Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 45
ouiissunu>w MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 45 Honda Civic TIl sölu 3ja dyra blá Honda Civic. Fæst gegn yfirtöku á láni. Nánari upplýsingar í síma 696 8798 Vídeóspólur Til sölu 300 gamlar videospólur. Verð 200 kr. stk. Upplýsingar í síma 437 2345 TÖLVUR OG HLJÓMT. Set plötur á geisladiska Er plötuspilarinn búiim að gefast upp, stafli af plötum í geymslunni og görnlu góðu slagararnir hættir að heyrast í útvarpinu? Þá er ráð að setja plöturnar á geisladiska, sérstaklega gömlu jóla plöturnar sem fást ekki lengur í verslunum. Upplýsingar í síma 869 3669, Gunnar B Hljóðfæri Til sölu Korg M1 hljómborð og Yaniaha rafmagnsorgel. Hvort tveggja selst ódýrt. Nánari upplýs- ingar í síma 897 0628 Vantar gítarmagnara Bráðvantar gítarmagnara (20- 40w) í góðu ástandi og vel með farinn. Verðhugmynd 10.000- 15.000 kr. Uppl. í síma 691 1060 YMISLEGT 25 vatta kertaperur Vantar þig kertaperur, til dæmis í jólaskreytingu? Hef til sölu 70 stk. 2 5 w. gular kertaperur. Upplýsing- ar í síma 894 3010 og 431 3010 Kælibúnaður til sölu Til sölu Thermo King kæli- búnaður íýrir stóran flutninga- kassa. Erum að taka búnaðinn niður um þessar mundir. Fæst á sanngjörnu verði. Uppl. gefur Björn í síma 898 4334 Volvo Penta bátavél Er að rífa Volvo Penta vél gerð 200A, 6 cyl. Til sölu varahlutir eða allur pakkinn á jólatilboði. Krónur 50.000. Fyrstur kemur, fýrstur fær. Uppl. gefur Björn í síma 898 4334 íbúð til Ieigu 3ja herbergja íbúð í Borgarnesi til leigu. Uppl. í síma 892 1525 Tamningar og þjálfun Tek hesta í tamningar og þjálfun er einnig með hross til sölu & öllum stigum tamningar. Kaffi á könnunni. Upplýsingar í síma 435 0072 og 691 0280, Hrafnhildur. Tölvur - uppfærslur Tek að mér allar almennar tölvu- viðgerðir og uppfærslur. Fljót og góð þjónusta. Upp- lýsingar í síma 899 8894 Hljómborð - hljóðkerfi Til sölu Roland E-70 hljómborð. Einnig hljóðkerfi sem hentar fyrir hljómsveitir eða samkomuhús. E'pplýsingar í síma 437 0028 og 437 0020 Ibúð til leigu 93 fin íbúð til leigu á 3. hæð í blokk, frá janúar til maí 2003. Tvö herbergi, stór stofa, svalir með fallegu útsýni. Reyklaus. Allar nánari uppl. í síma 866 4818 og 431-3566, Stefán og Linda Til sölu Renault Clio Til sölu Renault Clio árg. '94. Ný skoðaður. Bíll í toppstandi, keyrður 110 þús, vetrardekk fylgja. Til sýnis á Bílasölunni Bílás, Akranesi. Upplýsingar í síma 866 4818, 431 3566 og 433 8828 Linda Dagmar Smáauglýsingar Skessuhorns eru á www.skessuhorn.is döfiúmi döfonni Smefellsnes: Fimmtudag 19. desember Litlu jólin kl. 10:00 í Grunnskólanum á Hellissandi. Börnin mæta kl. 10:00 - Gestir eru velkomnir eftir kl. 11:00. Akranes: Fbnmtudag 19. desetnber Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13:30 til 16 í Safnaðarheimilinu Vina- minni. Félagsvist, kakó og jólasmákökur. - Ovænt skemmtiatriði. - Síð- asta samveran á árinu. Snæfellsnes: Fimmtudag 19. desember Jólatréssala kl. 20:00-22:00 í Ólafsvík Jólatréssala Kiwanisklúbbsins Korra verður í -Smugunni - sama stað og í fyrra. Snæfellsnes: Fimmtudag 19. desember Sögustundir kl. 17:00-18:00 í Bókasafhi Snæfellsbæjar. Lesnar verða jólasögur. Stundirnar eru sérstaklega ætlaðar börnum 7 ára og yngri. Börn yngri en 5 ára þurfa að koma í fýlgd með fullorðnum. Snæfellsnes: Fimmtudag 19. desember Jólaopnun kl. 20:00-22:00 í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Heitt kakó og kaffisopi - jólabakkelsi - biti af reyktu hangikjötslæri fýrir gesti og gangandi - íslenskt handverk og listinunir til sölu - íslensk jóla- kort frá fýrri helmingi síðustu aldar til sýnis. Snæfellsnes: Fimmtudag 19. desember Úrvalsdeild: Snæfell - Keflavík kl. 19:15 í Iþróttainiðstöðinni Stykkis- hólmi. Síðasti heimaleikur Snæfells fýrir jól er gegn Keflavíkurhraðlest- inni. Keflvíkingum er spáð sigri í deildinni. Elstu menn muna ekki til þess að Snæfell hafi borið sigurorð af þeim. En einu sinni er allt fýrst. Hvenær var það annars sem Davíð sigraði Golíat? Ahorfendur, styðjum okkar menn til sigurs! Akranes: Fimmtudag 19. desember Jólagluggadagatal Markaðsráðs kl. 17 í Nínu. Við minnum á að Skyrgámur verður í Nínu við Kirkjubraut og opnar þar 8. jólagluggann í bænurn. Munið að láta börnin vita af þessu! Skyrgámur er ægilegur rumur af jólasveini að vera. Hann leitar uppi skyrtunnur, stendur síðan yfir þeim og étur á sig gat. Ætli Nína eigi skyr fýrir kauða? Akranes: F'óstudag 20. desember Jólagluggadagatal Markaðsráðs kl. 17 í Bjargi, Stillholti. Við minnum á að Bjúgnakrækir verður í Bjargi, Stillholti og opnar þar 9. jólagluggann í bænum. Munið að láta börnin vita af þessu! Bjúgnakrækir er fimur við að klifra uppi í rjáfri og stela þaðan reyktum hrossabjúgum. Slóttugur pilturinn sá! Snæfellsnes: Föstudag 20. desember Litlu jólin í Grunnskólanum í Olafsvík. Nemendur, kennarar og foreldrar skemmta sér saman. Snæfellsnes: Föstudag 20. desember Jólatréssala kl. 20:00-22:00 í Smugunni, Ólafsvík Akranes: Föstudag 20. desember Aðventutónleikar Kvennakórsins Yms kl. 22.00 í Akraneskirkju. Tilvalið tækifæri til að slaka aðeins á í jólastressinu og njóta góðrar skemmtunar. Einsöngvari með kórnum verður Margrét Sigurðardóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Forsala aðgöngumiða er hafin hjá kórfélögum. Miðaverð í forsölu kr. 1000 en kr. 1200 við innganginn. Góða skemmtun Snæfellsnes: Föstudag 20. desember Jólaopnun kl. 20:00-22:00 í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Akraties: Föstudag 20. desember Gjafavörukynning kl. 15:00-20:00 á Kaffi 15. Kynning á ffábærum gjafa- vörum s.s englum, krossum, leirvörum. Frábært verð. Sjáumst. Akranes: Laugardag 21. desember Jólagluggadagatal Markaðsráðs kl. 17 í Málningarbúðinni. Við minnum á að Gluggagægir kemur í Málningarbúðina, Kirkjubraut 39 og opnar þar 10. jólagluggann í bænum. Munið að láta börnin vita af þessu! Gluggagægir er slóttugur gaur sem leggur það í vana sinn að gægj- ast á glugga og jafnvel lmupla því sem hann sér. Látið lögguna vita ef þið sjáið til hans! Snæfellsnes: Laugardag 21. desember Jólaopnun kl. 14:00-18:00 í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Snafellsnes: Sunnudag 22. desember Jólaopnun kl. 14:00-18:00 í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Akranes: Sunnudag 22. desember Jólagluggadagatal Markaðsráðs kl. 17 í Blómahúsinu, Kirkjubraut 14. Við minnum á að Gáttaþefur verður í Blómahúsinu og opnar þar 11. jóla- gluggann í bænum. Munið að láta börnin vita af þessu! Með sitt heljar- stóra nef leitar Gáttaþefur uppi sitt uppáhaldsfæði; steikt laufabrauð. Skyldi blómaangan í Blómahúsinu sljóvga lyktarskin hans? Snæfellsnes: Mánudag 23. desember Jólagjafahappdrætti Lionsklúbbs Ólafsvíkur kl. 11:00 í Félagsheimilinu á Klifi. Styðjum gott málefhi. Snæfellsnes: Mánudag 23. desesnber Jólaopnun kl. 14:00-23:00 í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Snæfellsnes: Mánudag 23. desember Leikfangahappdrætti kl. 17:00 í Félagsheimilinu Röst Hið árlega leikfangahappdrætti Lionsklúbbs Nesþinga. Akranes: Mánudag 23. desember Jólagluggadagatal Markaðsráðs kl. 17 í Rammar og myndir. Við minnum á að Ketkrókur verður í Römmum og myndum, Skólabraut 27 og opnar þar 12. jólagluggann í bænum. Munið að láta börnin vita af þessu! Ketkrókur er rammþjófóttur, stingur gjarnan löngum krók á stjaka niður um strompa og krækir sér í hangilæri úr eldhúsinu. Húsmæður var- ið ykkur á honum! Snæfellsnes: Þriðjudag 24. desember Aftansöngur kl. 18:00 í Ingjaldshólskirkju. Fögnum komu jólanna í kirkjunni okkar. Snæfellsnes: Þriðjudag 24. desember Aftansöngur kl. 18:00 í Ólafsvíkurkirkju. Fögnum komu jólanna í kirkjunni. Akranes: Þriðjudag 24. desember Jólagluggadagatal Markaðsráðs kl. 10-12 í miðbænum. Síðasti jólasveinninn kemur á Skagann. Kertasníkir mun sniglast um mið- bæ Akraness að morgni aðfangadags, heilsa upp á börn og fullorðna og hjálpa pöbbunum að kaupa jólagjafirnar fýrir mömmurnar á síðustu stundu (eins og venjulega). Pabbar, ömmur, afar, ffændur og frænkur; tak- ið börnin með í bæinn! Snæfellsnes: Miðvikudag 25. desember Ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju. Arleg kertaljósaguðsþjónusta á jóladag. Akranes: Fimmtudag 26. desember The Lord of die Rings II - Tveggja turna tal kl. 20:00 í Bíóhöllinni. Peter Jackson færir okkur hér annan hluta hringadróttins þríleiksins sem svo sannarlega hefur verið beðið eftir um allar jarðir. Eins og flestum er kunnugt eru myndirnar byggðar á einu vinsælasta ævintýri allra tíma, Lord of the Rings, eftir J.R.R. Tolkien. Alls verða myndirnar þrjár talsins og finmsýndar um jól með árs millibili. Hobbitinn Fróði heldur hér áffam för sinni ásamt Gandálfi og öðrum ffægum persónum bókanna. Þetta eru ævintýralegar ög seiðmagnaðar myndir sem best er að hafa sem fæst orð um og bókstaflega allir unnendur bókmennta, ævintýra og kvikmynda verða að sjá! Stiæfel/snes: Föstudag 21. desember Utgáfutónleikar Klakabandsins í Félagsh. á Klifi kl. 22.00 í Félagsheimil- inu á Klifi, Ólafsvík. Siggi Hösk og Klakabandið efna til útgáfutónleika. Flytur Klakabandið þar lög Sigga Hösk, söngvara og gítarleikara hljómsveitarinnar af nýút- komnum geisladiski Klakabandsins, Snæfellsnes: Laugardag 28. desember Jólatrésskemmtun í Félagsheimilinu Röst. Kvenfélag Hellissands og Lionsklúbburinn Þernan halda sína árlegu jóla- trésskemmtun í Röstinni. Jólasveinar, söngur og gleði. Snæfellsnes: Laugardag 28. desember Jólatrésskemmtun kl. 15:00-17:00 í Félagsheimilinu á Klifi. Hefðbundin dagskrá - Veitingar - Félagar í Kirkjukór Ólafsvíkur leiða söng og undirleik. Verð aðgöngumiða kr. 300,- Tökum virkan þátt í söng og dansi barnanna kringum jólatréð! Gleðileg jól og góða skemmtun! Akranes: Laugardag 28. desember Bingó kl. 14 í sal F.E.B.A.N Kirkjubraut 40. Fjölskyldubingó fýrir félagsmenn F.E.B.A.N í sal félagsins Snæfellsnes: Þriijudag 31. desember Aramótabrenna kl. 20:30 á Breiðinni. Hin árlega áramótabrenna Snæfellsbæjar verður að venju á Breiðinni. Björgunarsveitirnar á svæðinu sjá um glæsilega flugeldasýningu. Kveðjum árið með stæl! Snæfellsnes: Þriðjudag 31. desember Hátíðarguðsþjónusta kl. 16:00 í Ingjaldshólskirkju. Kveðjum árið og fögnum því nýja. Sóknarprestur. Snæfellsnes: Miðvikudag l.janúar Aramótadansleikur kl. 01:00 í Félagsheimilinu á Klifi. Snæfellsbær býður bæjarbúum að venju til glæsilegs áramótadansleiks í Félagsheimilinu á Klifi. Fyrirkomulag og hljómsveit verður nánar auglýst síðar. Akranesi: Miðvikudag 1. janúar Námskeið hefst: Nám fýrir umsjónarmenn grasvalla í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Staðbundnar lotur og fjarnám Lengd: 240 klst Snæfellsnes: Mánudag 6. janúar Þrettándabrenna á Hellissandi. Slysavarnadeildin Björg og Unglingadeildin Drekinn sjá urn brennu og flugeldasýningu á þrettándanum ef veður leyfir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.