Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 26

Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 jtttaaunu... Snorti Hjálmarsson og Bjarni Guönmndsson á þjólegum nótum á kvöldverði sem haldinn var í tilefni af ráðstefimni Sögur og samfélög í Borgarnesi í haust. aðarsögu þjóðarinnar segir Bjarni að vissulega sé eftirsjá í fyrstu dráttarvélinni. „Við eig- um hinsvegar númer tvö og það kemur í ljós að það er furðu mikið til þegar farið er að gá. Hinsvegar er alltaf eitt- hvað sem maður saknar. Við höfum heldur ekki aðeins lagt okkur eftir hlutunum sjálfum heldur einnig myndefni og öðrum heimildum um viðkom- andi tæki og notkun þeirra sér- staklega. Það er mikið til af slíku og oft er jafn mikils virði að eiga þær heimildir og hlut- inn sjálfann. Við verðum svo- lítið vör við það núna að hlut- urinn er kannski til en sárafáir eða enginn sem kann að nota hann. Hér á Hvanneyri búa til dæmis á þriðja hundrað manns en af þeim eru kannski tveir eða þrír sem myndu treysta sér til að spenna hesta fyrir sláttu- vél. Eg hef orðið hissa að sjá hversu fljótt verkþekkingin glatast og það er ekki hálft gaman að því að gera safngrip- ina fína og glansandi en vita síðan ekkert um hvað gert var við þá. Þá má líka geta þess að í dag eru hlutirnir notaðir eins og inanúallinn segir til um en með þessi gömlu tæki þá voru menn að nota þau á mismun- andi hátt og laga að sínum þörfum. íslensk búfræði er al- veg sérstakur kafli í tæknisög- unni og meðal annars eru mörg dæmi þess það að menn voru að setja hús á traktora með furðulegum hætti. Nágranni minn einn að vestan setti t.d. kjöthakkavélina á farmalinn þar sem hann var orðinn þreyttur á að snúa henni. Þetta er aðeins eitt dæmi um einstaka íslenska aðlögun og maður þyrfti að mismuna gildi söfn- unarinnar myndi ég segja að þekkingin væri 51 % en hlutur- inn sjálfur 49% enda væri hlut- urinn án sögu gagnslítill. „ Snorrastofa Fortíðaráhugi Bjarna kemur víðar fram en í söfnun gamalla dráttarvéla og hestaplóga. Bjarni hlær við þegar hann er spurður hvort hann sé ekki á kolrangri hillu eða uppi á vit- lausri öld, jafnvel árþúsundi. ,Jú ég og góðvinur minn séra Geir Waage, en við ólumst upp sinnhvoru megin við sama fjallið, höfum fengið orð fyrir að almanakið hafi hlaupið frá okkur. Eg viðurkenni það líka að ég er mjög gamaldags í hug- sun. Eg hef samt vissulega á- hyggur af framtíðinni en mér finnst líka sagan fela í sér spennandi skýringar á því sem er að gerast í dag. Eg hef því alltaf haft löngun til að spá í fortíðina. Eg var farkennari vestur í Dýraflrði þegar ég var 17 ára og notaði tímann til að velta fyrir mér hvað ég ætlaði að verða. Eitt af því sem mér flaug í hug var saga, málfræði og önnur hugvísindi. Eg lenti hinsvegar í þessu og sé ekki eft- ir því enda er þetta allt angi af sama trénu. Það getur verið að sumum finnist það þversögn að vinna að kennslu og rannókn- um á því sem lítur að framtíð- inni en dvelja síðan langdvöl- um í fortíðinni. Það sem ég er að kenna uin framtíðina er hinsvegar orðið að sögu áður en ég sný mér við og ég trúi á þessa samfelli. A göngu horfir maður fram en kíkir líka í kringum sig og ekki síst aftur til að sjá hvar leiðin hefur leg- ið. Fjall gengur maður ekki á með því að horfa bara á topp- inn. Það má líka segja að land- búnaðurinn og sagan sé það sem þetta ágæta hérað byggir á að miklu leyti. Samfélagið hef- ur líka vaxandi áhuga á þessari samtenginu og það er gaman að fá að taka þátt í þeirri vinnu sem á sér stað á því sviði. Þetta er líka partur í að styrkja sjálfs- mynd þeirra sem hér búa því við eigum mikla sögu og það töluvert merkilega. Þar skipar Reykholt náttúrulega mjög stóran sess og þegar ég var beðinn að leggja þessum dug- miklu mönnum lið sem þar vinna Bjarna í Nesi, séra Geir, Guðlaugi skólastjóra og fleir- um, þá langaði mig að vinna að því að þessi þjóðmenningar- staður fengi þann sess í vitund þjóðarinnar og heimsins sem hann á skilið. Borgfirðingar eru hinsvegar yfir höfuð ákaf- lega hógværir menn og láta ekki slá sig út af laginu. Það kann því að vera að þeir hafi í lítillæti sínu ekki gert sér full- komlega grein fyrir þessum verðmætum þótt þeir hafi vitað af þeim. Eg er sjálfur vaxinn upp þétt við sögusvið Gísla- sögu Súrssonar en þar talaði fólk urn sögupersónur Gísla- sögu eins og fólk sem hefði flutt í burtu fyrir þrjátíu árum. Menn kunnu tilsvörin og höfðu skoðanir á því hvað Gísli hefði átt að gera á hverjum tíma og sagan varð ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum og partur af minni tilveru. I Reykholti er verið að vinna frá- bært starf og maður fyllist versfirskum og íslenskum metnaði af að taka þátt í því. Það er meðal annars sérstök á- nægja að geta leitt Norðmenn og Svía inn á staðinn þar sem saga þeirra var rituð. Hefði Snorri karlinn ekki tekið það að sér vissu þessar þjóðir lítið um sína fortíð. Það er því skylda okkar og ábyrgð að hlúa að þessum merka stað. Ahug- inn er líka vaxandi og það er gríðarlega mikilvægt því menn meta það annars staðar þegar vel er róið heima fyrir. Norð- menn hafa líka lagt okkur mik- ið lið og söinuleiðis íslenska ríkið. Þannig að skilningur á mikilvægi Reykholts er mikill og fer vaxandi. Þá er það líka ánægjulegt að niður í Borgar- byggð eru menn að búa sig undir að gera Agli skil og þar er samvinna innan héraðsins gríðarlega brýn. A Eiríksstöð- um eru inenn líka að gera góða hluti. Við sjáum að ferðaþjón- ustan er í vaxandi mæli að nota sér þetta og þar er samvinna innan héraðs gríðarlega brýn. Héraðið er stappfullt af menn- ingarminjum sem ferðaþjón- ustan á eftir að nota sér. Gítarinn Eins og getið er um hér í upphafi kernur Bjarni víðar við en í fornminjagrúski og fóður- rannsóknum en hann er með vinsælli skemmtikröftum Vest- urlands og grípur gjarnan með sér gítarinn ef til hans er leitað til að lyfta brúninni á gestum í hverskonar veislum innan hér- aðs og utan. „Það var nú þannig að ég held að hafi verið á síðasta velmektarskeiði Prest- leys, skömmu fyrir Bítlana og á bestu árum Shadows að ég fór að gutla á gítar og hef haft það sem sáluhressingaratriði síðan. Það hefur komið sér vel að geta glatt nágrannana og það er á- gætur partur af húshaldinu að eiga gítarinn að hobbíi. Eg hef alltaf átt erfitt með að segja nei og hef því látið leiðast í alls- konar sprell og ég hef líka átt ánægjulegar stundir við gítar- spil. Það má líka að segja að þetta áhugamál sameini þörf- ina fyrir að láta á sér bera og að verða öðrum að liði. Eg var svo heppinn að vera samtíða Olafi heitnum Guðmundssyni hér á Hvanneyri og hann leyfði mér stundum að spila með sér og kenndi mér helling en af sínum góðleik leiðbeindi hann mér til betri hátta í hljóma- meðferð.“ Lagasafhið Þótt Bjarni vilji sem minnst gera úr sinni listsköpun þá vita það margir sem hann þekkja að hann hefur ekki látið sér nægja að leika á gítarinn sinn lög eft- ir aðra heldur hefur hann einnig fengist við að koma þeim saman sjálfur og einnig textum ef þannig stendur á. „Uti í Noregi hreifst ég af því að tónskáld tóku sig ekki alvar- lega. Þar steinféll ég fyrir vísnahefðinni og ég á mér á- kveðið uppáhaldsljóðskáld sem er langfrændi minn Guðmund- ur Ingi Kristjánsson á Kirkju- bóli í Bjarnardal. Ég hef sett mér það markmið að geta raulað sem mest af hans kvæð- um, sérstaklega hans búskapar- kvæðum. Ég á mér orðið dulít- ið safn af lögum við kvæði hans en það bitnar mest á mínu heimilisfólki. Það kann samt að vera að ég gefi þetta út í fimm- tíu eintökum þegar fram líða stundir. Þetta er hinsvegar fyrst og fremst heimilisiðja eins og víngerð eða kökubakstur. Þetta hjálpar manni að slaka á eftir snúinn dag, svolítil þerapía má segja og gerir það kannski að verkum að maður verður ekki eins leiðinlegur á heimili.“ Þannig úskýrir Bjarni einnig annað áhugamál sem er teikning en hann myndskreytir gjarnan námsefni og fleira sem hann þarf af einhverjum ástæð- um að koma frá sér á rituðu máli. „Ég hef alltaf haft gaman af að teikna og geri það mér til hugarhægðar og í sambandi við kennsluna. Ég átti mér lengi draumafyrirmynd í þeim efn- um sem var Halldór Pétursson. Ég byrjaði sem smáttittur og hef alltaf gripið í þetta. Ég hef haft það í huga að ef maður yrði gamall og tapaði einu og einu skilningarviti þá ætti mað- ur eitthvað eftir sem hentaði þeim skilningarvitum sem eftir væru. Allt byggist þetta þó á því að ég hef verið heldur klénn við venjulegt húshald og komist upp með að nota tím- ann við annað,“ segir Bjarni. Með þeim orðum líkur Bjarna þætti Guðmundssonar, í bili að minnsta kosti og við kveðjum þennan forneskjulega nútímamann sem brúar kyn- slóðabilið allt írá landnámsöld til þessa dags. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.