Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 32

Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 j&usmui.. Jólin hjá Veronicu Osterhammer messosópransöngkonu í Snæfellsbæ Veronica Osterhammer messosópransöngkona býr ásamt inanni sínum Gunnari Tryggvasyni og dótturinni Fanneyju, sem er þriggja ára, á Brimilsvöllum í Snæfellsbæ eða nánar tiltekið í gamla Fróðár- hreppnum. Þau hafa rekið þar ferðaþjónustu í tvö ár og rekst- urinn er vaxandi hjá þeim. Allt sönglíf í bæjarfélaginu breyttist mjög til hins betra er Veronica fluttist hingað og hún hefur haldið hér nokkra glæsilega einsöngstónleika, enda mikil listakona. Þá er hún stjórnandi Kirkjukórs Olafsvíkur og ný- lokið er hinum árlegu jólatón- leikum kórsins í Olafsvíkur- kirkju. Veronica hefur einnig tekið nemendur í einkatíma í söng sem margir hafa sótt. Til að forvitnast jólin og siði þeim tengdum í hennar heima- landi tókum við hana tali. Veronica er frá litlum bæ sem heitir Bernau og er nálægt Miinchen í Suður-Þýskalandi. Flún er búin að vera á Islandi í 8 ár og talar íslenskuna nánast óaðfinnanlega. Hvenær manstþúfyrst eftirjól- unum? Ég held ég muni fyrst eftir jólunum þegar ég var þriggja ára gömul og fékk rugguhest í jólagjöf og var alsæl með hann. En kannski hafa foreldrar mínir lýst þessum jólum svo vel fýrir mér vegna þess að þau eiga svo góðar minningar frá þeim. Eru jólasveinamir á ferli hjá ykkur? Hjá okkur kemur St. Niko- laus 5. desember. Hann á stóra gyllta bók og í henni er skráð Úr íslanctsmyndasafni mínu býð ég: Átthagamynct frá heimahögum þínum Tilvalin gjöftil fjölskyldu og vina Myndir í mörgum stœrðum, allt frá 20x25 í gjafamöppu til stórra innrammaðra mynda. Sendu mér tölvupóst með þínum óskum hvort sem um er að ræða heimahaga, sumarbústaðalönd eða fallegar landslagsmyndir og þú fœrð sýnishorn á netinu. mats@mats.is - Sími: 8921012 Átthagamyndir í nærri hálfa öld hvernig börnin hafa hagað sér. Þegar hann bankar upp hjá fólkinu, syngja börnin jólalag fýrir hann eða fara með bæn. Þægu börnin fá frá honum litlar gjafir, mandarínur, hnetur og nammi, en óþekku börnin lenda í sekknum hans Krampusar, sem er mjög ljótur og fýlgir Nikolaus í öll hús. A aðfanga- dag kemur síðan „Christkind" litla Jesúbarnið sjálft með gjaf- irnar. En auðvitað hafa rauð- klæddu jólasveinarnir lika fest sig í sessi úti. Setja böm skóinn í gluggann? Ég kynntist ekki þessum sið fýrr en ég kom hingað, en mér finnst hann mjög skemmtilegur. Dóttir okkar fær auðvitað í skóinn frá íslensku jóla- sveinunum. Eru gefnar jólagjafir og send jólakort til ættingja og vina? Já og gjafirnar eru opnaðar á aðfangadagskvöld eins og á Is- landi. Jólakort eru líka send, en ekki eins mikið og hér. Er hefðfyrir ákveðnum jólamat á borðum Þjóðverja? Jólamaturinn á aðfangadags- kvöld er oftast ekki eins mikill veislumatur og tíðkast hér, en á jóladag er hátíðarmatur á borðum. Hjá okkur voru til dæmis oft góðar pylsur með kartöflusalati á aðfangadags- kvöld en á jóladag fórum við annað hvort út að borða á fint veitingahús eða mamma bjó til góða steik. Hjá mörgum fjöl- skyldum er gæs í jólamatinn eða karfi. A jólaföstunni eru líka bakaðar margar sortir af jóla- smákökum og jólabrauði. Þá er bæði konfekt og piparkökuhús búin til og ýmislegt annað góð- gæti. Hvaða sáhnar eru sungnir hjá ykkur í Þýskalandi umjól? Þýsku jólasálmarnir eru nær allir þýddir á íslensku og mikið sungnir, svo að þar er ekki stór munur á. Mér fannst bæði skrýtið og skemmtilegt að sjá sálminn ,,í dag er glatt í döpr- um hjörtum“ en hann er að finna hér á Islandi í sálmabók- inni sem jólalag. Hjá okkur í Þýskalandi tengist hann bara óperunni Töfraflautunni eftir Mozart en alls ekki jólunum! Það er mjög mikil kirkjusókn á jólunum í Þýskalandi, eins og hér, og við fjölskyldan fórum alltaf í kirkju í okkar heimabæ sem er mjög hátíðlegt og ég hafði gaman af. Hvenær kemst þú svo íjólaskap- ið? Eg kemst svo sannarlega í jólaskap þegar ég geri aðventu- kransinn en ég geri hann alltaf laugardaginn fyrir fýrsta í aðventu. Er eitthvað sem þú saknar frá Þýskalandi í okkar jólaundir- búningi? Já, það er einn góður siður sem ég sakna, en það eru útijólamarkaðir sem eru haldnir í öllum borgum og stærri þorp- um síðustu fjórar helgarnar fýr- ir jólin. Þar eru settir upp fallegir básar, þar sem hægt er að kaupa handverksmuni, alls- konar skraut, sælgæti eins og „heisse Maroni“ (sem eru heit- ar Kastaníu-hnetur), og þá má ekki gleyma heita jólaglögginu. Mér finnst mjög mikil jólastemning að rölta þar um, hitta vini og láta sér hlakka til jólanna. En ég kann líka mjög vel við jólastemninguna hér á Islandi og ég hef tekið upp ýmsa íslenska siði fýrir okkar jól. Blaðamaður þakkar Veronicu að lokum fýrir þetta skemmti- lega spjall og óskar henni og fjölskyldu gleðilegra jóla. PSJ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.