Skessuhorn - 18.12.2002, Page 15
ú>a£S9Um/^
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
15
Yogahús opnar
í Olafsvík
Um sl. helgi var opnað Yoga-
hús í Olafsvík. Það eru þau
hjón Brynja Björk Ulfarsdóttir
og maður hennar Jóhannes
Hjálmarsson í Olafsvík sem að
þessu húsi standa, en Brynja er
að læra til yogakennslu. Að
sögn Brynju hefur henni fund-
ist vera rnikil þörf á aðstöðu
sem þessari í Snæfellsbæ og
hún hefur haft mikinn áhuga á
þessum málum. I tilefni opnun-
arinnar komu bæði huglæknir
og spámiðill í Yogahúsið og
komust færri að en vildu að
sögn Brynju. Dagskrá Yoga-
hússins byrjar að alvöru eftir
áramót. Þá verður boðið uppá
yoganámskeið og einnig að
grúska í andlegum málum með
því að fá árateiknara, miðla,
huglækna og fl. til að koma og
leiðbeina fólki. Að sögn Brynju
verða til sölu ýmsar vörur, svo
sem Tarot-spil, orkusteinar,
ilmkjarnaolíur, heilunarsteinar
og fl. Yógahúsið er til húsa í
Kiwanishúsinu en þau hjón
keyptu það undir reksturinn og
er það hið vistlegasta. Brynja
Björk sagðist vera bjartsýn á
reksturinn amk. eru viðtökur
góðar, t.d. var mikið af ungu
fólki til að kynna sér hvað í
boði var hjá Yogastöðinni.
PSJ.
Fáanlegur í mörgum
litum og stærðum
•VERZLUNI
V^slMI 431 2507
SKÓLABRAUTI
AKRANESI
Skötuveisla á Þorláksmess
ARABKKl7Í|
G\r
Vestfirsk vel kæst skata - í ýmsum búningi \
Austfirskur sérvalinn saltfiskur að hætti hússins
Meðlæti sem kemur á óvart ^jmu^
Gamlir siðir og nýjar sögur - eins og það %J( *
gerist best í Hvalfirðinum
Verð per mann í hádegi 2,990kr
Þúfinnur ekki hár í súpunni okkar....