Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Page 42

Skessuhorn - 18.12.2002, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 anCaSUtlU.. 1 lÁitifihtWiid Á timabili var haft á orði að í Hvít- ársíðu væru skáld á hverjum bæ og að minnsta kosti um skeið var hneigð manna þar í sveit til orðsins listar meiri en víðast annarsstaðar. Þegar rætt er um þessa hluti við eldri Hvít- síðinga ber yfirleitt fljótt á góma nafn Eyjólfs í Hvammi sem margir halda fram að hafi kennt Hvítsíðingum að yrkja. Eyjólfur Jóhannesson var fædd- ur 14. ágúst 1824 og var móðir hans Þorbjörg Þorsteinsdóttir þá heima- sæta á Kolsstöðum en faðir var Jó- hannes Lund Jónsson þá vinnuinaður á Gilsbakka. Jóhannes þessi mun hafa verið eyfirskur að ætt og varð síðar bóndi í Gullbringum í Mosfellssveit og talinn dugandi maður. Mun hafa stöðvast stutt í héraðinu og finnst ekki í Borgfirskum æviskrám. Er mér ekki kunnugt um önnur afrek hans í héraðinu en að leggja grunninn að Eyjólfi í Hvammi sem er þó óneitan- lega töluvert. Nú er til sögu nefndur maður að nafni Samson Jónsson, húnvetnskrar ættar. Var hann talinn verkmaður góður, hagmæltur nokkuð, í betra lagi greindur en nokkuð fjöllyndur til kvenna og átti er hér var komið sögu þrjú börn með jafnmörgum mæðrum. Hver sem aðdragandinn hefur orðið ganga þau Samson og Þorbjörg í hjónaband 28. okt. 1824, aðeins rúm- um tveimur mánuðum eftir fæðingu Eyjólfs. Þau Samson og Þorbjörg flytja frá Kolsstöðum vorið 1825 að Grafarkoti (Gróf) í Reykholtsdal og hefja þar búskap. Síðan að Brekku- koti, eru á Búrfelli 1832 til 1841 og loks á Rauðsgili 1841 til 1848 saman og Samson til æviloka en hann drukknaði í Hvítá 2. júní 1851. Eyjólfur elst nú upp á hjá móður sinni og stjúpa og einnig eru þar vist- um að meira eða minna leyti börn Samsonar en þau Þorbjörg áttu ekki börn saman. Hinsvegar eignaðist Samson barn með vinnukonu þeirra hjóna meðan þau bjuggu á Búrfelli og tóku þau hana í fóstur. Árin 1843 til 1845 er Eyjólfur vinnumaður á Húsa- felli en fer þá aftur að Rauðsgili og er vinnumaður Samsonar til 1848 er hann giftist frænku sinni Helgu Guðmundsdóttur frá Sámsstöðum og reisa þau bú á hálfu Rauðsgili á móti Samson og er Þorbjörg þá strax talin til heimilis hjá syni sínum. Fljótlega hefur þó ungu hjónunum fundist þröngt um sig á hálfu Rauðsgili og fékk Eyjólfur þá leyfi Kjartans Gísla- sonar á Búrfelli til að stofna nýbýli á hól þar sunnan við fellin í Búrfellslandi og byggði þar fjárhús og hirti þar fé sitt einn vetur. Af því til- efni orti Samson: Hann sem stólar stássið á, stirður tólin viður, á Monthóli sitt mun sá setja bólið niður. Ekki veit ég hvort þessi hóll hefur borið nafn áður, en nafnið Monthóll hefur hann borið síðan og ber enn. Ekki varð þó meira af búskap Eyjólfs á Monthóli því vorið 1851 flytur hann að Bæ í Bæjarsveit. Meðan Eyjólfur er enn á Rauðsgili var í ná- grenni hans vinnukona og lá það orð á að hún væri í kærleikum við hús- bónda sinn. Nú ber svo við að hús- móðir hennar andast og þótti ekki öllum sorgartíminn langur uns bóndi giftist vinnukonunni og voru nú allir feluleikir að baki. Stúlka þessi átti sótrauða hryssu, afburðahross að vilja og léttleika en maður hennar áhuga- maður og orðlagður reiðgikkur enda fór svo að hryssan varð skammlíf og kenndi konan bónda sínum um en kom þó í raunum sínum til E)Jólfs og bað hann að yrkja erfiljóð eftir hryss- una. Eyjólfur brást vel við og eftir að hann hefur dásamað kosti hryssunnar snýr hann við blaðinu: Nú er sögu nýtt upphaf niftin mœlti þráða, mig ég einum manni gaf og merina til umráða. Það var honum mest til meins, má þó teljafleira, að báðar okkur beitir fleins brúkaði hófi meira. Maðurinn fjörsins árum á oft sér þurfti flýta hans að bera þjósir þá þótti fæstum hlíta. Hvar um dalinn geystur gár grimm við reiðarköfin, var sem hvalur bruni blár beina leið um höfin. Frekaði hroðaferðirnar fleina kœri þundur, þar til gnoðin gjarða var gengin nœr í sundur. Engum þykir umtalsmál, öllum skilist getur, að hraustbyggð ég af holdi og sál hryssu dugði betur. I Bæ bjó Eyjólfur svo í 9 ár, síðustu tvö árin sem hreppstjóri Andkílinga. Þá bjó á Varmalæk Gestur Jónsson sem var á sínum tíma þekktur fyrir bæði hrossafjölda og gott reiðhesta- kyn en girðingar voru þá óþekkt fyr- irbrigði og hross yfirhöfuð lítið fyrir að virða landamerki ótilneydd. A- gangur af stóði Gests mun því hafa orðið tilefni til eftirfarandi vísna Eyj- ólfs: Gestur heitir fleygir fleins íflestu áreitir aðra, hestum beitir mér til meins mesta eiturnaðra Stoltur þver og stíflyndur stálpast fer í hverjum klœk Gestur meramiklingur mektugur er á Varmalœk. Einhverra hluta vegna sinnaðist Eyjólfi við nágranna sína meðan hann bjó í Bæ án þess að ég viti nánar um tildrög þess og orti: Drambs í spiki dinglar Jón, dyggða mikið knappur, Mammons kvikur maura þjón mesti svikahrappur. Kristín heitir kona flá kjafta beitir nöðrum flœr og reitir mest sem má mannorðsfeiti af öðrum. Sá er fyrir varð kærði vísurnar til sýslumanns Borgfirðinga sem þá var Jón Thoroddssen skáld á Leirá. Jón hlustaði á kærandann flytja vísuna og segir síðan „Ertu viss um að þetta sé rétt með farið, heldurðu að hann hafi ekki sagt „sker og reytir“. Eg get ekk- ert gert nema ég sé viss um að vísan sé rétt með farin“. Með það mátti kærandinn snúa heim og kom ekki aftur. Var þeim málaferlum þar með lokið og vísan jafnan höfð þannig eft- irleiðis. Eyjólfur var eins og áður seg- ir um tíma hreppstjóri Andkílinga og hlýtur því að hafa átt nokkur sam- skipti við sýslumann sinn en ekki veit ég við hvaða tækifæri Jón leggur þennan fyrripart fyrir Eyjólf: Efmig botninn bresta kann botnaðu eina stöku. Eyjólfur svaraði af sínu yfirlætis- leysi: Eg mun lítt við leikinn þann líkjast hinum spöku. Vorið 1860 flytur Eyjólfur að Sveinatungu í Norðurárdal þar sem hann býr til 1869 að hann flytur á hálfan Síðumúla og býr þar til 1872 er hann flytur að Hvammi þar sem hann býr alla sína búskapartíð eftir það til 1908. Það mun hafa verið í Sveinatungu sem Eyjólfur orti Spila- vísur sem margir töldu vera dulbúna bæjarímu. Mátti þar finna bæði lof og last og urðu sumar þessara vísna al- þekktar og eru enn í dag þó færri viti um höfund: Fleina lundur metinn (montinn) mest má um grundu sveima. Konan stundar búið best blíð og undi heima. Mjög sjálfhælin menjarún munninn stælir þannin, eins og þrœl í öllu hún undirbælir manninn. Konan sat með síðar brár, saurinn fatið þekur. Bóndinn latur þver og þrár þykir matarfrekur. Kaffið henni kemur best kalt svo ennið hlýni. Laufaspenni langar mest að lifa á brennivíni Sínkur kauði og seimagná saman auðinn draga, minnst afbrauði miðlaðfá margir snauðir klaga. Þvingar svinnan fleinafreyr frekur sinniskvíðinn afþví vinnumanninn meir metur tvinnahlíðin. Sínum manni ei sinnir hún sambúð þannig skaðar, aftur hann við hringarún heldur annarsstaðar Vœn og iðin vinna þarft, viskan styður lyndi. Lukku- viður -Ijósið bjart lifa ífrið og yndi Eina vísu lærði ég sem unglingur sem sver sig nokkuð í þessa ætt þó hún finnist ekki í þeim handritum sem ég hef af Spilavísunum og er hún því birt án ábyrgðar. Spilin eru hins- vegar 52 en ég hef aðeins 38 vísur svo væntanlega hefur eitthvað glatast úr handriti hafi vísurnar upphaflega ver- ið jafnmargar spilunum. Vinnumaður klappar kœr konumaga vænum. Bóndinn á sér aðrar tvær óléttar á bœnum Á Háafelli í Hvítársíðu bjó um langt árabil Þiðrik Þorsteinsson. Var hann um margt sérstæður persónu- leiki og fór ekki alltaf troðnar slóðir á lífsbrautinni, hestamaður mikill, af- burða göngumaður og gestrisinn en vínhneigður nokkuð og þá æði fyrir- ferðarmikill. Eitt vor nálægt sumar- málum fann Þiðrik í heygarði brenni- vínsflösku sem hann hafði týnt haust- ið áður, orti þá Eyjólfur nágranni hans: Þiðrik gleðja vorið vann vindar þó að hvíni. Uti í garði flöskufann fulla af brennivíni. Oðru sinni er Þiðrik átti í einhverj- um útistöðum við yfirvöld, geistleg eða veraldleg orti Eyjólfur: Margir taka menn að spá manni hrakför búna. Þrjár eru sakir þungar á Þiðriks baki núna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.