Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 34

Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 jntaautiui.. C7£ kja Aðventa og innihaldjóla AÐVENTA - þegar ég tek mér þetta orð í munn koma í hugann notarleg- ar hugsanir um jólin, jólaundirbúninginn, öll fallegu ljósin og fjölskylduna. Það er einhver sérstakur ljómi yfir aðventunni sem í senn kallar fram eftir- væntingu og minningar ffá jólunum þegar maður var bam. Aðventa og jól vekja upp barnið í okkur, einmitt það sem er svo mikilvægt að varðveita og rækta. Svartasta skammdegið er lýst upp með ótal mörgum fallegum jólaljósum og við njótum þessarar fegurðar, finnum ylinn sem hún veitir í hug og hjarta; skynjum hátíðina sem í vændum er. En það er auðvelt að kæfa eftirvænt- inguna og gleðina sem aðventan hefur að geyma. Alltof oft flýgur tíminn ffá okk- ur í stressinu öllu, kaupunum og hlaupunum. Við þurfum að staldra við. Gefum við okkur tíma til að vera fjölskylda og vinur um aðventu og jól? Gefum við af okk- ur til annarra, erum við til staðar fyrir okkar nánustu? A aðventunni er verið að bjóða og selja svo ótal margt. En enginn getur selt eða lánað okkur tíma sem við eigum með fjölskyldu og vinum, tímann sem við notum til að gleðja og gefa af okk- ur til annarra. Við erum á aðventunni sérstaklega minnt á að íhuga hvað það er sem gefur lífinu gildi. Orðið aðventa merkir koma. A aðventunni undirbúum við komu jólanna, fæð- ingu ffelsarans. Guð vitjar okkar sem umkomulaust barn í jötu. Já, af hverju skyldi hann ekki hafa komið eins og konunga er háttur með valdi og fyrirgangi? Af því að leið Guðs er önnur, speki hans er heimska hjá mönnum, eins og postulinn orð- ar það. Guð kemur sem barn. Varnarlaust barn kallar eítir viðbrögðum hjartans. Barnið í jötunni kallar fram barnið í okkur. Og það er leiðin hans til þín. Á jólum erum við leidd að jötu barnsins, þar sem við fáum að finna í hverju sönn lífsgæði eru fólgin, ffiður og gleði. Fáir hafa líklega komist eins nærri innihaldi jól- anna og Einar Sigurðsson í Heydölum gerir í sínum fallega sálmi: Þér gjöri eg ei ním með grjót né tré, gjaman lœt ég hitt í té, vil ég mitt hjarta vaggan sé, vertu nú hér minn kæri. Okkur er ætlað að bjóða hinum nýfædda hjartað að jötu og gera hann að upp- sprettu jólagleðinnar, hugsana okkar og athafha. Ef vel er hugað að þessu innihaldi jólanna þá getum við verið áhyggjulaus yfir umgjörðinni, þá verða jólin hátíð ljóss og friðar í okkar lífi - þau verða hátíð fjölskyldunnar. Hátíð þar sem við fáum tæki- færi tdl að styrkja og treysta kærleiksbönd við vini og fjölskyldu. En umffam allt er okkur ætlað að bera jólin áffain þegar hátíðinni lýkur og grár hversdagsleikinn tek- ur við. Erindi jólanna er að boðskapurinn um umhyggju, kærleika og frið verði hluti af daglegu lífsmynstri okkar en ekki bara tjaldað til við hátíðleg tækifæri. Gleðilegjól! / / Sr. Oskar Hafsteinn Oskarsson Ólafsvík u -sJSl

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.