Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 22

Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 ususimui. Myndarlegur styrkur frá Northem Periphery I síðustu viku fékk verkefhið „Destination Viking - Sagas & Storytelling jákvæða afgreiðslu á umsókn um styrk úr sjóði Northern Periphery áætlun EB sem Islendingar gerðust aðilar að fyrr á þessu ári. Hér er um að ræða samstarf 18 „víkinga- verkefna“ frá sex löndum: Is- landi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð. Þá hafa aðilar frá eyjunni Mön í Irlandshafi og Leifsbúðum (L'Anse aux Meadows) á Ný- fundnalandi óskað eftir að fá að taka þátt í verkefninu á eigin kostnað. Islendingasögurnar eru samnefnari verkefnisins. Heildarkostnaðaráætlun verk- eínisins nernur 1 milljón Evra, u.þ.b. 85 milljónum króna, þar af styrkir Evrópusambandið verkefnið um 50 milljónir eða 60%. Sex aðilar á Islandi eru þátt- takendur í verkefninu og þar af tveir á Vesturlandi. Vestlensku verkefnin eru Leifsverkefni Dalabyggðar og Egilstofa sem er unnið á vegum Safnahúss Borgarfjarðar og Borgarbyggð- ar. Onnur verkefni hér á landi eru Gíslasöguverkefni Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða, Grettistak sf í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með vík- ingaskipið Islending og upp- sveitir Arnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldis- bæinn. GE Niðurskurður á Hvanneyri Landbúnaðarháskólinn hefur sent öllum starfsmönnum sín- um bréf þar sem boðað er að á næstu dögum kunni að koma til uppsagna vegna naumra fjár- veitinga frá ríkisvaldinu. Málið var tekið fyrir á hreppsnefndar- fundi Borgarfjarðarsveitar í gærkvöld og þar var samþykkt eftirfarandi bókun: „Askorun til Landbúnaðar- ráðherra, Fjármálaráðherra, Fjárlaganefndar Alþingis, Landbúnaðarnefndar Alþingis og þingmanna Norðvesturkjör- dæmis. Sveitarstjórn Borgarfjarðar- sveitar lýsir yfir áhyggjum sín- um af naumum fjárveitingum til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri samkvæmt nýsam- þykktum fjárlögum. Skorað er á stjórnvöld að taka til endur- skoðunar umræddar fjárveit- ingar með tilliti til glæsilegs ár- angurs skólans undangengin ár, svo ekki þurfi að koma til alvar- legs niðurskurðar á starfsemi hans. Skólinn, sem hefur verið í örum vexti frá því hann var gerður að háskóla árið 1999, er sveitarfélaginu gríðarlega mik- ilvægur og er það von sveitar- stjórnar að honum verði veitt nauðsynlegt svigrúm, svo hann eflist og dafni hér eftir sem hingað til. „ Þess má geta að tveir hrepps- nefndarmenn sátu hjá þegar til- lagan var tekin til afgreiðslu, þau Sveinbjörn Eyjólfsson sem er aðstoðarmaður Landbúnað- arráðherra og Dagný Sigurðar- dóttir sem er starfsmaður Landbúnaðarháskólans. GE Elkem kaupir Norska stóriðjufyrirtækið Elkem hefur keypt hlut ís- lenska ríkisins í Járnblendi- verksmiðjunni á Grundar- tanga. Eftir kaupin á fyrirtæk- ið 83% hlutafjár í Járnblendi- verksmiðjunni. Islenska ríkið átti orðið rúmlega 10% hlut í Islenska járnblendifélaginu en Elkem hefur verið meirihluta- eigandi frá því árið 1997. EI- kem kaupir hlut ríkisins á tvö- földu markaðsgengi. Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra segir að ástæðan fyrir sölunni hafi verið að sam- komulag hafi náðs um gott verð. Dýrin í Hálsaskógi á Akranesi Sunnudaginn 29. desember frumsýnir Skagaleikflokkurinn á Akranesi eitt vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Leikstjóri er Ari Matth- íasson og sýningar verða í Bíó- höllinni. „Þetta hefur gengið vel og við erum mjög bjartsýn með þetta,“ segir Hermann Guð- mundsson formaður Skaga- leikflokksins. „Við lendum að vísu þarna saman við Hringa- dróttinssögu og því frumsýn- um við klukkan hálftvö, þar sem klukkan fjögur hefjast bíó- sýningar. Við óttumst hinsveg- ar ekki samkeppnina enda erum við kannski á svolítið öðrum markaði. Hinsvegar er Bíóhöllin orðin það ásetin að þetta hefur verið mesta púslu- spil en það hefur gengið upp.“ Um þrjátíu manns koma að sýningunni en með aðalhlut- verkin fara Sindri Birgisson sem Mikki refur og Hrund Snorradóttir sem Lilli klifur- mús. GE Jólaverkeírii á aðventunni um hjálparstarf Hjálpfúsir nemendur íjólaskapi í Hymutorgi Mynd: GBF Dagana 5.-12. desember síð- astliðinn unnu 10 til 12 ára nemendur Grunnskólans í Borgarnesi jólaverkefni. Byrjað var á því að fara í Borgarnes- kirkju og eiga þar stund með sóknarprestinum sr. Þorbirni Hlyni Arnasyni, þar sem hann fræddi nemendur um liti kirkjuársins, klæðnað prest- anna og fleira. Rætt var um heiti og tákn kerta aðventu- kransins og tilgang aðventunn- ar. Mánudaginn 9. des. var 112 nemendum miðstigs skipt í 18 -19 manna hópa, sem fræddust og fjölluðu um hjálparstarf. Nemendur unnu plaköt þar sem kynnt var starfsemi Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkj- unnar, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins, Flótta- mannahjálpar og SOS - barna- þorpanna. Hóparnir kynntu starf sitt hverjir fyrir öðrum, lesin voru ljóð og sögur, rapp- að og leikin leikrit í tengslum við hvert verkefni. Lokapunkt- ur verkefnisins var svo settur þegar nemendur 5. bekkjar hengdu upp plakötin í Hyrnu- torgi, þar sem viðskiptavinir geta kynnt sér vinnu hópanna. Hóparnir söfunuðu einnig fatnaði, leikföngum, peningum og jólagjöfum sem þeir gáfu hjálparstofnunum. Er það sameiginlegt álit allra, að hér hafi tekist vel til. Nemendur kynntust því að það eru marg- ir sem eiga um sárt að binda, en þeir stuðluðu að einhverju leyti að því að nokkrir eigi samt sem áður gleðileg jól.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.