Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
43
on&aaiimsk..
Eyjólfur frá Hvammi
Eitt sinn á útmánuðum er kona hans var
að skammta ávarpaði Eyjólfur hana á þessa
leið:
Gefmér rófu afrœlni bara
röðuls flóa hlín.
Það er óráð þœr að spara
þegar góa dvín.
Þó Eyjólfur í Hvammi væri talinn meðal
höfuðskálda Borgfirðinga á sinni tíð mun
hann í raun hafa lagt litla rækt við kveðskap
sinn sjálfur og lítt hirt um að halda honum
saman. Hinsvegar voru vísur hans gjarnan
þess eðlis að þær lærðust og dreiíðust með
ótrúlegum hraða auk þess sem hann orti
fjölda af ljóðabréfum og erfiljóðum eftir
hross, gamanbragi um ýmisleg smáatvik og
daglega viðburði. Vísurnar komu einfald-
lega án fyrirhafnar eins eðlilega og draga
andann. Hann var í eðli sínu fyrst og ffemst
jarðabótamaður og stundaði til dæmis garð-
rækt með betri árangri en flestir sýslunga
hans. Alls var Eyjólfur bóndi í 60 ár, þar af
36 í Hvammi en eftir að hafa búið þar í 30 ár
orti hann:
Minnar sveitar umgjörð öll
allt það ber sem prýðir:
Hvítir jöklar, heiðblá fjöll,
hraun og skógar fríðir.
Mér var Ijúft að lifa í ró
lengst í dölum frammi,
viðfeldnasta vistin þó
var í þessum Hvammi.
Þeim sem býr í þessum rann
og þarfur reynist maður,
óska ég verði œtíð hann
indœll gœfustaður.
Samson Eyjólfs-
son var beykir og
kaupmaður á Isa-
firði og gaf út
ljóðabók. Síðar
dvaldist hann í
Reykjavík og gaf
þar um tíma út
blað sem nefndist
,,Svipan“. Upp-
eldisdóttir Eyjólfs
og dótturdóttir
Samsonar var Júlí-
ana Jónsdóttir
sem gaf út fýrstu ljóðabók eftir konu á Is-
landi. Nefnist hún Stúlka og var prentuð á
Akureyri 1876.
Jóhann Eyjólfsson bjó í Sveinatungu og
var stórhuga framkvæmdamaður og alþing-
ismaður um tíma. Er honum svo lýst að
hann sá þar ótal ráð sem aðrir sáu engin.
Hann reisti árið 1895 fyrsta steinsteypta í-
búðarhús á Islandi. Sem nærri má geta þurfti
mikla aðdrætti á þeim tíma í slíkt stórvirki
og tók hann það til bragðs að hann keypti
fjölda af hrossum um allt héraðið og hafði
stöðugar lestaferðir en tvo ganga af hestum
svo hvert hross fór aðeins aðra hverja ferð.
Um haustið seldi hann síðan öll hrossin aft-
ur nema eitt mertryppi sem hann hafði
keypt af Kristleifi á Kroppi. Varð það frægt
reiðhross og nefnt Rotta. Eitt haust í Þver-
árrétt leiðir Jón á Háreksstöðum hryssuna
til bróður síns og segir:
Hér er merin brjóstabreið,
burðasver að vana,
tápleg er og traust í reið,
tylltu þér á hana.
Jóhann svaraði:
Þau Helga eignuðust alls 14 börn en að-
eins 8 komust til fulls þroska. Eitt sinn er
kíghóstinn gekk gerði Eyjólfur þessa vísu:
Börnin kvelur kíghóstinn,
kviknar élið tára.
Bláleit hel í barminn sinn
blómin velur nýsprottin.
Flest börn þeirra hjóna munu hafa erft
skáldgáfu föður síns meira eða minna þó þau
sinntu þeirri hneigð mismikið en meðal
barna þeirra var Sæmundur sem orti hinar
alkunnu vísur ,,Nú er glatt í hverjum hól“.
Jón sonur þeirra bjó á Háreksstöðum og var
bráðlipur hagyrðingur og Eyjólfur sonur
hans sem andaðist kornungur maður var
einnig afburðamaður á því sviði og eftir
hann eru meðal annars þessar vísur:
Nú skal ég Rottu úr réttunum
ríða hrottalega.
Bjórinn totta á bœjunum
og bera migflott í selskapnum.
Því miður skortir mig bæði pláss, tíma og
þekkingu til að gera Eyjólfi í Hvammi og af-
komendum hans viðeigandi skil og enda því
þennan þátt með vísu sem mér var sagt að
Eyjólfur hefði kveðið á leitinu neðan við
Síðumúla þegar hann fluttist frá Hvammi
1908 að Sveinatungu í skjólið til Jóhanns
sonar síns þar sem hann andaðist 14.desem-
ber 1911
Elli slítur œvistig,
að því hlýtur líða
aldrei lít ég aftur þig
indæl Hvítársíða
Böl og hatur burt er máð,
beiskur glatast treginn,
mín er gatan geislum stráð
get því ratað veginn.
Um vinskap okkar vita menn
hann vart mun blandast táli
þó við höfum ekki enn
orðið á sama máli
Helstu heimildir: Borgfirsk Blanda 3, Úr
byggðum Borgarfjarðar III, Borgfirskar ævi-
skrár, vísnasöfn og munnlegar heimildir.
Gleðilega hátíð
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367
dd@binet.is
SAFNAHÚS
BORGARFJARÐAR
Safnahús Borgarfjarðar sendir
ungum sem öldnum bestu jóla
og nýárskveður og býður þeim
á jólasöguna:
| Dagur í lífi Panovs afa
eftir Leó Tolstoj
Sögumaður: Hallveig Thorlacius
__ Hörpuleikari: Marion Herrera
Fimmtudaginn 19. desember
kl. 17:15 í Safnahúsi Borgaifjarðar,
neðri hœð (vesturinngangur)
Aðgangur ókeypis
Qleóilegjál!
Borgnesingnr.
Borgfirðingar
og aðrir
Veðrið, vörurnar og
verðið er jafngott
í heimabyggð