Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Side 12

Skessuhorn - 18.12.2002, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 anlissmuj Fræðsla grunnskólabama um bmnavamir skilar dýrmætum árangri Snarræði tíu ára stúlku kom í veg fyrir stórbruna Frœáslustarf Bjama Þorsteinssonar slökkviliósstjóra í Borgamesi hefur svo samiarlega skilaS áravgri. Hanna Laufey Jónasdóttir, tíu ára stúlka á Jörfa í Kol- beinsstaðahreppi kom í veg fyrir stórbruna heima hjá sér fyrir fáum dögum þegar eldur varð laus í barnahergi. Snar- ræði hennar og rétt viðbrögð gerðu það að verkum að tjón varð í lágmarki. „Það var þannig að það var lítill maður, fimm ára, sem faldi sig inni í skáp með kerti og kveikti á því“, segir Margrét St Ragnarsdóttir húsfreyja á Jörfa, móðir Hönnu Laufeyjar. „Það kviknaði síðan í flíkum, sem hengu þarna í sparifata- skápnum, útfrá kertinu. Það vildi þannig til að Hanna hafði unnið reykskynjara í eld- varnargetraun og hann var í herberg- inu. Hann fór strax í gang en þegar ég kom inn í herberg- ið var strákurinn kominn út úr skápnum og búinn að loka honum. Þegar ég opnaði skápinn varð súr- efnissprenging og eldurinn magnað- ist. Þá kom fát á mig og ég sá að ég myndi ekki ráða við eldinn og rak krakkana út og ætlaði sjálf að reyna að slökkva. Eg var hinsvegar með allt niðrum mig í þessum málum og ekkert slökkvitæki í húsinu. Þá bar þannig við að Hanna Laufey hlýddi mér ekki í þetta sinn, sem betur fer og hún fór ekki út heldur inn á bað, tók þar baka og fyllti af vatni. Hún gusaði síðan úr balanum á eld- inn og þá sá ég að við mundum sennilega ráða við þetta tvær. Það tókst og það var fyrst og fremst snarræði hennar og yf- irvegun að þakka. Eg róaðist þegar ég sá hvað hún var róleg og í sameiningu réðum við niðurlögum eldsins. Eg veit meira að segja um annað dæmi hér skammt frá þar sem bekkj- arbróðir Hönnu bannaði móð- ur sinni að slökkva með vatni þegar kviknaði í feiti í potti og sótti teppi,“ segir Margrét. Margrét segir að þessi stór- virki barna í Kolbeinsstaða- hreppi við slökkvistörf megi al- gjörlega þakka Bjarna Þor- steinssyni slökkviliðsstjóra í Borgarnesi og hans forvarnar- starfi. Hann hefur farið í grunnskóla og kennt börnum að bregðast rétt við ef eldur kemur upp. „Hann hefur greinilega náð svona rosalega vel til krakkanna. Allavega hef- ur það bjargað mínu heimili," segir Margrét. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist á Jörfa urðu nokkrar skemmdir í barnaher- berginu og öll föt í fataskápn- um eyðilögðust. Þar á meðal var jólakjóll hetjunnar sjálfrar, Hönnu Laufeyjar. Móðir hennar segir að hún hafi hins- vegar svo sannarlega unnið fyrir nýjum kjól með þessu af- reki. GE Tæknibærínn Grundarfjörður Sótt um aðild að verkefii- inu Rafrænt samfélag á vegum Byggðastofinmar Tœknibterinn Grundarjjörður Grundarfjarðarbær hefur sótt um aðild að verkefhinu Raffænt samfélag á vegum Byggðastofn- unar en það er þróunarverkefni í að nýta upplýsingatæknina til atvinnusköpunar og hverskonar uppbyggingar í hinum dreifðu byggðum. Að sögn Bjargar Agústsdóttur bæjarstjóra er umsóknin í beinu framhaldi af verkefhi sem sveit- arfélagið hefur unnið að sjálft að undanförnu. „Una Yr Jörunds- dóttir sjávarútvegsfræðingur hefur unnið að verkefninu „Tæknibærinn Grundarfjörð- ur“. Verkefnið er byggt upp þannig að ítarlega er grein fyrir núverandi stöðu atvinnulífs og bæjarfélags og í ffamhaldinu er Mynd: Mats Vibelund reynt að meta með hvaða hætti samfélagið okkar getur nýtt sér kosti upplýsingatækninnar til framtíðaruppbyggingar. Við höfum verið að reyna að meta hvernig hægt sé að nota upplýs- ingatæknina til að auka nýsköp- un í atvinnulífi, bæta hag íbúa, auka menntun og efla félagsleg- ar aðstæður. Einnig erum við að móta okkur hamtíðarsýn og for- gangsröðun. Við gerum okkur hinsvegar grein fyrir að við erum fýrst og frems útgerðar- bær og við ætlum ekki að breyta því. Málið snýst hinsvegar um að nýta önnur tækifæri til að skapa enn fjölbreyttara samfé- lag,“ segir Björg. GE Viðskiptavinir Sparisjóðsins ánægðir með þjónustuna Sparisjóður Mýrasýslufier ágætiseinkunn hjá sínurn viöskiptavinum. Sparisjóður Mýrasýslu (SM) lét í nóvember framkvæma við- horfskönnun á meðal viðskipta- vina. Markmiðið var að fá fram mat viðskiptavina á þjónustunni. Rauður þráður í niðurstöðum er sá að viðskipta- vinir SM eru yfirleitt afar á- nægðir með þá þjónustu sem þeir hljóta af hendi sjóðsins. Almennt telja viðskiptavinir að SM standi sig vel í því að leysa úr vandamálum sem koma upp og að þjónustan sé góð. Starfsfólk SM fær að auki góða einkunn þegar spurt er að því hvort það gerði allt sem í þeirra valdi stæði til þess að veita sem bestu þjónustu. Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar leiddu í Ijós að sjaldan þarf að leiðrétta eða endurgera hluti, þeir eru einfaldlega gerðir rétt í fýrsta sinn. Þetta eru ánægjulegar niðurstöður, því oft eru mál þess eðlis að þau eru flókin og/eða taka tíma í vinnslu og því meiri hætta á villum. Hins vegar ætlar SM að verða enn öflugri í framtíðinni að lesa þarfir og væntingar við- skiptavina og finna nýjar leiðir til þess að efla þjónustuna. Starfsemi fjármálafyrirtækja hefur breyst geysimikið á fáein- um árum og hefur tæknin orð- ið leiðandi í mörgum þáttum hennar. Það er stöðugt verkefni að fylgja þróuninni eftir, bæði gagnvart tækni en ekki síður gagnvart því hvernig hlutirnir eru skipulagðir og framkvæmd- ir. Almennt voru viðskiptavinir ánægðir með heimabanka SM, en ljóst má vera að í framtíðinni munu enn fleiri og breiðari hópur fólks nýta sér heima- bankann. Hann verður því að standast kröfur og samanburð við það besta. Samfélagið er á fleygiferð og fólk sömuleiðis í sínum dagsins önnum. Hraði í afgreiðslu skiptir því máli og þar fékk SM góðan vitnisburð. Þar skákar sjóðurinn flestum af stærri fjár- málafyrirtækjunum. Það virðist jafnframt auðvelt að ná sam- bandi við SM og skiptir það ekki svo litlu máli þegar fólk er á stöðugri hraðferð. Það kemur ekki á óvart að viðskiptavinum sjóðsins finnist þjónustan persónuleg. Nálægð- in er mikil, starfsfólkið þekkir viðskiptavinina, marga hverja, vel persónulega og hefur gert lengi. Starfsaldur hjá SM er hár sem vonandi segir sína sögu af góðum vinnustað. Á næsta ári á Sparisjóður Mýrasýslu 90 ára afmæli og hafa margir við- skiptavinir verið í viðskiptum svo áratugum skiptir. Það er vonandi jafnframt vitnisburður um ánægjuleg samskipti sjóðs- ins við fólkið í héraði. Hornsteinn í héraði virðist hafa fallið í góðan jarðveg sem einkunnarorð SM. Margir svar- endur gátu þess að þeir finni í sjóðnum þann hornsteinn sem nauðsynlegur er viðgangi hér- aðsins á öllum tímum. Sparisjóður Mýrasýslu vill þakka viðskiptavinum sínum þátttökuna í könnuninni, en þátttakendur voru á annað hundrað. Það skiptir sjóðinn á- kaflega miklu máli að fá hrein- skilna og heiðarlega gagnrýni á þjónustuna svo unnt sé að gera enn betur og mæta þörfum og væntingum viðskiptavina á hverjum tíma. Sparisjóðurinn óskar viðskiptavinum sínum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hamingjuríks nýs árs. Sparisjóður Mýrasýslu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.