Skessuhorn - 18.12.2002, Page 30
30
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
a&Ú99Unu>..
Hörkutól stíga ekki dans
En þau syngja hugljúfar ballöður sem bræða hvert meyjarhjarta
Hefur einsemdin völd?
Hefur einsemdin völd?
Þjakar áhyggjufjöld?
Berð' í maganum mæðunnar stein?
Finnst þér börnin of ör?
Færðu innantóm svör?
Ert' í baráttu buguð og ein?
Virðist framvinda daganna daufleg og bleik?
Dugar sjálfstraustið ekki í starfi og leik?
Berðu alein þinn kross?
Vantar bræðralagskoss?
Segðu mér,
vantar stuðning frá oss?
Hörkutólafélagið við upptökur ístúdíói Ldrusar Pétursstmar í Hólminum.
mj ' f
v . Æ
1 4gg83 1 vH jTPnPSte ijffrfp/'- /•-
M
Lesendur Skessuhorns hafa, í
gegnum tíðina, getað fylgst
reglulega með göfgandi starfi
Hörkutólafélagssins í Stykkis-
hólmi sem barist hefur hat-
rammri baráttu afvilja fremur en
mætti við að losa karlmennskuna
úr heljargreipum kvenmennsk-
unnar.
„Við höldum þétt um þau
markmið okkar að karlmennsk-
an fái á ný að rísa til vegs og
virðingar í íslensku þjóðfélagi,“
segir Gunnar Gunnarsson karl-
menni og formaður Hörkutóla-
félagsins. „Karlkynið drottnaði
yfir jörðinni í milljónir ára en
síðan gerðist eitthvað á síðustu
öld sem varð til þess að kvenkyn-
ið náði yfirhöndinni með skelfi-
legum afleiðingum. Afleiðingar
þess eru úrkynjun karlkynsins
sem leiðir af sér hinn mjúka
mann.“
„Við höfum unnið markvisst
bakvið tjöldin, í gegnum árin,
með okkar aðferðum og byggt
upp plön sem við hyggjumst
beita til að koma karlmanninum
aftur ofan á,“ segir Lárus Astmar
Hannesson verkefnsstjóri
Hörkutólafélagsins. „Við beitum
sérstakri „Strategíu“ sem byggir
á því að við mýkjum konurnar
upp, bræðum þær eins og smér
þannig að þær verða meðfæri-
legri og síðan látum við til skara
skríða. Við bræðslunni beitum
við meðal annars einstakri kunn-
áttu í matargerð og ballöðusöng.
Þær aðgerðir sem við höfum nú
á prjónunum eru hluti af al-
þjóðaverkefni sem stýrt er af
Herkules Butterbröt, hinum
þýska, forseta alþjóðasamtaka
hörkutóla. Undir hans leiðsögn
höfum við síðustu mánuði unnið
að upptöku á geisladiski í LP
studios í Hólminum en það
verður leynivopn okkar í barátt-
unni um þessi jól. A diskinum
eru að finna undursamleg lög,
fast að því frumsamin, við texta
Hreins Þorkelssonar. Textarnir
eru þannig úr garði gerðir að þá
fær engin kona staðist,“ segir
Lárus.
Hér getur að líta sýnishorn af
ómótstæðilegum textum Hreins
Þorkelssonar sem sungnir eru af
innlifun inn á disk sem Hörku-
tólafélagið færði öllum kvenkjtns
kennurum Grunnskólans í
Stykkishólmi.
Jazz fyrir mömmu
F. v. Rúnar Hallgrímsson, Jens Torghoy, Jóhann Baldursson og Ith er Valentina
Kai. Stjómandi er jazzhandsins erjens Torghoy.
Það var mikið fjör í Gamla
Pakkhúsinu í Olafsvík sl .föstu-
dag. Þar var mætt jassband
Olafsvíkur sem lék undir yfir-
skriftinni ,Jazz fyrir mömmu“
frá kl 20.00 til 22.00 við góðar
viðtökur fjölmargra áheyrenda
sem komu þangað til að hlýða
á. I Jassbandi Olafsvíkur eru
fjórir frábærir hljóðfæraleikarar
þeir Rúnar Hallgrímsson á
bassa, Valentina Kai sem leikur
á rafrnagnsorgel, Jóhann Bald-
ursson á trommur og Jens
Torghoy sem bæði syngur og
spilar á Trompett en hann jafn-
framt stjórnar bandinu. A
boðstólnum í Pakkhúsinu var
m.a. heitt kakó, jólabakkelsi,
hangikjöt, jólaglögg og ýmsir
munir bæði til sýnis og sölu.
Vonandi verður framhald á leik
jassbandsins en það byrjaði að
æfa í haust og er Gamla Pakk-
húsið mjög góður staður til að
koma saman og hlusta á góða
tónlist.
PJ
Sérhæfð bókaútgáfa með
sjálfsrækt í fyrirrúmi
Á Hellnum er starffækt út-
gáfufyrirtækið Leiðarljós sem
hefur sérhæft sig í útgáfu á bók-
um og öðru sjálfsræktarefni og
er eina fyrirtækið sinnar teg-
undar á landinu. I ár gefur
Leiðarljós út tvær bækur. Onn-
ur heitir GERÐU ÞAÐ BARA,
handbók fyrir stelpur sem vilja
verða stórar og er eftir Guð-
rúnu G. Bergmann. „Bókin er
sérstaklega skrifuð fyrir konur
enda þekki ég sem kona margt
af því sem konur þurfa að takast
á við. Eg bý sjálf yfir viðamikilli
þekkingu og byggi jafirframt á
þeirri reynslu sem ég hef öðlast
í þau tólf ár sem ég hef haldið
sjálfsræktarnámskeið fyrir kon-
ur. Bókin er handbók með hnit-
miðuðum leiðbeiningum sem
allar konur ætti að geta nýtt sér
og þær sem vilja lesa og læra
meira geta leitað í þær heimild-
ir sem ég vísa til í bókinni,“ seg-
ir Guðrún.
Hin bókin sem Leiðarljós
gefur út heitir LÖGMAL
ANDANS og er eftir Banda-
ríkjamanninn Dan Millman í
þýðingu mæðginanna Guðrún-
ar og Guðjóns Bergmann. Bæði
hafa þau komið að þýðingum
áður, en Guðrún segir nútíma
tækni gera þeim kleift að vinna
að þýðingum saman þótt þau
búi sitt á hvorum stað á land-
inu. „Bók Millman er í
dæmisögustíl og fjallar um tólf
| Lögmál
flnaans
ál Krafinnkil mnnindi
si
TTTISn
lögmál sem eru jafnraunveruleg
og þyngdarlögmálið. Við get-
um öll öðlast dýpri merkingu,
tilgang og tengingu við sköp-
unarverkið með því að taka eitt
skref; opna þessa bók sem við
munum leita í aftur og aftur eft-
ir innblæstri og leiðbeiningum
á lífsins leið,“ segir Guðrún
brosandi og óskar um leið öll-
um Vestlendingum gleðilegra
jóla.
(Fréttatilkynning)