Þor-
steinn eini Islendingurinn.
Hann skartaði bol úr Hval-
íjarðargangahlaupinu og vakti
inikla athygli. „Eg hitti þarna
nokkra sem höfðu hlaupið á Is-
landi og mönnum fannst þetta
voða skrítið og skemmtilegt að
sjá þennan gamla karl kominn
frá Islandi til að hlaupa með
þeim. Eg lenti ineðal annars í
viðtali í sjónvarpi og dagblöð-
um og þetta var allt mjög
skemmtilegt enda var stemmn-
ingin mjög góð,“ segir Þor-
steinn.
Þorsteinn segir það líka hafa
verið mjög áhugavert að sjá
göngin og hann dáðist að því
hvað bergið var hreint og gott.
„Það var virkilega gaman að fá
þetta tækifæri en ég var ekkert
að flýta mér, skokkaði þetta
svona á rúmum hálftíma.“ Þess
má geta að göngin eru um
fimm kílómetrar og þætti ein-
hverjum yngri manni þessi tími
ekki alslæmur.
Áhugamál í ellinni
Margir finna sér eitthvað til
að dunda við í ellinni, þegar
þeir hverfa af vinnumarkaðn-
um, svo sem söfnun hverskonar,
bókband eða ýmiss konar hand-
verk. Þorsteinn fór hinsvegar ó-
venjulega leið og byrjaði að
hlaupa þegar hann hætti að
vinna. „Eg komst á bragðið í
slökkviliðinu þegar boðið var
upp á eróbik fyrir okkur þar.
Það kveikti í mér og þegar ég
hætti að vinna fór ég að hreyfa
mig fyrir alvöru. Eg reyni að
hreyfa mig eitthvað annan
hvorn dag. Annað hvort hleyp
ég, hjóla í kringum Akrafjallið
eða geng á Háhnjúk. Síðan er
ég náttúrulega búinn að vera í
golfinu í rúm þrjátíu ár. Það
voru töluverðar úrtölur þegar
ég byrjaði á þessu og mitt fólk
hélt að ég myndi drepa mig á
þessu. Eg sagði þeim að ég
myndi bara hlaupa inn í eilífð-
ina en ég hef aldrei verið hress-
ari. Það mættu fleiri taka þetta
upp enda er þetta ekki mikið
mál, þetta er bara eins og hver
önnur vinna en ánægjan gerir
þetta erfiðisins virði,“ segir
þessi aldraði hlaupagikkur sent
bíður núna eftir næsta tækifæri
til að hlaupa undir sjó.“ GE
Tölvuteikning af nýja miðbœjan-citnum eins og lagt er til að hann líti út í
Framtíðinni.
Hugmyndir að Mið-
bæjarreit kynntar
Síðastliðinn miðvikudag
kynnti vinnuhópur, sem starfar
með Herði Jónssyni bygginga-
meistara, hugmyndir að mann-
virkjum og skipulagi Miðbæjar-
reitsins (Skagaverstún). A
kynningarfundinn mættu um
70 manns. Tillögur hópsins
gera ráð fyrir að á svæðinu
verði reistar tvær íbúðarblokk-
ir alls með 80 íbúðum og 7000
ferm. verslunarmiðstöð. Alls
eru mannvirki á svæðinu um
19000 ferin. en lóð 12000 ferm.
Þessar tillögur verða lagðar
fyrir Bygginga- og skipulags-
nefhd á næstu dögum. Ef til-
lögurnar verða samþykktar, af
hálfu bæjaryfirvalda, munu
framkvæmdir á svæðinu hefjast
í vor að sögn Björns S. Lárus-
sonar talsmanns undirbúnings-
hópsins.
GE
Borgarhyggð og Borgarfjarðarsveit í eina sæng?
Sameiningar-
viðræður á næsta ári
Sveinbjöm Eyjólfsson
Nýtt framboð, sem var sjálf-
kjörinn listi í sveitarstjórnar-
kosningunum í Borgarfjarðar-
sveit síðastliðið vor hafði það á
stefnuskrá sinni að kanna mögu-
leika á sameiningu sveitarfélag-
anna í Borgarfjarðar og Mýra-
sýslu. Þeim málum hefur ekki
verið hreyft enn og segir Svein-
björn Eyjólfsson oddviti Borg-
arfjarðarsveitar að menn hafi
viljað bíða eftir að kosningarnar
í Borgarbyggð væru frá. Hann
sagði að málið myndi bíða næsta
árs en þá yrði það væntanlega
tekið upp af alvöru. „Við höfum
hvergi hvikað frá því sem við
sögðum í vor að við viljum
kanna möguleikana á samein-
ingu við Borgarbyggð og önnur
sveitarfélög í héraðinu. Fyrst
ætlum við að ljúka gerð okkar
fyrstu fjárhagsáædunar og öðlast
meiri og betri skilning á rekstri
okkar sveitarfélags. Við erum öll
ný í hreppsneihd og rekurn okk-
ur á það að um leið og við þykj-
umst hafa lært eitt atriði varð-
andi rekstur sveitarfélagsins rek-
umst við á tvö önnur sem okkur
vantar skýringu á. Rekstur sveit-
arfélaga í dag er orðinn ótrúlegt
kraðak og það eitt og sér kallar á
stærri einingar.
Við höfum verið að fara yfir
samstarfssamning á milli Akra-
ness og Borgarbyggðar, en þessi
sveitarfélög bjóða okkur og öðr-
um sveitarfélögum hér fulla að-
ild að. Við tökum því fagnandi
og munum koma að því sam-
starfi eftir föngum. Það er útaf
fyrir sig liður í að stækka eining-
arnar en ekki nóg að mínu
mati,“ segir Sveinbjöm.
Sveinbjörn segir að ekki sé
komið neitt tímaplan á umræð-
ur en allar líkur séu á að þær
hefjist á næsta ári. „Menn munu
væntanlega gefa sér góðan tíma
þegar að því kemur og gera
þetta vel. Það er vitað að hér og
örugglega hinum megin líka er
einhver kvíði þannig að það
verður ekki flanað að neinu,“
segir Sveinbjörn. GE