Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 28

Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 e á aðventu Kæru íbiíar Borgarbyggðar. Nú í lok árs er rétt að líta yfir farinn veg. Ekki er þó hollt að gleyma sér alfarið í fortíðarumræðu, fortíðin er hinsvegar stór hluti af fram- tíðinni og lærdómsrík sem slík. Síðasta ár hefur verið viðburð- arríkt fyrir íbúa sveitarfélags- ins á margan hátt. Blikur hafa verið á lofti í atvinnumálum og Frd Borgamesi er það eitt stærsta verkefni næstu ára að styðja við og efla atvinnulífið í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Borgarbyggðar lagði á síðasta kjörtímabili mikla áherslu á uppbyggingu iðnaðarhverfis auk gatnagerð- ar í íbúðarhverfum í Borgar- nesi. Það er hlutverk bæjar- stjórnar að grunngerð samfé- lagsins sé sterk og vel fallin til uppbyggingar. Eg tel að bæj- arstjórn Borgarbyggðar hafi náð að fylgja því sjónarmiði vel eftir. Þjónustustig í Borg- arbyggð er hátt og skilyrði fyr- ir atvinnulífið hin ákjósanleg- ustu. Undanfarnir mánuðir í stjórnsýslu Borgarbyggðar hafa einkennst af óvissu vegna þeirra einkennilegu stöðu sem sveitarfélagið var í að fengnum úrskurði Félagsmálaráðuneyt- isins í lok júlí. Nú eru kosn- ingar nýafstaðnar öðru sinni í Borgarbyggð og þrjú og hálft ár til næstu sveitarstjórnakosn- inga. Avinningur íbúa sveitar- félagsins vegna uppkosninga var enginn en Félagsmálaráðu- neytið fékk hinsvegar svör við ýmsum spurningum. Kostn- aður sveitarfélagsins í heild vegna þessa var mikill og verða þær kostnaðartölur birtar op- inberlega um leið og þær liggja fyrir. Félagsmálaráðu- neytið tekur engan þátt í þeim kostnaði. Nú er framundan fyrsta um- ræða um fjárhagsáætlun Borg- arbyggðar. Starfsmenn og kjörnir fulltrúar Borgarbyggð- ar hafa undanfarnar vikur lagt inikla vinnu í fjárhagsáætlun- argerð, þar sem verið er að taka upp nýjar reikningsskila- reglur hjá sveitarfélögum um allt land og auk þess er fjár- hagsáætlun Borgarbyggðar nú unnin sem rammaáætlun. Meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt ríka áherslu á að þjónusta skerðist lítið sem ekkert þó frekar þröngt sé í búi en Ijóst er að ekki er mikið svigrúm til að auka þjónustuna. Fjárhags- áætlun tekur einverjum breyt- ingum milli fyrstu og annarrar umræðu en önnur umræða verður væntanlega um miðjan janúar. Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ekki mikið um lögboðin verkefni að segja, þeim verður að framfylgja. Bæjarstjórn á hinsvegar að marka framtíðar- stefnu sveitarfélagsins og sjá til þess að í framtíðinni eins og hingað til verði best að búa í Borgarbyggð. Mestu skiptir þó að horfa jákvæðum augum fram á veginn. Gleymum því ekki að jákvætt hugarfar og já- kvæðni almennt kostar ekki mikið en getur skipt öllu máli í samskiptum fólks. Eg óska íbúum Borgar- byggðar gleðilegra jóla og far- sældar á nýju ári og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Með kærri jólakveðju, Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar. 'Pe+tfiinn Þrœtuepli I 49. tbl. Skessuhorns segir frá því að Umhverrfisráðu- neytið hafi staðfest úrskurð Skipulagsstjóra ríkisins frá 10. maí s.l. þess efnis að um- deildur kafli Útnesvegar skuli sæta mati á umhverfisáhrif- um. Ekki ætla ég mér að fara að rekja þessa sögu, né færa nein frekari rök í máli þessu,því svo rækilega hefur það verið gert á undanförn- um árum. Þessi ákvörðun ráðuneytis- ins kemur eins og blaut tuska í andlit heimamanna á sama tíma og framundan eru ein- hver hin mestu umhverfis- spjöll vegna Kárahnjúka- virkjunnar, sem um getur í Is- landssögunni. Mér er spurn: Hverskonar „Ráðstjórnar- ráðuneyti“ höfum við að svona nokkuð geti gerst ? Sú kynslóð sem lengst og mest hefur barist fyrir smábreyt- ingu á umræddum vegi,er nú senn að deyja út og munu þá „Ráðstjórnarráðuneytis- menn“ fagna að nöldurseggir á þjóðvegi langt vestur á þessum útnára skulu endanlega hafa geyspað golunni,svo hægt verði í friði að snúa sér að umhverfis- vænni verkefhum. Eiga Vestlendingar ekki fimm menn á Alþingi? Hefur þeim aldrei dottið í hug að koma að þessu máli ? Mér finnst tími til kominn að þeir taki nú á honum stóra sínum og sýni með því, að þeir séu verðugir þess að verða endurkosnir á komandi vori. Kristinnfrá Bárðarbúð. Fom jólastemmning á Eiríksstöðum , Jólin okkar“ - Jólastundir á Eiríksstöðum hafa verið mjög eftirsóttar og hefur verið upp- selt á þær allar. Bærinn er allur hinn jólalegasti. Gólf þakið grenigreinum, kertaljós um allan bæ, gamalt jólatré og annað skraut. Gestir fá síðan allir epli með einu litlu kerti í, sem ljósmeti. „Nokkrir kórfé- laga hafa mætt með hljóðfæri og sungið íslensk jólalög og við höfum meðal annars seytt til okkar Bjúgnakræki en að sjálf- sögðu hanga heimareykt bjúgu yfir langeldinum," segir Alma Guðmundsdóttir ferða- inálafulltrúi í Dölum. Þá hafa eldri borgarar hér skipt með sér sérstökum sögu- stundum, þar sem sagt hefur verið frá jólum fyrri tíma. Hafa slíkar frásagnir vakið mikla ánægju gesta. Þá hafa verið lesnar sögur af Grýlu og miklar vangaveltur sprottið í kringum þær. Einnig hefur verið lesið úr Sögu daganna eftir Arna Björnsson. Að lokum hafa svo verið bornar fram veitingar - t.d. heitir kakódrykkir, flatbrauð með hangikjöti og rús- ínulummur. Þá má til gamans geta þess a hópur amerískra ferðamanna kemur, á Eiríks- staði, milli jóla og nýárs til að upplifa íslenska jóla- stemmningu. Myndin er tekin á Leikskólanum Kríubóli í Ólafsvík en þar eru bömin farin að undirbúa komu jólana með allskonar fóndri. Fv. Þórdís, Sigurjón, Amar Ingi, Elvis, Hreinn og Silja. PSJ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.