Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 46
46
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
„Draumur í dós“
Fótboltastelpur fá frábærar
móttökur í söfnunarferð
Við fótboltastelpur í Skalla-
grími, 13 ára og eldri ætlum
að fara í æfingabúðir erlendis
næsta sumar. Líklega verður
farið í knattspyrnuskóla
Bobby Charlton á Englandi,
en 3. fl. karla hjá Skallagrími
fór þangað í vel heppnaða ferð
s.l. sumar. Slík draumaferð er
kostnaðarsöm fyrir okkur
stelpurnar og ætlum við því að
vera duglegar að safna aurum
með ýmsu móti á næstu mán-
uðum til að fjármagna hluta
ferðarinnar. I þeim tilgangi
dreifðum við upplýsingamiða í
hús í Borgarnesi fyrir síðustu
helgi þar sem við kynntum
„drykkjarumbúða“-söfnunar-
átakið okkar, sem við erum nú
farnar að kalla „Draumur í
dós“. Við vorum svo á ferð-
inni s.l. sunnudag og gengum
í hús í Borgarnesi og söfnuð-
um dósum og flöskum. Feng-
um við ffábærarar móttökur
og góðan stuðning. Margir
höfðu tekið til fyrir okkur dós-
ir og flöskur í poka og biðu
greinilega eftir komu okkar og
fundum við fyrir miklum vel-
vilja í okkar garð.
Við sjáum líka um að tæma
dósakistu Skallagríms á
Hyrnuplani og viljum við
benda Borgfirðingum á að
nýta sér þann uppbyggilega
losunarmáta, en ágóði af
dósakistunni rennur í okkar
ferðasjóð.
Fyrsta sunnudag í hverjum
mánuði ætlum við svo ganga í
hús í Borgarnesi til að safna og
vonumst við til þess að vel
verði tekið á móti okkur, og að
sem flestir styðji okkur því
margt smátt gerir eitt stórt!
Næst verðum við á ferðinni
sunnudaginn 5. janúar 2003,
sjáumst vonandi þá, bestu
kveðjur og þakkir fyrir ffábær-
ar móttökur,
Anna María,
Aðalheiður,
Alfheiður,
Elva P.,
Guðnin Osk,
Guðrún Selma,
Gunnfríður,
Sigga Dóra
°g Sigrtín Sj'ófn.
Heiður Höm Hjartardóttir í fóndurhominu á Bjargi.
Jólahom á Bjargi
Hjá ferðþjónustunni á Bjargi
við Borgarnes hefur verið kom-
ið upp sérstöku jólahorni þar
sem ýmiss konar handverk er til
sýnis og sölu ffam að jólum.
Bjarg er gamall bóndabær í út-
jaðri Borgarness, en þar hafa
gömul útihús verið innréttuð
sem gistihús með rúmum fyrir
14 manns. A meðan sýningin
stendur yfir verður gistiaðstað-
an til sýnis.
Jólahornið er opið frá kl.
15.00 til 21.00 alla daga til jóla.
Tónlistarskólinn í Ólafsvík héltfyrri tónleika sína sl. niánudagskvöld og þar kom m.a. fram bamakár Olafvíkur undir
stjóm Vdlentinu Kai og sungu þar nokkur jólalög við góðar undirtektir gesta.
A tónleikum Tónlistarskólans í Ólafsvík sl. mánudagskvóld komfyam hjómsveitin 4 you, en hún er eingóngu skipuð 14
ára stúlkum en það eru þœr Valgerður Kristmannsdóttir á trommur, Tinna Aradóttir á rafmagnsorgel, Gýgja Jónsdótt-
ir og Guðrún Guðmundsdóttir báðar á gítar. Vonandi verður framhald á þessum leik stúlknanna og kannski eru komn-
arfratn nýjar „g>ýlur“. PSJ
Frá jólahugvekju í Breiðabólstaðarkirkju
Mynd: Lárus
Jólahugvekja í Breiðabólsstaðar-
kirkju á Skógarströnd
Annan sunnudag í aðventu
hélt séra Gunnar Eiríkur
Hauksson jólahugvekju í kirkj-
unni á Breiðabólsstað á Skóg-
arströnd, en söngkórinn Vor-
boðinn í Búðardal söng 10
jólalög. Halldór Þórðarson
söngstjóri lék á orgel. Var það
mál manna að vel hefði til
tekist og ánægjulegt að
undirbúa komu frelsarans með
þessum hætti. Söngkórinn
Vorboðinn er blandaður kór
og telur 24 kórfélaga, þ.á.m.
Jóel H. Jónasson á Bíldhóli
nýkjörinn sóknarnefndarmann
kirkjunnar á Breiðarbólsstað.
Er vonast til að þetta verði ár-
legur viðburður í vestasta hluta
Dalabyggðar enda var kirkjan
nær fullsetin með 55 kirkju-
gesti við þetta tækifæri.